Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 20
Reykjavík | Verslunareig- endur við Laugaveg leggja mikla áherslu á að við- skiptavinir geti horft á varn- inginn sem þeir bjóða til sölu í gegn um hreinar rúður. Gluggaþvottur er því hluti af þeirra reglulegu vinnu. Á myndinni er Hulda versl- unarmaður í verslunni Soho á Laugavegi að þvo gluggana. Það er einkum salt og óhreinindi frá götunni sem vill setjast á gluggana. Eftir sterkar suðvestanáttir eru gluggarnir því oft mjög óhreinir. Veðrið hefur reyndar verið milt síðustu daga og því ekkert því til fyrirstöðu að fá sér göngutúr í miðbænum og skoða inn um búðarglugga. Morgunblaðið/Ásdís Allt hreint og fínt á Laugavegi Þvottur Höfuðborgin | Akureyri | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Mjólkurframleiðslan | Félag kúabænda á Suðurlandi stendur fyrir málþingi nk. þriðjudag, 31. janúar, um stöðu og mögu- leika íslenskrar mjólkurframleiðslu. Mál- þingið verður haldið í félagsheimilinu Þingborg í Hraungerðishreppi og hefst kl. 12. Þrjú framsöguerindi verða á mál- þinginu. Sveinn Agnarsson, Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands, fjallar um stöðu og horfur í mjólkurframleiðslu. Guð- brandur Sigurðsson, forstjóri MS, fjallar um markaðsmöguleika erlendis. Þá verður Elvar Eyvindsson bóndi, Skíðbakka II, Landeyjum, með erindi sem hann kallar „Möguleikar til lækkunar framleiðslu- kostnaðar á kúabúum“. Að loknum framsöguerindum verða um- ræður og fyrirspurnir til framsögumanna.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Sameining stéttarfélaga | Verkalýðs- félag Öxarfjarðar hefur boðað til fé- lagsfundar á mánudag, 6. febrúar, í Öxi, Kópaskeri. Fyrir fundinum liggur tillaga um að gengið verði til viðræðna við Verka- lýðsfélag Húsavíkur um sameiningu félag- anna. Í fundarboði til félagsmanna kemur fram að mikilvægt sé að félagsmenn mæti á fundinn og taki þátt í umræðum um framtíð félagsins, segir á vef Verkalýðsfélags Húsa- víkur.    Lífræn ræktun | Umhverfishópur Stykk- ishólms hélt í vikunni fund um lífræna ræktun. Menja von Schmalensee, líffræð- ingur á Náttúrustofu Vesturlands, fjallaði um það í hverju lífræn ræktun felst og hvaða munur er á lífrænt ræktuðum afurð- um og hefðbundnum. Fram kemur í frétt á heimasíðu nátt- úrustofunnar að hún leitaðist við að svara ýmsum spurnum, svo sem hvort lífrænt ræktuð matvara geti haft áhrif á heilsufar okkar og hvort við höfum efni á að kaupa slíkar vörur. Góð mæting var á fyrirlest- urinn og sköpuðust skemmtilegar umræður að honum loknum. fyrir framan húsin og bera þara og ýmiss konar drasl alveg að húsunum. Í Haganesvík eru tals- verðar byggingar síðan þar var kaupfélag starf- andi og rekið sláturhús. Nú er unnið við að gera Fljót | Unnið er við gerð grjótvarnargarðs í Haga- nesvík í Fljótum. Garð- inum er ætlað að verja byggingar í Haganesvík fyrir ágangi sjávar, en í miklu brimi gengur sjór- inn alveg upp á kantinn undirstöðu fyrir vænt- anlega grjótvörn. Garð- urinn verður um 300 metra langur og er ætl- unin að gerð hans ljúki í vetur. Verktakar eru Víðimelsbræður sf. í Skagafirði. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Varnaraðgerðir við Haganesvík Vísa eftir AndrésBjörnsson eldri úrSkagafirði var rangfeðruð í útvarpi. Hún var eignuð hálfbróður hans og alnafna Andrési Björnssyni útvarpsstjóra. Þeir voru samfeðra og út- varpsstjórinn skírður í höfuðið á eldri bróður sínum, sem fallið hafði frá á besta aldri. Vísa Andrésar eldri er svohljóðandi: Leiðist mér og líkar ei að lifa á meðal varga en aftur geng ég er ég dey og ætla að drepa marga. Kunnasta vísa Andrés- ar eldri er ef til vill: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Andrés orti þingvísu undir hætti stuðlafalls: Eyrnamörk eru óþörf hér í salnum. Þekkist allur þingsins fans á þessum parti líkamans. Á meðal varga pebl@mbl.is Siglufjörður, Ólafsfjörður | Kosið verður um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar í eitt sveitarfélag á laugardaginn. Ef sameiningin verður sam- þykkt verður til um 2.300 manna sveitarfé- lag, en íbúar beggja sveitarfélaga sam- þykktu tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð síðastliðið haust. Íbúafundir þar sem sameiningin var kynnt var haldinn á Siglufirði á þriðjudag og á Ólafsfirði á miðvikudag. Á fundunum kynnti samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna kosti og galla sameining- ar. Fulltrúi Háskólans á Akureyri var einnig á fundunum og svaraði fyrirspurn- um. Síðastliðinn laugardag samþykktu íbúar fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum sameiningu sveitarfélaganna sem mun taka gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosning- anna 27. maí næstkomandi. Samþykki íbú- ar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sameiningu næstkomandi laugardag verða sveitar- félögin í landinu 85 við næstu sveitar- stjórnarkosningar. Við upphaf núverandi kjörtímabils sveitarstjórna voru sveitar- félögin 105. Kosið um sameiningu um helgina Selfoss | Unnið er að því að viðbygging við Heilbrigðisstofnun Suðurlands verði hækkuð um eina hæð. Á fundi sínum 19. janúar samþykkti bæjarráð Árborgar 30% þátttöku í byggingarkostnaði þessarar þriðju hæðar nýbyggingarinnar. „Bæjarráð Árborgar fagnar áformum um að byggja nú þegar þriðju hæðina ofan á viðbyggingu sem nú er unnið að við Heil- brigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Á hæðinni er gert ráð fyrir hjúkrunardeild fyrir aldraða. Sveitarfélagið Árborg er reiðubúið að taka þátt í byggingarkostnaði þriðju hæðarinnar, allt að 30%, ásamt öðr- um sveitarfélögum á Suðurlandi sem áhuga hafa á að taka þátt í verkefninu.“ Lögð er áhersla á að söluandvirði hús- næðis og lóðar renni óskipt til byggingar þriðju hæðarinnar. Vilja að við- bygging verði þrjár hæðir ♦♦♦ Nýr héraðsdómari | Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað Arnfríði Einarsdóttur, skrifstofustjóra héraðsdóms Reykjavíkur, í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Reykjaness frá og með 1. febr- úar nk. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá dómsmálaráðuneytinu.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.