Morgunblaðið - 16.02.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 16.02.2006, Síða 24
   A    B 4   5                    C  6  C 4                     C    C              ! " #    "  "    % " & "  '  4 7  5                    C      $$ 4 7                    C $    $$  8 9  5                    C         : ! " ;<                   C   6  ( !  )   * +  , - . "& % " & " "  /!   !  NÚ ERU Íslendingar í óðaönn að ákveða hvað þeir ætla að gera í sum- arfríinu og hvenær sumars þeir ætla að fara á flakk, innanlands eða utan. Verð á flugi til útlanda getur verið nokkuð misjafnt eftir dagsetningum og flugfélögum. Gerð var könnun á verði á flugi í júní í sumar til London annars vegar og til Þýskalands hins vegar. Heildartalan er fyrir fjögurra manna fjölskyldu, tvo fullorðna og börn á aldrinum 2-11 ára og verðið er með sköttum og gjöldum. Miklu get- ur skipt að bóka flug til útlanda snemma, því oft eru ódýrust fyrstu sætin sem seljast í hverri vél.. Verðið er síbreytilegt en það verð sem hér fylgir í töflunni er miðað við stöðuna í dag. Um er að ræða almennt verð en ekki tímabundin tilboð. Tilboð og lágt verð á fyrstu sætum Tímabundin tilboð koma og fara og til dæmis mun Icelandair byrja að auglýsa tilboðsverð núna á laug- ardaginn til allra áfangastaða sinna í Evrópu, þar með talið London og Frankfurt, sem er kr. 19.900 m/ sköttum og 20% afsláttur fyrir börn. Einnig er British Airways núna með tilboð sem lýkur þann 31. mars, en þá er 50% afsláttur af flugi aðra leið til London, sem er þá 6.073 kr. Þetta til- boð dettur út þegar selt hefur verið í 20.000 sæti og er það háð því að ferðin sé farin á tímabilinu 26. mars til 31. ágúst. Ferðaskrifstofan Terra Nova og Iceland Express bjóða fyrstu sætin á lægra verði og verðið hér í töflunni á eftir að hækka þegar fullbókuð er í fyrstu sætin í hverri brottför. Nets- mellir Icelandair selja á tilboði með þessum hætti ákveðinn fjöldi fyrstu sæta. Aukið fótarými Á þessu ári mun Iceland Express skipta yfir í nýjar Boeing MD-90 flugvélar og kemur sú fyrsta í notkun 1. mars næstkomandi. Í flugi til London og Frankfurt verða notaðar vélar sem eru 167 sæta í grunninn en sætum verður fækkað í 150. Þannig eykst fótarými um allt að 10 cm og verður með því mesta sem gerist á al- mennu farrými í Evrópu. Nokkuð mismunandi er hversu oft flugfélögin fjúga til þessara áfanga- staða í viku hverri. British Airways flýgur til dæmis fimm sinnum í viku til London í sumar, Iceland Express flýgur þangað ellefu sinnum í viku, en Icelandair flýgur tvisvar á dag alla daga vikunnar til London. Til Þýska- lands er flogið sjaldnar, Iceland Ex- press flýgur fjórum sinnum í viku til Frankfurt Hahn í sumar, Terra Nova flýgur til Dusseldorf tvisvar í viku, en Icelandair flýgur til Frankfurt dag- lega alla daga vikunnar.  NEYTENDUR | Hvað kostar að fljúga til Bretlands og Þýskalands í sumar? Verðið á fluginu er síbreytilegt Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Hægt er að fljúga til London í sumar með Icelandair, Iceland Express eða British Airways. Icelandair flýgur til Frankfurt í sumar, Iceland Express lendir í Frankfurt Hahn og LTU í Düsseldorf. 24 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR Bónus Gildir 16. feb.–19. feb. verð nú verð áður mælie. verð Frosinn lambahryggur ........................... 