Morgunblaðið - 23.02.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.02.2006, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MATSFYRIRTÆKIÐ Fitch Ratings greindi frá því í gær að lánshæf- ismat ríkissjóðs hefði breyst. Horfur væru ekki lengur stöðugar heldur neikvæðar. Þetta nýja mat felur í sér mikinn áfellisdóm yfir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hún hefur leikið sér að eldinum og tekið verulega áhættu í hagstjórninni. Þessi tíðindi frá Fitch áttu ekki að koma neinum í opna skjöldu – hættumerkin eru hvar- vetna. Viðvarandi viðskiptahalli sem fór í 15% á síðasta ári eða sá mesti frá því mælingar hófust, stöðugur útlánavöxtur, gríðarleg aukning erlendra skulda sem eru komnar yfir 400% af útflutnings- tekjum, meiri skuldsetning þjóð- arbúsins en í nokkru öðru OECD- ríki, stöðugt hækkandi stýrivextir og hækkandi gengi krónunnar – allt er þetta órækur vitnisburður um verulega ofhitnun í hagkerfinu. Á þetta hefur m.a. verið bent af þingmönnum Samfylkingarinnar, hagfræðingum, Seðlabankanum og forystumönnum í verkalýðshreyf- ingunni. Ríkisstjórnin hefur hins vegar skellt við skollaeyrum, firrt sig allri ábyrgð og vísað vandanum á Seðlabankann. Og það sem verra er, hún hefur að und- anförnu kynt undir með því að ala á ótímabærum vænt- ingum um stórfelldar virkjana- og stór- iðjuframkvæmdir. Efnahagsstefna snýst um að beita hagstjórnaraðgerðum í ríkisfjármálum og pen- ingastefnu – en ekki síður um að stjórna væntingum. Þegar þensla er í hagkerfinu skiptir máli að beita stjórntækjum ríkisins til að halda aftur af ónauðsynlegum fjárfestingum, örva sparnað og hvetja fólk og fyrirtæki til að fara sér hægt. Fyrir síðustu kosningar var vitað að þannig þyrfti að standa að málum á þessu kjörtímabili vegna mikilla fjárfestinga í virkj- unum og stóriðju á Austurlandi. Á þetta var m.a. bent af Samfylking- unni og hvatt til þess að allir stilltu saman strengi sína. Ríkisstjórnin gerði hið öndverða. Hún fór fram án samráðs við aðila vinnumark- aðarins og hlustaði ekki á varn- aðarorð Seðlabankans. Hún lögfesti lækkun tekjuskatts langt fram í tímann, tók upp 90% húsnæðislán og stuðlaði þannig að miklum út- lánavexti, dreifði ágóðanum af Símasölunni eins og örlátur jóla- sveinn, lofaði umtalsverðum fram- kvæmdum á komandi árum og gerði ekkert til að auka sparnað landsmanna. Þvert á móti hefur hátt gengi krónunnar orðið til þess að örva verulega innflutning og neyslu. Í gær sáust ýmis merki þess að markaðurinn tæki tíðindunum frá Fitch mjög alvarlega. Krónan féll um 4,5% og hlutabréfavísitalan lækkaði um 3%. Ef verð á fast- eignum og skuldabréfum lækkar verulega og endurfjármögnun á út- lánum bankanna verður erfiðari getur það leitt til efnahags- og fjár- málakreppu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir fjármálastofnanir, fyrirtæki og almenning í landinu. Öll hljótum við að vona að þetta gerist ekki. Til að koma í veg fyrir það verður ríkisstjórnin að horfast í augu við veruleikann, taka upp víð- tækt samstarf um hagstjórnina, beita sér fyrir auknum aðhalds- aðgerðum og samstilltu átaki um að draga úr útlánum bankakerfisins. Síðast en ekki síst verður hún að hætta að kynda undir hagkerfinu með stórkarlalegum stóriðjudraum- um. Ríkisstjórnin fær falleinkunn í hagstjórn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fjallar um lánshæfismat ríkissjóðs ’Efnahagsstefna snýstum að beita hagstjórn- araðgerðum í ríkisfjár- málum og peningastefnu – en ekki síður um að stjórna væntingum. ‘ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. AÐALFUNDUR Blóðgjafa- félags Íslands verður haldinn í dag, fimmtu- daginn 23. febrúar 2006. Fram fara venjuleg aðalfund- arstörf, fræðsluerindi verður flutt og blóð- gjafar er náð hafa ákveðnu takmarki verða heiðraðir. Um er að ræða þá sem náð hafa því að gefa 50, 75, 100 og 125 blóðgjafir. Þar er um raunverulegar hvers- dagshetjur að ræða, sem mæta reglulega og gefa af sjálfum sér þá gjöf sem getur orðið öðrum til lífs. Að eiga ávallt nægilegt framboð blóðs er ekki sjálfgefið. Hollt er að minnast þess að víða um heim gengur illa að