Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 34
Í GREIN Stefáns Ólafssonar „Stóra skattalækkunarbrellan“ í mið- opnu Morgunblaðsins 18. janúar sl. segir meðal annars: ,,Það eru auðvitað mikil ósannindi að bera á borð fyrir þjóðina að skatt- ar hafi verið lækkaðir, rétt eins og slíkt hafi gilt um alla. Þetta eru lík- lega með mestu ósannindum ís- lenskra stjórnmála í marga áratugi.“ Undir þetta getum við undirritaðir hiklaust tekið enda hafa félög eldri borgara ítrekað sýnt fram á þetta í skrifum sínum á undanförnum 4–5 árum. Skattbyrði hefur stóraukist, sérstaklega á lægri tekjuhópana. Þetta er vegna þess að greiddur er skattur af stærri hluta tekna en áður, vegna þess að skattleysismörkin hafa setið eftir að raungildi. Ótal tilraunir hafa verið gerðar til að snúa út úr þessu, til dæmis með því að tala um aðra hluti, kaupmátt og fleira. Vissulega hefur kaupmáttur dæmigerðs ellilífeyrisþega með t.d. 47.600 kr á mánuði úr lífeyrissjóði ár- ið 2005 hækkað frá árinu 1988, en eft- ir skatta snýst dæmið við, þá hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna lækk- að um 1,6%. Nú hefur sérfræð- ingahópur fjármála-, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis og Lands- sambands eldri borgara staðfest út- reikninga okkar. Síðast hefur rík- isskattstjóri staðfest þessa þróun um aukna skattbyrði tekna, vegna þess að skattleysismörkin hafa lækkað að raungildi. Algengasti útúrsnúningurinn er sá að skattbyrði hafi aukist vegna þess að tekjur hafi aukist. Þetta er þó bara hálfur sannleikur. Skattbyrðin hefur nefnilega líka stóraukist á þann hluta teknanna sem aðeins hélt í við verð- bólguna. Hér verður sýnt fram á að skatt- byrðin hefur stóraukist og ætti hver fjölmiðla- og stjórnmálamaður að geta sannreynt þetta og í raun skor- um við á þá að gera það, en láti sér ekki nægja að segja – einn segir þetta og annar hitt – og standa svo sjálfir eftir eins og stórt spurningamerki. Dæmi: Breyting á skattbyrði ræðst af þróun skattleysismarka og skattprósentu. Að horfa einungis á skattprósentu óháð skattleys- ismörkum segir ekkert um hvort skattbyrði hefur aukist eða ekki. Þannig sést best hvernig skattbyrði þróast með því að líta á hve mikið af tekjum manns fara í tekjuskatta fyrir sömu rauntekjur öll árin. Til að mæla þetta notum við sömu rauntekjur öll árin og miðum t.d. við 100.000 kr á mánuði árið 2005 og sömu rauntekjur hin árin. Svipuð nið- urstaða um aukningu skattbyrði fengist einnig þó við notuðum 150.000 kr á mánuði, sem tekjur til viðmið- unar. Það skal tekið skýrt fram að við er- um ekki að segja að tekjur fólks þró- ist með þessum hætti, það er enn einn útúrsnúningur margra stjórnarþing- manna, heldur getum við mælt hvernig skattkerfið virkar fyrir þann hluta tekna sem í raun stendur í stað. Tölur um skattprósentu og skatt- leysismörk eru fengin frá fjár- málaráðuneyti og ríkisskattstjóra. Breyting verðlags til að reikna sömu rauntekjur öll árin fást frá neyslu- vísitölu Hagstofunnar. Þetta sjáum við í meðfylgjandi töflu. Sá einstaklingur sem er með 100.000 kr í tekjur á mánuði árið 2005 og sömu rauntekjur hin árin, greiðir nú 9.160 kr í tekjuskatta eða 8,8% tekna sinna og hefur skattbyrðin að- eins lækkað frá síðasta ári. Með sömu rauntekjur við upptöku staðgreiðsl- unnar árið 1988 greiddi hann ekki eina krónu þar sem skattleys- ismörkin voru hærri en umræddar rauntekjur. Þannig hefur skattkerfið virkað á þessum tíma, skattbyrðin þyngist þó tekjur hækki ekkert um- fram verðlag. Þetta er klárlega hækkun skattbyrði. Það munar um þessa upphæð fyrir svo lágar tekjur. Þessi aukna skattbyrði er vegna þess að skattleysismörkin hafa hvergi nærri fylgt þróun verðlags hvað þá þróun launa. Það bitnar verst á þeim sem lægri tekjur hafa – fyrir þá sem mestar hafa tekjurnar skiptir mestu hver skattprósentan er. Þannig er nú verið að greiða tekjuskatta af stærri hluta tekna en áður. Skattleys- ismörkin nú eru 79.055 kr en ættu að vera rúmlega 105 þúsund krónur á mánuði ef þau hefðu fylgt verðlagi (miðað við 4,4% hækkun verðlags frá meðaltali 2005). Þarna munar um 25.000 kr sem skattleysismörkin eru lægri á mánuði, svo greiddur er skattur af mun stærri hluta tekna en áður, sérstaklega fyrir þann sem hef- ur lágar tekjur. Ef skattleysismörkin hefðu aftur á móti fylgt launavísitöl- unni eins og mörgum þykir eðlilegra væru þau nú í ár rúmlega 131 þúsund krónur á mánuði eða 52 þúsund krón- um hærri en þau eru í dag. Samkomulagið sem nú hefur náðst um að viðurkenna þessar staðreyndir hlýtur að marka þáttaskil í umfjöllun um þessi mál. Við skorum á þá sem treysta sér til að reikna þetta út. Fólkið sem lent hefur í aukinni skatt- byrði finnur þetta líka á eigin skinni. Öllum ljóst að skattbyrðin hefur aukist Einar Árnason, Ólafur Ólafsson og Pétur Guðmundsson skrifa um skattbyrði eldri borgara ’Samkomulagið sem núhefur náðst um að við- urkenna þessar stað- reyndir hlýtur að marka þáttaskil í umfjöllun um þessi mál.‘ Einar Árnason Einar er hagfræðingur eldri borgara, Ólafur er formaður Landssambands eldri borgara og Pétur er verkfræð- ingur og fyrrv. stjórnarmaður í FEB. Pétur GuðmundssonÓlafur Ólafsson 34 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞÓ SVO að atvinnuástand sé gott um þessar mundir verða sveitarstjórnarmenn að horfa til framtíðar og treysta grunninn undir góðu atvinnulífi í sínu sveitarfélagi. Í Kópavogi eiga stór sem smá fyrirtæki að fá að dafna og þróast, hvert á sinn hátt. Stórfyrirtæki eru mest áberandi í um- ræðu um atvinnulíf og skipa þar veglegan sess en hlutverk smá- fyrirtækjanna er afar mikilvægt. Bæjaryf- irvöld verða að hlúa að þeim með ýmsum hætti. Sprotafyrirtækin eru afar mik- ilvæg í atvinnulífi nútímans. Þau byggja á þeirri auðlind sem finnst í fólkinu sjálfu, þekkingunni. Það tekur þau oft talsverðan tíma að gera hugmynd að vöru, en þegar það tekst er uppskeran oft mikil. Það er eftirsóknarvert fyrir fram- farasinnað bæjarfélag að hafa slík fyrirtæki innan sinna vébanda. Í Vatnsmýrinni er að byggjast upp þekkingarþorp og þar verður tals- verð samþjöppun sprotafyrirtækja. Kópavogur á að koma upp ný- sköpunarsetri t.d. á Kársnesinu. Tenging þaðan og yfir í Vatnsmýr- ina er meira en líkleg á næstu árum. Kópa- vogur á að bjóða sprotunum t.d. upp á ódýra húsaleigu sem er þeim mikilvægur styrkur þegar þau eru í þróunarferlinu. Bæj- aryfirvöld eiga að veita sérstakar við- urkenningar til þeirra sprotafyrirtækja sem eru í Kópavogi og vera með þeim hætti hvatning fyrir áfram- haldandi starf. Kópavogur á að gera meira. Hann á að efla kennslu í raunvís- indum, upplýsingatækni og tungu- málum strax frá upphafi skóla- göngu í grunnskóla og í skólum bæjarins á að leggja sérstaka áherslu á skapandi starf í öllum námsgreinum. Þekkingarfyr- irtækin byggja einmitt á hug- myndaríkum, áræðnum ein- staklingum sem hafa sterkan vísindalegan bakgrunn. Góð tungumálakunnátta er mikilvæg vegna vaxandi samskipta við út- lönd og alþjóðavæðingar á öllum sviðum. Það er engin klisja að okkar mesta og dýrmætasta auðlind er fólkið sjálft, þekkingin, atgervið og sköpunarkrafturinn. Þessa auðlind eigum við að virkja, hún á eftir að skila okkur miklum arði, án nokk- urrar mengunar og án þess að fórna einstakri náttúru. Kópavog- ur á hiklaust að skipa sér á fremsta bekk í þessum efnum. Sprotafyrirtæki í Kópavog Eftir Hafstein Karlsson ’Það er engin klisja aðokkar mesta og dýrmæt- asta auðlind er fólkið sjálft, þekkingin, atgervið og sköpunarkrafturinn. ‘ Hafsteinn Karlsson Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Kópavogi og sækist eftir 2. sæti á lista Samfylkingarinnar. Prófkjör Kópavogi FJÖLMARGIR hafa áhyggjur af því að Íslendingar séu að missa tökin á móðurmáli sínu. Sjálfur er ég einn af þeim. Ég er einnig einn þeirra sem finna fyrir því að tilfinning mín fyr- ir málinu er ekki jafnsterk og ég gjarnan vildi. En hverju er um að kenna og hvað er til ráða? Sem barn var ég fljótur að læra að lesa og þótti það mjög gaman. Nóg var til af skemmti- legum bókum fyrir börn, bæði íslenskum