Morgunblaðið - 23.02.2006, Side 2

Morgunblaðið - 23.02.2006, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALLDÓR HITTI BLAIR Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra átti fund með Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í Down- ingstræti 10 í gær. Þeir ræddu m.a. Evrópumálin, Atlantshafs- bandalagið, öryggi á Norður- Atlantshafi auk samvinnu og sam- skipta landanna á alþjóðavettvangi og í viðskiptum. Þá bauð Halldór Tony Blair að koma til Íslands og sagðist Blair hafa áhuga á því en vera önnum kafinn. Víðtæk áhrif gengisfallsins Áhrif af gengisfalli íslensku krón- unnar í gær eru talin hafa teygt sig alla leið til Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. Veiking gengis nokkurra svonefndra ný- markaðslanda á mörkuðum í gær var rakin til gengisfalls krónunnar. Margir fjölmiðlar víða um heim fjöll- uðu í gær um veikingu krónunnar og hættuna á hruni eða brotlendingu í íslensku efnahagslífi. Óvissa í Írak Gullna moskan, einn mesti helgi- staður sjíta í Írak, var að hluta sprengd í loft upp í gær og eru liðs- menn al-Qaeda í landinu grunaðir um verknaðinn. Brugðust sjítar ævareiðir við skemmdarverkinu og réðust á moskur súnníta víða um landið. Talið er, að tilgangurinn með árásinni á Gullnu moskuna hafi verið að ýta undir átök milli trúarhópanna og spilla fyrir myndun nýrrar rík- isstjórnar í landinu. Hafa trúar- leiðtogar og stjórnvöld hvatt fólk til að stilla sig en mikil ólga er í landinu og loft lævi blandið. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 33 Fréttaskýring 8 Brids 35 Úr verinu 13 Skák 35 Erlent 14/16 Minningar 36/37 Minn staður 20 Hestar 41 Höfuðborgin 22 Myndasögur 41 Akureyri 22 Dagbók 42/45 Suðurnes 23 Staður og stund 44 Austurland 23 Leikhús 46 Menning 24/25, 46/53 Bíó 50/53 Daglegt líf 26/30 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 Umræðan 32/34 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                        VEGFARENDUR sem leið eiga hjá Tjörninni þessa dagana hafa margir hverjir komið auga á kynlegt „umferðarskilti“ sem stendur úti í vatninu. En hér er um að ræða eitt af tuttugu skiltum sem Stella Sigur- geirsdóttir myndlistarkona hefur búið til og eru hluti af sýningunni „Hvert förum við nú nema hvergi?“ sem opnuð verður á upphafskvöldi vetr- arhátíðar í dag, fimmtudag, og stendur fram yfir menningarnótt. Skiltin eru sett upp víðs vegar um bæinn, en Stella kallar þau „minningarstólpa.“ Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu, segir sýningu Stellu afar áhuga- verða og hugvekjandi, en hún verður opnuð með „af- hjúpun“ skiltisins í Tjörninni. „Það er erfitt að breiða yfir verkið þarna úti í tjörninni, svo við mun- um afhjúpa það með því að lýsa það upp,“ segir Sif. „Sýningin er umfangsmikil og er skiltin að finna allt frá Suðurgötu og upp á Rauðavatn.“ Öll skiltin eiga það sameiginlegt að þau eru að stærð og lögun eins og umferðarskilti, en með því vísar Stella til þess hvernig fólk þekkir skilti án þess að hafa nokkuð fyrir því. Hins vegar setur listakon- an á skiltin táknmyndir sem Íslendingar kannast vel við en setur þær í allt annað samhengi. Þannig er skilti á miðri Suðurgötunni með mynd af Keili, en hann blasir einmitt við beint af augum þegar Suðurgatan er ekin. Á Rauðavatni er skilti með mynd af húsflugu en á Geirsnefi, þar sem borg- arbúar viðra hunda sína er skilti með mynd af vaski. Morgunblaðið/Kristinn Ísland í miðri tjörninni GÍSLI Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir að rætt hafi verið nokkrum sinnum um stærðarmörk bifreiða sem fara um Hvalfjarðar- göng og greiðslur fyrir þær í stjórn félagsins eftir að litlum pallbifreið- um fjölgaði. Hins vegar hafi þessi lengdarmörk verið sett í upphafi eins og öllum hafi verið ljóst. Sex metra bílar og lengri séu auk þess talsvert þyngri en þessi venjulegi fólksbíll. Ellen Ingvadóttir ritar grein í Morgunblaðið í gær um verðmun á ferð um Hvalfjarðargöng þar sem meðal annars kemur fram að verð- munur eftir því hvort farið er á fólksbíl eða pallbíll er 2000 kr. mið- að við eina ferð. „Við eigum mjög erfitt með að taka tillit til tískubreytinga í fólks- bílaeign landsmanna og það er líka ljóst að þótt við myndum lengja mörkin myndu eftir sem áður ein- hverjir lenda á mörkunum,“ sagði Gylfi. Hann sagði að þessi verðmunur milli gjaldflokka hefði verið svona í átta ár og hefði heldur farið lækk- andi og ekki valdið vandræðum hingað til. Hins vegar væri stjórn félagsins alltaf með þessi mál í skoðun frá einum tíma til annars. Hlutfallslega mun meiri munur er milli 1. og 2. flokks, en 2. og 3. flokks, en í þann flokk lenda bifreið- ar sem eru 12 metrar eða lengri. Ferð um göngin fyrir slíkan bíl kostar 3.800 krónur, en 3.000 fyrir bíl lengri en sex metrar og 1.000 kr. fyrir fólksbíl. Aðspurður