Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 11 FRÉTTIR ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra sagði á Alþingi í gær að sér væri ekki kunn- ugt um að ólga hefði gripið um sig meðal innflytjenda hér á landi vegna birtinga teikninga af Múhameð spámanni í Jót- landspóstinum. Þetta kom fram í umræðu utan dagskrár um stöðu útlendinga hér á landi. Hjálmar Árnason, þingmaður Fram- sóknarflokks, var málshefjandi umræð- unnar. Hann gerði teikningarnar og birt- ingu þeirra að umtalsefni og sagði m.a. að umræðurnar um það snerust um ólíka menningarheima. „Annars vegar getum við sagt að þar fari fram sú skoðun að hafa ómælda virðingu fyrir tjáningarfrelsinu og hins vegar virðing fyrir umfjöllun um trúarbrögð. Þar mætast menningarheimar og ólík sjónarmið. Þessi ólíku viðhorf hafa leitt til að upp úr sauð og það má segja að heimurinn óbeint logi af átökum vegna þessa.“ Félagsmálaráðherra sagði að viðbrögð fólks um allan heim við birtingu teikning- anna í Jótlandspóstinum gæfu tilefni til að fara yfir það hvernig staðan væri hér á landi. „Við höfum fylgst grannt með mál- um undanfarnar vikur og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér er mönnum ekki kunnugt um að ólga hafi gripið um sig meðal innflytjenda á Íslandi vegna þessa máls, eða komið hafi til sér- stakra árekstra vegna þess.“ Ráðherra fór því næst yfir málefni inn- flytjenda hér á landi og rifjaði m.a. upp að hann hefði skipað sérstakt innflytjendaráð sl. haust. Það ráð væri nú m.a. að vinna að verkáætlun og forgangsröðun verkefna. Auk þess sagði hann að nú væri í undirbún- ingi stofnun samráðshóps trúfélaga á Ís- landi, m.a. með þátttöku þjóðkirkjunnar og Alþjóðahússins. Stefnt væri að því að öllum skráðum trúfélögum yrði boðin þátttaka. Ekki kunn- ugt um ólgu meðal innflytjenda „MARKMIÐ málþingsins er að skoða stöðu Greiningarstöðvarinnar í fortíð, nútíð og fram- tíð frá sjónarhóli stofnunarinnar, neytenda þjónustunnar og ráðuneytisins,“ segir Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, en stöðin fagnar 20 ára afmæli sínu með málþingi á Grand hóteli á morgun milli kl. 13 og 15 og er málþingið öllum opið. Árni Magnússon félagsmálaráðherra set- ur málþingið, en síðan taka fræðimenn og að- standendur til máls. „Ásgeir Sigurgestsson, sálfræðingur og fyrr- verandi framkvæmdastjóri Greiningarstöðvar- innar, mun fara yfir sögu stofnunarinnar, hvernig stöðin varð til, hvers vegna menn fóru þessa leið á sínum tíma og hvernig þróunin hafi verið á sl. 20 árum. Síðan ætlar dr. Tryggvi Sig- urðsson, yfirsálfræðingur stofnunarinnar, að ræða þá hugmyndafræði sem er undirstaða starfsemi stofnunarinnar, en hún er að greining sem leiðir til markvissrar ráðgjafar og íhlut- unar skipti verulegu máli fyrir skjólstæðinga hennar, bæði hvað varðar aðlögun fjölskyldunn- ar að breyttum aðstæðum og ekki síður með því að stuðla að bættum framtíðarhorfum fyrir barnið. Við ætlum að fá fram sjónarmið foreldris á málþinginu, Gerðar A. Árnadóttur, sem nýlega varð formaður Þroskahjálpar, en hún mun fjalla um stofnunina frá sjónarhóli neytenda. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreining- ar, mun fjalla um mikilvægi rannsókna í starf- semi stofnunar sem Greiningarstöðvar, en Greiningarstöðin er í samstarfi við ÍE um víð- tæka rannsókn á eðli og erfðum einhverfu og skyldra raskana. Loks mun Þór G. Þórarinsson, skrifstofu- stjóri fjölskylduskrifstofu í félagsmálaráðu- neyti, fjalla um framtíðarsýn ráðuneytisins í þessum málaflokki og hlutverk Greiningar- stöðvarinnar til framtíðar,“ segir Stefán. tilvísunum á stofnunina, vegna barna með al- varlegar þroskaraskanir sem eiga á hættu að verða fötluð á fullorðinsárum, hefur fjölgað gíf- urlega á síðustu árum,“ segir Stefán og