Morgunblaðið - 23.02.2006, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG FYLGDIST með útsendingu
af borgarstjórnarfundi hinn 17. jan-
úar sl. en þá voru málefni Grafarholts
til sérstakrar umfjöll-
unar að ósk sjálfstæð-
ismanna. Vonaðist ég
eftir því að þar yrði
fjallað um ýmis málefni
hverfisins sem við íbú-
arnir höfum verið iðnir
við að koma á framfæri
við borgaryfirvöld á
fundum, með tölvupósti
og símhringingum. Má
þar nefna slæmar al-
menningssamgöngur,
frágang gatna, gang-
stétta og hjólreiðastíga,
uppbyggingu íþrótta-
aðstöðu, skort á leik-
svæðum o.s.frv.
Því miður sá formaður hverfisráðs
Grafarholts, borgarfulltrúinn Dagur
B. Eggertsson, ekki ástæðu til þess
að fjalla um þau málefni sem ég veit
að íbúar í Grafarholti hafa verið iðnir
við að koma á framfæri við hann og
aðra borgarfulltrúa. Það gerðu hins
vegar Kjartan Magnússon og Hanna
Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins. Kjartan vakti
m.a. athygli á slæmum almennings-
samgöngum í Grafarholti. En það er
staðreynd að þrátt fyrir að hverfið
hafi verið það fyrsta sem skipulagt
var af R-listanum, hefur það lakasta
strætisvagnaþjónustuna af öllum út-
hverfunum og er t.a.m.
engin bein tenging á
milli Grafarholts og
miðbæjarins, Hlemms
eða Lækjartorgs.
Þegar Kjartan hafði
fjallað um almennings-
samgöngur í Graf-
arholtshverfi, kom
Dagur í pontu og sagði
Kjartan hafa flutt
gamla ræðu sem
ástæða væri til að leið-
rétta. Vissulega hefðu
engar strætóferðir ver-
ið milli Grafarholts og
miðbæjarins en fyrir
tilstilli R-listans og Dags hefði nú ald-
eilis verið bætt úr því. Þessar ferðir
eru komnar á sagði Dagur og að
Kjartan og aðrir sjálfstæðismenn
ættu að spara sér stóru orðin um að
þessi þjónusta væri ekki til staðar.
Fyrir mig og fleiri Grafarholtsbúa
voru þetta heldur en ekki góðar frétt-
ir og héldum við að Dagur hefði án
vitundar okkar bætt við nýrri leið
sem tengdi hverfið okkar beint við
miðbæinn. Heldur dró þó úr ánægj-
unni þegar farið var til þess að finna
strætisvagninn sem Dagur sagði að
kominn væri á. Til að gera langa sögu
stutta fannst vagninn ekki og enginn
hjá Strætó bs. kannaðist við það að
slík leið væri komin á. Það er slæmt
þegar stjórnmálamenn eru staðnir að
því að fara með rangt mál í sölum
borgarstjórnar og enn verra þegar
rangar upplýsingar um mikilvæga
hverfaþjónustu eru settar fram í því
skyni að koma höggi á pólitískan and-
stæðing eins og Dagur Eggertsson
gerði á umræddum borgarstjórn-
arfundi. Við Grafarholtsbúar fráb-
iðjum okkur slík vinnubrögð og skor-
um á formann hverfaráðs Grafarholts
að kynna sér málefni hverfisins og
umkvörtunarefni íbúanna áður en
hann kýs að nota þau í pólitískum
hráskinnsleik.
Ósannindi Dags B. Eggerts-
sonar um málefni Grafarholts
Hrafnhildur Björk Baldurs-
dóttir fjallar um málefni
Grafarholts ’Það er slæmt þegarstjórnmálamenn eru
staðnir að því að fara með
rangt mál í sölum borg-
arstjórnar.‘
Hrafnhildur Björk
Baldursdóttir
Höfundur er íbúi í Grafarholti.
