Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ F U N VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM**** eeee Ó.Ö.H. / DV eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.45, 5.50, 8, 10.10 og 00.15 FUN WITH DICK AND JAN Í LÚXUS kl. 3.45, 5.50, 8, 10.10 og 00.15 THE FOG kl. 8, 10.10 og 00.10 B.I. 16 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4, og 6 HOSTEL kl. 8 og 10.10 og 00.15 B.I. 16 LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6 B.I. 14 DRAUMALANDIÐ kl. 4 THE FOG Þegar þokan skellur á…er enginn óhultur! FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó Mögnuð hrollvekja sem fær hárin til að rísa! eeee HJ / MBL eeee Dóri DNA / DV FUN WITH DICK AND JANE kl. 6, 8 og 10 THE FOG kl. 10.40 B.I. 16 ÁRA MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5.20 og 8 FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNA-LEIKSTJÓRA "CHICAGO" STÓRKOSTLEG SAGA UM ÁSTIR OG ÁTÖK BYGGÐ Á HINNI ÓGLEYMANLEGU METSÖLUBÓK EFTIR ARTHUR GOLDEN BESTA TÓNLISTIN, JOHN WILLIAMS GOLDEN GLOBE VERÐLAUN eee Kvikmyndir.com ÞAÐ fer ekki milli mála að aðstandendur kvik- myndarinnar Minningar geisju (Memoirs of a Geisha), sem gerð er eftir samnefndri metsölubók eftir Arthur Golden, hafa ætlað sér að búa til ep- íska og framandi ástarsögu með stórum staf. Engu er til sparað við að gefa myndinni til- komumikið heildarútlit, enda ærið verkefni að endurskapa þann lifandi sagnaheim sem Golden galdraði fram í bókinni og færa hann upp á hvíta tjaldið. Útlitshönnunin hefur tekist vel, þetta er sjónræn, tilkomumikil og ágætlega leikin kvik- mynd, en þar með eru kostir hennar hér um bil upptaldir. Kvikmyndin fögur og fíngerð líkt og geisjan sjálf, en frásögin sjálf er hæggeng, yf- irdramatísk og jafnvel enn einfeldningslegri og mótsagnakenndari en skáldsaga Goldens. Stóran hluta vandans erfir kvikmyndin frá skáldsögunni, en þar (líkt og í myndinni) segir af sorgum og sigrum fátæku stúlkunnar Chiyo sem seld er í geisjuhús þar sem hún síðar er innvígð í hina ævafornu siði geisjumenningarinnar. Bókin býr að hluta yfir hrífandi umfjöllun um menning- arheim, sem segja má að hafi byrjað að líða undir lok er síðari heimsstyrjöldin skall á og bylgja nú- tímavæðingar fylgdi síðar í kjölfarið. En lifandi lýsing skáldsögunnar á list og siðum geisjunnar verður þó lítið annað en grunnur fyrir meló- dramatíska Öskubuskusögu þar sem ást og róm- antík fær að dafna í heimi sem í veruleikanum snýst um allt aðra hluti. Með því horfir höfund- urinn að vissu leyti undan, í lýsingu sinni á því valdakerfi sem geisjan lifir og hrærist innan. Geisjan ástundar list sína í karlaveldi og hún lifir á því að skemmta ríkum og valdamiklum körlum með brothættri fegurðargrímu sinni, þjón- ustulund og dansi. Hún er háð þessum sömu körl- um til þess að sjá fyrir sér til lengri tíma litið og þarf því að finna sér patrón eða danna, ríkan og valdamikinn (oft giftan) karlmann sem heldur henni uppi en fær í staðinn kynferðislegan einka- aðgang að henni. Frásögn bæði bókar og kvik- myndar er mikið í mun að benda á þann grund- vallarmun sem er á geisjunni og vændiskonu, enda er sú síðarnefnda fordæmd af samfélaginu á meðan geisjan er viðurkennd og hefur þar