Morgunblaðið - 23.02.2006, Síða 43

Morgunblaðið - 23.02.2006, Síða 43
Skipulag Vatnsmýrarinnar MIKIÐ er rætt um skipulag Vatns- mýrarinnar og allt sem þar mætti gera, en þó aðeins ef við gætum losað okkur við flugvöllinn. Sunnan við Skerjafjörðinn bíður heilmikið óbyggt, óræktað og óskipu- lagt land í eigu ríkisins, þ.e. Bessa- staðanesið. Þetta er langhentugasta landið í nágrenni borgarinnar undir flugvöll og það eina sem kemur til greina, bæði varðandi aðflug og fjar- lægð frá borginni. Þarna er langt í næstu íbúð- arbyggð og engin háhýsabyggð ná- lægt. Bessastaðir eru í viðunandi fjar- lægð. Þó væri rétt að leggja þá niður sem gestamóttöku forsetaembætt- isins, það mætti flytja hana í Héðins- höfða í Reykjavík. Þetta embætti er okkur allt of dýrt. Við svona fáir skattgreiðendur getum ekki endalaust staðið undir ótak- mörkuðum flottheitum. Eins og er stendur þetta flugvall- armál fast og þá einnig skipulag Vatnsmýrarinnar, því mun þetta vera besta lausnin í þessu margþvælda máli. Jóhann. Nú er stórt tækifæri ÞAR sem stjórnmálamenn hafa ekki haft áhuga á að bæta kjör aldraðra og öryrkja, nema með innihalds lausum loforðum fyrir hverjar kosningar, þá eiga aldraðir og öryrkjar, sem er stór hópur kjósenda, að stilla saman strengi sína og fara í framboð til Al- þingis. Jafnvel til sveitarstjórnar - en fyrst og fremst til alþingis og reyna þar að ná fram því markmiði að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Svo og að setja ný lög um Trygg- ingastofnun ríkisins og færa stofn- uninar til nútímalegs horfs. Afnema tekjutryggingu maka, einnig tekju- tryggingu við lífeyrissjóðina. Lækka skattleysismörkin. Þá væri stórum áfanga náð. Allt þetta fær kannski ekki náð fyrir augum og eyrum stjórnmálamanna. Nú er tækifærið sem má ekki ganga okkur eldri borgurum og ör- yrkjum úr greipum. Gunnar G. Bjartmarsson, Hátúni 10. GSM-sími týndist GSM-sími týndist í eða við Hlíðar- skóla. Skilvís finnandi hafi samband í síma 562 9128 eða 862 9128. Mikki er týndur MIKKI hvarf frá Lokastíg 19. febrúar sl. og er sárt saknað. Hann er ein- staklega gæf- ur og gæti verið á leið vestur yfir læk á gamlar slóðir. Finn- andi vinsamlegast hafi samband við Steingrím í síma 822 1300. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 43 DAGBÓK Sérhæð við Ægisíðu óskast - staðgreiðsla Sérhæð við Ægisíðu óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 120-150 fm hæð við Ægisíðu, stað- greiðsla í boði. Íbúðin þarf ekki losna fyrr en á seinni hluta ársins. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Samtökin ’78 standa fyrir röð hádegisfyr-irlestra í samstarfi við félagsvísindadeildog Hugvísindastofnun Háskóla Íslands,Rannsóknarstofu í kvenna- og kynja- fræðum, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Félag STK-stúdenta. Haukur F. Hannesson, tónlistarmaður og list- rekstrarfræðingur, er þriðji fyrirlesarinn í röðinni og flytur á föstudag erindi sitt: „Óperuhomminn – List og menningarpólitík frá samkynhneigðu sjónarhorni.“ „Ég geng út frá goðsögninni um óperuhomm- ann. Hann er ekki eins mikil goðsögn og Hollend- ingurinn fljúgandi, en óperuhomminn er ákveðin stereótýpa homma, goðsögn sem skapast hefur í heimi samkynhneigðra,“ segir Haukur og gantast. „Þarna verður til hópur karlmanna, sem nýtur þess að hlusta á óperur og samsamar sig því list- formi. Þarna er gagnkvæm ást og jafnræði milli listformsins óperu og hommans sem nýtur list- arinnar.“ Haukur segir ekki alltaf ríkja jafnræði í sam- bandi lista og samkynhneigðra: „Hommar og lesbíur eru ennþá að miklu leyti ósýnileg í heimi listarinnar, og þegar þau eru sýnileg er oft gengið út frá túlkunarþörf gagnkynhneigðarinnar; hið samkynhneigða sjónarhorn hverfur og eftir stendur námsefni í samkynhneigð fyrir gagnkyn- hneigða. Hommar og lesbíur hafa sótt í listina bæði til að njóta hennar og stunda hana, en listin hefur stundum hlaupið á undan þeim, og ekkert viljað við þau kannast. Ég mun tala um af hverju þetta stafar, bæði út frá handverki mismunandi list- greina, svo og þeim takmörkunum sem listinni eru settar af samtíma sínum.