UNDIRRITAÐUR hefur oft
undrast þann þagnarmúr sem um-
lukið hefur grafalvarlega og versn-
andi stöðu íslenska þjóðarbúsins útá-
við undanfarin misseri. Einkum er
það gríðarlegur og viðvarandi við-
skiptahalli og ískyggileg aukning er-
lendra skulda sem
blasað hafa við sem
mikil hættumerki.
Ég hef margoft í
ræðu og riti að und-
anförnu reynt að
benda á þá miklu
veikleika sem fólgnir
væru í skuldaaukn-
ingu þjóðarbúsins í
heild útávið og allra
helstu máttarstólpa
samfélagsins ann-
arra en ríkissjóðs.
Þ.e. heimilanna, at-
vinnulífsins og sveit-
arfélaganna. Tal um
„góðæri“ við slíkar aðstæður, þar
sem viðskiptahalli er ár eftir ár yfir
10% af vergri landsframleiðslu og
staðfest er að meira en helmingur
hallans er einfaldlega umframeyðsla
þjóðarbúsins, er ábyrgðarlaust. Hall-
inn stafar sem sagt ekki nema að
rúmlega þriðjungi af fjárfestingum í
varanlegum framleiðslutækjum eða
verðmætisskapandi fjárfestingum,
hitt er einfaldlega eyðsla, neysla, um-
fram það sem þjóðarbúið aflar og
hleðst upp sem skuldir. Í ekki færri
en fjórum blaðagreinum, sem birtust
með stuttu millibili hér í blaðinu í
apríl til júní 2005 reyndi ég að vekja
umræður um hinar ískyggilegu horf-
ur í þjóðarbúskapnum. Sjá; Mbl. 5.4.
2005, „Eldarnir loga, en kann Hall-
dór á fiðlu?“, Mbl. 26.5. 2005, „Ál fyr-
ir þorsk“, Mbl. 28.5. 2005, „Álæði
Framsóknar“, Mbl. 6.6. 2005, „Efna-
hagslífið og Kárahnjúkavandinn“.
Sjá einnig greinar um síðastliðin ára-
mót í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu
og Norðurstjörnunni. 10. mars 2004,
á 130. löggjafarþ., stóð ég fyrir um-
ræðu utan dagskrár á Alþingi um
efnahagsvandann undir yfirskriftinni
„skuldastaða þjóðarbúsins“ og var
þáverandi forsætisráðherra Davíð
Oddsson til svara (http://www.alt-
hingi.is/altext/130/03/
l10153622.sgml).
Hinn 10. febrúar 2005, á 131. lög-
gjafarþ., beitti ég mér aftur fyrir um-
ræðu um meira og minna sama efni
undir yfirskriftinni „staða útflutn-
ings- og samkeppnisgreina“ og til
svara var núverandi forsætisráð-
herra Halldór Ásgrímsson (http://
www.althingi.is/altext/131/02/
l10135854.sgml).
Þá má loks nefna tillögu okkar
þingmanna VG um aðgerðir til að
endurheimta efnahags-
legan stöðugleika sem
flutt var fyrst undir vor
2005, á 131. löggjafarþ. og
endurflutt var og uppfærð
sl. haust á 132. þingi
(http://www.althingi.is/
dba-bin/fer-
ill.pl?ltg=132&mnr=5).
