Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 39 MINNINGAR ✝ Guðrún BriemBjörnsson fædd- ist í Viðey hinn 9. apríl 1915. Hún lést í Reykjavík 16. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Gunn- laugsson Briem framkvæmdastjóri, f. 14. júlí 1884, d. 19. nóv. 1944, og kona hans Anna Claessen, f. 22. ágúst 1889, d. 8. maí 1966. Systkini Guðrúnar voru fjög- ur: Margrét Briem, húsmóðir í Reykjavík, f. 1912, d. 1994, Gunn- laugur Briem framkvæmdastjóri, f. 1918, d. 1997, Valgarð Briem, hæstaréttarlögmaður, f. 1925, og Ólafur Briem deildarstjóri, f. 1933. Guðrún giftist 19. nóv. 1936. Hennar maður var Árni J. Björns- son, kaupmaður í Borgarnesi, f. 4. jan. 1909, d. 19. ágúst 1968. Hann var sonur Jóns Björnssonar frá Svarfhóli, kaupmanns í Borgar- nesi, og konu hans Ragnhildar Jónasdóttur frá Sólheimatungu. Dóttir Guðrúnar og Árna er Ragnhildur Björnsson snyrti- fræðingur, f. 21. apríl 1938. Hinn 7. júlí 1962 gekk hún að eiga Arnbjörn Kristinsson bókaút- gefanda, f. 1. júní 1925 í Vestmanna- eyjum. Börn þeirra eru fjögur: 1) Guð- rún, f. 3. mars 1963, d. 18. nóv. 1977. 2) Ágúst, f. 21. maí 1964, þjálfunar- flugstjóri hjá Icelandair, kvæntur Berthu Traustadóttur snyrtifræð- ingi. Þeirra dætur eru: Kristín og Elísabet. 3) Ásdís, f. 11. sept. 1965, framkvæmdastjóri í Stokkhólmi, gift Demir Ilter lækni. Börn þeirra: August, Sara og Axel. 4) Árni Geir, f. 28. des. 1970, við- skiptafræðingur MBA, í San Diego í Kaliforníu, kvæntur Robin Björnsson félagsráðgjafa, en dæt- ur þeirra eru: Kaia og Naiomi. Útför Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Eftirminnilegur er áratugurinn milli þrjátíu og fjörutíu á fyrri öld. Að lokinni kreppu en fyrir ófrið. Al- þingishátíðin í allra hugum. Svip- miklar byggingar rísa í höfuðstað landsins: Hótel Borg, Sundhöllin, Þjóðleikhúsið, Landspítali og Há- skóli Íslands. Ekki aðeins vor í lofti, heldur ylrík sumur hvert af öðru. Reykjavíkurmærin Guðrún Briem farin að afla tekna 12 ára gömul 1927, breiðir fisk hjá Kveldúlfi og fær 50 aura á tímann. Mærin var pjöttuð, færir stílabókar-bókhald, ekki eingöngu tekjur, líka útgjöld: Hárband kr. 1,25, greitt upp í kjól kr. 8,25 og upp í svuntu 60 aurar. Gott fyrir 35 aura. En hugurinn stendur til mennta, Kvennaskólinn fyrst. Sautján ára að læra vélritun og hraðritun. Byrjar störf á lögmannsstofu Eggerts Claessens, hjá móðurbróður sínum, vorið 1932. Fær útborgað hinn 1. júní kr. 37,50 og fer beinustu leið til frú Kragh hárgreiðslukonu og lætur klippa löngu flétturnar. Guðrún Briem var orðin dama. Tveimur árum síðar, 1934, fór Guðrún í margra vikna ævintýraferð til Spánar ásamt bestu vinkonum, þær voru: Eyja, sem síðar giftist Einari Arnalds, Helga, sem giftist Óla Hjaltested, og Ella, sem giftist Markham Cook. Svona ferð var ekki hversdagsatburður í þá daga. En Spánarfarinn Guðrún sneri aftur til skrifstofu frænda í Oddfell- owhúsinu og starfaði þar til ársins 1936. Þá kom til sögunnar glæsisveinn úr Borgarnesi. Ástin hafði tekið völdin. Reykjavíkurmærin Guðrún Briem, 21 árs, kvaddi höfuðstaðinn og bjó sér og Árna sínum hreiður í þeim yndisreit, Borgarnesi. Síðasti vetrardagur árið 1938: Hallar að kveldi. Húsmóðirin í Svarfhóli, frú Guðrún Briem Björns- son, vill helst að frumburðurinn fæð- ist á sumardaginn fyrsta. Ingólfur Gíslason læknir kominn með töskuna sína. Fæðingarhríðir eru byrjaðar. „Nú skulum við syngja,“ segir læknirinn. Það fer ekki fram hjá þeirri með hríðirnar að