Morgunblaðið - 23.02.2006, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.02.2006, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ALLIR Á LISTASAFNIÐ! Sú ákvörðun að fella niður að-gangseyri að Listasafni Ís-lands alla daga styrkir mjög stöðu safnsins sem menningar- og fræðslustofnunar fyrir almenning. Til þessa hefur kostað 400 krónur að skoða sýningar Listasafnsins. Aldraðir og fatlaðir hafa greitt lægra gjald og ókeypis hefur verið fyrir börn yngri en 18 ára og aðra námsmenn, sem kynna sér safnið sem þátt í námi sínu. Þá hefur að- gangseyrir verið felldur niður á mið- vikudögum. Það má því segja sem svo að að- gangseyri hafi verið í hóf stillt til þessa. Það setur vafalaust enginn það fyrir sig að greiða 400 krónur, kannski í mesta lagi 800 krónur fyrir hjón með börn, fyrir að skoða Lista- safnið einu sinni. En eðli listasafna í dag er það, að þangað þarf fólk og á að koma aftur og aftur til að skoða mismunandi sýningar og sækja sér margvíslegan fróðleik og menntun. Og þá getur aðgangseyririnn farið að skipta máli. Þótt aðgangseyrir vegi sjálfsagt ekki þungt í tekjum Listasafns Ís- lands er fjárhag safnsins svo þröng- ur stakkur skorinn að niðurfelling aðgangseyris hefði ekki getað komið til nema aðrar tekjur kæmu á móti. Þar hleypur Samson eignarhalds- félag undir bagga, en styrkur á móti niðurfelldum aðgangseyri er hluti af styrk Samsonar til Listasafnsins, sem samtals nemur um 45 milljónum króna á þremur árum. Björgólfur Guðmundsson, sem ásamt Björgólfi Thor syni sínum er eigandi Samsonar, stendur nú í þriðja sinn fyrir gerð styrktarsamn- ings við Listasafn Íslands, en þeir feðgar hafa jafnframt verið stórir eigendur í Pharmaco, sem síðar varð Actavis og hefur verið aðalstyrktar- aðili safnsins undanfarin ár. Rækt- arsemi þeirra við menningarstarf- semi af ýmsu tagi hér á landi er til fyrirmyndar um það hvernig kaup- sýslumenn, sem vegnar vel, geta lát- ið gott af sér leiða í samfélaginu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaða- mannafundi í fyrradag að hér væri um tilraun að ræða, í þágu þess markmiðs að fjölga gestum í söfnum landsins. „Ég held að þetta fyrir- komulag muni nýtast alls staðar í samfélaginu, að sem flestir geti notið þeirrar listar sem hér er boðið upp á,“ sagði menntamálaráðherra. Í sama streng tók Ólafur Kvaran safn- stjóri, sem benti á það að sama leið hefði verið farin hjá ríkislistasöfnum annars staðar á Norðurlöndum og gefið góða raun; meðal annars hefðu hópar látið sjá sig í söfnunum, sem ekki hefðu heimsótt þau áður. „Þetta breikkar hina samfélagslegu skír- skotun, sem er mjög spennandi fyrir okkur, og er lykilatriði í þjónustu- hlutverki safnsins,“ sagði Ólafur. Þetta er auðvitað kjarni málsins. Listasafn Íslands gegnir ekki ein- vörðungu því hlutverki að vera varð- veizlu- og skrásetningarstaður ís- lenzkrar og erlendrar myndlistar. Safninu ber rík skylda til að miðla listinni og þekkingu sinni á henni til almennings. Ef aðgangseyrir er ekki lengur hindrun má ætla að fleiri en ella sjái ástæðu til að heimsækja safnið reglulega. Það er menntun og menningu á Íslandi til framdráttar. VEGUR IÐNGREINA Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu ígær kom fram að aðsókn í iðnnám hefði aukizt talsvert á síðustu árum og viðhorf til þess væri jákvæðara en verið hefði. Það er æskileg þróun, enda skiptir það miklu máli fyrir at- vinnulífið að góð verkkunnátta sé fyrir hendi. Bóknámi hefur verið hampað á kostnað iðnnáms alltof lengi. Það við- horf hefur verið ríkjandi um of, að allir, sem á annað borð fara í fram- haldsnám, eigi helzt að leggja fyrir sig bóknám, taka stúdentspróf og fara í háskóla. Auðvitað er það regin- misskilningur. Verkfræðingar og arkitektar geta hannað hús og stýrt byggingu þeirra, en það þarf góða smiði, múrara, rafvirkja og pípulagn- ingamenn til að byggja þau, svo eitt dæmi sé tekið. Störf við ýmsar hefð- bundnar iðngreinar gefa líka iðulega af sér ágætar tekjur. Í Morgunblaðinu í gær kemur raunar fram að uppsveiflan í bygg- ingariðnaði hér á landi hafi haft í för með sér mikla sókn í byggingargrein- ar og rafmagnsgreinar. Baldur Gísla- son, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, segir að menn hafi