Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 37 MINNINGAR ✝ Árni Árnasonfæddist á Akur- eyri 25. maí 1953. Hann lést á heimili sínu í Vilnius í Litháen 12. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Anna D. Péturs- dóttir, f. 17.1. 1917, d. 13.11. 1998, og Árni Valmundsson, f. 17.4. 1923, d. 11.10. 1995, en þau bjuggu öll sín bú- skaparár á Akur- eyri. Bróðir Árna er Valmundur Pétur, f. 17.11. 1956, maki Ingi- björg Ringsted, f. 26.9. 1955, bú- sett Akureyri. Þau eiga fjóra syni. Árni kvæntist hinn 23. júní 1978 Margréti Þorvarðardóttur, f. 22. nóvember 1949, dóttir þeirra er Anna Björk, f. 19.7. 1981, sambýlismaður John Rock, þau búa í Dublin á Írlandi. Fyrir átti Margrét soninn Hjalta Gunn- arsson, f. 1972, hann á þrjú börn. Árni og Margrét skildu árið 2002. Árni ólst upp á Akureyri. Að loknum grunnskóla fór hann í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1973, hann varð viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands vorið 1978. Það sama ár flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Kaup- mannahafnar og lauk cand. merc.- prófi frá Handels Højskolen 1982. Ár- in 1982 til 1986 starfaði Árni hjá Hafskipum, fyrst í Kaupmannahöfn og síðar á Íslandi. Nokkur næstu ár þar á eftir vann hann á Íslandi, fyrst hjá Sölu- stofnun lagmetis, síðar Álafossi hf. í Mosfellsbæ og loks hjá Út- flutningsráði Íslands. Árið 1995 flutti fjölskyldan til Vilnius í Litháen þar sem Árni tók við stöðu framkvæmdastjóra lyfja- fyrirtækisins Ilsanta þar sem hann starfaði í tæp fjögur ár. Þá gerðist hann sjálfstæður við- skiptaþjónustuaðili og ráðgjafi í Litháen og stundaði það starf til æviloka. Árni var ræðismaður Íslands í Litháen. Útför Árna verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var afar sorgleg frétt þegar við heyrðum að Árni Árnason, fyrrver- andi mágur og vinur okkar, hefði lát- ist skyndilega í Vilnius 12. janúar síð- astliðinn. Árni hafði verið okkur samferða í 28 ár eða allt frá því að Árni kvæntist Margréti systur okkar 1978. Fljótlega fluttu þau til Kaupmannahafnar þar sem Árni stundaði viðskiptanám og Magga vann sem hjúkrunarfræðing- ur. Þá bjuggum við þrjú systkinin í Kaupmannahöfn og vorum ávallt heimagangar á fallegu heimili þeirra Árna og Möggu. Þau fluttu síðan til Reykjavíkur og enn vorum við systk- inin og fjölskyldan tíðir gestir á þeirra heimili sem ávallt var öllum opið og rausnarlegar móttökur enda Árni og Magga bæði góðir kokkar og gest- gjafar. Árin sem þau Árni og Magga bjuggu í Reykjavík kynntumst við einnig foreldrum Árna, þeim Önnu og Árna á Akureyri, sem voru einstak- lega elskuleg hjón og urðu góðir vinir fjölskyldunnar okkar. Þegar Árni, Magga og Anna Björk dóttir þeirra fluttu til Vilniusar fyrir 10 árum, opnaðist gott tækifæri fyrir okkur í fjölskyldunni ásamt öllum vin- um þeirra að heimsækja þau í þessa fallegu og framandi borg Vilnius. Stórkostlegar móttökur þar verða seint gleymdar. Árni og systir okkar Magga slitu samvistum fyrir þremur árum, en vinskapur okkar við Árna hélst óbreyttur. Árni var ákaflega góður drengur og er hans sárt saknað. Við vottum Önnu Björk, Valmundi og Ingu ásamt Möggu systur okkar innilega samúð á þessari sorgar- stundu. Sigríður og Guðbjörg Þorvarðardætur. Það verður seint sagt um Litháa að þeir hafi farið varhluta af stríðum, hernámum og pólitískum hræringum. Landið stendur við Eystrasalt og skagar í átt til Hvíta-Rússlands í suðri. Höfuðborgin Vilnius