Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Nú fyrir jólin kom
út bókin „Huldukon-
ur“, þar segir frá tíu íslenskum
konum sem allar áttu sér þann
sameiginlega draum að helga sig
myndlist.
Á vissan hátt var móðir mín ein
af þessum huldukonum, allt frá
barnæsku átti hún sama draum og
þær að geta helgað sig myndlist.
ÞÓRUNN ÞORVARÐ-
ARDÓTTIR
✝ Þórunn Þor-varðardóttir
fæddist á Þiljuvöll-
um á Berufjarðar-
strönd í S-Múlasýslu
25. apríl 1910. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli
sunnudaginn 15.
janúar síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Áskirkju
26. janúar.
En aðstæður hennar
voru ólíkar þar sem
þær komu frá efnuð-
um heimilum og
fengu einkakennslu
við sitt hæfi og sigldu
utan til myndlistar-
náms. Hún var
bóndadóttir austan af
fjörðum og svo til
eina menntun hennar
markaðist af far-
kennslu nokkrar vik-
ur á ári. Eitt af henn-
ar æskustörfum eins
og svo margra barna
í sveit var að sitja yfir ánum. Það
gat verið mörgum börnum erfitt og
einmanalegt, en hún naut einver-
unnar við að teikna með blágrýt-
ismola á valda steina, það var
hennar skissubók. Hún gerði sér
ljóst að myndlistarnám var óraun-
hæfur draumur sem best var að
eiga með sjálfri sér. Eftir hana
hafa varðveist nokkur verk frá
hennar yngri árum.
En hún fann sköpunarþörf sinni
annan farveg líkt og „huldukon-
urnar“ við hannyrðir. Um ferming-
araldur sem heimasæta á Þiljuvöll-
um pantar hún sér útsaumsefni frá
Kaupmannahöfn í gegnum dönsk
blöð og evrópska pöntunarlista og
perlufestar og annan munað frá
París. Þessi verk vann hún á ár-
unum 1920–30. Nokkur af þessum
útsaumsverkum sýndi hún á sýn-
ingunni „Þráðurinn langi“ árið
2001 í Stöðlakoti-Listiðnaðargall-
eríi við Bókhlöðustíg. Þetta voru
ljósadúkar og heimilislín, útsaum-
að með hedebo, feneyjasaum,
enskt og franskt, allt hvítur út-
saumur eins og þá var afar vinsæll
og talinn tilheyra öllum betri heim-
ilum. Og eins og hún sagði sjálf í
sýningarskrá; „var hver stund
nýtt, skotist inn í bæ og gripið í út-
sauminn milli þess að rekið var úr
túninu eða snúið í flekk“. Bein í
baki og létt í spori sat hún yfir á
sýningunni og ræddi við gesti.
Þó ekki hafi verið hátt til lofts
eða vítt til veggja í bænum hennar
ólst hún upp með virðingu fyrir
góðum bókum, hún hafði yndi af
ljóðum, las ljóðabækur og kunni
ótal ljóð sem hún fór með við ýmis
tækifæri. Ung heldur hún til
Reykjavíkur sem þá er að vaxa úr
smábæ í borg og er þar „í húsi“ við
almenn heimilisstörf og barna-
gæslu. Það er nokkuð táknrænt
fyrir hana að fyrir fyrstu launin
sín kaupir hún sér myndavél og
tók mikið af myndum alla tíð.
Árið 1937 giftist hún Jóni Antoni
Ingibergssyni. Þau hefja búskap á
Þiljuvöllum, en hún yfirgefur
bernskuheimili sitt og þau flytja
suður með lítið barn og við tekur
atvinnu- og húsnæðisleit sem var
hlutskipti svo margra á þessum ár-
um. Ég minnist þess ekki að hafa
heyrt hana nokkru sinni tala um að
hún hafi fórnað einhverju fyrir
hlutskipti sitt. Hún var blíð og góð
móðir, það fór ekki mikið fyrir
henni, hún hafði aldrei hátt og
gerði ekki kröfur til annarra.
Lengst af bjuggu foreldrar mínir í
Kópavogi, þar unnu þau sig upp,
eignuðust bíl og fóru í ótal útilegur
með tjald og prímus, þá þurfti
hvorki gönguskó eða þrekæfingar
til að ganga á fjöll eða skríða í
hellum. Þau höfðu yndi af að
ferðast og sameiginlega eigum við
margar og góðar minningar úr
ferðum bæði hér heima og vítt um
Evrópu.
