Morgunblaðið - 16.02.2006, Side 38

Morgunblaðið - 16.02.2006, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ FYRIRTÆKI og félög sem tengjast landflutn- ingum hafa sent frá sér eftirfarandi greinar- gerð um vegaeftirlit og umferð þungaflutn- ingabíla. Eftirtaldir aðilar skrifa undir greinargerðina: Alli Geira hf., Húsavík, Aust- urpóll ehf., Eskifirði, Árni Helgason ehf. Ólafs- firði, Bás ehf., Siglufirði, Betriflutningar ehf. Egilsstöðum, Fjörður ehf. Varmahlíð, G. Hjálmarsson hf., Akureyri, G.V. Gröfur ehf., Akureyri, Hóll ehf. Húsavík, KNH ehf. Ísa- firði, Króksverk, Sauðárkróki, Malbikun KM, Akureyri, Nesfrakt ehf. Ólafsvík, Norðurfrakt ehf., Siglufirði, Ragnar og Ásgeir ehf., Grundarfirði, SBA-Norðurleið hf., Akureyri, Steypustöðin Dalvík, Víðimelsbræður, Sauðár- króki, Vörubílstjórafélagið Valur, Akureyri, Þ S Verktakar ehf., Egilsstöðum, Ævar og Bóas ehf., Dalvík: „Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breyt- inga á umferðarlögum sem felur í sér aukið vald umferðareftirlitsmanna Vegagerðarinnar úti á þjóðvegunum. Þetta atriði snertir mjög þá atvinnugrein sem undirrituð fyrirtæki starfa í, þ.e. rekstur þungaflutningabifreiða, og er óhjákvæmilegt að láta í ljósi skoðanir á þeirri breytingu sem frumvarpið boðar. Þess má geta hér að fjöldaundirskriftir gegn þessari breyt- ingu eru nú fyrirliggjandi og verða afhentar samgöngunefnd Alþingis vegna umfjöllunar um frumvarpið. Auk þess gera eftirtalin fyr- irtæki kröfu um að nefndin boði til sín fulltrúa eigenda þungaflutningabifreiða til að kynna þeirra hlið málsins. Hvað þolir vegakerfið? Í tengslum við umræðu um vegaeftirlitið er nauðsynlegt að víkja að vegakerfinu sjálfu. Það er fullkomlega ljóst að vegakerfið á Íslandi þol- ir illa þá auknu þungaumferð sem á það er lagt. Við Íslendingar erum einfaldlega á eftir hvað þetta varðar og þegar vöruflutningum er beint í vaxandi mæli af sjó á vegina sjá allir að það þýðir aukið álag. Við eigendur eða bifreiða- stjóra getur ekki verið að sakast í þessum efn- um. Hér er um að ræða þróun sem samfélagið verður að taka ábyrgð á og búa svo um hnútana að ekki hljótist aukin slysahætta af. Ástand vega snertir nefnilega ekki bara öryggi hins al- menna vegfaranda heldur er ástand vega ein- mitt lykilatriði í öryggi okkar sem höfum okkar atvinnu úti á vegunum og það vill því miður stundum gleymast. Fáein dæmi úr raunveruleikanum! Eftirlitskerfi er nauðsynlegt að hafa. Við sem í atvinnugreininni störfum höfum engan áhuga á að svörtu sauðirnir komist upp með brot sín en höfum því miður alltof mörg dæmi um óeðlileg og á tíðum ósanngjörn vinnubrögð í vegaeftirliti. Dæmi eru um 20.000 kr. sekt vegna bilaðs ökurita sem þó hafði staðist skoð- un Frumherja í þrígang og bilunin hafði líka farið framhjá eftirlitsmönnum við skyndiskoð- un. En þegar hún uppgötvaðist var farið með hana sem hvert annað ásetningsbrot eiganda bifreiðar. Dæmi eru um sektir í kjölfar þungamæling- ar malarflutningabíls þar sem þungi fór yfir mörk þrátt fyrir að rúmmál farmsins væri ná- kvæmlega það sama og mokað var á bílinn dag eftir dag. Ástæðan var að í ámokstrinum fyrir mælingu var efnið óvenju blautt og þar með mun þyngra, án þess að ökumaður ætti þess nokkurn möguleika að skynja þyngdina. Farið var með þetta mál sem hvert annað ásetnings- brot ökumanns og sektað eftir því um tugi þús- unda. Vissulega er þetta brot en hins vegar á ökumaður í þessu tilviki mjög erfitt með að meta þunga bílsins út