Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 53
Hátískusýning Chanel ávor- og sumartískunnifór fram í sérlegaglæsilegum sýningarsal í Grand Palais í París í vikunni. Kalt var í húsinu og á meðal þeirra sem skulfu saman voru Viktoría Beckham og Bernadette Chirac. Hönnuðurinn Karl Lagerfeld reyndi að hlýja gestunum með því að gefa þeim teppi og flösku með heitu tei. Litirnir í sýningunni hlýjuðu þó alls ekki gestunum en hún einkenndist að hætti Chanel af hvítu og svörtu. Sýningin hófst á tvíd-drögtunum sígildu en þær voru sýndar í nokkrum nýjum útfærslum, sem fara aldrei of langt frá hefðinni. Mikil áhersla er á mjótt mitti en mittið er mikið í tísku núna. Ennfremur mátti sjá bæði stutta og síða kjóla og voru blúndur, fjaðrir og pallíettur áberandi. Mik- ið skraut er á fötunum að hætti há- tískunnar en Lagerfeld heldur í hefðir og hefur margt séhæft saumafólk á sínum snærum. Við fötin voru notuð flöt stígvél, sem voru víð yfir kálfana. Innblást- urinn kom ekki frá sjöunda ára- tugnum heldur frá pari sem Coco Chanel sjálf klæddist á mynd tek- inni áratugnum á undan en Coco var ávallt á undan sinni samtíð. Fyrirsætan Lily Cole kom fram í brúðarkjól ásamt Lagerfeld í lok- in. „Ég vildi sýna léttleika, eitthvað frjálsara,“ sagði hönnuðurinn eftir sýninguna. Beckham, sem er eiginkona fót- boltakappans Davids Beckhams og fyrrum kryddpía, var umsetin ljós- myndurum. Hún lofaði sýninguna mjög. „Ég elska pallíetturnar, ég elska blúndurnar,“ sagði hún. Chanel á fjöldamarga trygga aðdáendur sem mættir voru á sýn- inguna og klæddust margir fötum tískuhússins frá liðnum árum. Létt og sígilt hjá Chanel Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Tíska | Hátískuvika í París: Vor/sumar 2006 AP FyrirsætanLily Cole komfram í brúð-arkjól ásamtLagerfeld ílokin. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 53 HVAÐ: The Shneedles HVAR: Austurbæjarbíói HVENÆR: Fös. 27. og lau. 28. janúar kl. 20:00 SÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Í verslunum Skífunnar, Laugavegi, Kringlunni og Smáralind. Akureyri: Verslun BT. Selfossi: Verslun BT MIÐAVERÐ: Aðeins 2.800 + miðagjald fyrir fullorðna og aðeins 1.900 + miðagjald fyrir yngri en 16 ára. Ódýrara miðaverð aðeins fáanlegt á sölustöðum, ekki á interneti. SÍMAAFSLÁTTUR: Til að fá 20% afsláttinn þarftu að fara í eina af verslunum Skífunnar eða BT á Akureyri eða á Selfossi og sýna skjá GSM símans þíns. Út á hvern síma er að hámarki hægt að kaupa tvo miða með afslætti. ATH:Aðgöngumiðar fást ekki endurgreiddir. Ölvun ógildirmiðann. Hljóð- ogmyndupptökur óleyfilegarmeð öllu. ALLRA SÍÐUSTU MIÐARNIR TIL SÖLU Í DAG Í AUSTURBÆ, SKÍFUNNI OG Á EVENT.IS 20% afsláttur til allra með GSM númer hjá Símanum. í Austurbæjarbíói �he �hneedl� HLÁTURINN HEFST Í KVÖLD KL. 20:00 Þett'er SHNIIIILLD!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.