tryggja nægt fram- boð þess. Fundurinn hefst kl. 20 og er öll- um opinn. Blóðgjafar eru sér- staklega hvattir til að mæta, eink- um þeir sem náð hafa ofangreindum áfanga, fylgjast með störfum aðalfundar og njóta veit- inga í boði LSH. Blóðgjafafélag Ísland var stofn- að 16. júlí 1981 og er opið öllum sem gefa blóð og öðrum er láta sig félagið varða. Tilgangur þess er að fræða blóðgjafa, almenning og stjórn- völd um mikilvægi blóðs til lækninga, blóðsöfnun, starfsemi blóðbanka og notkun blóðs á sjúkrahúsum hérlendis og erlendis. Ólafur Jensson þá- verandi for- stöðumaður Blóð- bankans var frumkvöðull að stofn- un BGFÍ. Sveinn Guðmundsson tók við sem yfirlæknir 1995. Árið 2003 var samþykkt á aðal- fundi að blóðgjafar sem áhuga hefðu á að ganga í félagið yrðu að skrá sig í það formlega en fram til þessa höfðu allir blóðgjafar verið taldir félagar í Blóðgjafafélaginu. Skráðir félagar eru nærri 3.000 og stjórnarmenn 7. Hlutverk stjórnar er að kynna félagið og stuðla að fjölgun félagamanna, gæta hags- muna þeirra og fræða heilbrigð- isyfirvöld um þýðingu og mik- ilvægi þess að eiga ávallt traustan hóp blóðgjafa að. Einnig lætur hún sér annt um að bæta úr húsnæðismálum Blóð- bankans. Í upphafi átti Blóðgjafafélagið fastan tekjustofn sem í runnu tekjur af útflutningi plasma úr blóði sem ekki var lengur nýtilegt til lækninga. Þessi útflutningur lagðist af árið 1985 og hefur félagið verið tekju- laust síðan. Alþingi hefur hins vegar stutt félagið með fé af fjárlögum og ber að þakka því og Fjárlaganefnd þess þann góða stuðning. Reglum Evrópusambandsins varðandi blóðgjöf fjölgar stöðugt. Því á BGFÍ mikið erindi við al- menning og stjórnvöld. Til að anna þörf fyrir blóðhluta eru 16 þúsund blóðgjafir á ári í Blóðbankanum lágmark. Því sinna 8.000–9.000 blóðgjafar. Hópur blóðgjafa eldist. Nýliðun, þótt nokkur sé, er ekki næg og vinna þarf ötullega að öfl- un nýrra blóðgjafa. Góður blóðgjafahópur er mik- ilvæg og traust undirstaða ís- lenzks heilbrigðiskerfis eins og við þekkjum það í dag. Þess má til gamans geta að tveir sem nú verða heiðraðir hafa gefið blóð 125 sinnum og látið frá sér 112,5 lítra af blóði. Alls hafa blóðgjafarnir 124 sem fá viðurkenningu gefið rúmlega 3,3 tonn af blóði. Um það munar. Blóðgjafafélag Íslands Ólafur Helgi Kjartansson fjallar um Blóðgjafafélag Íslands ’Góður blóðgjafahópurer mikilvæg og traust undirstaða íslenzks heilbrigðiskerfis eins og við þekkjum það í dag.‘ Ólafur Helgi Kjartansson Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands og sýslumaður á Selfossi. NÝLEGA birtist grein eftir mig í Skírni, þar sem ég fjallaði um sögu Mið-Austurlandafræða og tengsl hennar við stjórnmála- umræðu hvers tíma. Ég fjallaði um þá erfiðleika sem steðjað hafa að fræðigreininni og þann vanda sem þeir sem starfa innan þess- arar fræðigreinar standa frammi fyrir ef þeir blanda sér í opinbera umræðu hér í Bandaríkjunum. Tilgangur minn með greininni var að vekja athygli á þess- ari þróun í Banda- ríkjunum og jafn- framt að vekja fólk á Íslandi til umhugs- unar um eðli og inni- hald opinberrar um- ræðu, um þátt sérfræðinga og hags- munaðila og hvort eða hvenær fræði- menn eigi að blanda sér í málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru vitaskuld ekki einskorðaðar við Bandaríkin heldur er hægt að hugsa sér að þetta eigi við hvar- vetna þar sem upp- lýst umræða á sér stað. Þar sem Skírn- isgreinin fjallaði um opinbera umræða er fróðlegt að huga að því hverskonar við- brögð hún kallar fram á Íslandi. „Við- horfs“ grein Davíðs Loga Sigurðssonar, blaðamanns á Morg- unblaðinu, sem birt- ist hér þann 16 febr- úar er ef til vill lýsandi dæmi um stöðu opinberrar umræðu á Ís- landi sérstaklega á sviði almennra greina í dagblöðum. Davíð Logi fer algjörlega framhjá aðalatriði Skírnisgrein- arinnar og skoðar þess í stað aukaatriði sem ég taldi vera eina af birtingarmyndum vandans. Davíð Logi leggur mikið upp úr því sem ég segi um hugmyndaveit- ur (Think Tanks) og fullyrðir að ég „eyði mestu plássi“ í Skírn- isgreininni að fjalla um þær. Þetta er sérkennileg alhæfing þar sem það eru um það