Morgunblaðið - 23.02.2006, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞAÐ er raunhæfur möguleiki
að koma tölvuleiknum EVE-
online á lófatölvu, samkvæmt
niðurstöðum verkefnis þeirra
Ágústs Hlyns Hólmgeirs-
sonar og Andra Mar Jóns-
sonar, sem báðir stunda nám í
tölvunarfræði við Háskólann í
Reykjavík. Verkefni þeirra
nefnist EVE-Mobile – Fjað-
urvigtarviðmót á leikinn
EVE-online. Enginn fjölspil-
araleikur á borð við EVE-
online eða leikur af svipaðri
stærðargráðu hefur áður ver-
ið útfærður fyrir lófatölvur og
gæti útfærslan opnað nýjar
víddir í leikinn og þar af leið-
andi verið verðmæt fyrir eig-
endur hans.
„Verkefnið okkar gekk út á
að taka ákveðna hluta af
tölvuleiknum EVE-online og
koma þeim niður á lófatölvu.
Þetta miðast þá við hluta
leiksins sem krefjast ekki
mikillar grafískrar vinnslu
eins og kaup og sölu á mörk-
uðum, þjálfun leikmanna og
þess háttar,“ segir Ágúst.
„Við vildum fyrst og fremst
kanna hvort hægt væri að
koma svona stórum og öfl-
ugum leik niður á lófatölvu en
þessi leikur er líka heill heim-
ur sem hefur mikla vídd inn í
hinn raunverulega heim. Með
því að koma hlutverkum í
leiknum yfir á lófatölvu er í
raun verið að sýna fram á að
ýmislegt tengt raunveruleik-
anum getur komist niður á
lófatölvu.“
Frumútgáfa lofar góðu
EVE-online er íslenskur
fjölspilunarleikur frá CCP og
er hann gífurlega mikið spil-
aður um allan heim. Leik-
urinn er geimleikur þar sem
hver og einn býr til og þróar
sinn leikmann og lætur hann
sinna ýmsum verkefnum í
geimnum.
„Netsetur Háskólans í
Reykjavík fékk þessa hug-
mynd og auglýsti í skólanum.
Við sóttum um og fengum
þetta sumarstarf,“ segir
Ágúst en verkefnið var unnið
fyrir Háskólann í Reykjavík
og CCP, sem er íslenska fyr-
irtækið sem þróar EVE-
online. Leiðbeinendur voru
Björn Brynjúlfsson, sérfræð-
ingur á rannsóknarstofu í net-
kerfum, Gísli Hjálmtýsson,
prófessor í tölvunarfræði, og
Gunnar Kristjánsson, MA-
nemi í tölvunarfræði, allir við
Háskólann í Reykjavík.
Frumútgáfa af leiknum
fyrir lófatölvur lofar góðu og
inniheldur mikið af þeirri
virkni sem sítengdir spilarar
sækjast eftir að hafa.
„Þetta gekk mjög vel og
margfalt betur en allir bjugg-
ust við,“ segir Ágúst, en hug-
myndin er ennþá í þróun.
„Það er ekki hægt að segja til
um það á þessari stundu
hvernig þetta fer en ég vonast
til þess að þetta verði not-
hæft.“
Morgunblaðið/Ómar
Andri Mar Jónsson og Ágúst Hlynur Hólmgeirsson.
Hluta EVE-online-tölvu-
leiksins komið í lófatölvu
BJARKI M. Karlsson, MA-
nemi í íslenskum fræðum við
hugvísindadeild Háskóla Ís-
lands, lýsir verkefni sínu, Uni-
code tölvuletur fyrir íslensk og
færeysk fræði, sem stafatöflu-
samhæfingu ýmissa sértákna
sem notuð eru í íslenskum
fræðum og á latínuletri al-
mennt. Hann greindi þörf ís-
lenskra og færeyskra fræða
fyrir samhæft tölvuletur og
reyndust fyrirliggjandi let-
urskrár (fontar) vera óstaðl-
aðar og skorta ýmis mikilvæg
leturtákn.
„Það hefur verið vandamál
að fá samhæfðar leturskrár
fyrir sértákn íslensku fræð-
anna sem notuð eru til dæmis
við handritaskrift, hljóðskrift
og samanburðarmálfræði.
