Morgunblaðið - 16.02.2006, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Erlendur Stein-ar Ólafsson
fæddist í Reykjavík
5. maí 1912. Hann
andaðist á LSH í
Fossvogi miðviku-
daginn 8. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðrún Erlends-
dóttir frá Hvallátr-
um í Rauðasands-
hreppi, f. 7. júlí
1886, d. 18. jan.
1950 og Ólafur
Theodór Guðmund-
son trésmíðameistari, f. 1873, d. 4.
mars 1950. Alsystkini Erlendar
Steinars voru Hólmfríður Ólafs-
dóttir Kragh, f. 1913, d. 1997, Sig-
ríður Ólafsdóttir Mckenzie, f.
1917, d. 2003, Valgerður f. 1919, d.
1971 og Hrund, f. 1977, sambýlis-
maður Rúnar Magni Jónsson; og
Gísli Jóhann, f. 1947, maki Kirsten
Erlendsson Voigt, börn þeirra eru,
Kristján, f. 1978, Jakob, f. 1981 og
Stefán f. 1988.
Erlendur Steinar fékk sveins-
bréf í húsasmíði 1931 og meistara-
bréf 1938. Hann lauk prófi í bygg-
ingafræði frá Ingeniørskolen í
Horsens 1934. Erlendur Steinar
starfaði sem verktaki með föður
sínum 1934–36. Tæknifræðingur
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur
1936–37, hjá Síldarverksmiðjunni í
Neskaupstað 1938, hjá Højgård &
Schultz A/S á Íslandi 1939-43, hjá
Almenna byggingarfélaginu hf.
1943–57, hjá Efrafalli hf. 1957–66,
hjá Fosskrafti sf., 1966–69, hjá E.
Phil & Søn í Danmörku 1969–77,
hjá Ístaki hf. 1977–80, hjá E. Phil
& Søn á Grænlandi 1981, hjá Ístaki
hf. 1982, hjá E.Phil & Søn í Fær-
eyjum 1983–86.
Útför Erlendar Steinars verður
gerð frá Laugarneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
1927, Ólafur Theodór
f. 1922, d. 1989 og
Kristján Valgeir f.
1927, d. 2001. Hálf-
systkini Erlendar
Steinars, börn Ólafs
Theodórs af fyrra
hjónabandi voru,
Valgerður f. 1899, d.
1978, Sigurður f.
1904, d. 1970 og Vig-
dís f. 1904, d. 1926.
Árið 1938 kvæntist
Erlendur Steinar
Bergþóru Halldórs-
dóttur frá Bakka-
firði, f. 1917, d. 1996. Þau eign-
uðust fjögur börn, þau eru:
Guðrún Dóra, f. 1938, d. 1998;
Baldur, f. 1939, d. 2001; Sólveig f.
1943, maki Sveinn H. Skúlason,
börn þeirra eru, Steinar Þór, f.
Það eru ein 37 ár síðan ég hitti
Erlend Steinar í fyrsta sinn. Örlög-
in háttuðu því síðan þannig að ég
varð tengdasonur þeirra hjóna,
Bergþóru og Erlendar Steinars.
Við hentum oft gaman af því hvaða
bragða ég beitti til að vinna hylli
þeirra. Það var á Búrfellsárunum
að ég frétti að þau langaði til að
eignast kött. Það var varla liðinn
dagurinn áður en ég var mættur
með köttinn, sem hlaut það virðu-
lega nafn „Subba“. Eftir þetta
snilldarbragð var öll varúð lögð til
hliðar og ég að fullu samþykktur
sem verðandi tengdasonur. Síðan
höfum við Erlendur Steinar ekki
litið til baka hvað okkar samband
varðar, gagnkvæm vinátta og
traust hefur ætíð ríkt. Erlendur
Steinar var reyndar mjög dulur
maður með sínar tilfinningar. Hann
vildi kljást einn við mótlætið og
maður sá honum aldrei bregða,
jafnvel við ótímabært fráfall
tveggja barna sinna. Eflaust er það
engum til góðs að kljást á þennan
hátt við mikla sorg, en þetta var
hans aðferð og því fékk enginn
breytt.
Að slepptum þeim áföllum sem
hann varð fyrir við missi barna
sinna átti Erlendur Steinar góða
ævi. Vinnan var hans aðaláhugamál
um ævina og hans gæfa var að
hann fékk að sinna henni til 74 ára
aldurs. Hann vann ætíð langan
vinnudag og var oft langan tíma í
fjarveru frá fjölskyldunni. Hann
naut trausts í fagi sínu og fékk að
takast á við stór og krefjandi verk-
efni. Þó að ég segi að vinnan hafi
verið hans aðaláhugamál var tækni
alltaf ofarlega í huga hans og þá
sérstaklega ljósmyndatæknin.