Þegar hún er um sjötugt lætur
hún æskudrauminn rætast, hún
innritar sig í Myndlistarskólann í
Reykvík og hefur myndlistarnám
undir handleiðslu margra góðra
kennara, þar á meðal Hrings Jó-
hannessonar og Sigríðar Björns-
dóttur. Frá þeim tíma lagði hún
pensilinn aldrei frá sér og var að
mála fram á síðasta ár. Hún var
alla tíð árrisul, morgnana helgaði
hún sinni listsköpun, um hádegi
fór hún að sinna öðrum störfum
innan heimilisins. Hún var svo lán-
söm að vera heilsuhraust alla sína
ævi og bjó heima og sá um sig sjálf
í sinni eigin íbúð, þar til hún varð
fyrir fyrsta áfallinu í byrjun maí
2005. Þá kom brestur í lífsþróttinn,
hún fann sig vanmáttuga og óör-
ugga og átti þá eina ósk að komast
á hjúkrunarheimili. Það var hjúkr-
unarheimilið Skjól sem opnaði
henni dyr sínar í byrjun október,
þar fannst henni gott að vera.
Við sem höfum átt hana svo
lengi í öll þessi ár munum sakna
hennar sárt, hún var alltaf til stað-
ar, heimili hennar var miðpunktur
fjölskyldunnar, þar komu allir við
og hittust oft óvænt yfir nýlög-
uðum kaffibolla og meðlæti. Hún
skilur eftir stórt tómarúm, en það
fyllum við með góðum minningum
um góða og merka alþýðukonu.
Fyrir hönd fjölskyldu Þórunnar vil
ég þakka af heilum hug öllu því
góða fólki sem hjúkraði henni í
hennar erfiðum veikindum, bæði á
Borgarspítala og Skjóli. Þar var
henni fagnað svo fallega, þegar
hún kom aftur heim af spítalanum,
vafin örmum starfsfólks sem gaf
henni ótakmarkaða hlýju, virðingu
og ástúð. Ég bið algóðan guð að
vernda allt þetta góða fólk og
þeirra störf.
Kristín Schmidhauser
Jónsdóttir.
Það er undarleg til-
finning að góðkunn-
ingi okkar í áratugi
hafi lokið jarðvist sinni svona snögg-
lega. En við hittumst síðast fyrir
u.þ.b. mánuði en þá var hann bráð-
hress að vanda og hrókur alls fagn-
aðar. Það er einnig undarlegt til þess
að hugsa að alltaf koma þessi tíðindi
á óvart þó að þetta sé í raun það eina
sem við eigum víst að kemur fyrir
okkur öll fyrr eða síðar.
Með Pétri er genginn merkilegur
persónuleiki, hann myndaði sér yf-
irleitt sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum, pólitík og öðru sem skipt-
ir máli í samfélaginu. Hann var nán-
ast ótrúlega fróður um bæjarnöfn og
viðkomandi ábúendur enda voru
mannleg samskipti eitt af hans
áhugamálum. Greiðvikni og gest-
risni var hans lífsstíll. Hann unni ís-
lenskri náttúru heilshugar og naut
þess að ferðast um landið og njóta
hennar. Með þakklæti minnumst við
margra ferðalaga með þeim hjónum
um landið og þá sérstaklega ferða
sem við höfum farið með þeim um
Norðurland þar sem Pétur þekkti
nánast hverja einustu þúfu á sínum
æskuslóðum og hafði margs að
minnast. Hann var vissulega af
þeirri kynslóð sem ólst upp við gíf-
urlegar breytingar allt frá hand-
verkfærum inn í vélaöld. Við minn-
umst ferðar í Myrkárdalinn þar sem
Pétur bjó í foreldrahúsum um árabil
en erfitt er að ímynda sér í dag þá
erfiðleika sem fólk hefur búið við þar
sem allt var á brattann að sækja,
jafnt heyskap sem og aðra aðdrætti.
Samt sem áður var búskapur Pétri
hugleikinn og eitt af hans áhugamál-
um var hestamennska.
Pétur er nú farinn að kanna
ókunnar lendur þar sem okkur öllum
er ætlað pláss að jarðvist lokinni. Í
faðmi fjölskyldunnar, sem var við
dánarbeð hans, háði hann sína loka-
baráttu.
Við biðjum þess að sá, er öllu ræð-
ur veiti Guðríði, systrunum og
PÉTUR GAUTI
HERMANNSSON
✝ Pétur GautiHermannsson
fæddist í Hátúni í
Hörgárdal 26. júní
1933. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
12. janúar síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Lang-
holtskirkju 20. jan-
úar.
barnabörnunum hugg-
un og frið.
Guð blessi minningu
Péturs Gauta Her-
mannssonar.
Gerður og
Guðmundur
Bergsson.
Við erum aldrei
tilbúin til að kveðja þá
sem okkur þykir vænt
um, sama hver að-
dragandinn er. Enn
síður þegar dauðinn
kveður dyra fyrirvaralaust og hrífur
á brott góðan vin. Þeir sem þekktu
Pétur Gauta Hermannsson syrgja
nú sárt, hann var einstaklega góður
maður, hlýr, glaðbeittur og
skemmtilegur.
