Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 18

Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 18
                                                    ! " ! #      $ % &!  (#  & ! (#  ) * + ,  %.   /  % 0   1 $2   ,!  3  4 &  !! 5 ,3  !'     6!  - ( ) 7     6! 8  2  9: ;%    2   & ! < 2 3 % !=  2  >?  !  @ A @#   %!, 9B (=  , %3      #,  &, ! 2 3'   C'D /! ,  # 9 MÁLIÐ ER Í MIÐJUN NI Á MOG GANUM Í DAG Hafnarfjörður | Engu er lík- ara en þessir fallegu hundar hafi fengið það hlutverk að gæta Hafnarborgar, menning- ar- og listastofnunar Hafn- arfjarðar. Þeir eru afslappaðir á svip en væntanlega við öllu búnir ef óboðinn gest ber að garði. Bara spurning hversu miklir mannþekkjarar þeir eru! Eða voru þeir kannski bara að hvíla lúin bein eftir langan göngutúr? Kannski þurfti eigandinn að spjalla við annan vegfaranda. Morgunblaðið/Sverrir Passað upp á hafnfirska menningu Gæsla Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Amts Café er vel varðveitt leyndarmál í nýlegri viðbyggingu Amtsbókasafnsins. Þar er í hádeginu virka daga boðið upp á alls kyns grænmetisrétti og bökur og súpa dagsins er alltaf spennandi; dæmi um hana eru Kommasúpa frá Neskaup- stað, bandarísk fiskisúpa með eplum, baunasúpa frá Katalóníu og eggjadropa- súpa frá Kína. Og svo var auðvitað ís- lensk kjötsúpa á seðlinum einn daginn í janúar.    Spennandi verður að borða á Amts Café næsta mánudag, 20. febrúar. Samkvæmt matseðli verður Naglasúpa frá Ævintýra- landi þá á boðstólum!    Ég sakna blaðavagnsins á Ráðhústorg- inu. Það eru að vísu um það bil tveir ára- tugir síðan Pálmi heitinn hætti með vagn- inn og heil kynslóð vaxin úr grasi sem þekkti ekki þá menningarstofnun. Þar var gaman að kaupa blaðið sitt; minnti á París. Er ekki einhver til í að endurvekja starfsemina? En vagninn þyrfti að vera grár og standa í norðaustur-„horni“ torgsins. Og eigandinn helst að heita Pálmi …    Menningin blómstrar í höfuðstað Norð- urlands. Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld rússneskt leikrit, Maríubjölluna, í nýju rými – sem hlotið hefur nafnið Rým- ið – þar sem mín kynslóð dansaði og varð ástfangin á unglingsárum þegar húsið við Hafnarstræti 73 var kallað Dynheimar.    Talsverðar breytingar verða á bæj- arstjórn Akureyrar næsta kjörtímabil. Fái öll framboð jafn marga kjörna og síð- ast er ljóst að fulltrúi Samfylkingarinnar verður nýr, sömuleiðis fulltrúi VG, annar fulltrúi L-listans, einn fulltrúi Framsókn- arflokksins af þremur og tveir sjálfstæð- ismenn af fjórum. En svo er það með póli- tíkina eins og íþróttirnar; úrslitin eru aldrei örugg fyrirfram og nýliðarnir gætu því orðið fleiri eða færri en nú. Úr bæjarlífinu AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann tengslum við Goðamótin og njóta um leið fjöl- þættrar afþreyingar og þjónustu í bænum, skv. tilkynningu frá Norð- lenska og Þór. Eitt mót er fyrir fimmta aldursflokk karla, annað fyrir sjötta aldurs- flokk karla og það þriðja fyrir fjórða og fimmta flokk kvenna. Fyrsta Goðamótið í vet- ur verður haldið fyrir fjórða og fimmta flokk kvenna eftir rúma viku, dagana 24. til 26. febrúar næstkomandi. Unglingaráð knatt-spyrnudeildarÞórs á Akureyri og Norðlenska hafa end- urnýjað samning um sam- vinnu vegna Goðamót- anna, sem haldin hafa verið í Boganum