Morgunblaðið - 23.02.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 23
MINNSTAÐUR
SUÐURNES AUSTURLAND
Sandgerði | Unnið er að undirbún-
ingi nýs markaðsátaks fyrir Sand-
gerði. Í þetta sinn er markmiðið að
laða fyrirtæki til bæjarins.
Á síðasta ári efndi Sandgerðisbær
til markaðsátaks undir kjörorðunum
Sandgerðisbær innan seilingar. Til-
gangurinn var að fjölga íbúum og
þykir vel hafa tekist til og útlit fyrir
að markmið átaksins náist fyrr en
reiknað var með.
Sigurður Valur Ásbjarnarson bæj-
arstjóri segir að næst verði farið í
markaðsátak til að laða fyrirtæki til
bæjarins. Sömu aðilar og unnu að
markaðsátakinu í fyrra munu vinna
að nýja markaðsátakinu, en það
voru Geimstofan og Fremri á Ak-
ureyri.
Hugmyndin er að nýta aðstöðu
sem til er í bæjarfélaginu til upp-
byggingar atvinnufyrirtækja. Sig-
urður Valur nefnir sérstaklega
Rockville þar sem ratsjárstöð varn-
arliðsins stóð. Verið er að ljúka við
niðurrif húsa og hreinsun svæðisins.
Segir Sigurður Valur að þar séu fyr-
ir hendi malbikaðar götur, grunnar
fyrir um tuttugu byggingar og allar
lagnir. „Þetta er frábært svæði, mið-
svæðis á Reykjanesi, og í nánum
tengslum við Keflavíkurflugvöll. Og
það er hægt að stækka svæðið um-
talsvert,“ segir Sigurður Valur bæj-
arstjóri.
Rockville er enn á varnarsvæði og
tekur Sigurður Valur fram að varn-
arliðið þurfi að skila svæðinu til eig-
enda sinna áður en hægt sé að nýta
það fyrir almenna atvinnustarfsemi.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Nýtt hlutverk Þegar búið er að rífa öll mannvirki gömlu ratsjárstöðv-
arinnar í Rockville á Miðnesheiði standa eftir grunnar fjölda húsa ásamt
öllum lögnum. Svæðið býður þannig eftir að verða tekið í notkun að nýju.
Hafa áhuga á að bjóða
Rockville sem iðnaðarsvæði
Sandgerði | Samfylkingin í Sand-
gerði hefur ákveðið að bjóða fram
lista í eigin nafni við sveitarstjórn-
arkosningarnar í vor undir listabók-
stafnum S en óska jafnframt eftir
samvinnu við óháða borgara. K-list-
inn hefur í áratugi verið ráðandi afl í
bæjarstjórn Sandgerðis. Í síðustu
kosningum stóð Samfylkingin að
framboðinu ásamt óháðum og áður
forverar flokksins.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá Samfylkingunni í Sandgerði að
deildar meiningar hafi verið um það í
félaginu hvort áfram ætti að bjóða
fram undir listabókstafnum K.
Stjórn félagsins lét kanna skoðanir
félagsmanna á þessu með óformleg-
um hætti. Um 26% þeirra fé-
lagsmanna sem náðist í vildu að
Samfylkingin stæði að K-lista, 28%
vildu frekar S-lista en 45% að-
spurðra félagsmanna sögðu það ekki
skipta máli.
Í framhaldi af þessu var á fé-
lagsfundi í Samfylkingunni í fyrra-
kvöld ákveðið að bjóða fram lista í
komandi sveitarstjórnarkosningum
undir listabókstaf flokksins, S, og
óska jafnframt eftir samvinnu við
óháða borgara. Á fundinum var
einnig ákveðið að efna til opins próf-
kjörs um val á þremur efstu fram-
bjóðendum listans.
S-listi Samfylking-
ar í stað K-listans
Egilsstaðir | Nú styttist óðum í
keppnina Ístölt Austurland, sem
Hestamannafélagið Freyfaxi stend-
ur fyrir árlega og fer það fram í
Egilsstaðavík nk. laugardag, 25.
febrúar og hefst kl. tíu.
