Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 53

Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 53
Hátískusýning Chanel ávor- og sumartískunnifór fram í sérlegaglæsilegum sýningarsal í Grand Palais í París í vikunni. Kalt var í húsinu og á meðal þeirra sem skulfu saman voru Viktoría Beckham og Bernadette Chirac. Hönnuðurinn Karl Lagerfeld reyndi að hlýja gestunum með því að gefa þeim teppi og flösku með heitu tei. Litirnir í sýningunni hlýjuðu þó alls ekki gestunum en hún einkenndist að hætti Chanel af hvítu og svörtu. Sýningin hófst á tvíd-drögtunum sígildu en þær voru sýndar í nokkrum nýjum útfærslum, sem fara aldrei of langt frá hefðinni. Mikil áhersla er á mjótt mitti en mittið er mikið í tísku núna. Ennfremur mátti sjá bæði stutta og síða kjóla og voru blúndur, fjaðrir og pallíettur áberandi. Mik- ið skraut er á fötunum að hætti há- tískunnar en Lagerfeld heldur í hefðir og hefur margt séhæft saumafólk á sínum snærum. Við fötin voru notuð flöt stígvél, sem voru víð yfir kálfana. Innblást- urinn kom ekki frá sjöunda ára- tugnum heldur frá pari sem Coco Chanel sjálf klæddist á mynd tek- inni áratugnum á undan en Coco var ávallt á undan sinni samtíð. Fyrirsætan Lily Cole kom fram í brúðarkjól ásamt Lagerfeld í lok- in. „Ég vildi sýna léttleika, eitthvað frjálsara,“ sagði hönnuðurinn eftir sýninguna. Beckham, sem er eiginkona fót- boltakappans Davids Beckhams og fyrrum kryddpía, var umsetin ljós- myndurum. Hún lofaði sýninguna mjög. „Ég elska pallíetturnar, ég elska blúndurnar,“ sagði hún. Chanel á fjöldamarga trygga aðdáendur sem mættir voru á sýn- inguna og klæddust margir fötum tískuhússins frá liðnum árum. Létt og sígilt hjá Chanel Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Tíska | Hátískuvika í París: Vor/sumar 2006 AP FyrirsætanLily Cole komfram í brúð-arkjól ásamtLagerfeld ílokin. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 53 HVAÐ: The Shneedles HVAR: Austurbæjarbíói HVENÆR: Fös. 27. og lau. 28. janúar kl. 20:00 SÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Í verslunum Skífunnar, Laugavegi, Kringlunni og Smáralind. Akureyri: Verslun BT. Selfossi: Verslun BT MIÐAVERÐ: Aðeins 2.800 + miðagjald fyrir fullorðna og aðeins 1.900 + miðagjald fyrir yngri en 16 ára. Ódýrara miðaverð aðeins fáanlegt á sölustöðum, ekki á interneti. SÍMAAFSLÁTTUR: Til að fá 20% afsláttinn þarftu að fara í eina af verslunum Skífunnar eða BT á Akureyri eða á Selfossi og sýna skjá GSM símans þíns. Út á hvern síma er að hámarki hægt að kaupa tvo miða með afslætti. ATH:Aðgöngumiðar fást ekki endurgreiddir. Ölvun ógildirmiðann. Hljóð- ogmyndupptökur óleyfilegarmeð öllu. ALLRA SÍÐUSTU MIÐARNIR TIL SÖLU Í DAG Í AUSTURBÆ, SKÍFUNNI OG Á EVENT.IS 20% afsláttur til allra með GSM númer hjá Símanum. í Austurbæjarbíói �he �hneedl� HLÁTURINN HEFST Í KVÖLD KL. 20:00 Þett'er SHNIIIILLD!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.