virð- ingarsess. Það breytir því þó ekki að geisjan og vændiskonan eru afsprengi kerfis þar sem ákveð- inn valdaójöfnuður ríkir og konan selur kynferði sitt og leikur ákveðið hlutverk kvenleika fyrir karlinn sem valdið hefur. Þetta kerfi varpar sagan ljósi á en neitar á sama tíma að horfast í augu við það til fulls. Sambandi geisjunnar og patrónsins í Minningum geisju er snúið upp í rómantíska ástarsögu, þvert á það sem einkennir þetta samband í raunveruleikanum. Samband geisju og patróns hennar er fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis og hefur lítið með ást að gera. Ástarsagan í Minningum geisju er því meló- dramatísk fantasía – fantasía sem er í besta falli væmin og bernsk, en í versta falli rómantísk rétt- læting og upphafning á umræddu kerfi. Í kvik- myndinni verða hinar ójöfnu valdaastæður elsk- endanna jafnvel enn ljósari í atriði sem lýsir fyrstu fundum hinnar barnungu Chiyo og „Stjórn- arformannsins“ sem hún heillast af þar og þá og sver þess eið að verða geisja svo hún megi dag einn njóta athygli hans. Stjórnarformaðurinn er myndarlegur (leikinn af Ken Watanabe) en ekkert unglamb, maður á besta aldri sem af óræðum or- sökum gefur sig að bráðfallegu stúlkubarni á götu úti. Pedófílían sem svífur hér yfir vötnum er und- irstrikuð í sjónrænni útfærslu atriðisins, þegar Stjórnarformaðurinn gefur stúlkunni kirsku- berjaískrap og hún makar varir sínar út í rauðum lit og leikur geisju fyrir hann. Færð inn í ramma vestrænnar Hollywood stór- fjármagnsmyndar versna hinir mótsagnakenndu og einfeldningslegu þræðir bókarinnar og ýkjast upp til muna. Samtöl og frásagnartexti eru ein- földuð niður í auðskiljanlegt Hollywood- tungumál, þar sem siðir og venjur eru útskýrðir vel og vandlega og framvindan fær þar af leiðandi á sig langdreginn og uppskrúfaðan blæ. Jafnvel sú innsýn sem sagan á að gefa í japanska geisju- menninguna verður fölsk, enda er útlit geisjanna lagað til frá því sem hefðin býður í því skyni að laga þær betur að vestrænum fegurðarstöðlum. En að hugmyndafræðilegum vanköntum mynd- arinnar slepptum, er hún fyrst og síðast allt, allt of langdregin. Hér hefur staðið til að búa til „list- ræna verðlaunamynd“ en hvorki sagan né nálg- unin við hana hefur innstæðu til að uppfylla það hlutverk. Geispað yfir geisjum KVIKMYNDIR Laugarásbíó og Smárabíó Leikstjórn: Rob Marshall. Aðalhlutverk: Ziyi Zhang, Ken Watanabe, Gong Li og Youki Kudoh. Bandaríkin, 145 mín. Minningar geisju (Memoirs of a Geisha)  Heiða Jóhannsdóttir „Útlitshönnunin hefur tekist vel, þetta er sjónrænt tilkomumikil og ágætlega leikin kvikmynd, en þar með eru kostir hennar hér um bil upptaldir,“ segir m.a. í kvikmyndadóminum. Tónlistarmaðurinn Michael Jack-son reyndi að fela sig fyrir æsiljósmyndurum í Bahrain en tókst ekki betur til en svo að hér birtist myndin. Klæddist hann hefðbundnum klæðum Arabakonu, svörtum kufli með blæju fyrir and- lit, og börn hans báru einnig blæj- ur. Jackson hefur verið sérlegur gestur í þessu konungsríki í Persa- flóanum eftir að hann var sýknaður af ákærum um barnamisnotkun. Hann var að koma út úr versl- anamiðstöð þegar ljósmyndarar sáu til hans. Fólk folk@mbl.is Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.