Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 48

Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ EINN af helstu djassleik- urum Svía og einn af stór- meisturum djassklarinetts- ins, Putte Wickman, lést þann 14. febrúar sl. Hann varð 81 árs gamall. Putte er einn af hinum fjórum stóru í sænskri djasssögu, ásamt Lars Gullin, Arne Domnerus og Bengt Hallberg, og hann var farinn að gutla á píanó ungling- ur er hann heyrði Benny Goodman og Artie Shaw fyrst. Hann skipti strax yfir á klarinett og árið 1944 var hann orðinn atvinnumaður í tónlist. Frá 1950 lék hann með eig- in smásveitum og stórsveitum, en hin síðari ár hefur hann fyrst og fremst verið einleikari með hryn- sveit og hefur þá Pétur Östlund gjarnan verið trommuleikari hans. Pétur hefur löngum verið ákafur aðdáandi Putte og ekki farið dult með þá skoðun sína að hann sé fremsti djassklarinettuleikari heims. Pétur hefur ýmislegt fyrir sér í því og Putte gefur ekkert eft- ir á þeim stórgóðu dúettskífum, sem hann hefur hljóðritað með frægasta djass- klarinettuleikara eftirstríðs- áranna, Buddy DeFranco. Putte var sjálflærður í tónlist, en þrátt fyrir það spilaði hann klassíska klar- inettumúsík einsog að drekka vatn og árum sam- an hélt hann tónleika, ásamt vini sínum Svend Asmussen, í sænskum kirkjum, þarsem djass og klassísk voru á boðstólum. Tónn Putte var af ætt Goodmans og Shaw, tæknin óskeik- ul og sköpunarskrafturinn óþrjót- andi og þaðsem stórkostlegast var – allt til síðasta dags. Í fyrra hljóð- ritaði hann geislaplötu með píanist- anum Jan Lundgren, þarsem þeir hugleiddu söngdansa tengda Frank Sinatra, og fékk hún sex stjörnur í Poletiken og er það heldur sjald- gæft hjá hinum harða gagnrýnanda Boris Rabinowitsch. Þegar ég frétti lát Putte var ég að hlusta á frá- bæran tríódisk hans, We will al- ways be together frá 2004, þarsem Jan Lundgren, Jesper Lundgaard og Alex Riel leika með honum. Pét- ur Öslund má finna á mörgum diskum Putte og hann kom með honum til Íslands í september 1998, er Putte lék á Jazzhátíð Reykjavíkur í Súlnasal með kvart- etti sínum; auk þeirra Claes Crona á píanó og Hans Backenroth á bassa. Það voru ógleymanlegir tón- leikar. Putte Wickman var glæsilegur á velli, sérdeilis orðheppinn og skemmtilegur viðkynningar og af honum er mikill sjónarsviptir sem djassklarinettið má illa við, því djassklarinettusnillinga má telja á fingrunum. Þrátt fyrir sjúkleika og háan aldur var Putte að skipu- leggja nýja tónleikaferð er hann lést. Við Íslendingar erum svo lán- samir að tveir af hinum fjóru stóru í sænskri djasssögu hafa heimsótt Ísland. Putte og Bengt Hallberg er hingað kom á fyrstu Listahátíð í Reykjavík. Lars Gullin er löngu látinn en Arne Domnerus lifir enn og mikið væri gaman að heyra hann hér – hann er jafnaldri Putte. Vernharður Linnet Putte Wickman allur Putte Wickman Stóra svið SALKA VALKA Í kvöld kl. 20 ALLRA SÍÐASTA SÝNING! WOYZECK Fö 17/2 kl. 20 Lau 18/2 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU AUKASÝNINGAR UM PÁSKANA! CARMEN Su 19/2 kl. 20 Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Fö 3/3 kl. 20 Lau 4/3 kl. 20 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 18/2 kl. 14 UPPS. Su 19/2 kl. 14 UPPS. Su 26/2 kl. 14 UPPS. Su 26/2 kl. 17: 30 Lau 4/3 kl. 14 Su 5/3 kl. 14 UPPS. Lau 11/3 kl. 14 Su 12/3 kl. 14 Lau 18/3 kl 14 Su 19/3 kl. 14 FEBRÚARSÝNING ÍD 24/2 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Su 5/3 kl. 20 Fö 10/3 kl. 20 Nýja svið / Litla svið MANNTAFL Mi 22/2 kl. 20 AUKASÝNING ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Í kvöld kl. 20 UPPS. Fö 17/2 kl. 20 UPPS. Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Su 26/2 kl. 20 UPPS. BELGÍSKA KONGÓ Lau 18/2 kl. 20 UPPS. Su 19/2 kl. 20 UPPS. Fi 23/2 kl. 20 UPPS. Fö 24/2 kl. 20 UPPS. Lau 4/3 kl. 20 Su 5/3 kl. 20 Fö 10/3 kl. 20 Lau 11/3 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Mi 1/3 kl. 20 Fö 17/3 kl. 20 NAGLINN Su 19/2 kl. 20 UPPS. Fö 24/2 kl. 40 Lau 25/2 kl. 20 HUNGUR FORSÝNINGAR, MIÐAV. 1.200- Kr. Í kvöld kl. 20 Fö 17/2 kl. 17 Lau 18/2 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 23/2 kl. 20 Su 26/2 kl. 20 MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELAWW G.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Fullkomið brúðkaup Fös. 17. feb kl. 19 AUKAS. - UPPSELT Fös. 17. feb kl. 22 AUKAS. - Örfá sæti laus Lau. 18. feb kl. 20 UPPSELT Lau. 18. feb kl. 22 Öfrá sæti - Síðasta sýning! Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Maríubjallan Mið. 15. feb. kl. 20 FORSÝNING - UPPSELT Fim. 16. feb. kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT Sun. 19. feb. kl. 20 2.kortas - UPPSELT Fim. 23. feb kl. 20 3.kortas - UPPSELT Fös. 24. feb. kl. 19 4.kortas - Örfá sæti laus Lau. 25. feb. kl. 19 5.kortas - UPPSELT Lau. 25. feb. kl. 22 AUKASÝNING - Laus sæti Fim. 2. mars kl. 20 6.kortas - Örfá sæti laus Fös. 3. mars kl. 19 7.kortas - UPPSELT Lau. 4. mars kl. 19 8.kortas - UPPSELT Lau. 4. mars kl. 22 AUKASÝNING - Laus sæti3 10/3, 11/3, 17/3, 18/3 FÖS. 17. FEB. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAU. 25. FEB. kl. 20 FÖS. 3. MAR. kl. 20 ÞRI. 28. FEB. kl. 9 UPPSELT MÁN. 06. MAR. kl. 9 UPPSELT ÞRI. 07. MAR. kl. 9 UPPSELT MIÐ. 08. MAR. kl. 9 UPPSELT MIND CAMP eftir Jón Atla Jónasson SUN. 19. FEB. SÍÐUSTU SÝNINGAR HVAÐ EF eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson VESTMANNAEYJAR ÞRI. 21. FEB KL. 9 - UPPSELT KL. 11 - UPPSELT KL. 13 - UPPSELT Námsmenn og vörðufélagar frá miðann á 1000 kr. í boði Landsbankans TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI                                      ! "          # $  %  &''() *+, -.(  /   % $  %  0)12 *+, -.( 3   %3 $  % 4  5  5    %    /    /  '6 , 7 '- / 888     9                         !" #"  $  %   &  "%'(%')  "  *   % +,    "% '(%-- Rússneska listakonan Lena von Lapschina sýnir nú myndbandsverk í anddyri Norræna hússins. Hún er fædd 1965 í Vestur-Síberíu en er bú- sett í Vín. Í fréttatilkynningu segir að myndböndin dragi fram mörkin milli pólitísks áróðurs og markaðs- áróðurs. Von Lapschina byggir verk sín upp á einfaldan hátt í formi ímyndaðra kennslumyndbanda, ann- ars vegar fyrir líkamsræktarstöð eins og til heilsbótar og fegurðar og hins vegar sem kennsluefni fyrir hermenn í þjálfun. Það kemur ekki á óvart að um eitt og sama myndband er að ræða sem varpað er á vegginn í tvennu lagi, en samhliða svo ein mynd skapast. Hér sýnir Lena menn og konur klædd kuldabún- ingum Síberíu framkvæma all- margar stuttar æfingar, fáránlegar, fyndnar, óþægilegar eða tilgangs- lausar eða allt þetta í senn. Það er síðan áhorfandans að skapa tvær ólíkar myndir úr sama myndefninu, allt eftir hinni tilbúnu umgjörð. Æf- ingar með spýtu miða annars vegar að því að stæla vöðvana en hins veg- ar verður spýtan að vopni í höndum mannsins í snjóbúningnum. Þetta er einfaldur leikur með þekkt fyr- irbæri, annars vegar það hvernig áhorfandinn vinnur úr þeim upplýs- ingum sem honum eru gefnar og hins vegar leikur með ákveðna þætti samtíma okkar og samfélags. Lík- amsræktarstöðvar gera sumar út á að þrautpína kúnna sína líkt og á heræfingum og kröfur samfélagsins um stinna vöðva og slétta maga eru líkastar agakröfum hersins. Stríð og friður eru orðin afstæð hugtök, lif- um við á friðartímum eða búum við stöðuga ógn? Æ fleiri Íslendingar ljá friðargæslunni þjónustu sína, klæðast búningi hermanna, vinna við heraga. Óöryggi, ótti við hryðju- verk, síaukin öryggisgæsla og við- búnaður hvar sem komið er kemur engum á óvart lengur, smátt og smátt verður þetta allt daglegt brauð og sjálfsagður hlutur. Mynd- bönd Lenu von Lapschina eru kær- komið innlegg í umræðu og vanga- veltur um það hvað sé stríð og hvað friður, hver sé hermaður og hver óbreyttur og ekki síst minnir það okkur á að gleyma ekki sjálfum okk- ur í ákafanum við að uppfylla kröfur umhverfisins. Stríð og friður Úr myndbandsverki Lenu von Lapschina. MYNDLIST Norræna húsið, anddyri Til 26. febrúar. Sýningar í anddyri eru opnar virka daga frá kl. 8-17 og 12-17 um helgar. Siberian beauty, Lena von Lapschina Ragna Sigurðardóttir HLJÓMSVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Nes- kirkju laugardaginn 18. febrúar nk. kl. 17. Á efnisskránni eru Fornar aríur og dansar (Svíta nr. 1) eftir Ottorino Respighi, Fiðlukonsert í e- moll eftir Felix Mendelssohn og Sinfónía nr. 8 í G-dúr eftir Antonín Dvorák. Einleikari á fiðlu er Hulda Jónsdóttir. Hulda er 14 ára gömul, fædd árið 1991. Hún hóf kornung nám hjá Lilju Hjaltadóttur í Suzuki- tónlistarskólanum Allegro, en hef- ur frá hausti 2003 stundað nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og nýtur nú handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Síðastliðið haust sigraði Hulda í samkeppni, sem haldin var innan skólans um að fá að koma fram sem einleikari á þess- um tónleikum. Þetta eru seinni tón- leikar Hljómsveitar Tónlistarskól- ans í Reykjavík á þessu skólaári. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafs- son. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan að húsrúm leyfir. Efnisstúlka spilar Mendelssohn konsertinn Hulda Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.