Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 47 DAGBÓK 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 e6 6. c5 Be7 7. Rf3 O-O 8. Dc2 b6 9. b4 a5 10. Ra4 axb4 11. Rxb6 Ha7 12. Re5 Rfd7 13. Rbxd7 Bxd7 14. Bd3 h6 15. Bd2 Bf6 16. f4 Rc6 17. Rxc6 Bxc6 18. Db2 Da5 19. Ke2 Dxc5 20. Hac1 Dd6 21. Bxb4 Dxf4 22. Bxf8 Bxd4 23. Dd2 Staðan kom upp á minningarmóti Keresar sem lauk fyrir skömmu í Tall- inn í Eistlandi. Anatoly Karpov (2672), fyrrverandi heimsmeistari í skák, hafði svart gegn Vassily Yemel- in (2529). 23... Hxa2! 24. Hc2 hvítur hefði tapað drottningunni eftir 24. Dxa2 Df2+. 24... Df2+ 25. Kd1 Ha1+ 26. Hc1 Ba4+ 27. Bc2 Hxc1+ 28. Dxc1 Dxg2 29. He1 Df3+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Létt svar. Norður ♠ÁK98 ♥Á75 N/NS ♦ÁK ♣G862 Vestur Austur ♠105 ♠G64 ♥G103 ♥KD ♦D653 ♦G1084 ♣D1094 ♣ÁK73 Suður ♠D732 ♥98642 ♦972 ♣5 Standard-spilurum er meinilla við að passa opnun á einu laufi – og ekki að ástæðulausu. Spilið að ofan kom upp í 17. um- ferð Reykjavíkurmótsins og sam- kvæmt hefðbundnu Standard-kerfi ber að opna á einu laufi í norður. Strangt tekið þarf svarhönd að eiga sex punkta til að svara, en með þessa skiptingu er varla hægt að skilja makker eftir í einu laufi. Nokkrir sögðu þó pass og uppskáru kuldalegt augnaráð frá makker og 100 í mínus- dálkinn. Hinir sem svöruðu á einu hjarta fengu plús-skor, hvort heldur í stubb eða geimi. Það vinnast nefni- lega bæði fjögur hjörtu og fjórir spaðar í NS. Fjögur hjörtu er einfalt spil, en í fjórum spöðum þarf að vanda sig. Segjum að út komi tígull. Þá er best að dúkka hjarta með þá áætlun í huga að nýta hliðarlitinn. Vörnin verður að mæta því með laufi og meira laufi til að stytta suður í trompinu heima. En þá skiptir sagn- hafi um áætlun og trompar þrjú lauf heima. Þannig fær hann sjö slagi á tromp og tíu í allt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Styrktarsjóður Félags húsgagna- og inn-réttingaframleiðenda auglýsir eftir um-sækjendum um styrki til viðbótarnámsá sviði húsgagna- og innréttingasmíði. Tilgangur sjóðsins er að efla kunnáttu í fram- leiðslu húsgagna og innréttinga og styrkja fólk til frekara náms í greininni erlendis. Að sögn Guðmundar Ásgeirssonar, formanns Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda á sjóðurinn rætur sínar að rekja til verka félags- manna fyrir áratugum. „Félagið er rúmlega 70 ára og þegar Iðnaðarmannahúsið við Hallveigarstíg 1 var byggt gáfu ýmsir aðilar innan félagsins fjármagn en aðallega þó vinnu við bygginguna. Þannig eignaðist félagið hlut í því húsnæði. Á undanförnum árum höfum við selt allan okkar eignarhluta þar og keypt fyrir hlutabréf sem hafa ávaxtað sig prýðilega. Okk- ur fannst ekki rétt að láta þá fjármuni renna beint inn í Samtök iðnaðarins heldur vildum við gera eitthvað við þessa peninga sem kæmi okk- ar félagsmönnum að góðum notum.“ Á síðasta ári var svo ákveðið að verja vaxta- tekjum af bréfunum til að byggja upp iðngrein- ina. „Okkur datt í hug að verja þessu fé til að styrkja þá sem vinna í húsgagna- og innrétt- ingasmíði á Íslandi, bæði faglærða og ófag- lærða, til að nálgast meiri menntun erlendis. Til þess stofnuðum við þennan sjóð en í lögum hans er þess sérstaklega getið að óheimilt er að ganga á höfuðstól hans.