Hann tók kvikmyndir og ljósmynd-
ir af flestum þeim verkefnum sem
hann vann við fyrri hluta starfs-
ævinnar. Þessar myndir eru nú
varðveittar í öruggri geymslu og
eru merkar heimildir um þann tíma
er við vorum að stíga fyrstu skrefin
í virkjana- og hafnargerð.
Erlendur Steinar var sem fyrr
segir dulur maður og ekki marg-
máll. Hann átti fáa en góða vini í
bestu merkingu þess orðs. Síðustu
árin naut hann í ríkum mæli sam-
vistanna með Sigurði heitnum
Jónssyni og Guðlaugu Hannesdótt-
ur konu hans. Þau voru honum
ótrúlega góð og trygg. Erlendur
Steinar missti mikið þegar Sigurð-
ur féll frá á síðasta sumri. Lauga
sleppti ekki hendinni af vini sínum
og heimsótti hann reglulega allt til
yfir lauk.
Erlendur Steinar bar sig ætíð
vel, beinn í baki og virðulegur.
Hann hélt andlegri reisn alveg
fram til síðasta dags. Hann skynj-
aði vel að dögum hérvistar fór
fækkandi og var alveg tilbúinn til
vistaskiptanna. Handan marka lífs
og dauða biðu ástvinirnir.
Það var yndislegt að hafa átt
samleið með Erlendi Steinari þessi
37 ár, sem er um tveir þriðju hluti
ævi minnar.
Þú ert kært kvaddur, kæri vinur.
Sveinn H. Skúlason.
Elsku afi.
Við höfum átt samleið allt okkar
líf en nú skiljast leiðir og það er
komið að kveðjustund. Stundin er
runnin upp þar sem við kveðjum
kæran afa, afa sem við höfum átt
svo margar yndislegar stundir
með, stundir sem verða okkur ætíð
kærar í minningunni. Jafnvel þótt
við höfum búið sitt hvorum megin
Atlantsála, hefur þú ætíð fylgst,
fullur áhuga, með því sem við höf-
um tekið okkur fyrir hendur. Alltaf
verið tilbúinn til að hjálpa okkur,
hvort heldur það var að hjálpa okk-
ur upp á hjólið þegar við vorum
minni eða að fylgjast með leik okk-
ar og námi þegar við urðum eldri.
Til margra ára höfum við átt
sameiginleg áhugamál hvað varðar
áhuga okkar á vélum og tækni
hverskonar. Áhugi þinn var ekki
minni en okkar þegar við vorum að
stjórna fjarstýrðum bátum og bíl-
um og seinna sameinuðust við í
áhuga okkar á digitaltækninni.
Þrátt fyrir að þú værir á níræð-
isaldri varst það þú sem varst leið-
toginn hvað varðaði tölvur og nýj-
ustu tegundir af myndavélum.
Ánægjan skein af þér þegar við
vorum skoða allar græjurnar þínar.
Kæri afi. Þú hefur alltaf verið
hinn trausti miðpunktur fjölskyld-
unnar og það verður tómlegt fram-
sætið í jeppanum, því þar sast þú
með hatt þinn og staf og stjórnaðir
ferðinni. Við minnumst hinna
mörgu ferða austur í sumarbústað
þar sem við beygðum af leið okkar
til að kaupa vínarbrauð í bakaríinu
í Hveragerði.
Í sumarbústaðnum hafðir þú
skapað fjölskyldunni unaðsreit. Þú
áttir þitt heiðurssæti í hornsófan-
um og þaðan gast þú fylgst með því
sem var að gerast innandyra. Einn-
ig munum við þig á sólpallinum í
kvöldsólinni horfandi til fjallanna
með kaffi þér við hlið. Við minn-
umst þess tíma þegar þið amma
komuð til Danmerkur í frí. Þú
varst strax byrjaður á ýmiskonar
framkvæmdum, það var sagað og
hamarinn dundi. Þú byggðir garð-
hús, verkfæraskúr eða hvað það
sem fjölskyldunni í Løkketoften
vantaði í garðinn sinn.
Við huggum okkur með að þú
áttir langt og viðburðaríkt líf, þar
sem þú sem verkfræðingur og
frumherji skyldir eftir þig merkj-
anleg spor, ekki einungis á Íslandi
heldur einnig í Danmörku, á Græn-
landi og í Færeyjum. Við erum
mjög stoltir af því að vera son-
arsynir þínir og í hjörtum okkar
munum við ætíð geyma kæra minn-
ingu um þig elsku afi.