Pétri kynntist ég í Hestamanna-
félaginu Gusti í Kópavogi þar sem
hann hélt hesta um áratuga skeið.
Við vorum nágrannar í hverfinu og
hann tók mig oft tali þar sem við vor-
um að stússast í hrossunum úti við.
Strax urðum við perluvinir enda ekki
annað hægt en að líka við þennan
snaggaralega og vinalega náunga.
Fljótlega bauð hann mér að þjálfa
hest nokkurn sem hann hafði í sinni
vörslu og þótti mér mikið til verkefn-
isins koma. Hesturinn reyndist
nokkuð flókinn og fyrirferðarmikill,
en alltaf hrósaði Pétur mér í hástert
sama hvað á gekk. Þannig var hann
alltaf, jákvæður, uppbyggilegur og
hvetjandi. Í framhaldinu riðum við
oft og mikið út saman og ég fékk að
prófa fleiri af hans góðu reiðhestum.
Þessum vinskap okkar héldum við þó
svo við flyttum okkur til í hverfinu og
værum ekki nágrannar lengur.
Hann minnkaði umsvif sín í hesta-
mennskunni, en var þó alltaf jafn
duglegur að ríða út og virkur í fé-
lagslífinu. Hans hestamennska öðl-
aðist svo nýja vídd þegar dótturson-
ur hans og nafni fór að fara með
honum á bak. Pétur var rífandi stolt-
ur af stráknum og ánægður með fé-
lagsskapinn og voru þeir nafnarnir
frábærir félagar og vinir. Fyrir
nokkru eignaðist Pétur feiknastóran
hest, en sjálfur var hann ekki hár í
loftinu. Þegar hann var kominn á
bak voru hlutföllin á milli hans og
reiðhestsins svipuð og á milli barna-
barnsins og hans hests og tóku þeir
sig vel út saman. Pétur gerði grín að
sjálfum sér á þessum stóra klár og
sagði fólk halda að þarna væru tveir
smástrákar í útreiðatúr. Hann var
enda mikill húmoristi og hafði gam-
an af lífinu, honum lá hátt rómur og
alltaf var stutt í bros og hlátur.
Pétur talaði mikið um barnabörn-
in sín og fjölskyldu og hann naut
þess að vera afi. Þau litlu sjá nú eftir
yndislegum og góðum afa og fjöl-
skylda hans og aðstandendur allir
eiga um sárt að binda, skarðið sem
hann skilur eftir sig er svo stórt. Öll
hans hlýja og væntumþykja, breiða
brosið og jákvætt viðmótið – allir
þessir mannkostir og góðu eiginleik-
ar sem við söknum svo mikið og
hefðum viljað eiga að í mörg ár enn.
Pétri vini mínum þakka ég sam-
fylgdina, hann var sannkallaður
gleðigjafi og góður félagi. Fallegar
minningar ylja öllum í sorginni og
allar mínar minningar um Pétur eru
góðar minningar. Fjölskyldu hans
sendi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur – blessuð sé minning Péturs
Gauta Hermannssonar.
Hulda G. Geirsdóttir.
Það er hringt og í símanum glym-
ur: Sæll nafni og maður réttir ósjálf-
rátt úr hendinni, því að raddstyrk-
urinn miðast við að yfirgnæfa
gnauðið í símalínunum lengst inni í
Myrkárdal.
Og hann lætur dæluna ganga og
varla hægt að skjóta inn orði, enda
svo sem engu við að bæta, og hlát-
urinn kraumar undir. „Bless nafni,
þarf að fara að sinna hestunum.“
Hafði gist hjá móðursystur og
þegar bændur höfðu sig til verka var
hann búinn að ganga landareignina
þvera og endilanga. „Nafni, það er
nú hægt að reisa rausnarbú bara á
molunum sem hér liggja utangarðs,
en nafni, ég verð að selja þér hesta,
það er vöntun í landslagið að hér
skuli ekki vera hestar.“ Og svo er
hann rokinn, þarf að hitta fleira fólk,
þekkir alla og veit hverra manna.
En þegar hann var með börnum,
þá lá ekkert á, nógur tími, þvílíkur
barnakarl.
Oft trúi ég að það hafi verið gam-
an, þegar þeir bræður voru í för með
móðurbróður í múrverkinu, það var
að vísu ekkert bréf upp á það, en
dugnaðurinn og vandvirknin, prakk-
araskapurinn og stríðnin engu lík.
Þá var meðal annars farið suður í
Biskupstungur.
Hann átti eftir að fara margar
ferðir í Tungurnar, það reyndust
miklar gæfuferðir.
Og nú er hann farinn, allt of fljótt,
það er nánast ófyrirgefanlegt af
skaparanum að taka þá bræður,
hvern af öðrum, á besta aldri, þeir
sem áttu svo margt eftir að segja og
svo marga eftir að gleðja.
Hlöðver Pétur.