Morgunblaðið - 16.02.2006, Side 4
Morgunblaðið/Ómar
Gunnhildur skrúbbar
gluggana á Lækjartorgi
4 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skyr.is drykkurinn fæst nú með bláberjabragði – án viðbætts sykurs
Nýjung!
DAGSBRÚN, móðurfélag 365
prent- og ljósvakamiðla, hyggst
hefja útgáfu á ókeypis dagblaði í
Danmörku með haustinu, að því er
fram kemur á vef Danmarks Radio.
Forstjóri Dagsbrúnar vill hvorki
staðfesta þetta né neita.
Í vefútgáfu Danmarks Radio seg-
ir að samkeppni muni aukast á dag-
blaðamarkaðinum í Danmörku með
haustinu, en þá hefjist útgáfa frí-
blaðs á vegum Dagsbrúnar. Þar
segir einnig að ráðgert sé að gefa
blaðið út alla daga vikunnar, og
bera það á öll dönsk heimili.
Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórn-
arformaður Dagsbrúnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
útgáfa á nýju fríblaði í Danmörku
væri meðal þess sem verið væri að
skoða alvarlega.
Gunnar Smári Egilsson, forstjóri
Dagsbrúnar, sagðist í gær hvorki
geta staðfest þessa frétt Danmarks
Radio, né vilja neita henni. „Við
höfum ekki farið leynt með áform
okkar um að reyna fyrir okkur á er-
lendum mörkuðum, þá ekki síst í
rekstri fjölmiðla, og ekki síst í
prentmiðlum,“ segir Gunnar Smári.
Hann staðfestir að einn af þeim
möguleikum sem hafi verið skoð-
aðir sé að stofna blað frá grunni í
stað þess að kaupa blað sem fyrir er
á markaðinum. Hann segir að Dan-
mörk sé eitt af þeim löndum sem
áhugi sé á, auk Skandinavíu og
Bretlands.
Dagsbrún
hyggst gefa út
ókeypis dagblað
í Danmörku
GAMLA Kópavogshælið, sem Guðjón Sam-
úelsson húsameistari ríkisins er arkitekt að, verð-
ur auglýst til sölu á næstunni samkvæmt sam-
þykkt bæjarstjórnar Kópavogsbæjar. Það verður
þó ekki hvaða starfsemi sem er sem þangað fer
inn, því Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir
ekki aðalmálið að selja húsið með gróða heldur að
fá þangað inn starfsemi sem hæfi svæðinu vel.
Hann segir að fjöldi samtaka, bæði tengdum
líknar- og menningarmálum, sem og fjöldi ein-
staklinga með starfsemi af sama toga í huga, hafi
lýst yfir áhuga sínum við bæinn á að kaupa húsið.
Hafi bærinn því engin önnur úrræði en að aug-
lýsa húsið til sölu því ekki hafi komið til greina að
taka einn áhugasaman kaupanda út úr. Húsið
verður selt með ákveðnum kvöðum og vill bærinn
að því verði haldið í sem næst upprunalegri
mynd.
Ekki selt hverjum sem er
„Við höfum ákveðið að selja en það er ekkert
víst að við seljum ef okkur líst ekki á þetta,“ segir
Gunnar. „Við verðum fyrst að fá hugmyndirnar
og ég tel að það muni koma mjög margar spenn-
andi hugmyndir.“
Engin starfsemi hefur verið í húsinu frá árinu
1985. Kópavogsbær keypti landið og húsið af rík-
inu árið 2003 og hafði það þá staðið autt og óvið-
haldið í fleiri ár og gerir enn.
Arkitekt hússins var Guðjón Samúelsson, húsa-
meistari ríkisins, og var það tekið í notkun 14.
nóvember 1926 og er elsta steinsteypta hús Kópa-
vogs. Upphaflega var húsið reist sem Hressing-
arhæli Hringsins og ætlað fyrir berklaveika sjúk-
linga, en Hringskonur hófu að safna fé í
bygginguna árið 1906. Árið 1939 fékk ríkið húsið
afhent án endurgjalds með öllum búnaði og
skömmu síðar voru berklasjúklingarnir fluttir
annað og í þeirra stað komu holdsveikisjúklingar
frá Laugarnesi og breyttist þá hælið í Holds-
veikraspítalann í Kópavogi.
Síðasti sjúklingurinn var fluttur úr húsinu árið
1975 og var þá húsið notað í nokkur ár við
kennslu þroskaþjálfanema. Auk þess var eldhús
staðarins í húsinu til ársins 1985, en síðan þá hef-
ur húsið staðið autt og ónotað.
„Ég er mjög ánægður með hvað það er mikill
áhugi,“ segir Gunnar. „Við höfum mikinn metnað
fyrir því að húsið verði sem mest í upprunalegri
mynd og verði glæsilegur minnisvarði um elsta
steinsteypta hús í Kópavogi og arkitektúr Guð-
jóns Samúelssonar.“
Minnihlutinn ósáttur við söluna
Samfylkingin lagðist eindregið gegn afgreiðslu
málsins þar sem engin frekari gögn hafi legið
frammi en tillaga bæjarlögmanns um söluna sem
bæjarráð fól honum að vinna. Ekkert verðmæta-
mat liggi fyrir og engar hugmyndir um hvað skuli
gera við húsið. Í frétt frá Samfylkingunni kemur
fram að fulltrúar hennar í bæjarstjórn séu afar
ósáttir bæði við málsmeðferðina og niðurstöðuna.