síðla vetrar sl. þrjú ár. Mótin hafa notið vax- andi vinsælda ár frá ári og nú er svo komið að fleiri lið óska eftir að taka þátt en unnt er að koma fyrir í Boganum. Til marks um umfang Goðamótanna má geta þess, að heildarfjöldi þátttakenda, fararstjóra og þjálfara á þau þrjú Goðamót, sem haldin eru á hverjum vetri, er um 1.600 og ætla má að í tengslum við mótin komi svipaður fjöldi foreldra og forráðamanna í bæinn. Í það heila má því áætla að á fjórða þúsund manns komi á ári hverju til Ak- ureyrar af öllu landinu í Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Verði ykkur að góðu! Valdimar Pálsson, formaður ung- lingaráðs knattspyrnudeildar Þórs, Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, og Sigurjón Magnússon mótsstjóri fá sér eina með tómati og steiktum lauk eftir undirskrift samningsins. Semja áfram um Goðamótin Ó lafur Runólfssonbotnaði fyrripartaHelga Ziemsen á þorrablóti Iðunnara: Heyrist ekkert harmavein hér á þessu blóti. Ekki heldur aurakvein allt með besta móti Anna frá Dröngum og Jóna frá Húsafellsleysu: Gjarnan segir „gressilega" góður dýralæknir. Ekki þrífur þokkalega þreyttur ræstitæknir. Helgi sjálfur botnaði: Veðurguðir virðast úti vera pisssandi inni súpum öl af stúti allir flissandi. Rúnar Kristjánsson leggur út af umræðum um hjónabandið: Spurning ein til spásagnar spretti af föstum grunni. Fædd til hreinnar frásagnar fram í sérhvers munni. Hver við brota baugana best mun til þess gerður, að henda því á haugana sem heilagt er og verður. Enn af botnum pebl@mbl.is Hella | Sunnlenskir kúabændur vilja láta gera tilraun með kynbætur á íslenskum kúm með innfluttu erfðaefni. Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi sem hald- inn var í Árhúsum á Hellu fyrr í vikunni beindi því til Landssambands kúabænda að sækja um heimild til að flytja inn fóð- urvísa úr erlendu kúakyni. Þeir verði nýttir í tilraun með kynbætur á íslensk- um kúm. Tillagan var flutt af Guðna Ragnars- syni á Guðnastöðum og samþykkt með 23 atkvæðum gegn 10. Í greinargerð með henni er sagt að íslenskir kúabændur séu að verða verulegur eftirbátur nágranna- þjóðanna með kúakyn þar sem íslensku kýrnar nái ekki að mjólka nærri jafn- mikið og stöllur þeirra erlendis, einnig sé júgurgerð þeim langt að baki. Vegna lítils ræktunarhóps á Íslandi verði munurinn á okkar kúm og öðrum stórum ræktunar- kynjum sífellt meiri. Þetta geri það að verkum að munurinn á framleiðslukostn- aði á Íslandi og nágrannalöndum okkar verður sífellt meiri, segir í greinargerð- inni. Vilja kynbæta kýrnar með innfluttu erfðaefni Selfoss | Sturla Böðv- arsson samgönguráð- herra hefur framsögu á opnum fundi um sam- göngubætur á leiðinni milli Selfoss og Reykjavíkur sem fram fer á Hótel Selfossi í dag, fimmtudag, klukk- an 20. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Sveitarfélagið Árborg og Hveragerðisbær standa fyrir fundin- um. Auk samgönguráðherra hafa Þor- varður Hjaltason framkvæmdastjóri SASS, Þorsteinn Hjartarson forseti bæj- arstjórnar í Hveragerði og Þorvaldur Guðmundsson formaður bæjarráðs Ár- borgar framsögu. Einnig munu þingmenn lýsa sínum viðhorfum og að lokum verða pallborðsumræður og fyrirspurnir fund- armanna. Ráðherra á fundi um Hellisheiði Sturla Böðvarsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.