Morgunblaðið - 23.02.2006, Side 27

Morgunblaðið - 23.02.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 27 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR Lambalundir með ofnsteiktum kartöflum 700 g lambalundir Pannan er hituð vel og lund- irnar snöggsteiktar. Ef pannan er góð má sleppa allri olíu. Gott að pipra aðeins. Sósa 350–400 g sveppir 100 g blá vínber 350 ml matreiðslurjómi 11⁄2 gullgráðostur, Auðhumla 30–40 g furuhnetur Sveppir sneiddir og smjör- steiktir. Rjómi settur í pott, gráð- ostur og sveppir settir útí. Hrært í við vægan hita þar til ostur er bráðnaður. Furuhnetur ristaðar á pönnu og vínber skorin í tvennt og bætt í sósuna. Kartöflur kartöflur, helst lífrænar ólífuolía gróft salt, t.d. Maldon rósmarín Kartöflur þerraðar og skornar í báta. Settar í bakka, ólífuolíu hellt yfir. Slatta af salti og rósmarín stráð yfir og blandað vel. Sett í 180°C heitan ofn. Velt einu sinni til tvisvar þar til brúnar og gegn- steiktar. Salat klettasalat í poka blandað salat í poka kirsuberjatómatar fetaostur m/sólþurrk. tómötum paprika balsamic-dressing Salatinu blandað saman. Tóm- atar skornir í tvennt, paprika í bita. Fetaosti og vökva hellt yfir eftir smekk og loks balsamic- dressing e. smekk. Líka er gott að bæta við ristuðum furuhnetum. JAKKINN Lofoten XCR Gore-Tex er góður útivistarjakki en þar að auki hentar hann vel þeim sem vilja hlusta á tónlist í göngutúrnum. Á vef Aftenposten er sagt frá þessum norska jakka sem er með sérstakan vasa fyrir iPod-spilarann og stjórn- borð í efninu. Notandinn getur sem sagt stýrt spilaranum í gegnum jakkann sem er úr svokölluðu „smart fabric“ eða gáfuðu efni. Stjórnborðið er í hægri erminni og þar eru fimm hnappar: fram, til baka, spila/stoppa, hækka og lækka. Spilarinn er tengdur við stjórn- borðið en situr sjálfur í plastvasa sem lokast með rennilás. Ný tegund af jakka í haust Í umfjöllun Aftenposten um jakk- ann kemur fram að ýmis vandamál hafi þó komið upp við notkun jakk- ans. Vasinn hafi verið í þrengsta lagi og opnist lóðrétt, nota þurfi mikinn tíma til að festa hann almennilega. Tengingar miðist við eldri útgáfur af iPod, þ.e. ekki 5. útgáfu eða Nano. Prófurunum þótti gaman að nota jakkann en urðu þó fyrir nokkrum vonbrigðum. Stjórnborðið tók ekki nógu vel við skipunum og þurfti að ýta oft á takkana. Jakkinn stóðst þó vel alls konar útivistarpróf og þótti henta vel í vondu veðri. Jakkinn kostar sem samsvarar um 40 þúsund íslenskum krónum en nýrri útgáfa sem koma mun á mark- að í haust mun kosta um 51 þúsund íslenskar krónur. Í honum verða tengingar við nýrri útgáfur iPod.  NÝTT Jakki fyrir iPod notendur fara út að borða með við- skiptamönnum og þekkir þar af leiðandi mörg veitingahús. Hann mælir í lokin með tveimur veit- ingastöðum, í London og New York. Morgunblaðið/Ómar Í matargerðina þurfti m.a. lamba- lundir, gráðost, sveppi og salat, að ógleymdum rjómanum. sia@mbl.is Róbert mælir með kínverskum veitingastað, Hakkasan, í London. Af matseðli mælir hann með and- arsalatinu. 8 Hanway Place, London W1T 1HF, næsta lestarstöð, Tottenham Court Road. Á Manhattan í New York er að finna veitingahúsið Rosa Mex- icano. Róbert mælir með spicy- guacamole í forrétt og steik í te- kíla-sósu í aðalrétt. 1063 First Avenue við 58. Stræti, New York, NY 10022, sími (212) 753-7407. NÝTT – OPIN FERÐ Nú er hægt að bóka NETSMELL til eins áfangastaðar og heim frá öðrum. Þetta gildir um alla áfangastaði Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. Af því tilefni bjóðum við flug til Evrópu á sérstöku tilboðsverði. FLUG 19.900 KR. Sölutímabil til 24. febrúar. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ. A M ST ER D O N T IL A M ST ER D A M – H EI M F R Á L O N D O N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.