Morgunblaðið - 23.02.2006, Síða 26
Fjarðarkaup
Gildir 23. feb–25. feb verð nú verð áður mælie. verð
Saltkjöt blandað frá Fjallalamb ............. 798 998 798 kr. kg
Ali bacon ............................................ 1.289 1.719 1.289 kr. kg
Ali hunangsskinka soðin....................... 1.348 1.798 1.348 kr. kg
FK jurtakryddað lambalæri.................... 998 1.856 998 kr. kg
Gæða grís skinka ................................. 898 1.198 898 kr. kg
Fersk bláber 125 g............................... 199 369 1590 kr. kg
Gulrætur kílópoki ................................. 89 269 89 kr. kg
Blaðlaukur .......................................... 159 189 159 kr. kg
Kötlu bollumix 200 g............................ 198 219 990 kr. kg
Þeyttur jurtarjómi 250 ml...................... 98 179 392 kr. kg
Hagkaup
Gildir 23. feb–26. feb verð nú verð áður mælie. verð
Svínalundir úr kjötborði ........................ 1.498 2.298 1.498 kr. kg
Svínakótilettur m/beini úr kjötborði ....... 899 1.295 899 kr. kg
SS salt framhryggsn, baunap.frítt með ... 1.398 1.398 1.398 kr. kg
SS saltkjöt blandað, baunap.frítt með.... 848 0 848 kr. kg
Búrfells saltkjöt.................................... 398 0 398 kr. kg
Baunasúpa úr kjötborði ........................ 698 0 698 kr. kg
Krónan
Gildir 23. feb–26. feb verð nú verð áður mælie. verð
Borgarnes saltkjöt................................ 275 399 275 kr. kg
Saltaðir síðubitar ................................. 76 139 76 kr. kg
Goða kjötfars nýtt/saltað...................... 517 646 517 kr. kg
Gríms fiskibollur 550 g ......................... 318 398 578 kr. kg
Gourmet rauðvíns lambalæri................. 1.312 1.874 1.312 kr. kg
Maískorn 1. flokks 300 g...................... 29 45 97 kr. kg
Myllu fitty brauð gróft 8 sneiðar ............. 99 129 99 kr. pk.
Kexsm. muffins 400 g .......................... 265 295 265 kr. pk.
Chocolate Cookies kex 225 g................ 179 229 179 kr. pk.
NN eldhúsrúllur 2 stk. .......................... 99 139 99 kr. pk.
Kaskó
Gildir 23. feb–26. feb verð nú verð áður mælie. verð
Vatnsdeigsbollur litlar 9 stk. súkkul........ 299 399 299 kr. stk.
Vatnsdeigsbollur stórar 6 stk. súkkul...... 299 399 299 kr. stk.
Vatnsdeigsbollumix .............................. 99 199 99 kr. stk.
Jarðarberja, sólberja og hindberjasulta .. 99 149 99 kr. stk.
Náttúra furuhnetur 100 g...................... 199 259 199 kr. stk.
Casa Fiesta taco Shells ........................ 209 279 209 kr. stk.
Casa Fiesta tortillakökur ....................... 149 199 149 kr. stk.
Frosin blómkálsblanda 1 kg.................. 149 199 149 kr. stk.
Frosin brokkólíblanda 1 kg.................... 149 199 149 kr. stk.
Nettó
Gildir 23. feb–26. feb verð nú verð áður mælie. verð
BK saltkjöt ódýrt .................................. 189 344 189 kr. kg
BK saltkjöt blandað.............................. 583 833 583 kr. kg
Goða saltaðar síður.............................. 99 129 99 kr. kg
Fiska reyktur lax................................... 1.399 1.998 1.399 kr. kg
Fiska grafinn lax................................... 1.399 1.998 1.399 kr. kg
Matarolía 1 ltr...................................... 95 189 95 kr. stk.
Vöfflumix og pönnukökumix .................. 139 199 139 kr. stk.
Náttúra jurtarjómi ................................ 79 159 79 kr. stk.
Gular baunir „sprengidagsveisla“ .......... 7 72 7 kr. stk.
Náttúra kartöflumús ............................. 9 87 9 kr. stk.