hvort þetta sé eðlilegur munur sagði Gísli það út af fyrir sig þess virði að skoða það hvort þetta sé réttur munur, en á hinn bóginn hafi þetta fengið að vera svona í átta ár og þeir hafi ekki fengið mikil viðbrögð við þessari gjaldskrá frá atvinnubílstjórum. Gjaldflokkaskipting Hvalfjarðarganga óbreytt í átta ár Stærðarmörk bifreiða rædd nokkrum sinnum ÞORSTEINN I. Sigfússon, prófess- or við Háskóla Íslands, fékk tvær viðurkenningar fyrir störf í þágu vetnismála á ráðstefnu í Moskvu á dögunum. Önnur viðurkenningin var fyrir framlag hans til vetnismála á Ís- landi en Þorsteinn hefur í gegnum tíðina skrifað mikið um orku- og vetnismál. Hin viðurkenningin sem Þorsteinn veitti viðtöku var fyrir árangur af starfi IPHE, Inter- national Partnership for Hydrogen Economy, sem er samstarf fimmtán ríkja og hefur það að markmiði að efla alþjóðlegt samstarf og rann- sóknir á sviði vetnis. Þorsteinn er formaður framkvæmdanefndar IPHE. Ráðstefnan var haldin í tengslum við fund fjármálaráðherra G8 í Moskvu þar sem m.a. voru rædd orku- og efnahagsmál heimsins. Mennta- og vísindaráðuneyti Rúss- lands stóð fyrir ráðstefnunni og hélt þar fjöldi fræðimanna með er- indi, meðal annars Þorsteinn. Í erindi sínu fjallaði hann um þann vaxandi áhuga sem er í heim- inum á möguleikum vetnis sem orkubera framtíðar. Þorsteinn I. Sigfússon hlaut viðurkenningu í Moskvu Þorsteinn I. Sigfússon HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugs- aldri í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, alls 241 þúsund krónur. Falsaði víxla og borgaði ekki leigubíl Maðurinn var ákærður fyrir að selja þrjá falsaða víxla, tvo sem námu 650 þúsund krónum og einn upp á 300 þúsund krónur, og fyrir að greiða skuld upp á 700 þúsund krónur með fölsuðum víxli. Hann var ennfremur ákærður fyrir að greiða ekki ökumanni leigubifreiðar ökugjald upp á 10 þúsund krónur fyrir ferð frá Leifs- stöð á Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Ákærði játaði að hafa greitt skuldina með fölsuðum víxli, sem og að hafa ekki greitt leigubílstjóranum fyrir umbeðna ferð en neitaði sök fyrir sölu á víxlunum þremur. Í dóminum kemur fram að ákærði hafi verið reikull í framburði sínum og m.a. játað fyrir lögreglu að hafa falsað nafn sitt á víxilskjölin. Þótti ljóst að ákærði hefði afhent víxlana og ver- ið kunnugt um að þeir væru fals- aðir. Símon Sigvaldason héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Verjandi mannsins var Hilmar Ingimarsson hrl. og sækjandi Guðjón Magn- ússon, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Skilorðsbundið fang- elsi fyrir skjalafals LÍÐAN fimmtán ára stúlku sem slasaðist alvarlega þegar ekið var á hana á Bæjarbraut í Garðabæ á miðvikudag fyrir viku er óbreytt, samkvæmt upplýsingum frá Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. Hún liggur á gjörgæsludeild þar sem henni er haldið sofandi í önd- unarvél. Stúlkan var fótgangandi á leið yfir götuna á gangbraut þegar slys- ið átti sér stað. Talið er að ökumað- ur bifreiðarinnar hafi blindast af sólinni. Óbreytt líðan eftir umferðarslys NAUMUR meirihluti Reykvíkinga myndi frekar vilja sjá Dag B. Egg- ertsson, frambjóðanda Samfylk- ingarinnar til borgarstjórnar, sem borgarstjóra en Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, frambjóðanda Sjálf- stæðisflokksins. Í nýlegri könnun sem Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna kom fram að 42,9% aðspurðra sögðust vilja sjá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra en 39,9% vildu sjá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Dagur nýtur umtalsvert meiri stuðnings meðal kvenna en karla, en Vil- hjálmur meiri stuðnings karla al- mennt. Samfylkingarmenn og vinstri-grænir vildu frekar sjá Dag í sæti borgarstjóra en 90% sjálfstæðismanna vildu frekar sjá Vilhjálm. Kjósendur Framsókn- arflokksins voru frekar á báðum áttum. Þó kusu rúm 57% fram- sóknarmanna heldur Dag B. Egg- ertsson. Lítill munur á Degi og Vilhjálmi SAMKVÆMT lauslegri áætlun, sem byggist á veltutölum lyfjaverslana, er talið að 24,5% virðisaukaskattur af lyfjum hafi skilað ríkissjóði um 830 milljónum á árinu 2003, 920 milljónum á árinu 2004 og 940 millj- ónum á síðasta ári. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyr- irspurn Jóns Kr. Óskarssonar, varaþingmanns Samfylking- arinnar. Þingmaðurinn spyr hvert tekjutap ríkissjóðs yrði ef virð- isaukaskattur á lyfjum yrði lækk- aður í 14% eða 7%. Í svarinu segir að miðað við áætlaðar tölur fyrir árið 2005 yrði tekjutap ríkissjóðs 400 milljónir miðað við 14% virð- isaukaskatt og 670 milljónir miðað við 7% virðisaukaskatt. Því er bætt við að engin áform séu uppi um lækkun virðisaukaskatts á lyfjum á næsta ári. 940 milljónir á síðasta ári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.