999 1.398 999 kr. kg Frosið lambalæri .................................. 898 998 898 kr. kg Freschettupizzur, 1,2 kg ........................ 599 0 499 kr. kg Nestle ís fitusnauður, 900 ml ................ 129 0 143 kr. ltr Bónus kornbrauð ................................. 98 129 98 kr. kg Euroshopper hundamatur, 10 kg........... 799 0 80 kr. kg Euroshopper kattamatur, 1,5 kg............ 198 0 132 kr. kg Euroshopper kruður, 100 g ................... 59 0 590 kr. kg Euroshopper hunang, 450 g ................. 199 0 442 kr. kg Euroshopper majones, 500 g................ 98 0 196 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 16. feb.–18. feb. verð nú verð áður mælie. verð Fersk jarðarber, 250 g .......................... 159 298 640 kr. kg Hvítkál ................................................ 69 98 69 kr. kg Fk kryddaður lambahryggur................... 1.198 1.498 1.198 kr. kg FK reykt folaldakjöt m/beini.................. 485 698 485 kr. kg SS mexico helgarsteik .......................... 1.334 1.668 1.334 kr. kg Steiktur kjúklingur, Matfugl ................... 589 789 589 kr. kg Kjúklingabringur, Matfugl, magnpk. ....... 1.996 2.498 1.996 kr. kg Fersk laxaflök ...................................... 798 1.098 798 kr. kg Always ultra dömubindi ........................ 198 219 198 kr. pk. Kaskó Gildir 16. feb.–19. feb. verð nú verð áður mælie. verð Gourmet meyrnuð piparsteik................. 2.099 2998 2.099 kr. kg Gourmet nautalundir ............................ 2.849 4.749 2.849 kr. kg Gourmet lambafillet ............................. 2.439 3.487 2.439 kr. kg Bautabúrið bayonneskinka ................... 959 1.588 959 kr. kg BK villikryddað lambalæri ..................... 1.109 1.838 1.109 kr. kg Ísfugl kalkúnastrimlar ........................... 599 998 599 kr. kg Ekta ítalskar Campagna pastaskrúfur .... 59 79 59 kr. stk. Ekta ítalskir Campagna pastatómatar .... 9 55 9 kr. stk. Ekta ítalskt Campagna spaghetti ........... 49 79 49 kr. stk. Ekta ítalskt Campagna pestó ................ 99 189 99 kr. stk. Krónan Gildir 16. feb.–19. feb. verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri frosið .................................. 878 1.098 878 kr. kg Krónu grísaofnsteik .............................. 974 1.499 974 kr. kg Reyktur svínahnakki, sneiðar, Ali ........... 1.049 1.498 1.049 kr. kg Goða súpukjöt, lítill poki....................... 349 499 349 kr. kg OS trönuberjasafi, 12x425 ml............... 1.698 0 333 kr. ltr Tropicana appelsínusafi, 12x425 ml...... 1.398 0 274 kr. ltr Nóa kropp, fata, 500 g......................... 399 0 399 kr. pk. Persil þvottaefni, 5,4 kg........................ 998 1198 998 kr. pk. Cillit Bang Power hreinsiefni, 750 ml ..... 349 369 349 kr. stk. Caline bleiur midi / maxi / junior .......... 349 399 349 kr. pk. Nettó Gildir 16. feb.–19. feb. verð nú verð áður mælie. verð Matfiskur fiskibollur.............................. 674 899 899 kr. kg Matfiskur fiskinaggar............................ 899 1.199 1.199 kr. kg Matfiskur fiskimánar m/hvítlauk............ 374 499 499 kr. stk. Matfiskur fiskimánar m/pipar................ 374 499 499 kr. stk. BK saltkjöt, ódýrt ................................. 199 344 344 kr. kg Náttúra epla- & appelsínusafi, 1 ltr........ 79 99 99 kr. ltr Náttúra jurtarjómi ................................ 