Nóatún
Gildir 23. feb–26. feb verð nú verð áður mælie. verð
Nóatúns valið lúxus saltkjöt pakkað ....... 1.549 0 1.549 kr. kg
Nóatúns 1. flokks blandað saltkjöt ........ 899 0 899 kr. kg
Fiskibollur ........................................... 599 779 599 kr. kg
Nóatúns kjötfars nýtt/saltað/sælkera .... 499 698 499 kr. kg
Nóatúns kjötbollur ............................... 598 899 598 kr. kg
Kexsm. vínarbrauð 400 g...................... 299 379 299 kr. stk.
Kexsm. vínarbrauð m/súkkul. 350 g...... 329 359 329 kr. stk.
Hunts tómatsósa 1.020 g..................... 149 176 146 kr. kg
GM Cheerios 425 g.............................. 199 249 199 kr. pk.
Bounty Select eldhúsrúllur 3 stk. ........... 349 489 349 kr. pk.
Samkaup/Úrval
Gildir 23. feb–26. feb verð nú verð áður mælie. verð
Goða saltkjöt blandað pakkað .............. 673 897 673 kr. kg
Goða saltkjöt pakkað ........................... 1.235 1.544 1.235 kr. kg
Bautabúrs bacon ................................. 995 1.422 995 kr. kg
Borgarnes saltkjöt blandað ................... 583 833 583 kr. kg
Gular baunir Doris 500 g ...................... 19 76 19 kr. stk.
Coca Cola Light 4x2 ltr. ........................ 599 852 599 kr. stk.
Matf. kjúkl.vængir magnkaup................ 195 299 195 kr. kg
Matf. kjúkl.læri magnkaup .................... 390 599 390 kr. kg
HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is
Bollu- og sprengidagur á næsta leiti
Daglegtlíf
febrúar
BOLLUDAGUR og sprengidagur
eru á næsta leiti og bera helgartilboð
matvöruverslananna þess augljós
merki, því víða má finna saltkjötið,
baunirnar eða bollurnar á tilboðs-
verði.
Þannig kostar saltkjötið t.d. 189 kr.
í Nettó um helgina í stað 344 kr., gul-
ar baunir aðeins 7 kr. í stað 72 kr. og
saltkjöt sem er hægt að
gera góð kaup í þessa
vikuna því í Fjarðarkaupum
má t.d. finna ferskar gulrætur á 89 kr.
í stað 269 kr og jurtakryddað lamba-
læri á 998 kr. í stað 1.856 kr. áður.
Lambalærið er í huga margra hinn
klassíski íslenski sunnudagsmatur og
gulrætur henta vel í fjölbreytt úrval
matar- og salatgerðar auk þess að
geymast vel.
kartöflumús 9 kr. eftir að
hafa áður verið á 87 kr. Krónan er
einnig með saltkjöt á tilboðsverði 275
kr. í stað 399 kr. og saltaða síðubita á
76 kr. í stað 139 kr.
Í verslunum Kaskó má síðan læða
vatnsdeigsbollum eða -bollumixi með
í körfuna, en þar hefur verð á boll-
unum verið lækkað úr 399 kr. í 299 kr.
og á -bollumixinu úr 199 kr. í 99 kr.
Það eru þó ekki eingöngu bollur og
Saltkjöt og baunir
BUDDAN
Þ
að er ekkert alltaf hægt
að hafa þetta hollt,“
segir Róbert Wess-
man, forstjóri Actavis,
um leið og hann seilist
eftir rjóma og gráðosti til að
stinga í innkaupakörfuna. „Í kvöld
ætla ég að elda lambalundir og í
þær þarf ég ja, náttúrulega lundir
og slatta af rjóma,“ segir hann
léttilega og ekki laus við prakk-
arasvip. Þegar hann skoðar lund-
irnar í kjötborðinu spyr hann af-
greiðslumanninn hvort búið sé að
skera sinarnar frá. Svarið er nei-
kvætt og Róbert segir að mjög
mikilvægt sé að skera sinarnar
frá. „Annars verður kjötið seigt.
Ég geri það bara sjálfur þegar ég
kem heim.“
Í sósunni sem borin er fram
með lundunum eru meðal annars
ristaðar furuhnetur, vínber og
sveppir.