og þýddum. En þeg- ar kom að unglings- árunum var skyndi- lega lítið sem ekkert til af bókum sem ég hafði áhuga á. Ég var einn af þeim óheppnu sem þótti, og þykir enn, gaman að vísinda- og æv- intýrasögum. Nánast ekkert var þýtt af þess konar efni, enda markaðurinn lítill, og því sótti ég í slíkar bækur á ensku. Í dag er ástandið svip- að. Eitthvað er jú þýtt af æv- intýrasögum fyrir börn vegna vinsælda Harry Potter og Hringadróttinsögu, en ekkert er þýtt fyrir eldri lesendur. Nú er svo komið að ég er fluglæs og betur að máli farinn á máli sem er ekki mitt móðurmál. Ástæðan er sú að málumhverfi mitt breyttist í enskt við þrettán ára aldur. Bókaormar í dag lifa við sama skort. Nánast einungis eru þýdd- ar bækur sem eru á met- sölulistum erlendis og enn eru fagurbókmenntir í stórum meiri- hluta þess sem gefið er út eftir íslenska höfunda. En það er ekki nóg til þess að draga að fjöl- breyttan hóp lesenda að íslenskri tungu. Það þarf að margfalda magn þess sem þýtt er af erlend- um bókum. Ekki er nóg að láta markaðsöflin ráða hvað er þýtt heldur þarf ríkið að koma að máli og styrkja þýðingu á stórum hluta þess sem kemur í bókabúð- irnar okkar. Þetta er gífurlega mikið og kostnaðarsamt verk, en til mikils er að vinna því í raun viljum við ekki missa einn ein- asta Íslending í ensk- una. Málumhverfi okkar Íslendinga er einnig of enskt til þess að íslenskan eigi sér nokkra möguleika. Langflest eyðum við drjúgum stundum fyrir framan sjón- varpstækið og fáum okkar skemmtun það- an. En á meðan stærstur hluti talaðs máls í sjónvarpi er á ensku er ekki að undra þótt íslenskan fari halloka. Metn- aðarleysið er algert á einu sjónvarpsstöð- inni sem ber lagalega skyldu til að hlúa að málinu, þar ræður markaðshugsjónin ein ríkjum og ódýrir enskir þættir keyptir í stað þess að setja mikla peninga í mun verðmætari íslenska þætti. Textun slíkra þátta skiptir litlu í glímunni við minnkandi máltilfinningu, því unglingar jafnt sem fullorðnir skilja enskuna það vel að textinn flækist orðið fyrir (sérstaklega ef um óvandaða þýðingu er að ræða). Það þarf að stórefla ís- lenska þáttagerð. Jóhannes Bjarni Sigtryggson íslenskufræðingur sagði í hádeg- isviðtali á NFS um daginn að það þyrfti að gera íslenskuna „svala og skemmtilega“ og nefndi þar sem dæmi að taka mætti upp ís- lenskukeppni í grunnskólum þar sem spurt væri um þýðingu sjaldgæfra orða, máltækja og málshátta. Þetta gæti svo sem gengið upp, en gæti jafnframt snúist upp í andstöðu sína og þeir sem ynnu slíkar keppnir yrðu hreinlega álitnir hallær- islegir. Andspyrna unga fólksins gagnvart íslenskunni er einmitt vegna sítengingar hennar við eitthvað gamalt. Til þess að unga fólkið fái virðingu fyrir íslensku, þarf það að sjá hana notaða í tengslum við það sem því þykir skemmtilegt. Skemmtiþættir í sjónvarpinu þurfa að vera á ís- lensku svo börn og unglingar sjái íslenskar fyrirmyndir. Það fer fyrir brjóstið á mörgum fræð- ingnum að íslensk börn skilji ekki lengur Íslendingasögurnar, en það vill gleymast að slíkt efni er e.t.v. ekki hentugast til að laða að ungan málnotanda. Unglingum er nefnilega gjörsamlega sama um Gunnar á Hlíðarenda eða Gísla Súrsson. Þeir eru ekki sval- ir, sama hvað íslenskufræðingar halda. Til þess að gera íslensku að máli barnanna, unglinganna og næstu kynslóða, verðum við að gefa út ógrynni af bókum úr öllum bókmenntastefnum, teikni- myndasögum og framleiða sjón- varpsþætti og kvikmyndir í tuga- tali. Með öðrum orðum: íslenskan þarf að vera alls staðar til þess að unga fólkið fái hreinlega tæki- færi til að læra að nota hana og bera virðingu fyrir henni. Íslenskan í andarslitrunum – Hvað er til ráða? Magnús Guðni Magnússon fjallar um íslenskuna og hefur áhyggjur af stöðu hennar í framtíðinni Magnús Guðni Magnússon ’Íslenskan þarfað vera alls stað- ar til þess að unga fólkið fái hreinlega tæki- færi til að læra að nota hana og bera virðingu fyrir henni.‘ Höfundur er nemi í ensku og japönsku við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.