er syðst í landinu, við bakka Nervis, reist á hæðum. Á einni hæðinni stendur Gediminas-kastali. Frá hæðinni undir kastalanum að ánni Nervis er einn magnaðasti staður Evrópu, og þeir sem leggja þar land undir fót finna að við hvert fótmál eru sagnfræðilega merkilegir staðir og er einn helgasti staður Litháa þar. Helgur bæði af því að þar er Dómkirkja þeirra og enn- fremur koma þeir saman þar sé tilefni til. Þar er torg, Dómkirkjutorgið. Það var á því torgi sem þeir Litháar mættu og sendu okkur Íslendingum þakklæti fyrir veittan stuðning við viðurkenningu lýðveldissins og hylltu utanríkisráðherra eyjarskeggja norð- ur í Dumbshafi. Þær fagnaðarbylgjur skóku Evrópu. Daginn sem ég kom fyrst í við- skiptaerindum til Litháens mæltum við okkur mót á torginu, ég og Árni. Við höfðum ekki hist fyrr en hann gaf í skyn að það yrði ekki umflúið að hann myndi þekkja Íslending. Meðan ég góndi á katólsk líkneski og styttur af fornum hetjum og beið eftir yfirræðismanninum heyrði ég mælt á lýtalausri norðlensku: „Er alltaf jafn gott fyrir börn að búa á Ránargötunni?“ Síðar kom í ljós að hann hafði alist upp á Ránargötu 27 á Akureyri. Ég bjó þá á Ránargötu 19 og gat staðfest að krakkar hefðu það gott á Akureyri. Við þau ummæli leið honum betur. Þannig var Árni Árnason, viðkunn- anlegur og hlýlegur. Hann var stór- gerður á alla lund. Hann var víðles- inn, viðskiptamenntaður og hafði ferðast gífurlega mikið. Sem strákur fór hann til frænda síns Jóhanns risa Svarfdælings og starfaði með honum í Bandaríkjunum. Hann var umboðs- maður Hafskipa í Danmörku, starfs- maður Útflutningsráðs, starfaði við að selja lagmeti og fleira. Síðar settist hann að í Litháen og byggði sér hús í útjaðri borgarinnar, varð yfirræðis- maður Íslands í Litháen. Hann fylgd- ist mikið með pólitík í Litháen og hafði gaman af að fylgjast með ýms- um málum tengdum erlendum at- burðum. Hann hlustaði mikið á BBC og skandinavískar útvarpsstöðvar og las reiðinnar býsn af bókum um stjórnmál. Hann var virkur í ýmsum félögum í Vilníus, vann sér traust hjá almennum borgurum sem og yfir- valdi. Diplómatastörf og ráðgjöf voru hans ær og kýr. Sjálfur var hann ennfremur lagviss og lærður túpuleikari frá Akureyri. Djass var í miklu eftirlæti og stundum skellti hann lögum með lúðrablæstri á fóninn. Hrókur alls fagnaðar var hann. Með tímanum fjölgaði ferðum mínum til Litháens og það kom fyrir að gist var á Algirdo 6-6, heimili þeirra hjóna Margrétar Þorvarðar- dóttur og Árna. Bæði voru þau miklar félagsverur og höfðu þann hátt á að menn gátu sótt til þeirra upplýsingar og ráð. Mjög gestkvæmt var á heim- ilinu og fátt var dásamlegra en að sitja heima í stofu og ræða dægurmál. Ferðalangar sem og aðrir nýttu sér það óspart. Allra þjóða menn leituðu ráða hjá Íslendingnum. Ennfremur nýttu heimamenn sér kunnáttu ræð- ismannsins, þeir lærðu fljótt að þar fór drengur góður, ráðdeildarsamur og fróður. Oft heyrði ég á máli inn- fæddra hversu vænt þeim þótti um Árna. Hann sat í stjórnum fyrirtækja og stofnana í Litháen. Íslendingar sem starfrækja verksmiðjur þar nutu góðs af kröftum hans. Árni var alltaf flottur í tauinu, óaðfinnanlegur og heimsborgaralegri maður var vart fundinn. Eitt af því sem hann hafði unun af voru bílar. Síðast átti hann forláta bandarískan dreka, Lincoln. Hann var ekki að elta nýjustu mód- elin heldur hélt sig við bíla sem báru stíl framleiðslulands og hönnun fram- leiðenda til sóma. Hann var íslenskur