„Ágreiningur okkar og minnihlutans snýst um
það að við viljum leyfa einkaframtakinu að reyna
fyrir sér en þeir vilja eins og venjulega láta hið
opinbera gera alla hluti,“ segir Gunnar bæj-
arstjóri.
Gamla Kópavogshælið til sölu
Fjöldi áhugasamra kaup-
enda haft samband við
bæinn, segir bæjarstjóri
Morgunblaðið/Þorkell
Gamla Kópavogshælið, sem m.a. hefur gegnt
hlutverki hressingarhælis fyrir berklasjúka og
Holdsveikraspítala, var byggt árið 1926. Arki-
tekt þess er Guðjón Samúelsson.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
TÓNLEIKAR á vegum Hins hússins
sem fram fara í kvöld eru m.a. aug-
lýstir með orðunum RAPE TIME!
eða TÍMI TIL AÐ NAUÐGA! eins og
það útleggst á ís-
lensku um alla borg.
Á veggspjaldi sem
hangir víða um bæ-
inn segir m.a. að
kynæsandi leyni-
gestur frá Þýska-
landi sé væntanleg-
ur og neðst á
auglýsingunni
stendur m.a. „naktir
líkamar“. Verið er
að auglýsa hipp
hopp-tónleika sem
ætlaðir eru ungling-
um eldri en sextán
ára. Þrjár hljóm-
sveitir eru auglýstar og sagðar frá
Þýskalandi og Japan en eftirgrennsl-
an hefur leitt í ljós að um tæplega tví-
tuga Íslendinga er að ræða.
Segjast vera að nota við-
urkenndar aðferðir
„Ég trúi vel að þetta fari fyrir
brjóstið á fólki og ég viðurkenni að
það hafi verið mistök að leyfa þeim að
gera þessa auglýsingu,“ segir Ása
Hauksdóttir, deildarstjóri menning-
armála hjá Hinu húsinu. „Ég ræddi
þetta mikið við strákana og þeirra rök
eru þau að þarna séu þeir að nota að-
ferðir sem séu viðurkenndar í popp-
heiminum, að sjokkera fólk til að ná
athygli. Þeir virðast hafa náð því.“
Ása segist hafa rætt við strákana
um að þeir þyrftu að
taka þá umræðu sem
auglýsingin gæti
hrundið af stað. „En
ég velti því fyrir mér
þegar þeir sýndu mér
plakatið hvort við ætt-
um að vera að rit-
skoða hluti hjá nítján
ára gömlu fólki. Það
er alltaf spurning um
hvar eigi að draga
mörkin. En ég tel að
þeir þurfi að axla
ábyrgðina á því sem
um er að ræða.“
Ása segir að ef um-
ræða fari af stað um auglýsinguna
voni hún að fjallað verði um hvers
vegna ungu fólki finnist eðlilegt að
auglýsa með þessum hætti. „Þetta
endurspeglar samfélagið eins og það
er. Svona er hipp hopp-tónlist og
-menning markaðssett.“
Ása segir að líklega geti auglýsing-
in haft áhrif á hina góðu ímynd Hins
hússins. Hún bendir á að mjög mikið
og gott starf með ungu fólki fari þar
fram en fái því miður ekki alltaf verð-
skuldaða athygli. Því sé sorglegt, að
þegar svona mál komi upp, séu þau
tekin til umfjöllunar.
Nauðgun og nekt til
að auglýsa tónleika
ÁFRAM er unnið að því innan menn-
ingar- og ferðamálasviðs Reykjavík-
ur að móta framtíðarsýn fyrir Við-
ey. Hluti af því verkefni var að færa
eyna úr ábyrgð Minjasafns Reykja-
víkur og til skrifstofu menningar-
og ferðamálasviðs nú um áramótin.
Svanhildur Konráðsdóttir, sviðs-
stjóri menningar- og ferðamála-
sviðs, segir að á næstu mánuðum
verði skoðaðar ýmsar leiðir varð-
andi framtíðaruppbyggingu í Viðey.
„Okkar aðaláhugamál er að efla
þarna starfsemi og koma betur á
framfæri aðdráttarafli eyjarinnar,“
segir Svanhildur, „bæði sem menn-
ingarsögulegs staðar og þarna eru
einnig merkileg útilistaverk.“ Í
þessum tilgangi verður unnið að
stóru umhverfislistarverkefni í Við-
ey í vor í tengslum við Listahátíð í
Reykjavík. Þá verður einnig list-
smiðja barna í eynni í vor líkt og fyr-
ir ári.
Viðey undan
Minjasafni
Hólavallakirkjugarður hefur í
samstarfi við arkitekt Assistens-
garðsins í Kaupmannahöfn látið
endurgera fjölda lágmynda eða
svokallaðra Thorvaldsenplatta,
sem látið hafa á sjá í tímanna rás.
Plattarnir, sem steyptir verða í
Kína, eru úr hágæða postulíni í
nokkrum stærðum. Þeir eru vænt-
anlegir til landsins nú í febrúar eða
í mars. Mikinn fjölda lágmynda er
að finna í Hólavallakirkjugarði.
Þetta kemur fram í fréttabréfi
Kirkjugarðasambands Íslands.
Endurgerðir
Thorvaldsenplattar
í Hólavallagarði