Þetta er fjöldi tákna og verk-
efnið lýtur að því að ná al-
þjóðlegu samstarfi innan
fræðageirans um hvernig skuli
haga stafatöflum svo menn geti
skipst á leturskrám,“ segir
Bjarki og er markmið verkefn-
isins því að gera aðgengilegra
að vinna með umrædd tákn á
tölvutæku formi. „Menn hafa
lent í að þurfa að nota margar
leturskrár í einu skjali sem
jafnvel passa ekki saman og
hafa ekki getað sent skjöl með
þessum táknum á milli tölva.“
Bjarki fékk stuðning og að-
stöðu til verkefnisins hjá stofn-
un Árna Magnússonar á Ís-
landi og leiðbeinandi hans var
Guðvarður Már Gunnlaugsson,
fræðimaður við stofnunina.
„Hann er einn okkar fremsti
maður á þessu sviði og það var
auðvitað alveg ómetanlegt að
hafa hann sem bakhjarl.“
Hugmyndin
kviknaði í náminu
Alþjóðlegur staðall UNI-
CODE um tölvuletur lýtur
ströngum reglum um hvað
megi fara inn í hann. Bjarki
segir reynt að koma sem
flestum táknum í hann
en að einnig hafi hann
fengist við tákn sem
heyri undir fagundir-
staðalinn MUFI.
„Þá sameinast menn
um að nota hinn óstaðl-
aða hluta UNICODE á
samhæfðan hátt,“ segir
hann en hugmynd að
verkefninu kviknaði við
námið.
„Það hefur verið
vandamál að geta ekki skipst á
skrám til dæmis á milli fræði-
manna eða kennara og nem-
enda.“
Bjarki segir vinnuna svipaða
þeirri sem fram fór til þess að
koma íslensku stöfunum inn í
stafatöflur, en að nú sé átt við
óopinberan fagstaðal ákveðins
fræðasviðs en ekki opinberan
alþjóðastaðal. Fyrstu let-
urskrárnar í framhaldi af verk-
efninu eru væntanlegar í
næsta mánuði.
„Útkoma verkefnisins var
tillaga um að fá leturtákn sam-
þykkt inn í fagstaðalinn og
flest þeirra voru samþykkt.
Næsta skref er svo að fá letur
sem styður þau,“ segir Bjarki.
Morgunblaðið/Ásdís
Bjarki Már Karlsson
Íslensk og færeysk sértákn
inn í leturskrár
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands afhent
Fjögur verkefni eru tilnefnd til nýsköpunarverðlauna forseta
Íslands, sem afhent verða á Bessastöðum í dag, en verðlaunin
eru árlega veitt námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi
starf við úrlausn verkefnis sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði
námsmanna. Verðlaunin eru nú veitt í ellefta sinn en markmið
sjóðsins eru að útvega áhugasömum nemendum sumarvinnu
við metnaðarfull og krefjandi rannsóknaverkefni og að stuðla
að nýsköpun. Hrund Þórsdóttir ræddi við nemendurna sem
unnu verkefnin sem tilnefnd eru. Morgunblaðið/Kristinn
SPORT-COOL-tæknin er
byltingarkennd aðferð við
meðhöndlun íþróttameiðsla og
var hún viðfangsefni þeirra
Sigurðar Arnar Aðalgeirs-
sonar og Jóns Steinars Garð-
arssonar, í verkefninu Sport
Cool – Ný tækni til að lina
þjáningar við íþróttameiðsl.
Þeir stunda báðir nám við Há-
skóla Íslands, Sigurður í raf-
magnsverkfræði en Jón Stein-
ar í eðlisfræði.
„Verkefnið snerist um að
útbúa betri leið til þess að
kæla meiðsli íþróttamanna í
leik,“ segir Sigurður. „Núna
eru notaðir gelpokar og alls
konar úði en við unnum að
nýrri aðferð sem kælir meiðsli
með rafstýringu. Það hefur
enginn stjórn á kælitækninni
sem notuð er núna og íþrótta-
menn eiga til að ofkæla
meiðsli sín. Síðan hlaupa þeir
kannski aftur út á völlinn,
meiddir en daufir fyrir sárs-
auka og þetta á til að auka á
meiðsli.“
Hugmyndin kom upp-
runalega frá Þorsteini Inga
Sigfússyni, prófessor í eðl-
isfræði við Háskóla Íslands.
Hann var leiðbeinandi við
verkefnið en auk þess nutu
þeir Sigurður og Jón Steinar
aðstoðar prófessors Jóhanns
Axelssonar á Læknagarði.
Sigurður segir að leitað hafi
verið víða að sambærilegri
hugmynd en engin fundist.
Hægt að hlaupa um
með útbúnaðinn
„Í Bandaríkjunum er þó
notuð vatnskæling sem er raf-
magnsstýrð. Ólympíu-
íþróttamenn þar nota þá
tækni en hún er mun dýrari
og allt annars eðlis en okkar,“
segir hann. „Þar er þetta risa-
stór rafmagnsmótor sem kæl-
ir stóra tösku af vatni og send-
ir svo vatn í pípum um brynju
sem íþróttamennirnir bera.