bil 35 málsgreinar í grein minni en um- fjöllunin um hugmyndaveiturnar eru aðeins tvær málsgreinar eða um 5% greinarinnar. Davíð Logi gefur einnig til kynna að ég vilji banna fólki að fjalla um málefni Mið-Austurlanda nema þeim sem eru sérfræðingar um efnið. Þetta er fráleit túlkun enda er ég ekki að vinna að því að hefta málfrelsið heldur að efla það með því að styðja gagnrýnið hugarfar hjá lesendum. Með umfjöllun minni um hug- veiturnar var ég að vekja athygli lesenda á því að oft eru þeir sér- fræðingar sem birtast í ljós- vakamiðlunum á launum hjá hug- myndaveitum. Hlutverk þeirra er oft að koma á framfæri pólitískum sjón- armiðum sem er allt annað en yf- irlýst markmið og tilgangur vís- indastofnana. Davíð telur upp nöfn margra hjá Brookings stofnuninni sem hann telur að séu alvöru fræði- menn og ekki fúskarar. Um það er ég fyllilega sammála honum. Af upptalningunni ætti að vera ljóst að lýsing mín á „akadem- ískum altmuligmönnum“ á til dæmis ekki við um Shibley Tel- hami, sem Davíð Logi nefnir sér- staklega. Ég sagði hvergi að allir sem störfuðu við þessar hug- myndaveitur væru slíkir ‘altmulig- menn’. Ég var ekki að benda á tiltekna einstaklinga og hverjir væru góðir eða vondir heldur var ég að vekja athygli á mjög varhugaverðri þró- un í samspili fjölmiðla og þessara hugmyndaveitna. Skírnisgrein mín var ekki um hugmyndaveitur heldur var hún um stöðu fræðimannsins í nútíma- samfélagi. En til þess að halda umræðunni áfram langar mig að vekja athygli á því sem mér finnst einkennandi við grein Davíðs Loga. Hann fjallar nánast ekkert um megininntak greinar minnar og um þær stóru spurningar sem ég vil vekja at- hygli á. Þess í stað kýs hann að beina athyglinni að mér persónulega og persónugera þannig umræðuna. Í stað þess að ein- blína á hugmyndirnar eða röksemdarfærsl- urnar í greininni fjallar hann um mig á móðgandi hátt og sak- ar mig um „hroka“ og að „níða skóinn“ af ákveðnum ein- staklingum. Þetta er ekki hægt að skilja á annan veg en sem til- raun til að lítillækka mig sem einstakling. Með þessu dreifir hann athygli fólks frá meginstefi grein- arinnar. Kannski hef- ur það ákveðið skemmtanagildi fyrir suma lesendur á Ís- landi að sjá menn tak- ast á á opinberum vettvangi með því að nota ófögur orð hvor í annars garð. Slík nálg- un gerir þó ekkert til þess að þróa umræðuna áfram eða til að færa lesendann nær kjarna málsins. Þetta er kannski stóri munurinn á opinberri umræðu í Bandaríkj- unum og á Íslandi. Hér í Banda- ríkjunum er áherslan á málefnin þó vissulega megi deila um hvort hún sé uppbyggileg. En heima á Íslandi virðist persónan oft skipta meiri máli heldur en hugmynd- irnar. Umræðan verður því persónuleg fremur en málefnaleg og því gjarnan æði grunnfærin. Hugsanlega eru íslenskir fræði- menn ragari við að taka þátt í op- inberri umræðu vegna þessa eðlis hennar og til að ekki þurfa sitja undir háðsglósum og uppnefn- ingum. Í Skírnisgreininni bendi ég á hvernig umfang opinberrar um- ræðu gerir það að verkum að margir fræðimenn í mínu fagi veigra sér við að fara út á þá braut hérna í Bandaríkjunum. Eðli umræðunnar hér í Bandaríkj- unum hefur að mörgu leyti kæf- andi áhrif og er takmörkuð. En er svipað uppá teningum á Íslandi? Er persónugerving umræðunnar hin íslenska leið til að kæfa hana svo að umræður um ákveðin mál- efni komast ekki á viðunandi stig? Erum við svo upptekin af okkur sjálfum, okkur sem persónum og þátttakendum í umræðunni, að við náum þvi ekki að greina meg- inhugmyndir og ádeilur samtím- ans og glíma við þær á málefna- legan hátt? Um menn eða málefni? Magnús Þorkell Bernharðsson fjallar um muninn á opinberri umræðu á Íslandi og í Bandaríkjunum Magnús Þorkell Bernharðsson ’Í Bandaríkj-unum er áhersl- an á málefnin þó vissulega megi deila um hvort hún sé uppbyggileg. En heima á Íslandi virðist persónan oft skipta meira máli …‘ Höfundur er sagnfræðingur og starfar sem háskólakennari við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum.                  ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS –

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.