haft áhyggjur af því að múrverkið væri að deyja út, en nú sé ágæt aðsókn að þeirri iðngrein. Baldur segir að æskilegt sé að menntakerfið leggi iðn- og starfsnám og stúdentspróf nokkurn veginn að jöfnu. Á þetta skortir mikið í dag. Í grunnskóla er höfuðáherzlan á bók- legar greinar. Samræmd próf í lok grunnskóla mæla til dæmis eingöngu kunnáttu fólks í bóklegum fögum. Þeir, sem hafa fremur hæfileika á verklega sviðinu, fá litla viðurkenn- ingu eða hvatningu til að þroska þá hæfileika sína í frekara námi. Allt miðast við bóknám og stúdentspróf. Í viðleitni kerfisins til að koma öll- um í framhaldsskóla er ungmennum, sem ekki stóðust kröfur samræmdu prófanna, iðulega hrúgað í svonefnd- ar almennar námsbrautir – í bók- námi, þótt það liggi oft ljóst fyrir að þar eigi þau ekki heima, heldur væri miklu nær að beina þeim í iðn- eða starfsnám. Þessu þarf að breyta og hefja iðn- námið til vegs og virðingar. Margar af núverandi vaxtargreinum íslenzks atvinnulífs þurfa nauðsynlega á iðn- menntuðu fólki að halda. Baldur Gíslason bendir t.d. á að málmiðn- aðargreinar séu að verða hátækni- greinar og fyrirtæki á borð við Össur og Marel þurfi á t.d. vélvirkjum og rennismiðum að halda. Framsækin fyrirtæki þurfa að ráða fleiri en við- skiptafræðinga í vinnu. Ein leiðin til að breyta viðhorfinu er að byrja fyrr að verðlauna hæfi- leika, sem börn og unglingar sýna á sviði verkgreina og hvetja þau til að leggja rækt við þá. Bókvitið verður vissulega í askana látið, en það má ekki gleyma verksvitinu. KB banka gengur vel að fjármagna sig erlendis og engir erfiðleikar hafakomið upp í þeim efnum. Bankinn hefur í auknum mæli sótt inn á markað í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum hvað þetta snertir og lagt áherslu á að fara út fyrir markaði í Evrópu, að sögn Jónasar Sigurgeirssonar, framkvæmdastjóra Sam- skiptasviðs KB banka. Eftir sem áður séu umsvif bank- ans á þessu sviði veruleg í Evrópu. Þannig hefði dótt- urfélag bankans í Danmörku lokið skuldabréfaútgáfu í vikunni fyrir 500 milljónir evra á góðum kjörum. Jónas sagði að ekki væri ástæða til þess að hafa áhyggjur af þróun á eftirmarkaði og hún hefði ekki haft áhrif á fjármögnun bankans. Að þeirra mati væru ekki rök fyrir þessari miklu hækkun ávöxtunarkröfunnar, enda væru erlendir bankar farnir að mæla með kaupum á skuldabréfum KB banka á eftirmarkaði vegna þess að þar væri um kaup- tækifæri að ræða. Jónsas sagði aðspurður um hversu miklu fjármagni KB banki þyrfti á að halda í ár erlendis, að bein endurfjármögnunarþörf næmi um 1.300 milljónum evra, að FIH bankanum í Danmörku undanskildum. Ýktar hreyfingar á þunnum eftirmarkaði Jónas Sigurgeirsson Þingmenn ræddu nýtt matmatsfyrirtækisins FitchRatings í upphafi þing- fundar á Alþingi í gær og sagði Ög- mundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, m.a. að vandann, sem þar kæmi fram, mætti rekja til rangrar efnahagsstjórnar á Ísland, þ. á m. til stórfelldra ríkisafskipta af uppbyggingu stóriðju. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylking- arinnar, sagði að ríkisstjórnin hefði með mati Fitch fengið gula spjaldið en Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að ekki mætti oftúlka spá Fitch. Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra sagði að athugasemd- irnar sem fram kæmu í mati Fitch væru vissulega athyglisverðar. „Að sumu leyti koma þær á óvart og að öðru leyti ekki. Þær komu á óvart vegna þess að það eru aðeins þrjár vikur síðan að Moody’s- matsfyrirtækið staðfesti lánshæf- ismatið með stöðugum horfum. Þær koma síðan hins vegar ekki á óvart vegna þeirrar umræðu sem verið hefur undanfarin misseri um mikla útlánaaukningu og auknar lántökur hjá bönkunum samfara skuldsetningu fyrirtækja og ein- staklinga og viðskiptahallanum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, kvaðst fagna því að forsætisráðherra, Halldór Ás- grímsson, hefði þegar brug athugasemdum matsfyrirt með því að lýsa því yfir að Ríkisstjórnin sögð hafa feng Morgunblaðið/K Ögmundur Jónasson hóf m hræringum í fjármálalífinu með skuldabréfaútgáfu, þ. sé ólíklegt að kjör íslens anna hafi versnað þó á það enn reynt. Á móti hafa bankarnir jafnan nefnt markaður sé það sem k