Morgunblaðið - 16.02.2006, Síða 44

Morgunblaðið - 16.02.2006, Síða 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG STAL BEININU HANS ODDA NÚ Á ÉG ÞAÐ! OG ÞAÐ ER EKKERT SMÁ ÓGEÐSLEGT ÞETTA GÆTI TEKIÐ SMÁ TÍMA KONUNGURINN HEFUR ÁKVEÐIÐ AÐ VERA LÝÐRÆÐIS- LEGUR OG GEFA ÞÉR TVO KOSTI ANNAÐ HVORT BORGAR ÞÚ 25% HÆRRI SKATTA EÐA... ÞÚ BAÐAR ÞIG Í SJÓÐANDI OLÍU Í ÞESSARI BORG ER ALLT MEÐ FELLDU BORGARBÚAR GERA SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ TUNGLIÐ HEFUR FÆRT SIG NOKKRA KÍLÓMETRA NÆR JÖRÐINNI... ...EN BRÁÐUM KOMAST ÞAU AÐ ÞVÍ MIÐVIKUDAGAR ERU ÁNÆGJULEGIR ÞEGAR MIÐVIKUDAGUR ER RUNNINN UPP ÞÁ FER AÐ LÍÐA AÐ HELGINNI SUMIR KALLA MIÐVIKUDAG, LYKILDAG VIKUNNAR FYRIR MÉR ER ÞETTA BARA DAGURINN SEM ÉG HOSSAST Á LEGGJUNUM Á FÓLKI ÉG VAR AÐ TALA VIÐ MÖMMU ÞÍNA, HÚN VISSI AF SVEPPUNUM JÁ, ÉG GÆTI HAFA SAGT HENNI FRÁ ÞEIM EN ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ SEGJA ÞAÐ ENGUM EN MAMMA ER PARTUR AF FJÖL- SKYLDUNNI ÉG ÁTTI LÍKA VIÐ FJÖL- SKYLDUNA EN MAMMA ER MEIRA EN FJÖLSKYLDA ÞEGAR ÉG SAGÐI ENGINN ÞÁ MEINTI ÉG ENGINN!!! ÓÞARFI AÐ ÖSKRA SENDI CONDOR YKKUR? JÁ, TIL AÐ TRYGGJA AÐ RÉTTLÆTINU VERÐI FULLNÆGT OG ÞAR SEM TARANTÚLUNNI HEFUR MISTEKIST... ...ÞÁ VERÐUM VIÐ AÐ GANGA FRÁ MÁLUNUM ...OG ÞAÐ MEGA EKKI VERA NEIN VITNI Dagbók Í dag er fimmtudagur 16. febrúar, 47. dagur ársins 2006 Af hverju eru kvik-myndahúsin hætt að þýða titla kvik- myndanna, sem þau sýna? Er það ekki sjálfsögð virðing við höfundarverkið að þýða titilinn, rétt eins afganginn af handrit- inu? Hvað hefðu ís- lenzkir lesendur sagt ef þeir hefðu þurft að lesa Dagbók Bridget Jones á íslenzku, en með enskum titli? Eða hvaða annað erlent skáldverk sem er? Víkverji skilur ekkert í þessum ósið kvikmyndahúsaeig- enda, að þýða ekki titlana – nema það sé upphafið að því að birta ekki heldur neinn íslenzkan texta? x x x Þegar bíósíðum Morgunblaðsinser flett, virðist aðeins hafa þótt taka því að þýða einn titil á bíómynd, sem nú er verið að sýna. Það er Hroki og hleypidómar, mynd eftir hinni frægu bók Jane Austen. Og af hverju ætli íslenzki titillinn hafi nú fengið að fljóta með? Ætli það sé ekki af því að íslenzkir áhorfendur þekkja söguna undir þessu nafni af því að það var búið að þýða titilinn áður þegar Ríkissjónvarpið sýndi hina frábæru brezku þætti eftir sögunni? x x x Víkverji hefur lítiðfengizt við þýð- ingar, en honum sýnist að það taki nú varla nema fáeinar mínútur að þýða titla helztu mynda, sem nú eru í bíó. Brokeback Mountain gæti t.d. út- lagzt Hryggbrjótur og mætti skilja með ýms- um hætti. North Country er aug- ljóslega Norðurland, Rumor has it verður Ólyginn sagði mér og Derailed útleggst Út af spor- inu. Víkverja finnst Kleppur – hrað- ferð ágæt þýðing á Final Dest- ination og Walk the Line gæti orðið Línudans. Ójá – og Munich verður München. x x x Víkverji tuðaði yfir háu verði áhalógenperum á dögunum. Nú hefur Víkverji fundið þessa hvers- dagslegu „lúxusvöru“ á þolanlegu verði. Það er auðvitað í Ikea, búðinni sem gengur út á að taka hönnun og hugmyndir, sem aðrir hafa kynnt sem dýran lúxus, og breyta í vörur fyrir venjulegt fólk. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Madríd | 278 listgallerí frá 33 þjóðlöndum taka þátt í ARCO, alþjóðlegri kaupstefnu samtímalistar sem nú stendur yfir í Madríd á Spáni. Grænklædda konan hefur látið heillast af bláu konunni, sem horfir spurulu og hálf dapurlegu augnaráði á gesti og gangandi. Reuters Bláskjár MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Skylt er oss, hinum styrku, að bera veikleika hinna óstyrku og hugsa ekki um sjálfa oss. (Róm. 15, 1.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.