Morgunblaðið - 16.02.2006, Side 49

Morgunblaðið - 16.02.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 49 MENNING Hvenær eiga fræðimenn ogsérfræðingar að láta tilsín taka á opinberum vettvangi og tjá sig um málefni líðandi stundar? Ef þessir aðilar blanda sér í umræðuna um há- pólitísk mál, missa þeir þá tiltrú og eru ekki lengur marktækir sem hlutlausir vísindamenn? Eða er það siðferðileg skylda vísinda- manna að láta til sín taka þegar mikilvæg þjóðfélagsleg mál eru rædd, enda hafi þeir öðlast sér- fræðiþekkingu, iðulega menntast á kostnað skattborgaranna og séu í mörgum tilfellum ríkisstarfs- menn?“ Þannig spyr Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í sögu Mið- Austurlanda við Williams College í Massachusetts, í grein í nýjasta hefti Skírnis. Magnús Þorkell seg- ir að þessar spurningar séu ekki bara fræðilegar í augum margra sem fjalla um málefni Mið- Austurlanda heldur hvíli þær á þeim í daglegum störfum enda kysu þeir oft annars konar orð- ræðu en fer alla jafna fram í fjöl- miðlum um þetta fræðasvið og einkennist af fáfræði og yfir- borðsmennsku. Það getur hins vegar reynst tvíeggjað sverð fyrir þá að blanda sér í umræðuna, ekki síst vegna alvarlegra afleið- inga sem það getur haft á starfs- öryggi þeirra og jafnvel eigin vel- ferð. Magnús Þorkell gegnir, eins og áður sagði, stöðu lektors við bandarískan háskóla og verður að skilja orð hans í því samhengi. Það verður að minnsta kosti að teljast ólíklegt að háskólamenn hérlendis þurfi að óttast um starf sitt og velferð ef þeir taka þátt í opinberri umræðu um fræðasvið sitt hvert svo sem það kann að vera. Eða það myndi maður halda. Hins vegar má vekja at- hygli á annarri hlið þessa máls sem snýr sérstaklega að kenn- urum í Háskóla Íslands og vænt- anlega öðrum íslenskum rík- isháskólum.    Við Háskóla Íslands var komiðá svokölluðu vinnumatskerfi fyrir sjö árum. Það er hugsað sem hvatningakerfi fyrir kennara til þess að stunda rannsóknir eða öllu heldur birta rannsóknir sínar í viðurkenndum miðlum. Þetta gerir metnaðarfullum háskóla- kennurum kleift að hækka í laun- um sem fara þar með nær því sem gerist í háskólum í saman- burðarlöndum okkar. Þannig fá vísindamenn innan stofnunarinnar stig fyrir birt efni en fyrir hvert stig fá prófessorar nú um 23.000 krónur úr ritlauna- og rann- sóknasjóði sínum. Fyrir grein sem birt er í ritrýndu tímariti, oftast erlendu eins og gefur að skilja, er mest hægt að fá fimmtán punkta sem þýðir að höfundurinn fær greiddar 350.000 krónur úr sjóð- unum. Fyrir útgefna bók á fræða- sviði sínu getur höfundurinn alla jafna fengið mest sextíu stig, sem virðist lítið í hlutfalli við greina- skrif. Birt grein í Skírni svarar til tíu punkta. En punktafjöldinn er einnig mismikill eftir því hvert rannsóknarframlagið er, þýðingar eru til dæmis ekki hátt metnar (að hámarki tíu stig) og heldur ekki ritstjórnarvinna (eitt til fimm stig). Hugsanlegt er að þetta sé ástæðan fyrir því að þýð- ingar á mikilvægum erlendum fræðitextum eru ekki miklar að vöxtum þótt þær séu augljóslega mjög mikilvægar, og útgáfa á vönduðum greinasöfnum um af- mörkuð efni er satt að segja hverfandi hérlendis en slíkar bækur eru mjög algengar, mik- ilvægar og vinsælar á til dæmis enskri tungu. En hvað með þátttöku háskóla- manna í opinberri umræðu? Fást rannsóknarpunktar fyrir það? Svarið er nei. Og þá skiptir engu máli í hverju sú þátttaka felst. Fræðimaður sem birtir grein í Lesbók fær til dæmis ekki rann- sóknastig fyrir þá vinnu þó að hann sé þar augljóslega að birta rannsóknarniðurstöður. Það fæst heldur ekkert fyrir ritdóma eða aðra gagnrýni. Heldur ekkert fyr- ir aðsendar greinar. Væntanlega ekkert fyrir þáttagerð í útvarpi eða sjónvarpi. Og auðvitað fæst ekkert fyrir að taka þátt í um- ræðum í þeim miðlum, en hér er auðvitað átt við að viðkomandi fræðimaður sé að miðla fræðum sínum en ekki til dæmis pólitísk- um áróðri eða stuðningi við ákveðinn stjórnmálaflokk. Slík þátttaka í samfélagslegri umræðu er þó ekki að engu metin, kenn- arar fá svokölluð þjónustustig fyrir hana. Fyrir þau fá þeir eng- ar greiðslur en ásamt rann- sóknastigum, kennslustigum og stjórnunarstigum eru þau þó met- in saman til framgangs í launa- kerfi Háskólans. Fyrir grein í Lesbók, listgagnrýni eða þátttöku í umræðu um stjórnmálaástand getur fræðimaður fengið einn þjónustupunkt en það er þó háð mati hverju sinni.    