Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu 23,9 milljörðum kr. í gær. Mest viðskipti voru með hlutabréf eða fyrir 14.479 milljónir króna. Úr- valsvísitala aðallista hækkaði um 2,25% í dag og er 6.216,89. Viðskipti með hlutabréf Kaup- þings banka voru fyrir 7.112 millj- ónir króna og hækkuðu bréfin um 3,6% en félagið kynnti afkomu sína í dag. Straumur Burðarás kynnti einn- ig afkomu sína í dag og nam hækkun félagsins 3,8%. Úrvalsvísitalan hækkar um 2,25% ● AGNAR Friðriksson, forstjóri Coldwater Seafood UK, dótturfyr- irtækis Icelandic Group, hefur látið af störfum að eigin ósk, að því er segir í tilkynningu sem gefin var út í gær. Agnar hefur stýrt Coldwater UK í tæp sextán ár, eða frá því í apríl 1990. Ákveðið hefur verið að Finn- bogi A. Baldvinsson, forstjóri Ice- landic Europe, taki við stjórn félags- ins. Agnar Friðriksson hættir hjá Coldwater ● EIK FASTEIGNAFÉLAG var rekið með 626,8 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 208,9 milljóna króna hagnað árið 2004. Tekjur Eikar námu 897 milljónum króna, þar af voru tekjur í erlendri mynt um 151 milljón króna. Starfsemi Eikar snýst um kaup, rekstur og útleigu atvinnuhúsnæðis. Árið 2005 bættust 24.000 fermetrar í eignasafn félagsins, að því er segir í fréttatilkynningu. Heildarverðmæti eignasafns Eikar er 12.263 milljónir króna. Eik skilar 627 milljóna króna hagnaði HAGNAÐUR Kaupþings banka á síðasta ári var sá mesti í sögu bank- ans, og reyndar mesti hagnaður sem íslenskt fyrirtæki hefur skilað á einu ári. Hagnaðurinn nam 49,3 milljörð- um króna. Það er nærri þrefalt meiri hagnaður en árið 2004, en þá skilaði bankinn einnig mesta hagnaði frá upphafi, 17,7 milljörðum króna. Greiningardeildir hinna viðskipta- bankanna höfðu spáð methagnaði hjá Kaupþingi banka á árinu 2005, en hagnaðurinn varð enn meiri en þær spár gerðu ráð fyrir. Arðsemi eigin fjár Kaupþings banka á árinu 2005 nam 34,0% en var 25,5% árið áður. Heildareignir bank- ans jukust um eitt þúsund milljarða króna milli ára, eða um 63%, og námu 2.540 milljörðum í árslok 2005. Í tilkynningu frá Kaupþingi banka kemur fram að stjórn bankans muni leggja til við aðalfund að hluthöfum verði greiddir liðlega 6,6 milljarðar króna í arð vegna ársins 2005, sem svarar til um 13,5% af hagnaði. Greiddar verða 10 krónur í arð á hvern hlut. Mikil aukning gengishagnaðar Hreinar vaxtatekjur Kaupþings banka jukust um liðlega 14 milljarða króna milli ára og voru 32,7 millj- arðar í fyrra. Hreinar þóknunar- tekjur jukust einnig umtalsvert og fóru úr 13,3 milljörðum árið 2004 í 22,4 milljarða á árinu 2005. Í til- kynningu bankans segir að aukning þessara tekna skýrist að miklu leyti af miklum vexti í þóknunartekjum hjá Eignastýringu og einkabanka- þjónustu bankans, bæði vegna til- komu breska bankans Singer & Friedlander í samstæðuna og árang- urstengdra þóknana. Af tekjuliðun- um jókst gengishagnaður bankans hins vegar mest á milli ára, eða um 21,0 milljarð, og var 37,3 milljarðar í fyrra. Í tilkynningunni segir að ástæða þessarar miklu hækkunar sé einkum hagstæðara markaðsum- hverfi á norrænum fjármálamörkuð- um en árið áður. Launakostnaður bankans jókst um 58% á milli ára og nam 20,3 milljörðum í fyrra. Framlag á afskriftareikning útlána minnkaði hins vegar á milli ára úr 3,8 millj- örðum í 2,5 milljarða. Hins vegar voru 1,9 milljarðar færðir á afskrift- areikning vegna viðskiptavildar. Þar er um að ræða afskriftir í tengslum við sölu á hlut dótturfélags Kaup- þings í Finnlandi í félaginu Neo- markka í lok síðasta árs, endur- skipulagningu í Noregi og afskriftir á húsnæði Singer & Friedlander í London. Skattar tæpir 7 milljarðar hér Heildarskattgreiðslur Kaupþings banka fyrir