Morgunblaðið - 23.02.2006, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
MEÐALALDUR áheyrenda á kol-
uppseldu Tíbrártónleikunum á
föstudagskvöld virtist varla meiri en
um hálfþrítugt. M.ö.o. ríflega einni
kynslóð á eftir mér, og augljóslega
miklu betur að sér um tónverk gít-
arsöngvarans Mugison (b. fr.
„Múgíson“), eins og m.a. kom fram
af meðsöng þeirra í einu lagi eða
tveim. Enda skaut fljótt upp þeirri
annarlegu innri spurningu hvað mið-
aldra maður væri eiginlega að gera á
popptónleikum fyrir téðan markhóp.
En trúlega helgaðist tilkvaðningin af
því að nú færu í fyrsta sinn á loft
tónafurðir Mugisons í útsetningum
fyrir klassísk hljóðfæri – píanó-
kvartett auk slagverks – og hressti
það nokkuð upp á aðild manns og
rétt að samkomunni.
Margra ára reynsla er þegar kom-
in á samkeyrslu popps/rokks og sin-
fóníuhljómsveitar hér á landi. Lítið
hefur hins vegar bólað á léttri tónlist
í klassískri kammerumgjörð, þó að
erlendir strengjakvartettar eins og
Kronos og Brodsky hafi orðið berir
að flutningi ýmist poppútsetninga
eða frumsmíða í svipuðum stíl. Það
mátti því kalla talsverð nýmæli að
þessari uppákomu, og raunar löngu
tími til kominn í ljósi vaxandi fjöl-
breytni innan léttari geirans; ugg-
laust vegna áhrifa frá heimstónlist
og annarra greina eins og djassi og
framsæknu tölvurokki. Ekki nema
bezta mál – eftir margra ára hávært
en inntakslega ámátlegt kyrr-
stöðuhjakk.
Miðað við misjafnan árangur af
ofannefndum samskiptum SÍ og ís-
lenzkra popplaga má hiklaust segja
að tilraun föstudagskvöldsins hafi
heppnazt fram úr vonum. Þrátt fyrir
rafuppmögnun kammersveitarinnar,
er skilaði fremur groddalegum
strengjahljómi sem þurfti að venj-
ast, var samleikurinn mun jafnari og
samtvinnaðri en oftast nær hefur
náðst á sinfónískum popptónleikum,
enda var frumgerð laganna senni-
lega líka talsvert víðfeðmari að
dýnamík, hendingaskipan og tjá-
brigðadýpt en gengur og gerist í
nýrra íslenzku poppi. Og – ekki sízt
– betur útsett.
Því miður var ekki fyrir neinni
prentaðri dagskrá að fara, en eftir
því sem heyrðist næst úr heldur
þvoglumæltum kynningum Mugi-
sons sáu „Kristján“, Þóra Marteins-
dóttir og „Rúna“ um útsetningar –
og gerðu það að mínu viti oft frábær-
lega vel. Hefði að sjálfsögðu verið
langeðlilegast að láta koma fram af
blaði hvað væri útsett af hverjum.
En til að nefna eitthvað mætti meðal
beztu dæma af fjölmörgum skínandi
góðum útsetningum kannski tíunda
3. lag fyrir hlé (heitið greindist illa
þessum ókunnuga hlustanda úr
kynningu) og eftir „I’m on trial“, lag
nr. 6.
Þó að oft léki furðusterkur and-
rúmssvipur um þessi í fljótu bragði
einföldu en samt merkilega fjöl-
breyttu lög, þá fór óhjákvæmlega
fyrir brjóstið á undirrituðum að allt
skyldi sungið á ensku – eftir íslenzk-
an höfund og fyrir íslenzka áheyr-
endur. Fyrir vikið kom hnattvætt yf-
irbragð söngtextanna manni
einkennilega lítið við. Eins fór ung-
æðislegur söngstíll höfundar misvel í
mann; einna skást þegar hann raul-
aði lágvært í trúbadúranda Cohens,
síður þegar öskrað var, ýlfrað eða
umlað vælulega, enda höfðuðu sem
sagt duldar tilfinningar textans á
andlitslausri aðskotaensku fjarska
lítið til manns. Blúsleitu gítarsprett-
irnir undir lokin voru þó áhrifamikl-
ir, og innlifaður snarpur leikur
kammersveitarinnar komst langt
með að hefja tónræna boðskapinn í
æðra veldi. Funheit viðbrögð áheyr-
enda létu enda ekki á sér standa er
þeir risu úr sætum í virðingarskyni.