99 159 159 kr. stk. Elitesse súkkulaði ................................ 29 59 59 kr. stk. Náttúrusalat – spínat ............................ 149 299 299 kr. stk. Náttúrusalat – hefðbundið .................... 110 219 219 kr. stk. Nóatún Gildir 16. feb.–19. feb. verð nú verð áður mælie. verð Grísabógur hringskorinn ....................... 299 599 299 kr. kg Grísahnakki úrb. sneiðar....................... 799 1498 799 kr. kg Grísarifjur (spare ribs) .......................... 499 899 499 kr. kg Bautabúrs hrossabjúgu, 4 stk. .............. 349 499 349 kr. kg Bautabúrs dalapysla, 400 g ................. 111 158 278 kr. kg Lambalæri gourmet, rauðvíns................ 1.398 1.874 1.398 kr. kg Rúsínu- og valhnetubrauð 1/1 .............. 199 309 199 kr. stk. Vínber, rauð......................................... 299 449 299 kr. kg Epli, rauð ............................................ 99 159 99 kr. kg Sérbökuð vínarbrauð............................ 79 115 79 kr. stk. Samkaup/Úrval Gildir 16. feb.–19. feb. verð nú verð áður mælie. verð Rauðvínsleginn grísahnakki .................. 1.077 1.539 1.077 kr. kg Goða lambalæri ................................... 878 1.098 878 kr. kg Goða hangiálegg, fitum. ....................... 1.742 2.489 1.742 kr. kg Gourmet léttreyktar hunangs-grísakót .... 1.119 1.598 1.119 kr. kg Saltkjöt blandað, pakkað...................... 583 833 583 kr. kg BK bayonneskinka ............................... 876 1.252 876 kr. kg Frissi fríski, 3 pk. 3 teg. ........................ 99 148 99 kr. stk. Burger hrökkbrauð, 3 teg. ..................... 89 129 89 kr. stk. Hagkaup Gildir 16. feb.–19. feb. verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri úr kjötborði ......................... 898 1.298 898 kr. kg Kindafille úr kjötborði ........................... 1.899 2.190 1.899 kr. kg Nautalundir innfluttar ........................... 2.387 3.979 2.387 kr. kg Fyrirtakspizzur 4. teg. ........................... 399 549 1.000 kr. kg Ítölsk matargerð um helgina  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is NÚ ER um að gera að fara og birgja sig upp af niðursoðnum pastatómötum í Kaskó en þar kost- ar dósin 9 krónur um helgina í stað 55 króna. Tómatarnir geymast vel og það er hægt að nota þá í spag- hettísósuna, lasagna, pastarétti, súpur og ýmsa aðra rétti. Eigi fólk leið í Fjarðarkaup um helgina er freistandi að kaupa jarð- arber því 250 grömm kosta 159 krónur í stað þess að kosta 298 krónur. Berin er auðvitað hægt að nota í eftirrétti eða borða þau bara  BUDDAN eins og þau koma fyrir. Ferskt spín- at er á góðu verði í Nettó um helgina, kostar 149 krónur pokinn. Spínatið er gott að steikja á pönnu og bæta múskati við og ricotta osti eða rjómaosti. Þetta er svo notað sem fylling í fersk lasagnablöð og sett í eldfast mót. Yfir þetta fer góð heimatilbúin sósa úr ódýru tómöt- unum hér að ofan, bragðbætt með hvítlauk og lauk sem búið er að gylla og krydd- að til með því sem hæfir smekk hvers og eins. Ost- ur yfir og inn í ofn á 200 gráður í tuttugu mínútur. Nautalundir eru ekki ódýr matur en í Kaskó er boðið upp á íslenskar nautalundir á fínu verði eða 2.849 krónur sem áður kostuðu 4.749 krónur kílóið og hjá Hagkaupum eru innfluttar nautalundir á tilboði, kosta nú 2.387 krónur kílóið en kostuðu áður 3.979 krónur. Tómatar í búrskápinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.