tekur fram að sökum þessa séu nú yfir 200 börn á bið- lista. Spurður um ástæðu þessarar fjölgunar til- vísana segir Stefán þar um að ræða nokkra samverkandi þætti, s.s. betri greiningartæki ut- an stofnunarinnar sem og aukna vitund og þekkingu á gildi þess að skilgreina vanda og taka á honum snemma til þess að efla barnið til framtíðar. Vonar að hægt verði að koma biðlistum í jafnvægi eftir 2–3 ár Inntur eftir því hvort og hvenær séð verði fyrir endann á biðlistanum segist Stefán gera sér vonir um að hægt verði að koma biðlistum stofnunarinnar í jafnvægi eftir tvö til þrjú ár miðað við áframhaldandi uppbyggingu. „Fyrir tveimur árum mátum við í samstarfi við félags- málaráðuneyti það sem svo að við þyrftum 12 stöðugildi á fjórum árum til viðbótar við þann mannafla sem við höfðum þá. Við erum hálfn- aðir á þeirri leið, þ.e. búin að fá sex ný stöðu- gildi, og reiknum með því að við fáum viðbót- arstöðugildi á næstu og þarnæstu fjárlögum.“ Spurður hver framtíðarsýn hans sé fyrir Greiningarstöðina segist Stefán sjá fyrir sér að stöðin verði sérhæfðari og geti í auknum mæli farið að sinna rannsóknum og fræðslustarfi. „Ég sé fyrir mér í framtíðinni að við sinnum mest þeim börnum sem eru með tiltölulega sjaldgæfar eða flóknar fatlanir. Einnig sé ég fyrir mér að hægt verði að efla samvinnuna við aðra aðila, t.d. greiningarteymi sveitarfélaga og heilbrigðiskerfis, þannig að hægt verði að sinna börnum sem glíma við algengari fatlanir, í nær- samfélagi barnanna. Þannig myndum við virka fremur sem nokkurs konar bakhjarl eða móð- urskip fyrir greiningar- og ráðgjafarteymi utan stofnunarinnar, auk þess að þjóna þeim börnum sem búa við sjaldgæfari eða alvarlegri fatlanir,“ segir Stefán að lokum. Að sögn Stefáns er Greiningarstöð ríkisins landsstofnun á vegum félagsmálaráðuneytis, sem starfar að velferð fatlaðra barna og fjöl- skyldna þeirra. „Á Greiningarstöð starfa nú rúmlega 40 manns úr flestum stéttum sem koma að málefnum barna með þroskafrávik og fatlanir. Þar fer fram greining á eðli og umfangi fötlunar og lögð á ráðin um aðgerðir til að minnka áhrif hennar á líf barnsins og fjölskyld- unnar til framtíðar. Börnum er vísað þangað m.a. af barnalæknum og ráðgjöfum skóla og leikskóla, þegar grunur hefur vaknað um þroskahömlun, hreyfihömlun eða einhverfu, og koma þangað börn af öllu landinu,“ segir Stefán. Sífellt aukin eftirspurn eftir þjónustu stofnunarinnar Aðspurður segir Stefán stöðinni árlega ber- ast um 250 nýjar tilvísanir. „Okkar þjónusta hefur orðið eftirsóttari á síðari árum, þannig að Málþing í tilefni af 20 ára afmæli Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins Aukin meðvitund um gildi þess að taka snemma á vandanum Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Morgunblaðið/ÞÖK ALÞJÓÐAHÚS og Lands- virkjun hafa gert með sér samning um að auka umræðu og fjölga viðburðum sem tengj- ast fjölmenningu á Íslandi. Fyrsta skrefið í samstarfinu er tekið á Þjóðahátíð, 26. febrúar, en Landsvirkjun mun styrkja hátíðina og jafnframt standa fyrir myndasýningu um mann- lífið á Kárahnjúkum á hátíð- inni. Þá ætla Landsvirkjun og Alþjóðahús að vinna saman að undirbúningi sýningar og fjöl- breyttum viðburðum í Ljósa- fossstöð við Sogið í sumar sem minna eiga á málefni innflytj- enda og hinar ýmsu hliðar fjöl- menningar á Íslandi. Síðast en ekki síst er stefnt að því að halda námskeið um menning- arfærni fyrir starfsmenn Landsvirkjunar, segir í frétta- tilkynningu. Þjóðahátíð Alþjóðahússins, sem nú er haldin í þriðja skipt- ið, verður að þessu sinni haldin í Blómavalshúsinu við Sigtún í Reykjavík. Þar mun fólk frá yfir 30 löndum kynna uppruna sinn og menningu og spjalla við gesti. Opnað verður mark- aðstorg og skemmtiatriði verða á sviði allan daginn. Hátíðin er haldin í tengslum við Vetrar- hátíðina. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrita samninginn. Landsvirkjun og Al- þjóðahús í samstarf „VIÐ höfum talað um það í nokkur ár að skattar hafi hækkað, sér í lagi á lægstu laun ellilífeyrisþega, þ.e. grunnlífeyri, tekjutryggingu og skertan tekjutryggingarauka,“ segir Ólafur Ólafsson, formaður Lands- sambands eldri borgara (LEB). Í fréttatilkynningu kemur fram að LEB hafi lagt fram ítarleg gögn mörg undanfarin ár um að skatt- byrði allflestra eldri borgara hafi þyngst frá 1995 og ennþá meira frá 1988. Byrðin hefur aukist mest hjá þeim sem hafa lægstu ellilaunin. „Allflestir, er kynnt hafa sér útreikn- inga okkar, þar á meðal prófessorar við HÍ, sérfræðinefnd heilbrigðis- ráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Landssambands eldri borgara hafa komist að framangreindri niður- stöðu. Í samtali ríkisskattstjóra við NFS 24. janúar s.l. kom fram að að hans áliti séu upplýsingar um aukna skattheimtu réttar. Ríkisskattstjóri, sem hefur mest vit á þessu, sagði að rýrnun persónuafsláttar leiddi til meiri skattbyrði á lægri tekjur. Í þeim hópi eru allflestir ellilífeyris- þegar. Ljóst er að nú þarf ekki frek- ari vitna við. Krafa LEB er því að stjórnvöld hefjist nú þegar handa við að auka kaupmátt ellilífeyrisþega eftir skatta.“ Ólafur sagði að þótt álagning- arprósenta skatta hefði vissulega lækkað á undanförnum árum hefðu skattleysismörkin staðið í stað að raungildi. „Skattleysismörkin ættu nú að vera 107 þúsund krónur en eru 79 þúsund,“ sagði Ólafur. „Fyrir fólk á bótum þýðir þetta gífurlega mikið. Það er að borga stærri hlut af tekjum sínum í skatt en áður.“ Ólafur sagði að menn hefðu deilt um þetta atriði og margir komist að sömu niðurstöðu og LEB eftir að hafa skoðað málið. „Sérstaklega má benda á að ríkisskattstjóri hefur gef- ið yfirlýsingu um að skattar hafi hækkað, sérstaklega á lægstu laun.“ LEB hefur ekki fengið þann stuðning sem það hefur óskað eftir í baráttu sinni, að minnsta kosti ekki hjá fjármálaráðuneytinu, að sögn Ólafs. Samráðsnefnd ráðuneyta fjár- mála og heilbrigðis- og trygginga- mála og LEB hefur hafið störf og er stefnt að því að hún ljúki störfum á hausti komanda. „Við teljum nauð- synlegt að sannleikurinn komi í ljós og menn bregðist þá við honum. Ég trúi ekki öðru,“ sagði Ólafur. Landssamband eldri borgara segir skattbyrði hafa þyngst Skattar hafa hækkað, einkum á lægstu laun RÍKISSKATTSTJÓRI sendi frá sér yfirlýsingu í gær í tilefni af frétta- tilkynningu Landssambands eldri borgara og fréttaflutningi RÚV 22. febrúar 2006. Þar segir m.a.: „Í morgunfréttum RÚV í dag, 22. febrúar, er því haldið fram að rík- isskattstjóri hafi staðfest útreikn- inga Landsambands eldri borgara þess efnis að skattbyrði flestra eldri borgara hafi þyngst. Er sú frétt byggð á fréttatilkynningu LEB dags. 21. febrúar 2006. Af þessu til- efni vill ríkisskattstjóri taka eftirfar- andi fram. Ríkisskattstjóri hefur ekki lagt mat á útreikninga LEB eða annarra í þessu efni og ekki staðfest eða hafnað niðurstöðum þeirra eða ann- arra í þeirri umræðu um skattbyrði, sem fram hefur farið. Þá er ekki rétt sem lesa má út úr fréttatilkynningu LEB að gögn þess efnis sé að finna á heimasíðu RSK.“ Í yfirlýsingunni er vísað til þess að ríkisskattstjóri hafi í nokkur ár birt á heimasíðu sinni ítarlegar upplýsing- ar um álagða skatta, skattstofna o.fl. Upplýsingarnar séu öllum aðgengi- legar og hverjum sem er frjálst að nota þær. Það geri embættið hins vegar ekki ábyrgt fyrir þeim niður- stöðum sem þessir aðilar kunna að fá úr útreikningum sínum eða þeirri túlkun sem þeir kunna að leggja í þær. Ríkisskattstjóri ekki lagt mat á útreikninga LEB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.