Ísl-enskt kammerrokk
Tónlist
Salurinn
14 lög eftir Mugison (Örn Elías Guð-
mundsson) söngur/gítar. Meðlimir úr
KaSa hópnum (Áshildur Haraldsdóttir
flauta, Elfa Rún Kristinsdóttir fiðla,
Helga Þórarinsdóttir víóla og Sigurgeir
Agnarsson selló) ásamt Pétri Grét-
arssyni slagverk. Föstudaginn 17. febr-
úar kl. 20.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
ÞEGAR klukkan slær átta í kvöld
breytist Austurvöllur í einn stóran
suðupott listrænna gjörninga. Í
mögnuðu samspili ljóss og hljóðs
munu dansarar taka sporið, eld-
gleypar mæta á svæðið og auk
þess munu brúður, risatrommur,
línudansarar, sigmenn og skugga-
verur á ýmsan hátt koma við sögu
þegar Vetrarhátíð í Reykjavík
verður sett í fimmta sinn. Það er
listahópurinn Norðan bál sem
stendur fyrir þessum gjörningi í
samstarfi við fjölmarga listamenn
úr öllum áttum. Norðan bál sam-
anstendur af fimm listamönnum,
þeim Erni Alexanderssyni, Þorleifi
Eggertssyni, Jósep Gíslasyni,
Skúla Rúnari Hilmarssyni og
Frosta Friðrikssyni. Leiðir þeirra
lágu saman sem áhugaleikarar í
Leikfélagi Kópavogs en hópurinn
Norðan bál varð formlega til á
Ljósahátíðinni í Reykjavík árið
2000.
Leikhús út fyrir leikhúsið
„Þá vorum við með skuggaleik-
hús á framhlið aðalbyggingar Há-
skóla Íslands. Við vörpuðum tveim-
ur skuggaverum upp á vegginn og
þær dönsuðu við frumsamið tón-
verk eftir Jósep sem sá einnig um
flutning,“ segir Örn Alexandersson.
Eftir þennan vel heppnaða gjörn-
ing fór hópurinn að senda inn
reglulega hugmyndir á Vetrarhá-
tíðina og fengu þær alltaf góðar
undirtektir. „Á meðan einhverjum
finnst hugmyndirnar okkar
skemmtilegar og við fáum tækifæri
til að framkvæma þær er það frá-
bært.“
Örn leggur áherslu á leikhúslegu
hliðina í listsköpun þeirra en eins
og áður sagði er hópurinn sprott-
inn úr Leikfélagi Kópavogs. „Það
má segja að við séum svolítið að
taka leikhúsið út fyrir leikhúsið.
Við erum allir miklir áhugamenn
um leikhús og komum allir þaðan.“
Ljós, tónar og túlípanar
Norðan bál sá einnig um opn-
unaratriði síðustu Vetrarhátíðar en
þá vörpuðu þeir ljósum á Hall-
grímskirkju og yfir Skólavörðu-
holtið undir orgeltónum Harðar
Áskelssonar organista sem spilaði
inni í kirkjunni og Jósep spilaði á
klukkuspil.
„Við gerðum svipað verk við
Kópavogskirkju árið 2002. Þá lýst-
um við upp kirkjuna allan desem-
bermánuðinn með fjólubláu ljósi, í
aðventulitnum. Við vörpuðum auk
þess orgelleik úr kirkjunni út á
planið fyrir utan. Við fluttum í
rauninni þetta verk yfir á Hall-
grímskirkju.“
Svo voru það túlípanarnir stóru
sem hópurinn hannaði, Ljósablóm-
in svokölluðu, sem prýddu ljósa-
staurana í Bankastrætinu og víðar
yfir síðustu Vetrarhátíð. Ljósa-
blómin vöktu mikla athygli, sér-
staklega þegar kvölda tók og
túlípanarnir ljómuðu í myrkrinu.
Stemning og upplifun
Norðan bál vinnur einna helst
með ljós, skugga og hljóð en þar
fyrir utan notast hópurinn við allt
mögulegt til að hrífa hugi áhorf-
enda. Stemning og upplifun eru
meginatriði í listsköpun hópsins,
segir Örn, og til þess að slíkt nái
hámarki blandar hópurinn ólíkum
listformum saman. Tónlist og ljósa-
sýning verða í forgrunni í kvöld en
meiningin er að slökkt verði á öll-
um öðrum ljósum við Austurvöll
nema þeim sem tilheyra sýning-
unni á meðan hún stendur yfir svo
að atriðið fái að njóta sín til fulls.
„Það verður sköpuð ákveðin
stemning og svo „poppa“ upp ýmis
atriði. Eldgleypar og dansarar
munu sýna listir sínar og svo verða
þarna nokkrar óvæntar uppá-
komur. Við höfum hóað í hina og
þessa listamenn til að aðstoða okk-
ur við þetta.“ Parabólu-hópurinn,
sem samanstendur af Sigtryggi
Baldurssyni og félögum, mun taka
þátt í gjörningnum en hann sér
fyrir trumbuslætti á sérhannaðar
risatrommur. Það er því allt útlit
fyrir stemningu og einstaka upp-
lifun á Austurvelli í kvöld.
Hópurinn Norðan bál opnar Vetrarhátíð í Reykjavík með hljóðum og ljósagangi í kvöld
Suðupottur lista
á Austurvelli
Morgunblaðið/Ómar
Frosti Friðriksson myndlistarmaður, Örn Alexandersson, framkvæmda-
stjóri Norðan báls, og Jósep Gíslason við undirbúning Vetrarhátíðar.
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Ljósablóm.