Að slepptu því að Við-
skiptablaðið sýndi ofan-
greindu þingmáli áhuga,
vann úr málinu og fylgdi
því eftir, var í öllum þess-
um tilvikum talað fyrir
furðu daufum eyrum. Að
manni læðist óhjákvæmi-
lega sá grunur að vanheilög sam-
staða hafi skapast meðal helstu aðila
sem áttu hagsmuna að gæta af því að
teygja veisluna á langinn að þegja
sem mest um allar staðreyndir sem
gætu vakið athygli á þverrandi
veisluföngum. Hver vill rugga bátn-
um meðan valdastólarnir verma,
bréfin hækka og gróðinn streymir í
sjóðina, a.m.k. á pappírnum? Nú hef-
ur hið alþjóðlega matsfyrirtæki Fitch
Ratings einfaldlega gert það sem ein-
hver hlaut að gera fyrr eða síðar, rof-
ið þögnina og dregið eðlilegar álykt-
anir af fyrirliggjandi staðreyndum
um íslensk efnahagsmál. Sem sagt
þær að áframhaldandi hallarekstur
þjóðarbúsins og skuldasöfnun,
óbreytt stefna, hljóti að enda með
ósköpum.
Ríkisstjórnin undir forustu Hall-
dórs og Valgerðar og því miður
ennþá með stuðningi eða a.m.k. í
skjóli af Sjálfstæðisflokknum, boðar
margra ára áframhald á hinu sama.
Óumflýjanlegar afleiðingar af því, að
troða þremur nýjum risavöxnum ál-
versverkefnum með tilheyrandi
virkjunarframkvæmdum inn í hag-
kerfið á næstu 5–7 árum, eru hágengi
krónunnar, áframhaldandi bullandi
viðskiptahalli og erlend skuldasöfn-
un, verðbólguþrýstingur o.s.frv.
Glæný skoðanakönnun sýnir að
þessi stefna er í andstöðu við skýran
meirihlutavilja þjóðarinnar, hún er
efnahagslegt glapræði og tilræði við
náttúru landsins. Það er brýnna en
nokkru sinni fyrr að brjóta nú á bak
aftur hina öfgakenndu stóriðju- og
virkjanastefnu Framsóknarflokks-
ins. Það er allt of dýrt fyrir þjóðina
og af því hlýst óbætanlegt tjón fyrir
náttúru landsins og ímynd þess útá-
við að afturhalds- og ofstækisstefna
Framsóknarflokksins ráði lengur för.
Að því marki sem ríkisstjórnin yfir
höfuð virðist vera raunveru-
leikatengd og viðurkenna einhvern
vanda gengur allt út á það af hennar
hálfu að kenna öðrum um. Sökudólg-
arnir hafa, að mati ríkisstjórn-
arinnar, verið Seðlabankinn, við-
skiptabankarnir eða útgáfa erlendra
aðila á skuldabréfum í krónum. Sú
útgáfa kom fyrst til sögunnar undir
sl. haust og er augljóslega afleiðing
ástandsins, og þá f.o.f. mikils vaxta-
munar, en ekki frumorsök vandans.
Helst er hægt að taka undir það að
bankarnir hafi farið glannalega og
beri þannig nokkra ábyrgð með rík-
isstjórninni. Seðlabankinn hefur ekk-
ert gert annað en starfa eftir gildandi
lögum og á grundvelli sameig-
inlegrar ákvörðunar bankans og rík-
isstjórnar um verðbólguviðmið-
unarmörk. Bankinn hefur einn róið
gegn straumnum og reynt að kæla
niður hagkerfið, slökkva eldana,
meðan ríkisstjórnin hellir olíu glóru-
lausrar stóriðjustefnu, skattalækk-
ana og mistaka í húsnæðismálum á
bálið.
Nú er mál að linni. Vonandi getur
aðlögun þjóðarbúsins að raunhæfum
efnahagslegum gildum svo sem í
gengi, vöxtum og opinberum fjár-
málum átt sér stað án kollsteypu, en
þá má vel til takast.