Ingólfur læknir hefur sett töskuna í svefnherbergisglugg- ann, og það sem verra er: hnýtt stór- an hnút á nýstraujaðar gardínurnar. Ég segi nú ekki margt! Og svo segir maðurinn bara: Nú skulum við syngja! Árla sumardagsins fysta 1938 fæðist lítil stúlka. Mamman alsæl. Og pabbinn, Árni í Borg, bjartur og vænn. Heilladís undirritaðs var mætt til leiks. Margur fjölskylduvinurinn, kunn- ingjar og gestir gerðu langan eða stuttan stans á glæsiheimili Guðrún- ar og Árna í Borgarnesi í áranna rás, jafnvel heill stúdentaárgangur eða söngkór. Þá var ýmist hvítárlax á borðum eða slegnar pönnukökur í tugatali. Gestrisni og myndarskapur í fyrirrúmi. Þá, sem endranær, var gott að eiga tryggan vin, prýðiskonu Borgarness, Freyju Bjarnadóttur. Sá sem hér mælir hefur verið þátt- takandi í lífi sem er mikils virði. Þökk fyrir sumargjöfina 1938. Þökk fyrir ástríka umhyggju ömmubarna, ekki síst nöfnu þinnar, sem hvarf okkur svo sorglega fljótt. Þú varst sannarlega, eins og þú orðaðir það, „sjálfri þér og öðrum til fríðinda“. Örlög mannlegs lífs eru marg- slungin. Maður minnist og saknar. Ég kveð tengdamóður mína í þakk- látri auðmýkt. Hún fór um með myndugleika og hljóðlátri reisn. Arnbjörn Kristinsson. Guðrún Björnsson, frú, Fellsmúla 2, stóð í símaskránni og hæfði vel glæsilegri konu. Hún Guðrún kom einmitt þannig fyrir sjónir, hávaxin, grönn og virðuleg. En þessu til við- bótar geislaði, í gegnum hið virðu- lega fas, lífsgleði og húmor og þekkt- um við hana betur sem Gunnu frænku í Fells. Hún var sveipuð nokkrum ævintýraljóma, fædd í Við- ey og alin upp í Reykjavík, þar sem Sóleyjargatan og austurbær voru út- hverfi í uppbyggingu og ævintýra- heimur hennar í barnæsku. Það var gaman að hlusta á sögurnar hennar frá þessum tíma og fá þannig mynd af Reykjavík í byrjun síðustu aldar. Þessar sögur gátu hljómað furðulega í eyrum okkar, þótt væru þær dags- annar og eðlilegur hluti mannlífsins þá. Einu sinni voru þau Gunnlaugur bróðir hennar send til að sækja rollu á hafnarbakkann í Reykjavík, en Gunna hafði sótt fast að fá að fara. Rollan kom úr Viðey og greinilega pirruð eftir veltinginn því hún var nokkuð önug og jafnvel uppstökk. Þegar átti að hefja heimferð austur á Sóleyjargötu vildi rollan vestur í bæ. Þarna toguðust þau á, systkinin og þrjósk rollan, sem hafði betur um tíma, þar til góðhjartaðir starfsmenn frá Kol og Salt komu systkinunum til bjargar, en þá voru örlög rollunnar ráðin. Gunna frænka sagði oft frá uppvextinum á Sóleyjargötu. Stund- um var lagt á borð fyrir 30 manns þegar haldnar voru stórveislur. Þá var borðstofuborðið framlengt inn í stofu og settir búkkar undir. Eftir borðhaldið voru stofurnar rýmdar, grammófónninn snúinn í gang og slegið upp balli. Þannig var oft glatt á hjalla á bernskuheimilinu, enda kímnigáfa fjölskyldunnar rík, mikið hlegið og sungið og flestir færir um að grípa jafnt í gítar sem píanó. Uppi á kvisti voru flutt frumsamin leikrit og ef skapaðist gott tilefni þá samdir söngtextar. Gunna frænka var oftast potturinn og pannan og gamanvísur hennar hafa lifað þrjár kynslóðir því þær eru sungnar enn í dag. Gunna frænka var heimskona, tví- tug hafði hún siglt suður til Spánar og var komin vel á níræðisaldurinn þegar hún fór í síðustu utanlands- ferðina. Hún var í daglegum sam- skiptum við útlendinga í gegnum gistiheimilisrekstur sinn og tókst vel til, því heimtur voru alltaf góðar ef þessir ferðamenn áttu á annað borð aftur erindi til Íslands. Margir undr- uðust