frá samsetningu malarf- armsins og við þær aðstæður væru tilmæli eða ábendingar sanngjarnari og skiluðu líka ár- angri í stað þess að „góma“ ökumenn með tug- þúsunda sektum. Dæmi er um að vegaeftirlitsmaður hafi stöðvað bifreið með tengivagn innan þéttbýlis og sektað vegna þess að fylgibók með vagn- inum vantaði í bifreiðina en vagninn hafði verið færður milli bíla við athafnasvæði fyrirtækis- ins örskömmu áður. Þrátt fyrir boð um að eft- irlitsmaður fylgdi bifreiðinni á athafnasvæðið skammt frá var því hafnað og sekt send út en felld niður þar sem refsiheimild fyrir slíku broti reyndist ekki til staðar í lögum! Og hinn meinti brotaþoli, fyrirtækið sjálft, sat uppi með lögfræðikostnað og mikla vinnu til að verja sína hagsmuni. Fjölmörg dæmi af sama toga má finna um hvernig umferðareftirlit birtist okkur í raun í daglegum rekstri. Oft spyrjum við okkur hvort eftirlitið hafi að markmiði að bæta umferðarör- yggi, sem það ætti þó að gera. Því miður líkist umferðareftirlitið oft veiðiskap – að sekta fyrir atriði sem oft væri nægjanlegt að veita tiltal fyrir og sýna sem mesta hörku. Að góma menn og hætta ekki fyrr en eitthvað er hægt að finna til að sekta fyrir! Slíkt hugarfar er ekki til þess fallið að bæta ástandið á vegunum, samskipti og virðingu. Rökin ekki sýnileg Vandséð er hvaða rök búa að baki umræddu frumvarpi. Með því er t.d. boðað að eftirlits- menn Vegagerðarinnar fá aukna heimild til kyrrsetninga ökutækja úti á vegum þar til lög- regla hefur verið send á staðinn! Tökum dæmi. Sjáum við fyrir okkur að slíkt gerist á miðjum Möðrudalsöræfum með tilheyrandi kostnaði lögreglu, vinnutapi ökutækis og ökumanns og þannig mætti áfram telja? Það er jafn gott að viðkomandi eftirlitsmenn kalli þá lögreglu á staðinn vegna raunverulegra og saknæmra brota en því miður höfum við orðið vitni að sektarboðum frá vegaeftirliti sem hefur þurft að afturkalla vegna þess að sektarheimild var ekki að finna í lögum. Verkefni lögreglunnar fyrst og síðast Sú meginhugsun frumvarpsins að byggja upp tvöfalt kerfi í umferðareftirliti er að okkar mati mjög röng stefna stjórnvalda. Umferð þungabifreiða á að sjálfsögðu að vera mál lög- reglunnar, eins og annarra ökutækja, og nær hefði verið að byggja upp sérstaka deild hjá lögreglunni til að sinna þessu verkefni. Eða getur verið að ástæðan fyrir þessu sé einmitt togstreita milli ráðuneyta um krónur og rekst- ur – útþenslu báknsins annað hvort hjá sam- gönguráðuneyti eða dómsmálaráðuneyti? Litlar kröfur gerðar til vegaeftirlitsmanna Aukið umferðareftirlit og gott eftirlitskerfi er af hinu góða en það skiptir máli hvernig hlutirnir eru framkvæmdir. Og það hlýtur að vera eðlilegt að gera hæfis- og menntunarkröf- ur til vegaeftirlitsmanna á sama hátt og lög- reglumanna. En svo er ekki. Í nýlegri auglýsingu frá Vegagerðinni í Morgunblaðinu um starf vegaeftirlitsmanns var eingöngu tekið fram að viðkomandi þurfi að hafa stúdentspróf, tölvu- og málakunnáttu, frumkvæði og góða samstarfshæfileika. Og þar með er upptalið. Slíkur einstaklingur getur ekki fengið starf í lögreglunni en á samt að fá heimild í lögum til að ganga lengra inn á vald- svið lögreglunnar. Þetta er að okkar mati full- komlega óeðlileg þróun. Auk þessa er staðfest að engar reglur hafa verið settar af hálfu samgönguráðherra eða samgönguyfirvalda um hæfi né starfsþjálfun umferðareftirlitsmanna, hvað þá mótaðar starfsreglur viðkomandi opinberra starfs- manna. Hefði ekki verið nær að slíkt