Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 25 MENNING FERILL listamannins Guðmundar frá Miðdal er afar tilkomumikill og einstakur í íslenskri listasögu. Á meðan hann var starfandi, frá því í kringum 1920 þar til hann lést árið 1963, fór hann mjög vítt og breitt á sviði lista og lét nánast ekkert list- form afskiptalaust. Fyrir utan mikið af ol-íumálverkum, vatnslitamynd- um, höggmyndum, leirmunum og grafík sem eftir hann liggja, fékkst hann líka við kvikmyndagerð og rit- störf. Guðmundur hannaði einnig húsgögn og skartgripi og margir hafa eflaust virt fyrir sér vegg- myndir eftir hann eins og þá sem prýðir bygginguna þar sem Kaffi París er til húsa. Lýst eftir verkum Þann fimmta maí næstkomandi verður opnuð í Gerðarsafni í Kópa- vogi yfirlitssýning á verkum Guð- mundar og verður hún sú fyrsta í rúm þrjátíu ár. Þar sem mörg hinna fjölþættu listaverka úr smiðju Guð- mundar eru í einkaeign eða prýða fyrirtæki og opinberar stofnanir víða um land, er ljóst að ef sýningin á að varpa fram greinargóðri mynd af ævistarfi listamannsins þarf að safna drjúgum hluta þessara listaverka saman. Sonur Guðmundar, jarðeðl- isfræðingurinn Ari Trausti, er einn af skipuleggjendum sýningarinnar og vinnur í því þessa dagana að finna réttu verkin. „Við erum í rauninni að fara þess á leit við eigendur að þeir hafi samband við Gerðarsafn og láti vita af verkum,“ segir Ari en ætlunin er að ná að sýna sem flestar hliðar listamannsins á sýningunni. Endurmat á listamanninum Andstætt flestum samtímamálur- um sínum var Guðmundur ekki mód- ernisti heldur um margt andsnúinn módernisma. Ari vill meina að af þeim sökum hafi list Guðmundar á vissan hátt verið vanmetin og þar af leiðandi hefur minna farið fyrir lista- mannsferli Guðmundar en skyldi. „Hann hefur ekki komist í þann flokk að vera kallaður „gamall meist- ari“ eins og sumir eldri listamenn,“ segir Ari. „Það er svona gamaldags flokkunarhringekja í gangi sem ger- ir að verkum að ákveðnir listamenn fá litla opna umfjöllun eða gleym- ast.“ Þó var Guðmundur mjög áber- andi í listaumræðu, sýningarhaldi og þjóðlífinu almennt á meðan hann var starfandi og var hann einn af örfáum sem gátu lifað af listinni. Ari bendir á að ást Guðmundar á íslenska há- lendinu hafi ef til vill verið helsta ástæð-an fyrir vinsældum hans, fyrir utan leirmunagerðina en hann varð fljótt þekktur fyrir ferðalög sín um hálendið þar sem hann málaði það sem fyrir augu bar. „Hann er kannski fyrsti og eini listamaðurinn sem fer ötull með trönurnar á af- skekktustu staði landsins eins og upp á miðjan Vatnajökul til að mála. Þetta er á þeim tíma sem enginn lit- ur var kominn í ljósmyndir og þegar hann kom með málverk sín til byggða vöktu þau gríðarlega athygli. Þá fékk fólk að sjá þessa náttúru og þessa afskekktustu hluta sem voru gífurlega fáfarnir og jafnvel ófarnir. Þetta gerir hann vissulega frábrugð- inn samtímamálurum sínum og sér- stæðan.“ Náttúrutúlkandi Ari Trausti segir að í landslags- myndum Guðmundar sé mikið um skáldskap og jafnvel ýkjur. „Hann gerði mjög mikið af því að búa til myndir sem fólk heldur að séu af einhverjum ákveðnum stað en eru í rauninni bara uppspuni. Hann lagði mikið upp úr því að sýna og túlka náttúruna og gerði það oftar en ekki afar frjálslega. Hugmyndaheim- urinn sem hann bjó til er býsna öfl- ugur. Og þegar hann fór út í vatnslit- ina síðar á ferlinum losnaði verulega um myndmálið og verkin urðu þann- ig meira fljótandi eftir því sem hann eltist. Ég myndi segja að verkin væru fyrst og fremst náttúrutúlkun, frekar öguð, gróf, sterk túlkun. Hann er líklega að reyna að nálgast kjarnann í íslenskri náttúru.“ Eitt af því sem Guðmundur sóttist mikið eftir var að ná að mála eldgos og Ari bendir á að Guðmundur hafi verið fremur óheppinn í þessum efnum því hann lenti í löngu goshléi á Íslandi. Þó náði Guðmundur einu Heklugosi og Grímsvatnagosi sem hann málaði og er hann þar af leiðandi einn af ör- fáum málurum sem hafa túlkað eld- gos. Hann var líka brautryðjandi í grafík og leirmunum. Handan módernismans „Það er ekki fyrr en núna að margt fólk er farið að horfa framhjá því að Guðmundur var ekki módern- isti,“ segir Ari. „Fólk horfir núna á eldri málarana í því ljósi sem þeir unnu og metur þá og vegur, skoðar opið hvort þetta voru góðir eða vond- ir málarar fyrir það eitt sem þeir skildu eftir. Það er líf fyrir og eftir módernismann. Þannig held ég að fólk líti á listina núna og þess vegna hefur áhuginn á Guðmundi aukist og fólk spyr sífellt oftar af hverju þessi listamaður sé ekki sé meira á borði. Þá er þessi sýning einn liður í því að stilla verkum hans út og sjá hvað fólk segir.“ Haustlitir. Vatnslitamynd eftir Guðmund. Olíumálverk eftir Guðmund af austurrísku Ölpunum. Yfirlitssýning á verkum Guðmundar frá Miðdal í Gerðarsafni Kjarni náttúrunnar Morgunblaðið/Eggert Ari Trausti Guðmundsson, sonur Guðmundar frá Miðdal. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.