heimsborgari, gat verið þverari en all- ir þegar svo bar við, þjóðlegur var hann og vitnaði oft á fundum í íslensk orðatiltæki. Oft fórum við í ferðalög til að leysa einhver mál og þá komu hæfileikar hans í ljós. Hann gat raðað saman snjöllum lausnum og allir fóru sáttir frá borði. Alltaf var stutt í húm- orinn og sér í lagi hafði hann gaman af ef Íslendingur átti í hlut. Á Dómkirkjutorginu fræga, við há- tíð sem heimamenn héldu í tilefni af því að 10 ár voru liðin frá stofnun lýð- veldissins, tók hann íslenskan félaga sinn af Sléttunni einu sönnu á hátíð- ina. Sá sléttuúlfur sagði að greinilegt væri að öllu væri til tjaldað, því lúðra- blásarar væru fleiri en íbúar Raufar- hafnar. Þannig ummæli hafði Árni í hávegum. Lýsingar hans á atburðum voru alltaf bornar fram með reisn, þjóðlegri og fágaðri. Fátt var skemmtilegra en þegar Íslendingar hittust í Vilníus og hann hóaði saman fundi. En þó, þegar horft er um öxl finnst greinarhöfundi sem honum hafi ekki verið þakkað til fulls fyrir þau góðu, flóknu mál sem hann leysti og kom í framkvæmd. Kannski er það hlutverk þeirra sem í utanríkismálum standa. Hann bar höfuðið hátt og vildi að aðrir Íslendingar gerðu slíkt hið sama. Þau verk sem hann innti af hendi vann hann af hjálpsemi. Launin voru oft ekki fólgin í öðru en þakklæti, oftar en ekki bað hann ekki um annað en kveðju heim. En eitt er víst að ég naut samvista við þennan vin, þótt honum mislíkaði eitthvað fann maður undir niðri að það risti ekki djúpt, heldur lét hann að því liggja að það væri mannbætandi. Á ferðum mínum varð ég var við að menn hneigðu sig og bugtuðu fyrir verkum Íslendings og handtakið var oft fast, þéttingsfast. Hann var vel að því handtaki kominn. Skyndilegt fráfall hans kom að óvör- um. Hann átti mikið eftir óunnið og var kominn af stað með margt sem á eftir að skila árangri. Ég votta að- standendum samúð mína við fráfall góðs drengs. Einar Garðar Hjaltason, Kópaskeri. Gamall vinur og félagi er látinn langt um aldur fram. Árna kynntist ég fyrst í viðskiptadeild Háskóla Ís- lands, en við vorum þar samtíða í fjög- ur ár. Árni var áberandi maður, stór og mikill, enda kallaður Árni big, uppá góða íslensku. Ekki fór hann dult með að vera að norðan og þótti heldur lítið til margra hluta koma hér sunnan heiða. Skildi síðan leiðir, en það spurðist að Árni hefði kynnst systur Gauju vinkonu okkar Helgu konu minnar. Haustið 1978 hafði Árni síðan samband við mig, hafði frétt að ég rétt eins og hann hygði á fram- haldsnám við Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn. Varð það úr að við höfðum samráð og samstarf um flutn- inga og umsóknir um skólavist. Flutt- um við með því ágæta skipafélagi Hafskipum hf., sem seinna átti eftir að verða örlagavaldur í lífi Árna. Er skemmst frá því að segja að Árni og hans kona Margrét Þorvarð- ardóttir, sú mikla félagsvera, bjuggu með okkur á Kollegiegaarden í Kaup- mannahöfn um þriggja ára skeið ásamt fleiru afbragðsfólki sem á þeim árum kom í fjölskyldustað, þegar svo bar við. Margar góðar stundir áttum við með þeim hjónum í áranna rás, bæði hjá þeim í Kaupmannahöfn og hér heima eftir að við vorum öll flutt heim aftur. Árni var fjármálastjóri Hafskips hf. þegar Hafskipsmálið svokallaða reið yfir, eflaust hefur það verið mikil áhrifavaldur í lífi Árna, þó að aldrei talaði hann um það. Fyrir u.