Morgunblaðið - 23.02.2006, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 13
ÚR VERINU
Í SIGLUFIRÐI var fyrir skömmu
tekinn í notkun nýr björgunarbátur
og hlaut hann nafnið Sigurvin eins
og eldri báturinn sem þar hefur ver-
ið um árabil. Nýi báturinn kemur frá
Englandi og er sömu gerðar og aðr-
ir bátar sem keyptir hafa verið það-
an undanfarið og munu nú alls ellefu
bátar sömu gerðar vera komnir
hingað til lands.
Hann var smíðaður árið 1988,
kaupverð var um 11 milljónir króna
og þá er eftir að setja öll björgunar-
og öryggistæki í hann.
Ómar Geirsson er umsjónar-
maður bátsins. Hann sagði að Sig-
urvin væri þegar búinn að fá sína
eldskírn. Honum var siglt frá
Reykjavík ásamt öðrum samskonar
bát sem fór á Vopnafjörð og þeir
fengu suðvestan 27 metra á sekúndu
og talsverðan sjó á Faxaflóanum og
Breiðafirðinum. Ómar sagðist vera
ánægður með hvernig báturinn
hefði staðið sig við þessar aðstæður.
Einnig í þeim eina björgunarleið-
angri sem búið er að fara á bátnum
til þessa en þá var 270 tonna skip
sem varð vélarvana norður í hafi
dregið inn til Siglufjarðar.
Ómar segir að nýi báturinn sé
rúmbetri en sá eldri . Þá er aðstaða
fyrir sjúkrabörur og hægt að hólfa
af pláss t.d. ef læknir er að sinna
sjúklingi. Báturinn er með tvær
skrúfur og í honum eru tvær afl-
vélar samtals 815 hestöfl.
Það er Björgunarbátasjóður
Siglufjarðar sem sér um rekstur
bátsins og að manna hann þegar
þörf er á. Það er 10–12 manna öfl-
ugur kjarni sem er utan um þetta fé-
lag, menn með skipstjórnarréttindi
sem eru komnir í land og að mestu
hættir sjómennsku að sögn Ómars
Geirssonar.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Nýr björgunarbátur
tekinn í notkun
HINN ÁRLEGI Skrúfudagur Fjöl-
tækniskóla Íslands verður haldinn
hátíðlegur hinn 25. febrúar næst-
komandi, og verður það í 44. sinn
sem hann er haldinn.
Skrúfudagurinn var haldinn í
fyrsta sinn árið 1962, og fyrstu árin
bar hann upp á 12. febrúar, en það
var afmælisdagur Gunnars heitins
Bjarnasonar fyrrum skólameistara
Vélskóla Íslands. Fyrst um sinn bar
þennan dag upp í lok svokallaðrar
starfsviku skólans, og að loknum
þessum degi tíðkaðist að nemendur
Vélskólans, ásamt Vélstjórafélagi Ís-
lands og kvenfélaginu Keðjunni (fé-
lagi eiginkvenna vélstjóra), héldu
sína árshátíð, en nú verður hún 31.
mars.
Nöfnin Skrúfan, rit útskriftar-
nema Vélskólans, og Skrúfudagur-
inn tengjast að sjálfsögðu hinu
gamla merki skólans, en það var að
skipsskrúfa og hringfari, en var það
merki fengið „að láni“ frá Vélskól-
anum í Kaupmannahöfn, en þar sem
það þótti prýðisfallegt var því haldið
þar til að nú fyrir skemmstu samein-
uðust Stýrimannaskólinn í Reykja-
vík og Vélskóli Íslands í Fjöltækni-
skóla Íslands.
Í starfsvikunni er gert hlé á
kennslu í eina viku og nemendum
gefinn kostur á að heimsækja fyr-
irtæki og stofnanir, einkum þær sem
tengjast náminu eða starfi að námi
loknu. Starfsvika skólans hefst þessa
önnina á Skrúfudeginum, þar sem
fólki verður boðið í heimsókn í skól-
ann til að kynna sér aðstöðuna og að-
setur. Fyrirtæki kynna starfsemi
sína.
Skrúfu-
dagurinn í
44. sinn
Mitsubishi Pajero Dakar - 35” breyttur.
Mitsubishi
Pajero
með aflauka
bílar á morgun