Og nú vaknar sú spurninghvort áherslur vinnumats- kerfis Háskóla Íslands hafi áhrif á það hversu mikið fræðimenn við stofnunina taka þátt í opinberri umræðu. Vinnur kerfið ekki aug- ljóslega gegn því að kennarar við Háskólann blandi sér í umræðuna í samfélaginu? Hvers vegna ættu þeir að verja tíma sínum í skrif fyrir almenning, sem eru jafnvel ólaunuð, ef þeir geta varið honum í að safna rannsóknastigum? Augljóst er af grein Magnúsar Þorkels að þátttaka háskóla- manna í almennum umræðum um hans fræðasvið er mjög mikilvæg, ekki síst ef það á að takast að koma á farsælum og friðsælum samskiptum á milli Mið-Austur- landa og hins vestræna heims. Sjálfsagt geta flestir verið sam- mála um að þátttaka háskóla- manna í samfélagsumræðunni yf- irleitt sé afar mikilvæg, hún ætti að vera tæki til þess að auðvelda og auka skilning, víkka sjóndeild- arhringinn, minnka fordóma. Í víðara samhengi mætti líka benda á að með því að hvetja há- skólamenn til þess að miðla fræð- um sínum á íslenskri tungu er verið að efla hana. Vafalaust rat- ar ýmislegt sem vísindamenn við Háskóla Íslands eru að bauka aldrei inn í íslenskt mál. Spyrja mætti hvort þau fræði séu þá hluti af íslenskum veruleika. Háskólamenn og umræðan ’Og nú vaknar sú spurn-ing hvort áherslur vinnu- matskerfis Háskóla Ís- lands hafi áhrif á það hversu mikið fræðimenn við stofnunina taka þátt í opinberri umræðu. Vinnur kerfið ekki augljóslega gegn því að kennarar við Háskólann blandi sér í umræðuna í samfélaginu?‘ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Eru gluggarnir í Háskóla Íslands lokaðir? throstur@mbl.is Af listum Eftir Þröst Helgason JÓNAS Viðar Sveinsson heitir list- málari búsettur á Akureyri. Hann hefur verið virkur í listalífinu fyrir norðan. Rak hið ágæta 02 gallerí ásamt Þórarni Blöndal og rekur nú Jónas Viðar gallerí auk þess að vera sjálfur iðinn í sýningarhaldi á Ak- ureyri. Jónas heldur nú sína fyrstu stórtæku einkasýningu á höfuðborg- arsvæðinu. Nánar tiltekið í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti. Alls sýnir hann 10 landslagsmálverk undir heitinu „Portrait of Iceland“ (Portrett af Íslandi) sem eiga það sammerkt að sýna landið utan af sjó eða frá vatni. Jónas nálgast myndefnið sem skrásetjari. Hann tölusetur mynd- irnar og ritar á þær „Portrait of Ice- land“ líkt og hann sé að merkja þær fyrir auglýsingabækling eða seríu í „Iceland Review“. Virkar þar af leið- andi sem afhelgun. Sjónrænt líða málverkin fyrir all- svakalegan skyldleika við málverk Georgs Guðna Haukssonar. Skipt- ingin á myndfleti er sú sama og lit- urinn borinn á strigann í láréttum og lóðréttum rákum eins og Georg ger- ir. Helstu fráhvörfin eru þurr áferð ofan á gegnsætt efnið sem minnir þá á efnistök Guðbjargar Lindar og í framhaldi af því má svosem rifja upp skrásetningaráráttu Húberts Nóa. Þá er fátt eftir sem leiðir mann á ferskar slóðir. Þessir þrír listamenn ásamt Guðrúnu Kristjánsdóttur hafa haldið nokkuð vel utan um þessa teg- und landslagsmálverka síðastliðin 15 ár og gera það enn. Eflaust er erfitt að brjótast undan áhrifum þeirra ef maður á annað borð leitar til svip- aðra slóða í málverkinu og því er kannski ósanngjarnt af mér að setja þetta svona blákalt í það samhengi. En satt að segja á ég í erfiðleikum með að sjá hvar Jónas Viðar kemur sjálfum sér að í verkunum. Kannski felur hann sig í daufum blámanum eða í undirliggjandi stemmningu auglýsingabæklings. En þessir þættir eru ekki svo áberandi að þeir skeri sig úr í verkunum. Hinn sjón- ræni skyldleiki er í forgrunni og ger- ir málverkin frekar ótrúverðug. Hinn sjónræni skyldleiki Jón B.K. Ransu Snæfellsjökull frá sjó, á sýningu Jónasar Viðars hjá Sævari Karli. MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Opið á verslunartíma. Sýningu lýkur 23. febrúar. Jónas Viðar Sveinsson Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.