“ Hann bendir á að víða erlendis sé boðið upp á styttri og lengri nám- skeið í iðninni. „Þar má t.d. nefna Danmörku. Þar eru mjög fínir skólar sem bjóða upp á alls- kyns námskeið, m.a. þar sem kennt er á nýtísku vélar og tölvubúnað þeim tengdum.“ En er þörf á því að styrkja iðnaðinn sérstak- lega með þessum hætti? „Það verður að segjast eins og er að húsgagnasmíði hefur kannski ekki akkúrat verið tískunámið á undanförnum ár- um,“ svarar Guðmundur. „Húsgagna- og inn- réttingaiðnaður á í gríðarlegri samkeppni við innflutning og gengisstefnan er ekki hagstæð fyrir okkur sem erum í húsgagna- og innrétt- ingaframleiðslu. Enda hefur fyrirtækjum fækk- að gríðarlega í þessum iðnaði á undanförnum áratugum.“ Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en að sögn Guðmundar fer upphæð og fjöldi styrkjanna eftir því hversu margar um- sóknirnar verða. Umsóknir má senda til Sam- taka iðnaðarins, Borgartúni 35 merkt Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Um- sóknarfrestur er til 1. mars 2006. Iðnaður | Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda Styrkir til náms erlendis  Guðmundur Ásgeirs- son er framkvæmda- stjóri Á. Guðmundsson. Hann er húsgagnasmið- ur að mennt, útskrif- aðist frá Iðnskólanum í Reykjavík 1979 og hef- ur starfað við hús- gagnaframleiðslu síð- an. Hann hefur starfað í stjórn Félags hús- gagna- og innréttingaframleiðanda undan- farin 15 ár og verið formaður frá árinu 2001. Guðmundur er kvæntur Helgu Sigríði Ólafs- dóttur og eiga þau tvö börn. VERSLUNARPLÁSS ÓSKAST Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Höfum kaupanda að 200-300 fm verslunarplássi á Laugaveginum. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veita Sverrir og Óskar. FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Um er að ræða alla húseignina nr. 13, sem er kjallari, tvær hæðir og ris. Húsið saman stendur af þremur íbúðum. Í kjallara er sam- eiginlegt þvottahús og þurrkherbergi, alls er húsið um 280 fm. Eignin er skráð íbúð á 1. hæð og íbúð á 2. hæð og í risi. Allar íbúðirnar eru í tryggri leigu. Á 1. hæð og 2. hæð hússins eru rúmgóðar, fallegar og mikið endurnýjaðar 3ja herb. íbúðir, auk 3ja herb. íbúðar í risi. Í kjallara eru svo geymslur sem fylgja íbúðunum, svo og þvotta- hús og þurrkherbergi. Ástand húss að utan mjög gott. Stigagangur og önnur sam- eign í ágætis ástandi. Búið er að endurnýja rafmagn og rafmagnstöflur, járn á þaki lítur vel út. Í heild afar fallegar og vel skipulagðar íbúðir í húsi sem lítur vel út. Eignin selst í heilu lagi. OPIÐ HÚS VERÐUR SUNNUDAGINN 29. JAN. FRÁ KL. 13-14.30 SÖLUMENN Á STAÐNUM ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐI Í EIGNINA SELJAVEGUR 13, heildareignin - 3 íbúðir www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is F A S T E I G N A S A L A SÍÐUMÚLI - SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Um er að ræða vel staðsett 155 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Húsnæðið skiptist í opið rými, þrjár skrifstofur, fundarherbergi, eldhúsaðstöðu, tvær snyrtingar og ræstiherbergi. Verð 23 millj. Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar, Hjörtur Ingason, Agnes Ársælsdóttir og Unnur Eiðsdóttir, söfnuðu flöskum að andvirði 5.201 til styrktar Rauða kross Íslands. Stórir bílar – mikill hraði VIÐ vorum að koma úr Reykjavík sl. mánudagskvöld, það var ágætt færi en mikil þoka á Hellisheiðinni. Þegar við vorum á leið upp brekkuna við Skíðaskálann þá brá okkur heldur betur því fram úr okkur tók flutn- ingabíll með aftanívagn með miklum háum farmi – og hann tók fram úr okkur hægra megin. Til þess að hann kæmist fram úr okkur urðum við að færa okkur á akreinina fyrir umferðina á móti. Ég tók eftir að tengivagninn var ekki með númer en hann var frá Landflutningum. Þessir stóru flutningabílar eru oft á miklum hraða og taka fram úr fólksbílum en það á ekki að líða að svona stórir bílar taki fram úr á svona miklum hraða. Við sem ökum mikið á þjóðvegum þekkjum hvað þessir stóru bílar keyra hratt og taka óspart fram úr öðrum ökutækjum. Það getur ekki verið að svona stórir bílar megi keyra svona hratt. Manni stendur stuggur af þessum flutningabílum og hvet ég yfirvöld til að fylgjast betur með þessu. Selfyssingur. Vsk-bílar og pallbílar ÉG vil vekja athygli á bílunum með rauðu númerin og misnotkunina á þeim. Þessir bílar eru sendir út um allt og standa jafnvel heima hjá not- endum á kvöldin og nóttunni. Þeir eru sendir út um sveitir, notaðir til að flytja hestakerrur og rusl í sorpið og það er jafnvel skroppið á þeim í bíó. Það virðist ekkert eftirlit vera með þessum bílum. Þessir bílar með rauðu númerin eru vsk-bílar, þ.e. fyrirtækin fá virðisaukaskattinn endurgreiddan og endurgreiddan vsk af eldsneyti. Og það er hinn al- menni greiðandi sem er að greiða með þessum bílum. Og svo eru það stóru pallbílarnir. Þessir bílar eru yfir 3,5 tonn og eiga að vera á vörubílastæðum þar til gerðum, en eiga ekki að vera á bíla- stæðum við heimahús eða fjölbýli þar sem maður sér þá iðulega. Fáir ökumenn þessara bíla hafa réttindi á þá því það þarf meirapróf til að keyra bíl yfir 3,5 tonn. Það virðist ekkert eftirlit vera með þessum bíl- um heldur. Bílstjóri. Köttur týndist frá Holtabyggð í Hafnarfirði KÖTTURINN er högni, fullvaxinn, svartur með rauða ól en ekkert merkispjald. Hann hefur aldrei komið út og ratar ekki heim. Hans er mjög sárt saknað. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans vinsamlega hafið samband við Birtu eða Atla í síma 824 4313 eða 554 4957. 5.000 kr. fundarlaun! Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is RÍFLEGA þriðjungur frönsku þjóð- arinnar talar ekki ensku, þrátt fyrir að meirihluti hennar telji nám í öðr- um tungumálum mikilvægt. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn á vegum franska dagblaðsins Dim- anche Ouest France, sem gerð var með þátttöku 1.004 Frakka yfir 15 ára aldri. Tólf prósent þátttakenda sögðust tala ensku reiprennandi, sex prósent sögðust skilja hana og tala vel, og 48% sögðust skilja hana „meira og minna“ en ekki tala hana reiprenn- andi. Þriðjungur þeirra sem tóku þátt í könnuninni sagði það forgangsatriði að kenna erlend tungumál, og var meirihluti þeirra sem þannig svör- uðu á aldrinum 50–64 ára, búsettur í París eða gegndi háum stöðum. Um 750 milljónir manna eru tald- ar tala ensku sem annað tungumál, samkvæmt vefsíðu British Council, sem ætlað er að efla breska menn- ingu og enska tungu. Þriðjungur Frakka talar ekki ensku Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.