árið 2005 nema 11,2 millj- örðum króna, hér á landi og erlendis þar sem bankinn er með starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá bankan- um eru skattgreiðslur hér á landi á bilinu 6,5–7,0 milljarðar króna. Heild- arskattar bankans á árinu 2004 námu 4,2 milljörðum króna hér á landi og erlendis. Í tilkynningu Kaupþings banka er haft eftir Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra bankans, að það sé ánægju- legt að sýna enn eitt metárið, þar sem allar helstu starfsstöðvar bank- ans skili methagnaði. „Við búumst við áframhaldandi vexti á árinu 2006 og sá vöxtur mun skapa enn fleiri tæki- færi fyrir viðskiptavini okkar, en sem fyrr er lykilatriðið að þjóna þörfum þeirra,“ segir Hreiðar Már. Enn eitt metárið hjá Kaupþingi banka        - . ! - . !     /   !      0    ! 1 %    2 *         )    344445 67'55  65378  973:4 '8:4    +33''( +3756  #  # ;        '9866'( 3583(9   84478 '3(3:   93745  '968( 9(':  +8'96 +::'     384:4(9 385974        !"#"       49,3 milljarða hagnaður sá mesti hjá íslensku fyrirtæki Uppgjör Kaupþing banki gretar@mbl.is ● TVÖ FÉLÖG í eigu Magnúsar Krist- inssonar, stjórnarmanns í Straumi- Burðarási, Smáey og MK-44, keyptu í gær hvort um sig 50 milljónir hluta í Straumi-Burðarási á genginu 18,85. Er kaupverð bréfanna því 1.885 milljónir króna. Eftir viðskiptin er Smáey komin með 5,44% í Straumi-Burðarási fjár- festingarbanka. Straumur-Burðarás kynnti afkomu síðasta árs í dag og nam hagnaður félagsins 26,7 millj- örðum króna. Magnús Kristinsson kaupir í Straumi HAGNAÐUR Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. á árinu 2005 nam um 26,7 milljörðum króna eftir skatta en, var um 6,7 milljarðar árið 2004. Síðasti ársfjórðungur reyndist sérstaklega hagfelldur en þá nam hagnaður bankans um 12,6 milljörð- um króna samanborið við um 460 milljónir á sama tíma 2004. Í frétta- tilkynningu frá bankanum segir að aðstæður á fjármálamarkaði hafi verið með besta móti árið 2005 og hagfelldar rekstri bankans. Gengis- munur af hlutabréfaeign bankans hefur verið stærsti tekjuliðurinn í af- komu hans en góð aukning er jafn- framt í vaxta- og þjónustutekjum bankans. Hagnaður var af rekstri allra tekjusviða bankans á árinu. Arðsemi eigin fjár var um 46,5%. „Bankinn skilaði bestu afkomu sinni frá upphafi, hagnaði upp á 26,7 milljarða króna, arðsemi eigin fjár var mjög góð eða um 46,5% og eigið fé bankans er um 115 milljarðar króna,“ segir Þórður Már Jóhann- esson, forstjóri Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka. „Sérstaklega ánægjulegt er að tekjudreifing bankans hefur aukist milli ára og er það í samræmi við stefnu okkar um að breikka tekju- myndun og efla Straum-Burðarás sem sérhæfðan fjárfestingabanka,“ segir Þórður. Heildareignir bankans jukust um 190% á árinu, námu 259 milljörðum króna í árslok 2005 samanborið við um 90 milljarða í árslok 2004. Eigið fé jókst um rúma 82 milljarða króna milli ára eða 259%. Í tilkynningunni segir að stjórn bankans mun leggja til á aðalfundi að hluthöfum verði greiddir um 6,7 milljarða króna í arð vegna ársins 2005 sem svarar til 25% af hagnaði og nemur 0,65 kr. á hvern hlut. Hluti arðgreiðslunnar verður í skráðum hlutabréfum. Mikill gengishagnaður Horfur eru sagðar ágætar á rekstri bankans í byrjun árs 2006. Stefnt er að örum vexti og lögð verð- ur áhersla á að auka hlutfallslega vægi hreinna vaxta- og þjónustu- tekna á móti gengishagnaði af verð- bréfaeign. Afkoma bankans 2005 er sögð í samræmi við þá stefnu. Hagnaður bankans var í samræmi við væntingar greiningardeildar KB banka en eitthvað undir væntingum greiningardeildar Landsbankans, sem gerði ráð fyrir rúmlega 15 millj- arða króna hagnaði á fjórða ársfjórð- ungi. Segir í Hálffimmfréttum grein- ingardeildar KB banka að gott uppgjör bankans skýrist að þessu sinni af sérlega miklum gengishagn- aði af hlutabréfum, sérstaklega hagnaði af eignarhlutum bankans í Íslandsbanka, Finnair og Actavis. Fjórföldun hagnaðar Straums-Burðaráss  $ % &  $    ''(     . !   < !    )   /   !      0    !         )     +'8( 35:4 94:66 364'  3654  +:86' 343      # ;   38887( 338(73 838 :(3 787' 3:3  :77  +39:6 +'(    :7:(9 9'446        !"#" !    !   ! Uppgjör Straumur-Burðarás bjarni@mbl.is NOVATOR Telecom Poland II, sjálf- stæð rekstrareining Novators, fjár- festingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, á nú meira en fimmtungshlut í pólska símafyr- irtækinu Netia og ræður yfir 22,37% atkvæðamagns að því er kemur fram í tilkynningu til pólsku kaup- hallarinnar. Í henni kemur einnig fram að Novator Telecom Poland sé með það í skoðun að auka enn frekar við hlut sinn í Netia, eða allt upp að 33% á næstu tólf mánuðum enda líti Novator á Pólland og fjarskipta- markaðinn þar og þá sérstaklega símafyrirtækið Netia sem vænlegan langtímafjárfestingarkost. Eykur hlut sinn í Netia BRESKA fjármálafyr- irtækið Syndicate Asset Man- agement hef- ur gert yf- irtökutilboð í annað breskt fjármálafyr- irtæki, Savoy Asset Management. Greint var frá því í Morgunblaðinu hinn 8. janúar sl. að slíkt tilboð hefði verið gert en þá var ekki vitað hver stóð að baki og taldi blaðið The Independent að ef til vill væru Íslendingar þar á meðal. Nú hefur hins vegar verið gert opinbert að Syndicate Ass- et Management standi að baki tilboðinu. Samkvæmt staðfestum heim- ildum Morgunblaðsins eru tveir íslenskir hluthafar í Syndicate. Þeir eru athafnamaðurinn Jón Ólafsson, sem á um 12,8% hluta- fjárins, og Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki sem á um 6,4%. Fjallað var um Syndicate í breska fréttabréfinu CityWire Courier og þar sagt að það væri „farartæki íslensk fjármagns“. Talið var að hluthafar væru, auk ofannefndra, Íslandsbanki, KB banki og SPRON. Þetta hef- ur Morgunblaðið ekki fengið staðfest. Jón Ólafsson Bjóða í breskt fjármála- fyrirtæki                                    !"# $%%&$       ' () *(#&                        !  "# #                    +, -$ ./(01 "2 ,(/% ./(01 "2 3 %% -!/ ./(01 "2  45/6# "2 7 4 ./(01 "2 8 ./(01 "2 97 #5 #%$ "2  01:$#4 3 #% "2 !40# "2 8 #5 #%$ 97 # "2  /&7 "2 ( $+   $(# "2 9 "2 ,/ 0;0/<30/= /> ?>/"25 #%$ "2 @0/ "2  !"# -$(# ./(01 "2 $%; /% =0/ 97 # "2 ./ #$ "2 A ;1$=? # "2  '+&7 #$+ ./(01 "2 * /=5(/ #$/ "2 B &/?$ "2 C ,7 #,$+ &,/(7&0; /D44$#4 ;$=,!=$# "2 E$##70,!=$# "2 $ % &  ' $%&7$ D? "? /= / "2 7>,0/"F7 4 0=0/7 # -"2 ' ()  * 'G H= , -$=%2-&/=               < < < <  < < < <   3/&D,$#4 "/> "D// -$=%2-&/= < < < < < < < < < < < < < < < < < < <  I J < < I < J < I  J < I J I < J I  J I <J I <J I  J I J I  J I  J < < < < < < I <J < < < < I  J A&$7 /-$=%$1,$  4$# $75(= H 7(%  4K  01 7  2  2  2   2  2  2  2 2 2 22 2 2  2  2 2 2 2  2  2 < < < < 2 < < < < 2                                           E$=%$1,$ H :62 %/2 A2 L , 040# /7$,$ ?!7$ -$=%$1,           < < < <  < < < < TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN keypti í haust 4,5% hlutafjár í sænska fjár- festingarfélaginu Invik og óinn- leystur gengishagnaður af fjárfest- ingunni er um 134,5 milljónir króna. Frá þessu er greint í sænska blaðinu Dagens Nyheter í gær. Þar er haft eftir Óskari Magnússyni, forstjóra TM, að hagnaðurinn sýni berlega hvers vegna TM fjárfesti í félaginu. TM er fjórði stærsti hluthafi í In- vik en félagið er þekkt sem eitt helsta valdafélag Stenbeck- ættarinnar sænsku. TM fjárfestir í Svíþjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.