Kristján, Jakob og Stefán,
Kaupmannahöfn.
Þegar vinir hverfa úr þessari
jarðvist, vakna minningar frá liðn-
um tíma.
Steinar og eiginmaður minn
kynntust þegar Sigurður fór á
menntaskólaárum sínum að vinna
hjá Almenna byggingafélaginu í
sumarvinnu. Þeim var strax vel til
vina og voru myndavélar, ljós-
myndir og allt sem tengdist tækni
þeirra sameiginlegu áhugamál.
Vinátta þeirra hélst alla tíð þrátt
fyrir að Steinar væri oft fjarver-
andi við störf erlendis.
Þegar við Siggi giftum okkur
kynntist ég Steinari og Bergþóru
konu hans. Steinar var heimilisvin-
ur sem leit oft inn á sunnudags-
morgnum til að spjalla og deila nýj-
ungum í tækni með vini sínum.
Bergþóra var glæsileg kona, hún
var sérlega smekkleg og bar heim-
ili þeirra Steinars því vitni. Með
þeim hjónum ríkti gagnkvæm virð-
ing og umhyggja hvors fyrir öðru.
Steinar var greindur maður,
prúður og hlýr í framkomu og ein-
stakt snyrtimenni. Hann var dulur
en átti til að vera glettinn og
spaugsamur. Steinar varð fyrir
miklum áföllum í lífinu. Hann fékk
tvisvar heilablæðingu, en náði góðri
heilsu á undraverðan hátt og kom
þá í ljós viljastyrkur hans. Konu
sína missti hann og síðan tvö eldri
börn sín með fárra ára millibili.
Þessi áföll voru honum erfið en
hann tók þeim með æðruleysi og
stillingu.
Við hjónin bárum gæfu til að
hafa mikið samneyti við Steinar hin
síðari ár. Þeir vinirnir fóru í bíltúra
og á kaffihús þegar ég átti fund
með skólasystrum og vinkonum.
Steinar kom oft á heimili okkar og
áttum við margar góðar stundir
saman. Á haustin fórum við til
Þingvalla að skoða litadýrðina.
Ógleymanlegar eru ferðirnar í
sumarbústað fjölskyldunnar í
Grímsnesinu. Steinar var sérstak-
lega gestrisinn og höfðinglegur
heim að sækja, og naut hann að-
stoðar Sólveigar og Sveins í þess-
um sumarbústaðarferðum. Einnig
minnist ég afmælisveislunnar á
Hótel Sögu þegar Steinar varð ní-
ræður. Var okkur hjónum boðið til
veislunnar með fjölskyldunni og
var okkur með því sýndur mikill
sómi.
Sólveig dóttir Steinars sinnti föð-
ur sínum af einstakri natni og um-
hyggju ásamt Sveini eiginmanni
sínum og börnum. Steinar naut
einnig umhyggju Gísla sonar síns
og fjölskyldu hans sem búsett eru í
Danmörku. Steinar fór til dvalar
hjá þeim á hverju ári og þau komu
í heimsóknir til Íslands.
Það er margs að minnast á
langri leið, vináttu sem einkenndist
af góðvild og tryggð er mér efst í
huga. Þegar Siggi lést fyrir tæpu
ári síðan sagði Steinar við mig að
ekki yrði langt á milli þeirra vin-
anna.
Steinar hélt reisn sinni og skýr-
leika í hugsun fram til hins síðasta.
Þegar ég heimsótti hann á Dal-
braut fyrir skömmu, sagðist hann
eiga góða dóttur, hana Sollu sína.
Að vanda þakkaði hann mér fyrir
innlitið með sinni einstöku hlýju.
Kæri vinur, megi ljósið sem þú
tendraðir í þessum heimi fylgja þér
í eilífðinni.
Innilegustu samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Guðlaug Ágústa Hannesdóttir.
Duglegur og tryggur heiðurs-
maður, sem bjó yfir einstakri verk-
fræðiþekkingu, hefur lokið glæsi-
legri ævi. Samstarfsmenn Steinars
hafa í hálfa öld notið góðs af fag-
legri þekkingu hans, útsjónarsemi
og hæfileikum til að framkvæma
þau verkefni sem honum voru falin.
Hann var úthaldsgóður, svo jaðr-
aði við þrákelkni, en trygglyndi
hans varð aldrei dregið í efa. Þegar
erfiðleikarnir virtust óyfirstígan-
legir var framlag hans til fyrir-
myndar.
