Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 1

Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 1
Brýnast að flensan komist ekki í alifugla STOFNAÐ 1913 46. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is TIL 21 OPI‹ Í KVÖLD Magadans eykur frjósemi Josy Zareen kennir með- göngumagadans | Daglegt líf HIÐ mannskæða H5N1-afbrigði fuglaflensunnar breiðist nú hratt um Evr- ópu og hefur m.a. greinst nyrst í Þýskalandi og yfirvöld í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa fyrir vikið gripið til ýmissa ráðstafana í því skyni að koma í veg fyrir að alifuglar þar smitist af veikinni. Hefur fuglaflensa fundist í villt- um fuglum eða alifuglum í Austurríki, Ungverjalandi, Búlgaríu, Króatíu, Grikklandi, Ítalíu, Rúmeníu og Úkraínu. Um níutíu manns hafa dáið eftir að hafa veikst af fuglaflensu frá því að hún kom upp í Asíu 2003, en flestir eru taldir hafa verið í miklu návígi við villta fugla eða alifugla. Reuters Breiðist hratt út í Evrópu GRÍPA þarf til margs konar viðbún- aðar hérlendis komi til þess að fugla- flensan sem nú breiðist út um Evr- ópulönd verði að heimsfaraldri í mönnum. Hugsanlegt er að ferðir manna yrðu takmarkaðar um landið og milli landa. Í því skyni hefur verið rætt að millilandaflug yrði einungis leyft um Keflavíkurflugvöll, sem myndi auðvelda heilbrigðisyfirvöld- um skráningu vegna slíkra takmark- ana. Þá yrði hugsanlega að nýta hús- næði á Keflavíkurflugvelli þar sem unnt yrði að hafa fólk í einangrun. Í framhaldi af auknum fjárveiting- um ríkisstjórnarinnar á þriðjudag upp á 56 milljónir króna til viðbún- aðar vegna hugsanlegs heimsfarald- urs inflúensu heldur skipulagning viðbúnaðar áfram. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að samræma þurfi viðbrögð fjölmargra aðila og safna víðtækum upplýsingum um út- breiðslu og þróun fuglaflensunnar sem og hugsanlegrar stökkbreyting- ar sem þýtt geti að hún smitist milli manna. Hann segir líklegt að fugla- flensa muni greinast í fuglum hér- lendis enda íslenskir farfuglar í snert- ingu við fugla þar sem sýking hefur komið upp. Þá segir hann brýnast að gæta þess að flensan komist ekki í ali- fugla. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir á sýkingavarnadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss, segir tiltölulega litla hættu á smiti frá fuglum hérlendis þar sem samgangur sé lítill við fugla. Rétt sé þó að viðhafa ákveðinn við- búnað og hann segir ljóst að málið verði flóknara ef kemur til heimsfar- aldurs í mönnum. Þá hrökkvi þúsund rúm Landspítalans skammt og þeir Haraldur Briem segja að meðferð sjúklinga myndi fyrst og fremst verða veitt heima við, aðeins þeir veikustu myndu leggjast á sjúkrahús. Yfirvöld undirbúa viðbúnað vegna áhrifa fuglaflensu berist hún hingað  Fuglaflensa | 12, 16 og 28 Eftir Jóhannes Tómasson og Boga Þór Arason BRETAR hafa hagnast á því menning- arlega og efnahagslega í heila öld að eiga ensku að móðurmáli en nú kemur fram í nýrri rannsókn í Bretlandi, að aukin ensku- kunnátta um allan heim sé „veruleg ógnun“ við stöðu landsins á alþjóðavettvangi og einkanlega í samkeppninni. Í rannsókninni, sem unnin var fyrir Breska menningarráðið, British Council, segir, að nú tali um tveir milljarðar jarð- arbúa ensku og því megi segja, að forskotið, sem Bretar og aðrar enskumælandi þjóðir höfðu að þessu leyti, sé nú horfið. Verra sé þó hitt, að Bretar séu illa að sér í öðrum tungumálum og eftirbátar flestra að því leyti. Kom þetta fram á fréttavef dagblaðs- ins The Guardian í gær. Í samkeppnni nú á dögum dugi ekki ensk- an ein til að ná góðum árangri, til dæmis á stórum mörkuðum eins í Kína, arabaríkj- unum eða spænskumælandi löndum. Að tala bara ensku sé eins og að ræða við fólk í dyragættinni en vera aldrei boðið inn. „Þróunin í þessum málum er grafalvarleg fyrir Bretland á þessum tímum sívaxandi samkeppni,“ segja höfundar skýrslunnar, sem leggja til, að kennsla í öðrum tungu- málum verði stóraukin í breskum skólum. Bretar að einangrast í enskunni? ÚRVALIÐ af langtímalánum sem íbúðakaupendum og íbúðaeigendum stendur til boða hefur verið meira á undanförnum misserum en nokkru sinni fyrr. Ekki er hægt að gefa eitt afgerandi svar við þeirri spurningu hvar heppilegasta lánið sé að fá. Það fer eftir aðstæðum hvers og eins. Vextir eru lægstir hjá KB banka og nokkrum öflugum lífeyrissjóðum. Ís- landsbanki og KB banki bjóða hæsta lánshlutfallið, eða allt að 100% af markaðsverði íbúðar. Önnur banka- viðskipti eru ekki skilyrði fyrir íbúða- lánum hjá SPRON og Frjálsa fjár- festingarbankanum og Íbúðalána- sjóður veitir lán óháð búsetu um- sækjenda. Ýmislegt fleira ber að hafa í huga þegar staðið er frammi fyrir því að velja lánastofnun til að sækja um lán hjá. Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er samantekt þar sem greint er frá möguleikum íbúðakaupenda og íbúðaeigenda á langtímalánum auk þess sem greint er frá ýmsum þáttum sem vert er að taka tillit til. | 6 B Mikið úrval af íbúða- lánum ♦♦♦ Madríd. AFP. | Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, hefur verið uppnefndur eins og aðrir stjórnmálamenn. En nú hefur kaþ- ólskur biskup á Spáni líkt Zapatero við rómverska keis- arann Caligula vegna þess að ráð- herrann hefur beitt sér fyrir lögleið- ingu hjónabanda samkynhneigðra. „Ef Zapatero vill verða annar Caligula, þá er það hans mál,“ sagði Antonio Algora biskup en Caligula réð ríkjum í Rómaveldi árin 37 til 41 eftir kristsburð og er minnst fyrir kynferðislegt óeðli og fjöllyndi. „En þá verður fólk líka að kynna sér hver Caligula var og hvaða siðum hann þröngvaði upp á Rómarbúa, svo einfalt er það,“ bætti Algora við. Hjónabönd samkynhneigðra hafa verið lögleg á Spáni frá því í júlí á síðasta ári. Íhaldsmenn hafa skotið lögunum fyrir stjórnlagadómstól en sá á enn eftir að taka málið fyrir. Zapatero líkt við Caligula Zapatero Dauður svanur veiddur upp úr ánni Drava í Maribor í Slóveníu í gær en sjö dauðir svanir fundust í ánni og er talið að þeir hafi drepist af völdum fuglaflensu. Viðskipti | Reddarinn með kostnaðarkutann  Pipar eftir Hausverk Íþróttir | Dagný Linda hafnaði í 23. sæti  Haukar unnu toppslaginn við Valsmenn Málið | Díva de la Rosa  Af kynlegum vegamyndum Viðskipti, Íþróttir og Málið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.