Morgunblaðið - 16.02.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 27
MENNING
HOLTA
EINFALT OG GOTT – NÝTTU TÍMANN VEL
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
5
0
9
0
SVALINN í norðri á undir högg að
sækja. Ekki bara í veðurfarslegu til-
liti heldur líka í veröld ljóðsins ef
marka má aðstandendur ljóða-
tímaritsins Ice-Floe. Skáld úr norð-
urálfum hafa fundið sér ofurlítinn
samnefnara í þessu fyrirferðarlitla
riti sem kemur út á stangli við nokk-
uð erfið skilyrði og íslenskir höfundar
eiga þar hlut að máli, ekki síst Hall-
berg Hallmundsson sem er tengiliður
Íslands við þetta alþjóðlega samstarf.
Þetta er merkilegt framtak. Höf-
undar frá Kanada og Alaska, Græn-
landi, Hjaltlandi, Svíþjóð, Álands-
eyjum, Finnlandi, Noregi og Rúss-
landi og svo auðvitað Íslandi safna
saman ljóðum sínum og gefa út með
þýðingum á ensku.
Þetta er kröftug ljóðlist með mikilli
náttúrunánd því að norrænir íbúar
búa í meira strjálbýli en hinir suð-
rænni. En þetta eru líka kvæði full af
kenndum og þrám. Einhvern veginn
teygja kvæðin sig yfir landamæri.
Sænska skáldið Gunnar Svensson
yrkir kankvís um stúlku frá Rotter-
dam sem hann saknar. Hún hafði gef-
ið honum fína ullarsokka: „Hennar
ögas såg mig / mina fötter tänker på
henne.“ Það er ekki of mikið sagt í
þessu ljóði. Skáldskapurinn fámáll og
knappur, merkingin falin milli lín-
anna. Eða kvæði Norðmannsins Olav
H. Hauge sem er næstum gróinn
fastur við jörðina en yrkir und-
urfallega um sveitina, jörðina, lífið og
kannski dauðann líka. Kvæði hans
eru á svo einfaldri og tærri norsku að
það vantar bara herslumun á að þau
séu á íslensku:
Eg er so gamal
at eg held meg til ljå.
Stilt syng han i graset,
og tanken kan gå.
Det gjer ikkje vondt heller,
segjer graset,
å falla for ljå.
Þarna er líka að finna ljóð eftir son
Önnu Ahkmatovu og Nikolaj
Gumilev. Lev Gumilev yrkir um
myrkrið í tilverunni í útlegð í Norilsk
í Síberíu. Lágstemmt andófsljóð. Hin
amerísku skáld yrkja um annan veru-
leika, persónulega reynslu, spítala,
saknaðarljóð um hund og vináttu
hans eða kannski um tímann sem
rennur okkur úr greipum.
Íslensku ljóðin í tímaritinu eru að
þessu sinni eftir þau Ágústínu Jóns-
dóttur, Elísabetu Jökulsdóttur, Gyrði
Elíasson og Magnús Sigurðsson.
Ágústína birtir nokkur ástleitin ljóð,
Elísabet um samband og sam-
bandsleysi tveggja persóna og Magn-
ús ljóð sem byggist á Kristsmynd.
Ljóð Gyrðis eru eins myndrænn fjár-
sjóður. Hann er eins og Mídas. Allt
sem hann snertir verður að gull-
molum. Annað ljóð sitt nefnir hann
Síðasta bréfið:
Bara nokkur orð
áður en nóttin
fellur á
bara nokkur orð
(ástin mín)
Ég sé myrkrið
koma
eins og öldur
á gluggann
Alþjóðlega ljóðatímaritið Ice-Floe
er merkilegt framtak. Í því er jafnan
að finna ágætan skáldskap úr norður-
álfum. Í nýjasta hefti þess er fjöl-
breytilegur og umfram allt góður
skáldskapur sem ljóðaunnendur ættu
að kynna sér.
Norðurljóð
BÆKUR
Ljóðasafn
International poetry of the far north, vol-
ume VI. Ýmsir höfundar. Ice-Floe Press,
Anchorage, Alaska 2005.
ICE-FLOE
Skafti Þ. Halldórsson
ÁR EFTIR ár setja Verslunar-
skólanemar upp stóra söngleiki með
stæl. Eins og oft áður er leikverkið
nú frumsamið í kringum þekkt
dægurlög frá ýmsum tímum. Fjöldi
leikara, dansara og söngvara tekur
þátt í sýningunni og stendur sig al-
veg prýðilega. Margir krakkanna
eru firna flinkir og örugglega stýrt
af því reynda listafólki sem fengið
er til leiks. Úr verður fjörug og
skemmtileg sýning sem heldur
áhorfendum við efnið.
Verkið er um hjónaleysin Nínu
og Hans sem eru í þann veginn að
gifta sig þegar einn gestanna lýsir
sig mótfallinn vígslunni upp á
bandaríska móðinn. Söguþráðurinn
er hvorki djúpur né margslunginn
en hann er spunninn um sögur
parsins og vina þeirra af aðdrag-
andanum, þeirra fyrri ástaræv-
intýrum, hliðarsporum í gæsa- og
steggjapartíum upp á bandaríska
móðinn, foreldrum og þeirra synd-
um. Í verkinu úir og grúir af per-
sónum, mörgum þeirra skemmti-
legum og vel unnum af leikstjóra og
leikurum en auk þeirra sem áður
eru nefndir koma prestur, lög-
reglumenn og fleiri við sögu. Leik-
stjórinn og höfundurinn Gunnar
Helgason hefur nokkrum sinnum
sett upp svona stórar sýningar hjá
skólanum en það má til sanns vegar
færa að grín og fjör sé hans deild í
leiklistinni. Tónlistarstjórn er mjög
fagleg og til fyrirmyndar hjá Jóni
Ólafssyni sem stjórnar tónlist á
nemendamótssýningu VÍ nú í
sautjánda sinn. Það var hreint af-
bragð að heyra hve vel og skýrt
krakkarnir sungu. Sömu sögu er að
segja um dansinn, hann var fagleg-
ur og til fyrirmyndar.
Nokkrir krakkanna léku mjög vel
en því miður er ekki hægt að nefna
nema sum nöfnin þar sem lista yfir
persónur og leikendur vantar í ann-
ars ágæta leikskrána. Hólmfríður
Björnsdóttir og Friðrik Dór Jóns-
son sem léku þau Nínu og Hans
voru örugg og sungu fallega. Í
leiknum báru þó af þær Elín Tinna
og Ingunn Guðmundsdóttir sem
léku mæður brúðhjónanna en þær
höfðu báðar sterka útgeislun og
góða tilfinningu fyrir tímasetn-
ingum.
Söngleikur Versló í ár er fjörugur
og vel fluttur. Handritið þjónar
ágætlega tilgangi sínum sem brota-
kennd saga utan um vinsæla tónlist.
Í VÍ úir og grúir greinilega af nem-
endum sem eru afar færir í dansi,
söng og öruggum leik og þess virði
að fara í Austurbæ að sjá þau.
Efnilegir krakkarLEIKLISTVerslunarskóli Íslands
Nemendamót
Höfundur og leikstjóri: Gunnar Helgason.
Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Danshöf-
undar: Guðfinna Björnsdóttir og Birna
Björnsdóttir. Leikmynd og lýsing: Geir
Magnússon. Sýning í Austurbæ, 5. febr-
úar 2006
Á TJÁ OG TUNDRI
Hrund Ólafsdóttir
Fréttir á SMS