þ.b. 10 árum fluttu Magga og Árni til Vilnius í Litháen þar sem Árni tók að sér að veita forstöðu lyfja- verksmiðju í eigu íslenskra aðila, Ils- anta, og var einnig ræðismaður Ís- lands í Litháen. Heimsóttum við þau tvisvar til Litháens meðan þau bjuggu þar saman og nutum einstakrar gest- risni þeirra. Það voru sannarlega dap- urleg tíðindi sem Margrét sagði okk- ur fyrir nokkrum dögum að Árni hefði dáið úr hjartaslagi daginn áður á heimili sínu í Litháen. Því miður valda örlögin því að við Helga getum ekki fylgt Árna síðasta spölinn hérna meg- in grafar. Við fjölskyldan sendum fjöl- skyldu Árna okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sturla Jónsson. Árni, vinur minn, Árnason naut þess heiðurs að vera ræðismaður Ís- lands í þeirri borg á jarðarkringlunni, þar sem Íslendingar eru í mestum há- vegum hafðir, Vilníus, höfuðborg Litháens. Ekki sakaði, að Árni var höfði hærri en annar lýður – nánast tveggja metra maður – en það þykir kjörstærð fyrir þjóðaríþrótt Litháa, sem er körfuknattleikur. Þegar sam- an fer að hafa alla burði til að ná landsliðinu í körfubolta og að vera ís- lenskur í þokkabót, verður ekki lengra komist í þessu lífi í þvísa landi. Árni ræðismaður var því í hávegum hafður, og honum stóðu allar dyr opn- ar í Vilníus. Að loknum prófum í viðskipta- og rekstrarfræðum hér heima og frá Verslunarháskólanum í Kaupmanna- höfn gerðist Árni útrásarmaður, eins og það heitir nú til dags. Hann var Hafskipsmaður og var alla ævi stoltur af því. Því næst vann hann að útflutn- ingi og markaðsöflun fyrir lagmetis- iðnaðinn, Álafoss og Útflutningsráð. Þegar kjarkmiklir menn tóku hönd- um saman um að stofna hátæknilyfja- verksmiðju í Litháen, fáeinum árum eftir að Litháar endurheimtu sjálf- stæði sitt, varð Árni fyrir valinu til að veita henni forstöðu. Þetta var braut- ryðjendastarf, en eins og oft á við um brautryðjendur, voru þeir þarna of snemma á ferðinni til þess að þetta mætti takast. Hálfum áratug síðar, eða svo, hefði þetta getað orðið blóm- legur bissniss, en eigendur Ilsanta hafði þrotið örendið, áður en á það reyndi. Þessi dæmi sýna, að Árni var nokkrum skrefum á undan sinni sam- tíð; hann var í útrásarsveitinni áður en rásbrautin var orðin bein og breið. Þeir sem síðar fetuðu í þessi fótspor, gátu ýmislegt lært af reynslunni. En fyrir Árna varð ekki aftur snúið. Hann hafði bundist ástfóstri við Viln- íus og undi hvergi betur sínum hag. Og satt er það: Vilníus er perla meðal miðaldaborga Mið-Evrópu. Hún er hógvær og látlaus, en leynir á sér við nánast hvert fótmál. Andi menningar og mennta svífur þar enn yfir vötnum, og þungur ómur ótal kirkjuklukkna minnir íbúana á, að það eru hin and- legu verðmæti, sem gefa lífinu gildi, fremur en hinn veraldlegi auður, sem mölur og ryð fá grandað. Ekki svo að skilja, að Vilnubúar hafi snúið baki við veröldinni, eða hafi gengið í klaustur (þótt þau séu mörg). Miðaldaborgin fagra blómstrar sem aldrei fyrr og skartar sínu fegursta með brosi á vör, en allt er það gert af smekkvísi og hógværð, sem heldur einhvern veginn aftur af æðibunugangi þeirra, sem fara offari í eftirsókn eftir vindi. Mig undraði ekki, að útlaginn íslenski undi vel sínum hag í faðmi Vilnu. Árni haslaði sér völl í viðskiptalífi borgarinnar. Hann átti hlut að upp- byggingu nýrra íbúðahverfa, sem áttu að leysa af hólmi kumbaldana frá Kruschev og Brésnev tímanum, sem voru lýti á landslaginu. Hann var farinn að ná árangri í útflutningi á litháiskri framleiðslu til þeirra svæða í Bandaríkjunum, þar sem líháiskir útlagar eru fjölmennir. Bragðlaukar þessa