Þetta er mjög stórt og óþægi-
legt og ekkert sem til dæmis
boltaíþróttamaður hleypur
með út á völlinn. Okkar útbún-
aði svipar til mjög lítillar
íþróttatösku sem hægt er að
hlaupa með og hún kælist á
innan við fimm sekúndum.“
Sigurður segir tæknina
geta nýst í hvaða íþróttagrein
sem er, enda vinni kælingin á
bólgum sem séu viðbrögð lík-
amans við tognun og fleiru.
„Það verður einhver
vöruþróun í framhaldi af
þessu og við erum mjög
áhugasamir um hana, því okk-
ur fannst þetta ganga svo vel.
Framar öllum vonum í raun-
inni,“ segir Sigurður, en
kveðst ekki geta áætlað hve-
nær varan verði hugsanlega
komin í sölu. „Það fer eftir því
hvernig viðbrögð við fáum við
þessu frá til dæmis sjúkra-
þjálfurum og íþróttamönn-
um.“
Frumgerð kælitækisins
hefur þegar verið smíðuð.
Morgunblaðið/Ómar
Ný aðferð til að kæla
meiðsli íþróttamanna í leik
Jón Steinar Garðarsson Mýrdal og Sigurður Örn Aðalgeirsson.
VERKEFNIÐ Silíkon sem
burðarkerfi fyrir lífvirk efni
var unnið af Reyni Scheving,
sem nemur lyfjafræði við Há-
skóla Íslands. Hann segir til-
gang verkefnisins hafa verið
að þróa mælikerfi til að mæla
losun efna úr silíkoni. Leið-
beinendur hans voru Már
Másson, dósent í lyfja-
efnafræði við Háskóla Ís-
lands, og Pálmar I. Guðnason,
verkefnastjóri hjá Össuri hf.
„Þetta gekk mjög vel og
þrátt fyrir að ýmis vandamál
hafi komið upp tókst á end-
anum að þróa mælikerfið sem
stefnt var að í upphafi,“ segir
Reynir. „Við vildum mæla los-
un efna úr silíkoni af ýmsum
ástæðum en aðallega til þess
að hægt væri að þróa einhvers
konar mælikerfi sem hægt
væri að nota við gæðastjórn-
un og vöruþróun, til dæmis
fyrir burðarkerfi til lyfjagjaf-
ar.“
Hugmyndin að verkefninu
kom upphaflega frá Össuri en
við úrvinnslu hennar var sett
upp líkan til þess að meta
hvort og hversu hratt lyfja-
efnin losnuðu úr silíkoninu.
Einnig var reynt að meta
áhrif styrks og efnafræðilegra
eiginleika lyfjaefna í silíkon-
inu á flæðihraðann.
Grundvöllur að
frekari þróun
Niðurstaða verkefnisins er
að mælingar á flæði, með
HPLC-greiningu á styrk
efna, er einföld og áreiðanleg
aðferð til að ákvarða burð-
arkerfiseiginleika silíkons
sem inniheldur lífvirk efni.
Slíkar mælingar væri því
hægt að nota í vöruþróun og
við gæðaeftirlit, meðal annars
til að fylgjast með niðurbroti
Þróaði mælikerfi til að
mæla losun efna úr silíkoni
lyfja í silíkonefnum og
geymsluþoli.
Reynir segir vinnuna
enn á frumstigi.
„Þetta er grundvöll-
urinn að því að hægt sé
að þróa þetta frekar, til
dæmis við notkun silí-
kons við lyfjagjöf,“ segir
hann. „Það þarf að vita
að lyfið losni og hversu
hratt það losnar auk
þess sem það þarf að
komast að því hvernig
losunin gengur fyrir sig
til að réttur skammtur af lyf-
inu sé gefinn. Lyf virka í flest-
um tilfellum æskilega bara á
ákveðnum skammtabilum og
mega til dæmis hvorki losna
of hratt, því þá eru auknar lík-
ur á aukaverkunum og eitr-
unum, né of hægt, því þá virka
þau einfaldlega ekki.“ Verk-
efnið er samstarfsverkefni
Össurar hf., sem hefur víð-
tæka reynslu af notkun
silíkonefna við framleiðslu á
stoð- og stuðningstækjum og
lyfjafræðideildar Háskóla Ís-
lands, sem hefur stundað
rannsóknir á nýrri tækni til
lyfjagjafar til lengri tíma.
Morgunblaðið/Ómar
Reynir Scheving