Steingrímur J. Sigfússon
fjallar um efnahagsmál ’Vonandi getur aðlögunþjóðarbúsins að raunhæf-
um efnahagslegum gild-
um svo sem í gengi, vöxt-
um og opinberum
fjármálum átt sér stað án
kollsteypu, en þá má vel
til takast. ‘
Steingrímur
J. Sigfússon
Höfundur er formaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
UM DAGINN mættu í sjónvarp
borgarfulltrúar meirihlutans gamla
sem sóttust allir eftir 1. sæti á lista
Samfylkingar. Dagur talaði mest og
hafði margar hugmyndir en þær
voru nú ekki allar eins og þegar
hann var í sjónvarpinu þar áður,
enda var hann þá einn á ferð. Nú
hefði ekki verið þörf á að færa
Hringbrautina, nóg hefði verið að
setja hana í stokk enda yrði að gera
það, bara seinna, en þá verða þeir
búnir að eyðileggja lífríki Tjarn-
arinnar. Hann er sömu skoðunar og
samgönguráðherra að flugvöllurinn
verði áfram fyrir fólkið á lands-
byggðinni svo það geti komið fljúg-
andi til Reykjavíkur og að það verði
að grafa jarðgöng undir Öskjuhlíð-
ina og kirkjugarðinn svo fólkið kom-
ist nú til Keflavíkur þegar það er að
fara til útlanda, þannig er nú það.
Tveir úrvalsmenn í liði Sjálfstæð-
isflokksins sóttust eftir 1. sæti
listans í vetur, að öðru leyti voru þeir
í öllu sammála, en það er sagt að
prófkjörið hafi kostað þá fimm millj-
ónir á mann og þeir fundu það út að í
stað þess að byggja í Vatnsmýrinni
mætti byggja hús í Engey og Ak-
urey fyrir almenning, en þeir hugsa
nú líka um gamla fólkið og fundu því
stað í Þerney og Lundey.
Í gamla bænum eru þrjú sjúkra-
hús, Landakot, Landspítalinn og
Borgarsjúkrahús allt innan gömlu
markanna en nú er fólkið ekki leng-
ur á þessum stað. Meirihluti Reyk-
víkinga býr ekki lengur innan El-
liðaánna heldur í Breiðholti,
Grafarvogi, Grafarholti og nú er ver-
ið að byggja upp við Rauðhóla. Þess
vegna ætti að reisa þetta nýja
sjúkrahús þar sem flest fólkið verð-
ur, með góðar vegasamgöngur.
Þessi staður er að mínu áliti við
Vesturlandsveg á svæðinu milli
Korpúlfsstaða og Vesturlandsvegar,
með neðanjarðar bílageymslu fyrir
starfsfólk og þyrlupall svo hægt sé
að koma með slasað fólk. Þar á að
taka frá framtíðarsvæði því þetta
sjúkrahús er ekki eingöngu fyrir
Reykvíkinga heldur fyrir í það
minnsta allt Suðurland og Vest-
urland og sjúkrabílar þurfa að eiga
greiða leið. Nú er Jón heilbrigð-
isráðherra búinn að skrifa undir til-
lögur nefndarinnar og ráðinn hefur
verið framkvæmdastjóri verksins,
enda hafa skoðanir almennings á
þessu máli ekki þótt merkilegar og
ekki verið hlustað á þær. Til þess að
byggingin megi rísa þarf að brjóta
niður nýlegt hús, það er Tanngarð
en hefur það verið reiknað með í
kostnaðinn? Það eru vanalega tvær
hliðar á öllum málum ef vel er skoð-
að. Það má því velta þessu fyrir sér á
ýmsa vegu en ef vilji er fyrir því, þá
er vilji allt sem þarf. Til dæmis er
önnur hliðin svört á flyðrunni.
GUÐMUNDUR BERGSSON,
Sogavegi 178, Reykjavík.
Sjúkrahúsmál
Frá Guðmundi Bergssyni:
HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í fót-
bolta, sem fram fer í sumar, mun að
öllum líkindum að mestu leyti fara
fyrir ofan garð og neðan á heimili
þess sem þetta skrifar. Það yrði þá í
fyrsta sinn frá því hann uppgötvaði
þessa yndislegu íþrótt nýkominn af
barnsaldri að hann missi af stór-
viðburði eins og HM. Ástæðan? 365
miðlar tryggðu sér sjónvarpsréttinn
og ætla að hafa knattspyrnu-
áhugamenn að féþúfu með afar
vafasömum hætti.