hefði legið fyrir áður en starfssvið þeirra verður útvíkk- að? Sýnilegri lögregla skilar bættri umferð Síðastliðið sumar var eftirlit lögreglunnar úti á þjóðvegunum aukið í sérstöku átaki til að sporna við hraðakstri. Það skilaði árangri. Ár- angurinn af því að lögreglan tæki við umferð- areftirlitinu og yrði þar af leiðandi sýnilegri í vinnu sinni úti á vegum yrði að sama skapi áhrifaríkur. Auk heldur hefði lögreglan með höndum mun fleiri þætti s.s. hraðaaksturs- mælingar, ölvunarakstur og önnur almenn um- ferðarlagabrot. Þess vegna er það okkar mat að ávinningurinn er mun meiri og skynsam- legri af því að fela lögreglunni aukin verkefni á þessu sviði fremur en umferðareftirliti Vega- gerðarinnar. Það er skoðun okkar sem höfum reynsluna af þjóðvegunum í atvinnu okkar og um það vitna fyrirliggjandi mótmælalistar og beiðni til Alþingis um að láta skynsemina ráða en ekki kerfið!“ Um vegaeftirlitið og umferð þungaflutningabíla Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bridshátíð hafin Bridshátíð verður haldin með sama sniði og undanfarin ár nema að bætt var við Stjörnutvímenningi sem spilaður var í gærkvöld. Þar tóku boðsgestir BSÍ og Flugleiða þátt auk valinna íslenskra para. Tvímenningur Bridshátíðar byrj- ar fimmtudaginn 16. febrúar kl. 19 og stendur yfir fram að kvöldmat föstudaginn 17 febrúar. Sveitakeppnin hefst síðan kl. 11 á laugardeginum og stendur yfir fram að kvöldmat sunnudaginn 19. febr- úar þegar mótinu verður slitið. Verðlaunin í aðaltvímenningnum nema samtals 9.900 dollurum og 7.900 dollurum í sveitakeppninni. Fjöldi erlendra gesta verður með- al þátttakenda, sveitir og pör frá Bandaríkjunum, Englandi, Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Póllandi, Rússlandi og fleiri löndum. Keppnisgjald í tvímenninginn er 12.000 kr. á parið og 26.000 kr. á sveitina. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 6. febrúar sl. tóku Hafnfirðingar á móti Bridsfélagi Barðstrendinga og kvenna og háðu sveitakeppni á 2 x 8 borðum. BH sigraði nokkuð örugglega með 299 stigum gegn 178 en skemmtileg nýbreytni á ferðinni fyrir alla. BH er duglegt að sækja önnur fé- lög heim og bráðlega verður tekið á móti Akurnesingum og fyrir þeirri keppni er áratuga löng hefð. Nú er hafin hraðsveitakeppni hjá BH. Spilað er á mánudögum kl. 19.30 í glæsilegu húsnæði við Flata- hraun 3 í Hafnarfirði (Hraunsel). Keppnisstjóri er Ásgeir P. Ás- björnsson. Bridsfélag Kópavogs Ragnar og Georg sýndu andstæð- ingum sínum enga tillitssemi og mokuðu inn stigum á öðru kvöldi í Barómeternum. Hæstu skor: Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 89 Eðvarð Hallgrímss. – Eiður M. Júlíusson 31 Loftur Pétursson – Sigurjón Karlsson 28 Árni M. Björnsson – Heimir Tryggvason 25 Ómar Jónsson – Þórir Sigursteinsson 23 Staða efstu para: Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 109 Elísabet Steinarsd – Vigdís Sigurjónsd. 54 Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson 52 Loftur Pétursson – Sigurjón Karlsson 47 Ómar Jónsson – Þórir Sigursteinsson 38 Árni M. Björnss. – Heimir Tryggvason 37 Næsta fimmtudag fellur niður spilakvöld hjá BK vegna Bridshátíð- ar. Bridgefélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 9. febrúar sl. var fimmta umferðin í aðalsveitakeppn- inni spiluð. Úrslit umferðarinnar urðu þessi: Hörður Thorarensen – Jón S. Péturss. 14-16 Gísli Hauksson – Birgir Pálsson 21-9 Grímur Magnúss. – Gunnar B. Helgas. 