Næst liggur leiðin í áttina að
salatrekkanum og þar velur Ró-
bert ruccola-salat í poka, þannig
að einhver hollusta fylgi óhollust-
unni. „Það er mjög mikilvægt að
velja lífrænt ræktað, ég legg
mikla áherslu á það. Út á salatið
er líka rosalega gott að setja
þetta,“ segir hann um leið og hann
lyftir upp flösku með balsamic-
dressingu, „fyrst við ætlum að
hafa þetta óhollt á annað borð.“
Róbert velur líka blandað salat í
poka og fetaost til að setja út á
það. Allt íslenskt að sjálfsögðu.
Hagsýnn í sveppunum
„Ég ætla líka að vera ægilega
hagsýnn og velja hérna heila
sveppi, svo þarf bara að sneiða þá
niður.“ Þetta segir hann um leið
og hann leggur frá sér sveppi í
boxi sem þegar hafa verið sneiddir
og tekur í staðinn heila sveppi.
Kirsuberjatómatar eru líka settir
út í salatið og Róbert tekur eitt
box af þeim. „Ég læt mig hafa það
að taka þessa þó að þeir séu held-
ur gulir,“ segir hann. „Kartöflur
þarf ég líka, yfirleitt vel ég lífrænt
ræktaðar, en þar sem þær eru
ekki til vel ég þessar gulu.“
Það vantar líka salt og ólífuolíu
og Róbert röltir í áttina að krydd-
ganginum og nær sér í Filippo
Berio-ólífuolíu, gula. Sjávarsalt
lendir líka í körfunni og „svo vant-
ar okkur rósmarín,“ segir hann og
leitar vönum augum eftir réttu
gerðinni.
„Við fínni tækifæri er allt í lagi
að drekka glas af góðu rauðvíni
með þessu,“ segir Róbert, „en þar
sem nú er bara virkur dagur er
rétt að vega aðeins upp á móti ka-
loríunum í ostinum og þessu öllu
með því að drekka diet-kók með,“
segir hann og hlær við. „Nú eða
bara hið frábæra íslenska vatn úr
krana.“
Nú er jafnt í liðinu
Róbert er hagvanur í eldhúsinu
og lengi vel sá hann mestmegnis
um matseldina fyrir fjölskylduna.
„Síðustu 2–3 árin er þó orðið
nokkuð jafnt í liðinu, en fram að
því eldaði ég oftar en ekki.“ Í lið-
inu sem hann vísar til eru hann og
eiginkona hans, Sigríður Ýr Jens-
dóttir læknir, og þau eiga tvö börn
Helenu Ýri og Jens Hilmar.
Eldamennskan er honum í blóð
borin og hann byrjaði snemma að
munda hnífana í eldhúsinu á Hótel
Sögu. „Ég var ekki nema 10–11
ára þegar ég byrjaði að skræla
kartöflur á Hótel Sögu. Svo þurfti
maður að vinna sig aðeins upp,
fyrst úr kartöflunum í sósuna og
þegar ég varð eldri, svona fimm-
tán ára, var ég byrjaður að að-
stoða við undirbúning stórra
veislna, sem haldnar voru í hót-
elinu, t.d. í Súlnasalnum. Þá var
ég farinn að elda.“ Það var nú
ekki að ástæðulausu að fyrstu
skrefin í eldamennskunni voru
stigin þar á hótelinu heldur sá
pabbi hans, Wilhelm Wessman,
um veitingareksturinn þar á þess-
um árum.
Í starfi forstjóra lyfjarisans
Actavis felast mikil ferðalög. Fyr-
irtækið er mjög vaxandi á al-
þjóðavísu og Róbert er þess vegna
á ferðinni meira og minna alla
daga og kemur víða við um allan
heim. Starfinu fylgir líka sú
„kvöð“ að forstjórinn þarf oft að
HVAÐ ER Í MATINN? | Róberti Wessman finnst að stundum megi setja hollustuna til hliðar
Byrjaði ungur að elda veislumat
Róbert Wessman er önnum kafinn við að stýra
hinu ört vaxandi lyfjafyrirtæki Actavis. Hann gaf
sér þó tíma til að fara með Sigrúnu Ásmundar
í matvöruverslun þar sem hann keypti hráefni
í ljúffenga kvöldmáltíð.
Morgunblaðið/Ómar
Með innkaupalistann í höndunum því auðvitað má engu gleyma.