Að sögn mótshaldara er mótið
opið og félögum úr öllum hesta-
mannafélögum því heimil þátttaka.
Eins og áður er keppt um Orms-
bikarinn í opnum flokki og í ár hafa
margir af nafntoguðustu knöpum
landsins boðað þátttöku sína. Búast
mótshaldarar við að Ístölt Austur-
land treysti sig þannig í sessi sem
stærsta útimót vetrarins í hesta-
heiminum.
Bergur Hallgrímsson er formað-
ur Freyfaxa. „Síðasta ár var það
stærsta í sögu mótsins og knapar
og aðrir gestir skýjum ofar með vel
heppnað mót og glæsilegt um-
hverfi, sem og náttúrufegurð við
Lagarfljótið,“ segir Bergur.
„Í opnum flokki má búast við
harðri baráttu um Ormbikarinn eft-
irsótta sem Leó Geir Arnarson
hreppti á eftirminnilegan hátt á síð-
asta ári. Þess er vænst að ókrýndur
meistari ístöltsins, Hans Kjerúlf,
muni gera harða atlögu að bik-
arnum ásamt öðrum sterkum kepp-
endum. Eins má búast við að Hin-
rik Bragason, Guðmundur
Björgvinsson, Hulda Gústafsdóttir
og Bergur Jónsson mæti sterk til
leiks.“
Bergur segir ísinn á Lag-
arfljótinu vel þykkan skv. mæl-
ingum sl. sunnudag. Hann býst við
á milli 80 og 100 skráningum í
keppnina, sem gæti þýtt að um 250
til 300 manns kæmu til mótsins, um
100 hross og heimamenn fjölmenni
til að horfa á. „Þekktir knapar sýna
mótinu sífellt meiri áhuga og það
trekkir,“ segir Bergur.
Skeiðdrekinn nýr af nálinni
Í ár hafa Freyfaxamenn ákveðið
að keppni í skeiði verði meðal há-
punkta mótsins og er nú í smíðum
nýr farandbikar, Skeiðdrekinn, sem
afhentur verður um ókomin ár til
sigurvegara í skeiði. Þegar hafa
magnaðir skeiðknapar skráð sig til
keppni og má þar t.d. nefna þá
feðga Valdimar og Hjört Bergstað.
Fjölnir Þorgeirsson mun og hafa
lýst því yfir að hann muni aka með
Skeiðdrekann sér við hlið til Hvera-
gerðis eftir mótið. Að kvöldi keppn-
isdags verður haldin vegleg
uppskeruhátíð hestamanna á Aust-
urlandi og viðurkenningar veittar
fyrir góðan árangur. Hljómsveitin
Papar leika fyrir dansi fram eftir
nóttu.
Bergur segir Freyfaxamenn sér-
staklega vilja bjóða knapa frá öðr-
um landshornum velkomna og að
götur þeirra verði greiddar.
Árlegt ístölt Hestamannafélagsins Freyfaxa fer fram nk.
laugardag þar sem keppt verður um Ormsbikarinn
Hófaskellir
á ísum Lagarfljóts
Ljósmynd/Freyfaxi
Ísinn traustur Mótshaldarar kanna ísþykkt Lagarfljóts ásamt Jónasi
Gunnlaugssyni og Gunnari Jónssyni.
Uppsögn trúnaðarmanns | Odd-
ur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður
við Kárahnjúkavirkjun, hefur afhent
lögmanni AFLs, starfsgreinafélags
Austurlands, gögn varðandi upp-
sögn trúnaðarmanns sem starfaði
fyrir Impregilo en var rekinn á dög-
unum. Oddur segist ósammála Imp-
regilo um réttmæti uppsagnarinnar,
en lögmaður AFLs muni meta hvort
grundvöllur sé fyrir lögsókn á hend-
ur fyrirtækinu.