Morgunblaðið - 16.02.2006, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.02.2006, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 35 MINNINGAR fékk hvern nálægan mann til að brosa með þér. Það er líka það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég hugsa um þig. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér heila helgi fyrir rúmri viku, þótt það hafi verið erfitt að sjá hversu veikur þú varst þá var það líka svo mikils virði þeg- ar þú vaknaðir um stund og brostir þínu fallega brosi. Hulsi minn, þú varst alveg ótrú- legur, sannkölluð hetja. Og daginn sem við komum að kveðja þig þegar útlitið var orðið slæmt, þá fengum við gullbrosið þitt, svona út í annað. Þetta var ógleymanleg stund sem ég ætla að geyma á góðum stað ásamt öðrum minningum um þig. Elsku Andrés, Inga, Ingibjörg, Birta og Margrét, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Megi minningin um yndislegan dreng hjálpa ykkur á erfiðri stundu. Takk fyrir allt, elsku Huldar minn, þú varst algjört æði. Þín vinkona, Elva. Elsku Huldar minn, þrátt fyrir að það sé erfitt að kveðja þig þá veit ég að þér líður betur núna. Kominn á góðan stað þar sem þú getur hlaupið um og gert alla þá hluti sem þú gast ekki áður. Þú kenndir mér margt um lífið, enda alveg einstakur strák- ur. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Við vorum góðir vinir og mun ég aldrei gleyma þér, elsku karlinn minn. Þú varst einstaklega glaðvær, með góðan húmor og hafð- ir gaman af lífinu. Þrátt fyrir mikla fötlun náðir þú að eiga nokkuð gott líf, foreldrar þínir eru einstakir og lögðu mikla áherslu á að þú fengir að njóta alls þess sem hægt væri að njóta og fengir að upplifa sem flest. Það eru svo margar minningar sem koma upp í huga mér þegar ég hugsa um þig. Alltaf brosandi með skemmtilegasta hlátur í heimi. Manstu þegar við fórum til Spánar og þú varst svo glaður, hlóst allan tímann og varst algjört æði. Svo í skátaferðalaginu á Úlfljótsvatni, þið Siggi skemmtuð ykkur svo vel og voruð báðir í brjáluðu stuði allan daginn og alla nóttina líka. Sáuð sko til þess að ég og Herdís eyddum ekki tímanum í svefn þarna í sveit- inni. Þú varst alltaf hrókur alls fagn- aðar enda dýrkaður og dáður af öll- um sem fengu að kynnast þér. Það er tómlegt í Hólmasundinu án þín, ég er alltaf að bíða eftir að þú komir heim. Ég á eftir að sakna þín svo óskaplega mikið, sakna þess að lúra með þér í vatnsrúminu eða sitja með þig í fanginu og spjalla. Elsku Inga, Andrés, Ingibjörg, Birta, Margrét og aðrir aðstandend- ur, megi guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Sjáumst seinna, elsku vinur. Þín vinkona, Guðrún Vala Jónsdóttir. Kæri vinur, nú ert þú farinn í annað ferðalag. Okkar leiðir lágu saman fyrir 12 árum. Þá varst þú að flytjast í Ár- landið. Árin okkar þar voru alveg einstök. Þið krakkarnir svo skemmtileg, þú alltaf brosandi og þurftir mikið að tjá þig. Þú varst svo mikil félagsvera og ekki þótti þér nú leiðinlegt að hlusta á slúðrið í okkur við matarborðið. Vinátta, kærleikur og traust myndaðist við fjölskyldurnar. Árin liðu, þú og Villi heitinn, besti vinur þinn að fermast, þið langflottastir. Á unglingsárunum vildirðu stunda fé- lagslíf, hlusta á tónlist, góða bók eða bara fá að vera útaf fyrir þig. Það var alltaf mikið um að vera í þínu lífi. Utanlandsferðir, útilegur, svo ekki sé minnst á allar veislurnar sem voru haldnar í Árlandi, afmæl- isveislur ykkar, jólaboðin og sum- argrillin. Þegar þú varst átján ára vildir þú fá meira prívat rými og fluttist í Hólmasundið. Þá bauðst þú okkur í þennan líka flotta mat í nýju íbúð- ina. Svo komst þú í Rjóður í kaffi til okkar með Guðrúnu Völu. Það lá svo