Þessa dagana hringja starfsmenn
365 í heimahús, og virðist á mæli
starfsmannanna sem unnið sé eftir
mjög fullkomnum lista þar sem
fram kemur hvort sá sem hringt er
í hafi einhvern tíma keypt áskrift að
íþróttastöðinni Sýn. Hafi sem sagt
að öllum líkindum einhvern snefil af
knattspyrnuáhuga. Einhverju sinni
var talað um nauðungaráskrift að
Ríkissjónvarpinu og það með viss-
um rétti, meira að segja enn þann
dag í dag. En hvað er í gangi hjá
365? Boðin er áskrift að sjónvarps-
miðlum fyrirtækisins í hálft ár eða
eitt ár á venjulegum kjörum sem
eru tæplega 5.000 kr. á mánuði fyrir
Sýn. Sem sagt binding í hálft til eitt
ár, sem þýðir 30–60.000 kr. út
samningstímabilið. Um leið er þess
getið að íhugi menn að kaupa ein-
ungis áskrift í einn mánuð, eða
þann mánuð sem HM í fótbolta
stendur yfir, þá verði áskriftargjald
fyrir þann eina mánuð ekki um
5.000 kr. heldur um 16.000 kr.!
Þetta er nauðungaráskrift í huga
þeirra sem geta ekki hugsað sér að
vera án HM í fótbolta heima í stofu.
Það er vitaskuld kostnaðarsamt
að tryggja sér útsendingarrétt að
stórviðburði eins og HM. En það
eru væntanlega líka miklir tekju-
möguleikar í auglýsingasölu og
kostun.
Óskað er skýringa frá stjórn-
endum 365 á þessu og hvort þeir
telji sig efla tryggð neytenda við
fyrirtækið með tilboðum af þessu
tagi eða hvort neytendatryggð
skipti engu máli.
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON,
HM-áhugamaður,
Bauganesi 37a.
Tilboð 365 miðla
Frá Guðjóni Guðmundssyni:
HÆKKANDI hitastigi sjávar er
gjarnan kennt um hrun í vistkerf-
inu við Ísland.
Þrátt fyrir þess-
ar breytingar
hefur nýlega
fundist töluvert
af loðnu. En þá
er sama sagan og
venjulega: Um að
gera að útrýma
henni áður en
hún nær að
hrygna og fjölga
sér. Um að gera
að útrýma mikilvægasta æti fugla,
fiska, skeldýra og krabbadýra.
Fengi loðnan að vera æti fyrir
önnur sjávardýr og um afgang yrði
að ræða, þá yrði hann að næringu
fyrir sjávargróður sem lífríkið þarf
líka á að halda. Ef sjávarhitinn ætti
að hafa eins alvarleg áhrif á vist-
kerfið og loðnudrápið væri sjórinn
að nálgast suðumark.
Loðnunni er dælt inn í vistkerfið
sem gjöf frá sjálfri náttúrunni.
Þessa fæðu hrifsum við frá lífríkinu
og seljum til útlanda sem svínafóð-
ur.
Þessu má líkja við að húsbóndinn
á heimilinu selji matarpakkann sem
fjölskyldan fékk gefins. Og þegar
fjölskylduna fer að svengja er það
vegna þess að of heitt er í húsinu.
Með loðnuveiðum er sjávarútveg-
urinn að saga greinina sem hann
situr á.
PÉTUR TRYGGVI
HJÁLMARSSON,
Brautarholti, 400 Ísafirði.
Um æti
Frá Pétri Tryggva Hjálmarssyni,
gull- og silfursmið:
Pétur Tryggvi
Hjálmarsson
Gleymdist að bjóða
Fitch í góðærisveisluna?