Morgunblaðið/Jim Smart
Opnunaratriði Norðan báls við Hallgrímskirkju á síðustu Vetrarhátíð.
Í SAFNI við Laugaveg gefur nú að
líta vísi að yfirlitssýningu verka Roni
Horn, amerísku listakonunnar sem
hefur sótt Ísland heim áratugum
saman og á sinn þátt í því að skapa
mynd okkar af landinu. Roni vinnur
gjarnan í seríum og hefur gert tölu-
verðan fjölda bókverka, m.a. með
myndum frá Íslandi en einnig
portrettmyndum. Það má sjá samlík-
ingu í yfirborði andlits og lands,
hvorttveggja fullt af lífi, óendanlega
breytilegt og býr yfir leyndardómum
undir niðri. Ekki síður er yfirborð
vatns frjótt myndefni þar sem saman
spilar yfirborð og undirdjúp og sama
myndin endurtekur sig aldrei tvisv-
ar. Roni hefur tekið mikinn fjölda
mynda af vatnsyfirborði, bæði af yf-
irborði íslenskra jökuláa og árinnar
Thames. Vatnsyfirborð, boðaföll,
rastir og hringiður hafa heillað lista-
menn um aldir. Leonardo da Vinci
skildi eftir sig mikið safn handrita
þar sem hann fjallar um allt milli
himins og jarðar, meðal annars nátt-
úruna og fyrirbæri hennar á borð við
landslag, ljós og skugga, og vatn.
Hann nálgaðist umhverfi sitt jöfnum
höndum sem málari og vísindamaður
og lýsti birtubrigðum og litum í mikl-
um smáatriðum. Líkt og Roni Horn
heillaðist hann af vatnsyfirborði og
skrifaði mikið um margvíslegar
myndir þess. Trúr samtíma sínum sá
hann samlíkingu í hugmyndum um
uppbyggingu jarðar og mannslíkam-
ans, þar sem árnar eru æðar jarð-
arinnar. Þær hlykkjast mest sem
elstar eru, skrifar hann út frá athug-
un sinni á því hvernig straumurinn
grefur og mótar árfarveginn. Á ótal
síðum lýsir Leonardo vatni í ám og
höfum, eðliseiginleikum þess og
hegðun við ýmsar aðstæður. Hann
skoðar heiminn líkt og vera frá ann-
arri plánetu, eins og enginn hafi horft
í kringum sig á undan honum. Allt er
eftir að uppgötva, sjá og skoða en
rannsókn byggð á eigin reynslu var
árangursríkasta leiðin til þekkingar
að hans mati. Lýsingar hans á vatni,
birtingarmyndum þess, eðli og eig-
inleikum eru svo ítarlegar að þegar
maður heldur að nú sé þetta bara
komið, meira sé ekki hægt að tína til,
heldur hann enn áfram, lengi enn.
List Roni Horn er einnig rannsókn,
skoðun á umhverfinu og okkur sjálf-
um um leið. Svörin sem hún gefur í
skyn eru ólíkt ljóðrænni en upptaln-
ing Leonardos en áráttan er ekki
ósvipuð, án þess þó auðvitað að fara
lengra með slíkan samanburð. Það
gætir fjölbreyttra grasa í flóru verka
Roni Horn í Safni, verka frá síðustu
tuttugu árum, og sýningin sem dreifð
er um allar hæðir gefur ágæta innsýn
í vinnulag hennar og hugðarefni sem
myndlistarkonu og manneskju. Við-
kvæmni og styrkur einkenna manna-
myndir hennar sem stundum beina
sjónum að unglingum, landslagi í
mótun. Nýjustu innkaupin, verkið
„Doubt by water“, sýna meðal ann-
ars samsetningu vatnsyfirborðs og
andlits óharðnaðs unglings, andlit
sem er í mótun í öllum skilningi, and-
lit sem hylur dýpkandi vitund en fær
tæpast falið berskjaldað sakleysi
æskunnar. Framsetning þessa verks
í formi eins konar skilta hentar því
vel, það gerir áhorfandann að hluta
af verkinu og virkjar hann í skoðun
sinni auk þess að leika sér með
spurningar um bakhlið og framhlið.
Ég gæti trúað því að listaverk Roni
Horn hafi haft nokkur áhrif meðal ís-
lenskra myndlistarmanna og þau
hafa einnig auðgað sýn okkar á
margbreytileika íslenskrar náttúru
og mannlífs. Hér er upplagt tækifæri
til að sjá hluta myndverka hennar og
skoða bókverkin um leið, sýning sem
gefur í skyn margbrotna heild-
armynd.
Morgunblaðið/Einar Falur
„Viðkvæmni og styrkur einkenna mannamyndir hennar sem stundum beina sjónum að unglingum, landslagi í mót-
un,“ segir Ragna Sigurðardóttir meðal annars um verk Roni Horn á sýningunni í Safni á Laugavegi.
Landslag í mótun
MYNDLIST
Safn við Laugaveg
Til 22. mars. Safn er opið mið. til fös.
frá 14–18 og lau. 14–17.
Roni Horn
Ragna Sigurðardóttir