17-13 Einar Skaftason – Örn Guðjónsson 22-8 Staða efstu sveitanna er þessi: Gísli Hauksson 95 Grímur Magnússon 83 Einar Skaftason 83 Hörður Thorarensen 81 Nánar má finna um úrslitin á heimasíðu félagsins, http:// www.bridge.is/bsel. Ekkert verður spilað hjá félaginu fimmtudaginn 16. febrúar vegna Bridshátíðar í Reykjavík. Næsta umferð verður því spiluð fimmtu- daginn 23. febrúar nk. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 10 feb. var spilað á níu borðum. Úrslit urðu þessi. N/S Ingimundur Jónsson – Helgi Einarsson 274 Sæmundur Björnss. – Albert Þorst.s. 260 Bjarnar Ingimars. – Friðrik Herm.s. 220 A/V Þorvarður S. Guðmss. – Jón Sævaldss. 262 Kristján Þorláksson – Guðrún Gestsd. 234 Björn Björnsson – Sigríður Gunnarsd. 234 Þriðjudaginn 7. feb. Var spilað á 13 borðum. Meðal skor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 379 Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 353 Eysteinn Einarss. – Ragnar Björnss. 351 Rafn Kristjánsson – Oliver Kristóferss. 348 A/V Helgi Einarsson – Ingimundur Jónss. 403 Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 350 Þorvarður S. Guðmss. – Jón Sævaldss. 339 Jón Gunnarss. – Sigurður Jóhannsson 334 Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmunds. 334 Sveit Unu Sveinsdóttur Akur- eyrarmeistari í sveitakeppni Síðastliðinn þriðjudag lauk fimm kvölda Akureyrarmóti í sveita- keppni hjá Bridgefélagi Akureyrar. Mótið var jafnt og spennandi en sveit Sparisjóðs Norðlendinga, sem hafði leitt mótið frá upphafi, gaf eft- ir og góð spilamennska hjá sveit Unu Sveinsdóttur tryggði þeim tit- ilinn. Með Unu spiluðu Jón Sverr- isson, Pétur Guðjónsson og Grettir Frímannsson og voru þau vel að titl- inum komin. Sv. Unu Sveinsdóttur 169 Sv. Sparisjóðs Norðlendinga 157 Sv. Gylfa Pálssonar 155 Sv. Gissurar Gissurarsonar 148 Sunnudaginn 5. febrúar urðu þessi pör hlutskörpust: Tryggvi Ingason – Björn Þorláksson 98 Hermann Huijbens – Stefán Vilhjálmsson96 Víðir Jónsson – Soffía Guðmundsdóttir 91 Hans V. Reisenhus – Sigurgeir Gissurars.89 Næsta mót er þriggja kvölda tví- menningur í boði Heilsuhornsins og hefst það þriðjudaginn 14. febrúar. Kvöldið eftir Bridshátíð, 21. febr- úar, verður þó gert hlé til að spila einmenning. Á Bridshátíð verða fremur margir spilarar frá BA þetta árið og er þeim óskað hins besta gengis. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 13. febrúar voru spilaðar þrjár umferðir í aðalsveita- keppni félagsins. Sveit Flemmings Jessens var í miklu stuði og skoraði 60 stig og kom sér þægilega fyrir í þriðja sæti, sjónarmun á eftir sveit Jóa á Stein- um sem átti afleitt kvöld. Borgnes- ingar sýna mikinn stöðugleika og sigla þægilegan byr að sigri í mótinu. Ingólfur á Lundum og menn hans vita að ekkert er búið fyrr en það er búið og skorðuðu 45 stig. Þá má í lokin minnast á fram- tíðarvon félagsins þau Láru og Fjölni en þeirra sveit skoraði 42 stig. Staðan þegar leiknar hafa verið 12 umferðir af 18 er þessi: Sveit Borgnesinga 199 Sveit Jóa á Steinum 179 Sveit Flemmings á Varmalandi 178 Sveit Baldurs í Múlakoti 161 FEBK Gjábakka Spilað var á 7 borðum 10. febrúar og urðu úrslitin þessi í N/S: Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 208 Oliver Kristóferss. – Rafn Kristjánss. 201 Auðunn Guðmss. – Bragi Björnsson 177 A/V: Jörundur Þórðars. – Þórður Jörundss. 181 Jón Hallgrímsss. – Ægir Ferdinandss. 176 Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásm.s. 171 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.