fólks muna enn, að litháiskur mjöður á ekki sinn líka, og ostarnir bera keim ættlandsins góða. Þetta fór hægt af stað, en fór smám saman vax- andi, sérstaklega í borg vindanna, Chicago, sem telst vera næststærsta borg Litháens. Í þessum viðskiptum var Árni í samstarfi við Þorstein Þor- steinsson í Boston, sem var tengiliður milli Eystrasaltsins og vatnanna miklu í Mið-Vestrinu. Þessi þrjú ár, sem ég gegndi emb- ætti sendiherra Íslands í Litháen var okkur Bryndísi tíðförult á fornar slóð- ir, ýmist til að reka þar erindi fyrir ís- lensk stjórnvöld eða til fyrirlestra- og ráðstefnuhalds. Það brást ekki, að ævinlega var ræðismaður vor mættur á flugvellinum og til þjónustu reiðubúinn. Við áttum saman margar góðar stundir. Hann lagði sig fram um sýna okkur helstu breytingar á byggingum og borgarlífi, sem orðið höfðu milli ferða. Sérstaklega er mér minnisstæð þjóðhátíðarstemningin 1. maí, 2004, þegar litháiska þjóðin fagn- aði því með söng og dansi á strætum gömlu Vilnu, að Litháar voru orðnir fullgildir aðilar að Evrópusamband- inu; að þeir höfðu á ný sameinast fjöl- skyldu evrópskra lýðræðisríkja eftir langa og harða útlegð. Æska borg- arinnar vafði sig Evrópufánanum og gekk í fríðum fylkingum um stræti og torg með Evrópulofsöng Beethovens á vörum. Það var ekki leiðinlegt að vera Íslendingur í Vilníus á þeim degi. Fregnin um, að Árni vinur minn hefði orðið bráðkvaddur að heimili sínu hinn 12. janúar síðastliðinn, kom yfir mig eins og reiðarslag. Á dauða mínum átti ég von en ekki hans, sem stóð í blóma lífs. Á andlátsdægri Árna, 12. janúar 2006, eru 15 ár liðin, því sem næst upp á dag, frá því að píslarvottar litháiskrar sjálfstæðis- baráttu létu lífið í átökum við sovéska hernámsliðið við sjónvarpsturninn í borginni árið 1991. Alla vikuna var Vilníus í svörtum sorgarklæðum og þjóðfáninn blakti við hún í hálfa stöng. Það verður ekki annað sagt en að stjúpborg Árna hafi kvatt fósturson sinn með viðhöfn og eftirsjá. Jón Baldvin Hannibalsson. Þegar vinir hverfa og kveðja þessa jarðvist, öðlast öll litlu atriðin í sam- skiptunum meiri og dýpri merkingu. Síðasti tölvupósturinn, síðasta símtal- ið, orðin, raddblærinn, gleði og áhyggjur. Ósjálfrátt leitar maður ein- hvers merkis, sem hefði átt að gefa til kynna að ekki yrði talast við framar. Árni, gamall vinur, nágranni á æskuslóðum, samstarfsmaður og góð- ur félagi varð bráðkvaddur við skrif- borð sitt. Það þurfti kjark og þor til að flytj- ast með fjölskylduna á framandi slóð- ir og taka við stóru verkefni sem vinna varð við framandi aðstæður, þar sem gildin voru öðruvísi flokkuð. Það þurfti stóran hug til að halda alltaf áfram, læra, vinna sigra, róa á ný mið. Árni óx og þekking og reynsla og góður árangur gáfu góðan byr í seglin. Nýtt og fallegt hús í Vilnius, ástin blómstraði á ný, hann var hamingju- samur. Hann hefði gjarnan mátt njóta þeirrar hamingju miklu, miklu leng- ur. Ég kveð góðan vin og sendi ástvin- um Árna og fjölskyldu hans samúðar- kveðjur. María E. Ingvadóttir. ÁRNI ÁRNASON Ástkær móðir og tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR G. STEFÁNSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Álftamýri 42, Reykjavík, andaðist á elliheimilinu Grund miðvikudaginn 25. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sæmundur Einar Valgarðsson, Þórunn J. Hermannsdóttir, Flosi Sigurvin Valgarðsson, Eygló Aðalsteinsdóttir, Rafn Valgarðsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.