hve ungleg hún var bæði á sál og líkama og heilsuhraust að geta staðið í þessum gistirekstri svona háöldruð! Aðspurð átti hún það til að svara ýmsu. Einhverju sinni sagði hún að snemma á morgnana fengist hún við leikfimi og sprikl, svipað því sem hún lærði hjá Imbu Brands þeg- ar hún var stelpa. Svo ætti hún það til, jafnframt spriklinu að leggja kap- al, en ef illa gengi með kapalinn og hann gengi ekki upp fengi hún sér sígarettu og sterkt kaffi. Þær vinkonur, Gunna og Lúlla úr Borgarnesi, grínuðust oft með það að þær vildu helst sjálfar koma við sögu í vísunum sem þær settu sam- an, þótt yrkisefnið væri annað, og notuðu m.a. þetta skemmtilega inn- skot: „sólroða slær á Hafnarfjall, lip- urt er okkar ljóðaspjall.“ Það þótti afar fyndið. Látum Gunnu frænku eiga síðustu orðin: „Mér er boðið út í dag, það er svona kjaftaklúbbur, en síðan spila ég bridge og er ein þeirra ekki nema 81 en hinar 88 og 89. Önn- ur er farin að heyra illa en er með tæki, en hin er farin að tapa sjón, en mikill er áhugi og minnið í lagi. Svo syngjum við, ég spila á píanó og þær dansa í lokin. Já, einsog við Lúlla vinkona sögðum: Ellin er okkur fjær enda finnst okkur nær að halda ungdómnum við unz Pétur opnar sitt hlið og segir: mikið að loks komuð þið.“ Við kveðjum nú Gunnu frænku okkar með söknuði og þakklæti fyrir ógleymanlegar stundir. Ása, Kristín og Ólafur Briem. GUÐRÚN BRIEM BJÖRNSSON ✝ Agnar Jónssonfæddist á Mó- gilsá á Kjalarnesi 23. apríl 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 20. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Björg Gunnlaugsdóttir, f. 12.1. 1904, og Jón Erlendsson, bóndi á Mógilsá á Kjalar- nesi, f. 12.5. 1900. Systir Agnars er Ásta, f. 20.8. 1930. Agnar kvæntist 30.12. 1948 Jónínu Bryndísi Jóns- dóttur, f. 29.5. 1923. Foreldrar hennar voru Ólöf Jónsdóttir, f. 7.5. 1892, og Jón Ólafsson, bóndi í Kata- nesi á Hvalfjarðarströnd, f. 12.5. 1896. Börn Agnars og Jónínu Bryn- dísar eru: 1) Guðjón Smári, maki Sigríður Thoroddsen, þau eru bú- sett í Reykjavík og eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 2) Guðfinna Björk, maki Sigurður Sævar Sig- urðsson, þau eru bú- sett í Reykjavik og eiga tvo syni. 3) Ólöf, maki Sigurjón Skúla- son, þau eru búsett á Akranesi og eiga þrjú börn og fimm barna- börn. 4) Björg, maki Þór Arnar Gunnars- son, þau eru búsett í Reykjavík. 5) Jón, hann er búsettur á Akranesi. Agnar ólst upp á Mógilsá en eftir nám í Menntaskólan- um í Reykjavík starf- aði hann meðal annars hjá Fiskiveri á Akranesi sem verkamaður og vörubílstjóri, við jarðboranir hjá Orkustofnun, Vörubílastöð Akra- ness og Vegagerð ríkisins. Hann var formaður í Verkalýðsfélagi Akraness í 5 ár og varamaður í bæj- arstjórn Akraness í nokkur ár. Útför Agnars fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfinin klukkan 14. Þegar komið er að kveðjustund er mér þökk í huga fyrir allar okkar góðu samverustundir. Samband foreldra minna einkennd- ist af kærleika, góðvild og hjálpsemi og er missir móður minnar mikill, megi algóður guð styrkja hana á þess- um erfiðu tímamótum. Faðir minn var mjög traustur og nákvæmur maður, ef hann tók eitt- hvað að sér þá gat maður treyst því að það yrði framkvæmt. Hann fylgdist alltaf vel með þjóðmálunum og var verkalýðsbaráttan honum mjög ofar- lega í huga. Hann hafði gaman af að taka í spil, þá sérstaklega brids, og eftir að hann hætti að vinna spilaði hann brids með eldri borgurum. Fjöl- skyldan var honum dýrmæt