Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MILLJARÐA HAGNAÐUR Hagnaður Kaupþings banka og Straums-Burðaráss fjárfesting- arbanka nam samtals um 80 millj- örðum króna í fyrra. Munu bank- arnir greiða ríflega 16 milljarða króna til ríkissjóðs í skatta. Hagn- aður Kaupþings banka var 49,3 milljarðar árið 2005 og hagnaður Straums-Burðaráss 26,7 milljarðar króna. Stórsigur Hamas Hamas-hreyfingin vann stórsigur í kosningunum í Palestínu og mun henni verða falið að mynda stjórn. Hvorki Ísraelar né vestræn ríki munu ræða við Hamas fyrr en sam- tökin hafna ofbeldi og viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis en ekki var að heyra á Hamas-mönnum í gær, að það yrði gert. Farmur vörubíls losnaði Farmur vöruflutningabifreiðar losnaði í gær þegar honum var ekið í gegnum hringtorg á Suðurlands- braut við Breiðholtsbraut. Ökumað- urinn stöðvaði bifreiðina og náði að komast hjá því að farmurinn, sem var nokkur tonn af timbri, dytti af og yfir veginn. Þetta er í annað skipti á þremur dögum þar sem farmur vörubifreiðar losnar og skapar hættu vegna slælegra vinnubragða við festingu. Lagt hald á kannabis Lögreglan í Reykjavík lagði í gær hald á mikið magn af kannabisefnum í iðnaðarhúsnæði í miðborginni. Tvennt var handtekið vegna málsins. Sigur í fyrsta leiknum á EM Íslenska landsliðið í handknattleik fór í gær með sigur af hólmi í fyrsta leik liðsins á Evrópumeistaramótinu í Sviss. Íslendingar unnu þá lið Serb- íu/Svartfjallalands með 36 mörkum gegn 31. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Fréttaskýring 8 Viðhorf 32 Úr verinu 12 Bréf 35 Viðskipti 14 Minningar 36/42 Erlent 16/18 Myndasögur 46 Minn staður 20 Dagbók 46/49 Höfuðborgin 21 Staður og stund 49 Akureyri 22 Leikhús 50 Landið 23 Bíó 54/57 Daglegt líf 24/25 Ljósvakamiðlar 58 Menning 26, 50/57 Veður 59 Umræðan 27/35 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                        Berjakökur Berjakökur Komið og smakkið. Helgarkynning Bakarameistarans. ÍSLENSKA ríkið ber, samkvæmt dómi Hæstaréttar frá í gær, skaða- bótaábyrgð á líkamstjóni sem kona hlaut vegna meinsemdar í baki sem starfsmönnum Landspítalans yfir- sást fyrir mistök að greina og veita meðferð við í framhaldi af læknis- rannsókn á konunni í desember 1997. Börn konunnar kröfðust viður- kenningar á bótaskyldu ríkisins og í héraðsdómi, sem dæmdi þeim í vil, var margt talið benda til þess að ef gripið hefði verið til viðeigandi rann- sókna hefði mátt sjá sýkingu þá sem leiddi til þess að konan var lögð inn á sjúkrahús í mars 1998. Sönnunar- byrði um að svo hefði ekki verið var lögð á ríkið og taldi héraðsdómur þá sönnun ekki hafa tekist. Þar sem rík- ið hefði ekki leitað mats dómkvaddra manna eða lagt fram önnur gögn til að hnekkja niðurstöðu héraðsdóms var hún staðfest í Hæstarétti. Talið var að með mati læknis Trygginga- stofnunar ríkisins hefðu verið leidd- ar nægar líkur að því að konan hefði orðið fyrir líkamstjóni sem ríkið gæti borið skaðabótaábyrgð á. Var því fallist á kröfur barnanna. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Óskar Thor- arensen hrl. flutti málið fyrir ríkið og Jóhannes Albert Sævarsson hrl. og Guðrún Helga Brynleifsdóttir hdl. fyrir stefnendur. Bótaábyrgð felld á ríkið vegna mistaka á LSH FÖNGULEGIR hreindýrahópar voru að krafsa eftir æti við Steinavötn í Suðursveit þegar ljósmyndara bar að. Þau tóku þó fljót- lega á sprett þegar hann fór að athafna sig. Hreindýrin hafa haldið sig á og við tún rétt vestan við Steinavatnabrúna, að sögn Ingi- mars Bjarnasonar, bónda á Jaðri í Suð- ursveit. Þau komu óvenju snemma á túnin núna, sáust fyrst fyrir jól, en hafa