Steinar vann fyrir okkur bæði á
Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og í
Danmörku og alltaf naut hinn aldni
höfðingi mikillar virðingar. Við
þökkum fyrir farsælt samstarf,
góður drengur hefur kvatt.
Blessuð veri minning Steinars
Ólafssonar.
Søren Langvad.
Þeir sem eru svo lánsamir að
kynnast öfum sínum og ömmum
eiga í þeim ævarandi tengingu við
fortíðina. Sú tenging er ómetanlegt
akkeri í lífsins ólgusjó. Þeir sjá
sjálfa sig í spegli þess tíma sem er
að líða undir lok og skýringar á
sínum eðliskostum og – göllum.
Þeir sjá að ekki einungis útlit og
andlitssvipur erfist frá kynslóð til
kynslóðar heldur einnig lundarfar
og lífssýn. Þeir sjá úr hvaða gena-
graut þeir eru sjálfir smíðaðir.
Afi í ,,Túni“ var raunhyggjumað-
ur eins og þeir gerast bestir. Í
hans heimssýn var enginn guð í
efra né djöfull í neðra. Ég var og
er sammála honum. Afi var ekki á
leiðinni neitt sérstakt er lífið end-
aði. Þeir sem dóu voru bara ,,dauð-
ir“. Í besta falli, ef menn höfðu ver-
ið ,,dauðir“ í einhvern tíma, þá voru
þeir ,,steindauðir“. Ég var og er
sammála því.
Afi hafði ískaldan húmor og hon-
um var stundum ekkert heilagt.
Erfiðustu reynslu lífsins er hægt
að frysta í nöprum húmor. Þegar
amma dó sagði afi við ungan son-
arson sinn, þegar fjölskyldan fór að
leiðinu að kvöldi útfarardagsins, að
þegar hann dæi líka gæti dreng-
urinn heimsótt bæði ömmu og afa í
kirkjugarðinn. Drengurinn, sem
býr erlendis, var fljótur til svars og
hafði greinilega erft ýmislegt frá
afa sínum og sagði að þá gætu
hann og foreldrar hans notað húsið
hans afa sem sumarhús þegar þau
kæmu til Íslands. Afi kunni vel að
meta þessar samræður. Ég líka.
Við sama tilefni, við leiði ömmu,
þegar hver og einn var í sínum
þungu þönkum og afa tók að leiðast
þófið, þá stappaði hann niður fót-
unum á fráteknu leiðinu við hliðina,
sínu eigin, og sagði: ,,Hér er pláss
fyrir einn enn!“ Það kom svipur á
hirðina. Þetta er mér ógleyman-
legt. Svona var hann. Svona er ég.
Afi fyllir þetta pláss í dag.
Afi var þögull. Maður fárra orða.
Hann sá á eftir öllum systkinum
sínum, eiginkonu, tveimur börnum.
Fá orð um það. Þegar stirðleiki ell-
innar færðist yfir var ekki kvartað.
Aðeins bölvað eilítið af og til. Afi
var svona. Verð ég svona? Lífssýn
afa fylgdi æðruleysi sem mér finnst
aðdáunarvert. Afi tók þó lífinu af
alvöru enda braut oft á á langri
ævi. Æðruleysi mitt leiðir oft til al-
vöruleysis gagnvart lífinu. Það
breytist kannski ef meira reynir á.
Á þessari kveðjustund veit ég að
ég er lánsamur að hafa kynnst afa
mínum og nafna, Erlendi Steinari
Ólafssyni. Ég veit hvaðan ég kem.
Ég er lánsamur að hafa erft hluta
af hans eðliskostum og – göllum,
lundarfari og lífssýn. Við vorum
sammála um að ,,hinum megin“ er
ekki til og því hittumst við ekki aft-
ur. Það væri þó gaman að geta af-
neitað genunum og trúað því eitt
augnakast. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Steinar Þór Sveinsson.
ERLENDUR STEIN-
AR ÓLAFSSON
Eiginmaður minn,
TÓMAS EINARSSON
kennari,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
sunnudaginn 12. febrúar.
Guðlaug Jónsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Hringbraut 97,
Keflavík,
lést á Hlévangi þriðjudaginn 14. febrúar.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Jón Jóhannsson, Ásgerður Kormáksdóttir,
Steinar Jóhannsson, Sigurlaug Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR SIGJÓNSSON,
Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður til heimilis á
Höfn í Hornafirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi aðfara-
nótt miðvikudagsins 15. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Bjarni Friðrik Garðarsson, Þorgerður Steinþórsdóttir,
Páll Örvar Garðarsson, Jóhanna Erlingsdóttir,
Stefán Rúnar Garðarsson,
Steinar Garðarsson, Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.