vel á þér, nýkominn úr sundi. Elsku Huldar Örn, það er svo margs að minnast og gott að eiga góðar minningar um þig. Við trúum því að núna líði þér vel og þú sért í góðum höndum. Kannski eruð þið Villi komnir á bíl og farnir að flauta á stelpurnar, hver veit? Elsku Inga, Birta, Andrés, Ingi- björg og Margrét, guð veri með ykkur. Bless, elsku Huldar Örn. Áslaug og Jóna. Elsku Huldar. Okkur langar að minnast þín í ör- fáum orðum. Ég man þig svo glaðan á Mallorca; glaður varstu í sólinni og líka í rigningunni, glaður að vera með pabba þínum góða. Flottastur með klútana þína og svo fékkstu „húðflúr“ og brettir upp ermarnar á bolnum þínum. Við fórum í bæinn og þú skríktir af gleði yfir öllu sem þú upplifðir. Takk fyrir allt sem þú og fjöl- skyldan þín yndislega hafið kennt okkur. Það var heiður að fá að kynn- ast þér. Guð blessi minningu þína. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Eins láttu ljósið þitt lýsa í hjarta mitt, skína í sál og sinni, sjálfur vaktu þar inni. Lát húmið milt og hljótt hlúa að mér í nótt og mig að nýju minna á mildi arma þinna. Ég fel minn allan hag einum þér nótt og dag, ljósið af ljósi þínu lifi í hjarta mínu. (Sigurbjörn Einarsson.) Elsku Andrés, Ingibjörg, Birta, Margrét og Inga. Megi englarnir vaka yfir ykkur öllum. Gréta og Gunnar. Góður vinur okkar, hann Huldar, er farinn. Við kynntumst þessum yndislega dreng árið 1996 þegar við hófum störf á heimili hans að Ár- landi 9. Huldar tókst á við fötlun sína af miklu æðruleysi og alltaf var stutt í brosið. Hann var mikill húm- oristi og naut lífsins á sínum for- sendum. Okkur þótti mjög vænt um Huldar og komum til með að sakna hans mikið. Við viljum votta fjölskyldu hans, Ingu, Birtu, Andrési, Ingibjörgu, Margréti og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Guðný og Ólafía. Nú sit ég hér og kveð góðan vin minn og sannkallaða hetju, hann Huldar Örn. Ég kynntist þér fyrst þegar ég byrjaði að vinna í Hólmasundinu ár- ið 2003. Strax þá myndaðist vin- skapur á milli okkar sem verður mér ævinlega kær. Þú kenndir mér svo margt um lífið og minntir mig sí- fellt á það að sama hvað bjátar á, þá er brosið ávallt einhverstaðar hand- an hornsins. Þú varst alveg einstak- ur að því leyti að þú varst ætíð bros- andi og ljómaði ég öll þegar þú brostir, því þú varst með svo fallegt bros. Með brosi þínu náðir þú að heilla flestalla upp úr skónum og þá sérstaklega þá kvenmenn sem þú hittir á förnum vegi. Þú varst einn af þeim sem lífga upp daginn bara með því að taka þátt í honum og vera í samhljómi við okkur hin. Þú varst og ert elskaður af öllum þeim sem þig þekktu, enda ekki annað hægt því þú varst svo hlý og góð mann- eskja. Þegar mér var sagt að þú lægir veikur á spítala og að þér væri vart hugað líf, hugsaði ég með mér að þú værir hinn eini sanni Hulsi sem hefði 9 líf og að þú myndir ná þér upp úr þessum veikindum og vera kominn heim áður en ég vissi af. Þú varst Huldar sem varst svo sterkur og svo mikil hetja allt þitt líf, sem náðir þér upp úr veikindum þínum sama hversu svart útlitið væri. En nú var baráttu þinni fyrir betri líðan lokið, þjáningin var þín og þolin- mæði þín var á þrotum. Ég mun ætíð minnast þín þegar ég heyri lagið Sunrise sem Norah Jones söng. Ég vakti þig iðulega með því að syngja það lag fyrir þig á morgnana og fékk það þig oft á tíð- um til að vakna kátur með bros á vör. Ég vil trúa því að þú sért kominn á miklu betri stað núna þar sem þér líður alveg ofsalega vel og ert að upplifa allt það sem þú fórst á mis við í þessu lífi. Ég geymi minningar um góðan ungan mann, kveð Hulsa með sárum söknuði og bið um styrk á þessum erfiðum tímum fyrir Andr- és, Ingu, Ingibjörgu, Birtu og Mar- gréti. Þín vinkona Ingibjörg Elín Jóhannsdóttir. Elsku Huldar Örn, ég á svo marg- ar fallegar minningar um þig. Þú varst yndislegur og fallegur í alla staði, bros þitt gat alveg brætt mann. Eins og þegar ég, Elva og Guðrún komum til þín á spítalann, þá varst þú orðinn mjög veikur, þá opnaðir þú augun, og brostir svo fal- lega til okkar. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta lýsti þér alveg, gast alltaf brosað þótt það væru erfiðir tímar hjá þér. Ég vil kveðja þig með þessu ljóði sem mér finnst lýsa þér svo vel. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Inga, Andrés, Ingibjörg, Birta og Margrét, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur á erfiðum stundum. Minning þín lifir í hjarta mínu. Þín vinkona Elísabet Jenný. Komið er að kveðjustund og lang- ar okkur til þess að minnast Huld- ars vinar okkar með nokkrum orð- um. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við vinkonurnar eigum margar góðar minningar um Huldar Örn, bæði úr Hólmasundi og úr Árlandi. Huldar var einstakur persónu- leiki, alltaf stutt í brosið og hlát- urinn, sama hvað á gekk í hans lífi og alltaf var hann til í að prakkarast svolítið með okkur. Minning hans lifir í hjörtum okkar. Elsku Inga, Andrés, Ingibjörg, Birta og Margrét. Megi góður guð styrkja ykkur og styðja í sorg ykk- ar. Elsku Hulsi, taktu nú eins og einn sprett fyrir okkur. Þar til næst... Þínar vinkonur; Erna Sigríður og Svava Björk. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höfundur ók.) Elsku Huldar. Þakka þér fyrir allar minningarn- ar sem þú veittir mér. Ég mun alltaf muna eftir ferðinni okkar til Mal- lorca sem við fórum, öllum þeim stundum sem við áttum saman við að hlusta á tónlist inni hjá þér og tala saman. Það var alltaf hægt að tala um hvað sem er við þig og mér fannst alltaf eins og þú vissir alveg hvað ég væri að segja. Ég vil líka þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér, ég átti aldrei von á því að einstaklingur eins og þú myndir nokkurn tímann hafa svona mikil áhrif á mig. Það verður skrýtið að koma og heimsækja vini okkar í Hólmasundi núna eftir að þú hefur yfirgefið okkur. Þín mun verða sárt saknað en ég veit að þér líður vel núna þar sem þú ert. Ég votta Andrési, Ingu, Ingi- björgu, Birtu og Margréti alla mína samúð og þakka þeim fyrir allar þær stundir sem ég hef átt með ykk- ur og Huldari. Hvíldu í friði. Þinn vinur, Jóhann Gunnar. Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is 10-50% afsláttur TILBOÐ á legsteinum, fylgihlutum og uppsetningu Móðir mín, SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, síðast til heimilis á öldrunardeild Sjúkrahúss Skagfirðinga, lést miðvikudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Víðimýrarkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14:00. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Bergmann. Ástkær móðir mín og amma, SIGRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR, Selvogsgrunni 22, lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 14. febrúar. Útför auglýst síðar. Stella Meyvantsdóttir, Sigurður Þórarinsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður míns og frænda, GUÐJÓNS ÞORSTEINSSONAR, Litlu-Hólum, Mýrdal. Gróa Þorsteinsdóttir og systkinabörn. Faðir minn, bróðir okkar og mágur, JÓHANNES G. SVAVARSSON, lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. febrúar. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju miðvikudag- inn 22. febrúar kl. 15.00. Pétur Jóhannesson, Ellen Emilsdóttir, Svava Svavarsdóttir, Geir Svavarsson, Jóhanna Svavarsdóttir, Esther Svavarsdóttir, Jóhannes Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.