og var hann mikill barnakarl og stoltur af hópnum sínum. Börnin mín voru lán- söm að búa mestan part ævi sinnar í nálægð við ömmu og afa, það er dýr- mætur tími sem þau minnast með hlýju. Orð í bundnu máli var honum hug- leikið og kom það fyrir að hann sló fram stöku. Við hjónin vorum svo lán- söm að fá eina slíka frá honum á brúð- kaupsdaginn okkar. Gangið héðan gæfu veg Guð það ykkur sanni. Ævin verður yndisleg ást ef býr í ranni. Hann var mikill áhugamaður um landið sitt og þegar við fórum með þeim hinn fræga hring um landið kom berlega í ljós hve minnugur hann var á nöfn á fjöllum, ám og vötnum. Silungs- og laxveiði var eitt af hans áhugamálum og var alltaf mikil til- hlökkun að bíða eftir næsta veiðitúr. Í febrúar í fyrra greindist hann með krabbamein og í framhaldi af því fór hann í lyfjameðferð og geislameðferð en það dugði ekki til, krabbinn varð honum yfirsterkari. Á þessum tíma sem liðinn er frá því hann greindist hefur hann sýnt okkur hversu yfirveg- aður hann var. Öllu tekið með jafn- aðargeði. Þegar líða tók á árið versn- aði heilsan og naut hann þá ýmist aðhlynningar frá heimahjúkrun eða lyflækningadeild Sjúkrahúss Akra- ness. Ég vil fyrir hönd móður minnar og systkina þakka öllu þessu góða fólki fyrir hlýja og góða umönnun og góð- vild í garð eiginmanns og föður og einnig þá hlýju sem þau hafa sýnt okk- ur ættingjunum á erfiðum tímum. Blessuð sé minning föður míns. Ólöf. Við vorum svo heppin að alast upp í mikilli nálægð við ömmu og afa. Mamma og pabbi unnu mikið og þeg- ar skóla lauk gat maður leitað í öruggt skjól til þeirra í næsta húsi. Þá kastaði maður af sér töskunni og hrópaði: „Ég er komin!“ Sat þá afi inni í eldhúsi, hlustaði á Gufuna og borðaði flatköku með íslensku smjöri en okkur systk- inunum gat ofboðið magnið af smjöri sem hann setti á eina köku. Kaffibolli og vindill á eftir voru alger regla og er óhætt að segja að sú mynd af afa sé hvað sterkust í minningunni. Afi var maður orða sinna, hann stóð alltaf við sitt og bjóst við að aðrir gerðu slíkt hið sama og við lærðum af því. Stundvísi og reglusemi eru líka orð sem áttu vel við um hann. Við gát- um alltaf treyst á hann og þegar við gleymdum leikfimiskónum eða pabbi gleymdi að sækja okkur eða eitthvað annað bjátaði á kom hann alltaf við fyrsta kall. Eitt árið fékk amma kisu í afmæl- isgjöf. Afi var ekki yfir sig hrifinn af þeirri hugmynd. Þrátt fyrir að afi karlinn væri oft þver breytti hann um skoðun á kisunni og þegar á leið tók hann miklu ástfóstri við hana. Hann vaknaði jafnvel á nóttinni til að sjóða fisk handa henni og ekki dugði minna en ný ýsa handa kisu. Allt fram undir það síðasta kúrði kisa við fætur hans og launaði honum traustið. Hann var ekki bara dýravinur heldur líka mjög barngóður og nutu langafabörnin góðs af þeirri hlýju. Þau fengu að sitja í kjöltunni á langafa og fikta í tölunum á skyrtunni og skoða pennana í skyrtuvasanum líkt og við gerðum forðum daga. Í veikindum sínum sýndi hann aðdáunarvert æðruleysi og hugsaði ávallt um líðan annarra og þá sérstak- lega ömmu. Við viljum þakka honum fyrir alla þá hlýju sem hann sýndi okkur og allt sem hann kenndi okkur. Elsku amma, megi góður guð styrkja þig í þinni miklu sorg. Sandra Margrét, Jóna Björk og Agnar. AGNAR JÓNSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins: mbl.is (smellt á reit- inn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningar- greinar REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.