venjulega ekki komið fyrr en á útmánuðum. Ingimar sagði að dýrin yllu ekki teljandi tjóni á girð- ingum. „Þau eru svo létt á sér og lítill bagi að girðingum fyrir þau, hlaupa yfir þær eins og ekki neitt. Það er helst ef þau reka horn- in í og festa sig þannig, en það er lítið um það,“ sagði Ingimar. Síðastliðið vor báru tvær hreinkýr alveg við túnin og sáust með nýborna kálfa. Menn hafa ekki tekið eftir því áður í Suðursveit. „Þau eru að ýta sér nær og nær,“ sagði Ingi- mar. Morgunblaðið/RAX Hreindýr hleypa á sprett FÉLAGSFUNDUR í Dómarafélagi Íslands telur rétt að fresta ákvörðun um málsókn á hendur stjórnvöldum vegna afnáms ákvörðunar Kjara- dóms. Jafnframt telur fundurinn rétt að stjórn félagsins efni til viðræðna við stjórnvöld um hvaða fyrirkomu- lag skuli haft á ákvörðun launa dóm- ara. Í ályktun félagsfundarins frá í gær er vefengt að lög um afnám ákvörð- unar Kjaradóms séu samrýmanleg ákvæðum stjórnarskrárinnar, ekki síst þegar litið sé til stöðu og sjálf- stæðis dómsvaldsins. Síðar segir: „Til að tryggja viðun- andi stöðu dómsvaldsins til frambúð- ar að því er ákvörðun launa varðar, telur fundurinn rétt að stjórn félags- ins efni til viðræðna við stjórnvöld um það hvaða fyrirkomulag skuli haft þar á. Felur fundurinn stjórn félagsins að koma sjónarmiðum þess á framfæri við nefnd sem falið hefur verið að endurskoða lög um Kjaradóm og kjaranefnd, nr. 120/1992. Fundurinn bindur vonir við að vinna nefndarinn- ar leiði til þess að betri skipan verði komið á ákvarðanir um laun dómara og jafnframt verði leiðrétt sú skerð- ing launa sem tekur gildi 1. febrúar nk. Einnig telur fundurinn mikilvægt að fyrirbyggt verði í framtíðinni að handhafar annarra valdþátta ríkisins geti breytt ákvörðunum sem þegar hafa verið teknar samkvæmt lögum um laun dómara af þar til bærum að- ilum. Þá leggur fundurinn áherslu á að kjör dómara verði ákveðin sjálf- stætt og án beinna tengsla við laun þjóðkjörinna fulltrúa og ráðherra. Að framangreindu virtu telur fund- urinn rétt að frestað verði ákvörðun um málsókn að svo stöddu.“ Ályktun félagsfundar Dómarafélagsins Ákvörðun um málsókn frestað að svo stödduÍSLENDINGAR eru yfirleitt meðhærri heildarlaun en hinar þjóð- irnar á Norðurlöndum. Þeir þurfa hins vegar að vinna mun lengri vinnutíma fyrir laununum en hinar þjóðirnar og eru eftirbátar þeirra í flestum tilvikum þegar tekið hefur verið tillit til þess. Efnahagsleg lífs- kjör hér eru sambærileg eða ívið lakari en það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um sam- anburð á lífskjörum á Norð- urlöndum, Noregi, Danmörku og Svíþjóð, og hér sem Alþýðu- samband Íslands hefur unnið. Þar kemur ennfremur fram að þegar heildarlaun hafa verið vegin saman við verðlag eru laun hér al- mennt lægri en í Danmörku, sam- bærileg við það sem gerist í Noregi og hærri en í Svíþjóð, þar sem verð- lag hér er hærra en í þessum lönd- um. Þá kemur fram að laun kvenna standast verr samanburð við laun kvenna hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum en laun karla, enda eru heildarlaun karla á Íslandi há mið- að við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Athugunin tók einnig til skatt- kerfisins í löndunum. Skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu eru lægstar hér eða 41% samanborið við 45% í Noregi, 50% í Danmörku og 51% í Svíþjóð. Útgjöld til vel- ferðarmála eru einnig mun lægri hér á landi en hjá hinum þjóðunum. Þannig eru þau 23,9% af vergri landsframleiðslu hér, 25,1% í Nor- egi, 31,2% í Danmörku og 33,6% í Svíþjóð, þar sem þau eru hæst. Sambærileg lífskjör við hin Norð- urlöndin Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.