þunnur, viðskipti séu oft ta og oft þurfi mjög lítið til hreyfa við honum. Fram verður hins vegar ekki hor má að vaxtaálagið sé nær falt hærra nú en fyrir aðein an. Eftir því sem Morg kemst næst nemur endurfj unarþörf íslensku viðski minna á bréfum Landsbanka og hátt 0,6% á bréfum Íslandsbanka. Tekið skal fram að breytingarnar á vaxtaálaginu snerta ekki íslensku bankana beint, a.m.k. ekki að svo stöddu, því um er ræða skuldabréf sem þeir hafa þegar gefið út og verslað er með á svokölluðum eft- irmarkaði. Lakari kjör bankanna? Almennt er þó litið svo á að hækkun á vaxtaálagi á eftirmarkaði sé vísbending um að menn muni hugsanlegra njóta lakari kjara þeg- ar þeir fara næst út á markaðinn Vaxtaálag á skuldabréf ís-lensku viðskiptabank-anna, sem höndlað ermeð á eftirmarkaði, hækkaði verulega í kjölfar breyt- inga á horfum Fitch Ratings. Í kjöl- far neikvæðrar umfjöllunar nokk- urra greiningardeilda í nóvember í fyrra, m.a. um Kaupþing banka, hækkaði álagið umtalsvert og fór í um 0,4%. Vaxtaálagið er nú hins vegar orðið mun hærra eða um 0,8% á bréfum Kaupþings banka, litlu Vaxtaálag á eftir aði hækkar ver Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Markmið með skýrRatings var að sþætt skilaboð til fara með efnahagsmál á Í fyrsta lagi telja sérfræðing ins að hættan á harðri le efnahagsmálum hafi aukist lagi hafa þeir áhyggjur af fjármálakerfið hafi getu ti þola slíka lendingu og h myndi þýða fyrir hagkerf kom fram í máli Paul Rawk kvæmdastjóra hjá Fitch, fundi er fyrirtækið hélt í gæ „Við staðfestum lánshæfi Íslands vegna þess að vi fjármál hins opinbera vera þess sem skuldastaða ríkis samræmi við það sem geris löndum með sömu einkun minnkandi ef eitthvað e Rawkins. Ennfremur sagði hann a breytingar þær sem hagke Tvíþæ Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Endurfjármögnunarþörf Landsbankans á þessu ári nemur um 1,2 millj-örðum evra eða um 98 milljörðum íslenskra króna. Þegar leitað var álits hjá bankanum á hækkun vaxtaálags á skuldabréfum bankanna á eft- irmarkaði fengust þær upplýsingar að markaðurinn væri ákaflega þunnur og hann ýkti því allar breytingar mjög mikið. Af þeim skuldabréfum sem Landsbanki hefur gefið út í Bandaríkjunum hefur ekki stór hluti verið keyptur af svokölluðum peningamarkaðssjóðum með uppsagnarákvæði. Bankastjórar Landsbankans voru staddir erlendis en þær upplýsingar fengust þó hjá bankanum að breytingarnar á vaxtaálaginu væru að þeirra mati muni ýktari en raunverulegt áhættumat ætti að leiða til. Í Fitch mat- inu væru fyrst og fremst ábendingar til íslenska ríkisins en síður til bank- anna. Ljóst væri þó að allir aðilar þyrftu að skoða sinn gang. Þá mætti minna á að Fitch Ratings hefði breytt horfum fyrir nokkrum árum en það hefði síðan breyst snögglega þegar menn hefðu áttað sig á því að hlutirnir hefðu verið að færast í rétt horf. Endurfjármögnun Íslandsbanka á alþjóðamarkaði á þessu ári er um 700milljónir evra eða um 57 milljarðar króna. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur Íslandsbanki aflað 1,3 milljarða evra á alþjóðlegum lánamark- aði. Bankinn er þannig búinn að endurfjármagna öll er- lend langtímalán. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir fjármögnunina á bankanum hafa gengið mjög vel. Ljóst sé að markaðurinn hafi yfirskotið við mat Fitch Ratings en hann meti það svo að markaðurinn hafi róast í gær. Bjarni segir að menn verði að taka tillit til þess að ekki séu mikil viðskipti á eftirmarkaði með skuldabréf ís- lensku bankanna þannig að fáir fjárfestar geti haft mjög mikil áhrif á hann og hafi gert. Það sé því mjög varasamt að draga miklar ályktanir af hækkunum. Bjarni við- urkennir þó að til lengri tíma litið sé þessi þróun áhyggjuefni. Hann segir aðeins hluta af útgáfu bankans vestanhafs hafa verið keyptan af peningamarkaðssjóðum með uppsagnarákvæðum og mun minna eða mjög lítið hafi verið selt til þeirra í síðustu útgáfum. Bjarni Ármannsson    ?         Meiri lækk ÚRVALSVÍSITALA aðall árum sem sennilega hefur ingar alþjóðlega matsfyrir Á meðfylgjandi línuriti Þar kemur í ljós að fallið n 2004. Þá lækkaði vísitalan lækkað um 6,6% á einni vi ar leið á gærdaginn og all

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.