“ segir Haukur. „Þótt sá veruleiki að vera hommi eða lesbía sé ekki jafnharður nú og áður er ekki eins sjálfsagt mál að vera samkynhneigður og það er að vera gagnkynhneigður. Listin er á mörkum veru- leikans og ímyndunaraflsins. Í listinni er hægt að hvílast, skapa og sjá nýja möguleika. Það má segja að listin geti verið hinn góði flótti frá hörð- um veruleika. Samkynhneigðir hafa kannski not- að listina til að komast burt frá sínum harða veru- leika og öðlast sýnileika, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum.“ Fyrirlestur sinn flytur Haukur í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, kl. 12 á föstudag. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlestur | Tengsl lista og samkynhneigðar í fyrirlestraröð Samtakanna ’78 Hommar, lesbíur og listir  Haukur F. Hannesson fæddist í Kópavogi 1960. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum við Hamra- hlíð 1977, einleikara- og kennaraprófi í sellóleik frá Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum 1982, meistaraprófi í list- rekstrarfræði frá City University í London 1991, og doktorsprófi frá sama skóla 1998. Haukur hefur starfað sem sellóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, skólastjóri Suzuki-tónlistarskólans í Reykja- vík, kennt tónlist bæði á Íslandi og í Svíþjóð og verið framkvæmdastjóri sinfóníuhljómsveita í Svíþjóð. Haukur er í dag aðstoðarskólastjóri við Nacka Musikskola viðStokkhólm. Haukur er giftur Jörgen Boman bókasafnsfræðingi. 70 ÁRA afmæli. 26. febrúar verðursjötugur Kristinn Sigurjón Antonsson. Hann tekur á móti gestum laugardaginn 25. febrúar eftir kl. 16 í Félagsheimilinu í Innri-Njarðvík. Bridshátíð. Norður ♠Á7 ♥632 A/Enginn ♦ÁKG ♣ÁK1065 Vestur Austur ♠G9543 ♠K102 ♥Á7 ♥DG1095 ♦– ♦10953 ♣DG9843 ♣2 Suður ♠D86 ♥K84 ♦D87642 ♣7 Austur vekur á tveimur hjörtum (veik- um eða Tartan), en síðan verður suður sagnhafi í þremur gröndum. Út kemur hjartaás og meira hjarta, sem suður tek- ur og spilar tígli. Hellegan kemur í ljós og nú er spurningin þessi: Er nokkur möguleiki á níu slögum? Spilið kom upp í 7. umferð sveita- keppni Bridshátíðar og þeir sagnhafar sem fengu á sig þessa vörn fundu ekki leiðina að níu slögum. En hún er þó til. Sagnhafi tekur á ÁKG í tígli og leggur niður laufás. Sendir svo austur inn á hjarta. Austur tekur þrjá slagi á hjarta, en verður síðan að spila tígli eða spaða frá kóngnum í þessari stöðu: Norður ♠Á7 ♥– ♦– ♣K10 Vestur Austur ♠G9 ♠K102 ♥– ♥– ♦– ♦10 ♣DG ♣– Suður ♠D8 ♥– ♦D8 ♣– Hið sérkennilega við spilið er að sagn- hafi má alls ekki taka TVO efstu í laufi áður en hann sendir austur inn – þá lend- ir hann í klemmu heima í lokastöðunni. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Dc2 dxc4 6. e4 b5 7. a4 b4 8. Rd1 Ba6 9. Bg5 Da5 10. Bd2 c3 11. bxc3 Bxf1 12. cxb4 Bxb4 13. Bxb4 Dxb4+ 14. Kxf1 00 15. Re3 Rbd7 16. Ke2 Da5 17. Hhc1 Hac8 18. e5 Rd5 19. Rc4 Da6 20. Ke1 c5 21. Rd6 Hc6 22. Dc4 Rb4 23. Kd2 Da5 24. Rb7 Dc7 25. Rxc5 Rxc5 26. dxc5 Hd8+ 27. Ke2 Rd3 28. Hd1 Hxc5 29. Dh4 Hc4 30. Dg5 Rf4+ 31. Ke1 Hd5 32. Hxd5 exd5 33. Hd1 Staðan kom upp í C-flokki Corus skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Franski stórmeistarinn Cyril Marcelin (2.441) hafði svart gegn Ekaterinu Atalik (2.399). 33. … Rxg2+! 34. Kf1 34. Dxg2 hefði verið svarað með 34. … He4+ 35. Kf1 (35. Kd2 Da5+) 35. … Dc4+ 36. Kg1 Hg4 og svartur vinnur drottninguna. Eftir textaleikinn verður svartur sælu peði yfir. 34. … Rf4 35. He1 Re6 36. Dd2 Dd7 37. Hb1 Hc8 38. a5 d4 39. Kg2 Dd5 40. Kg3 De4 41. Hb4 Hc3 42. Hb8+ Rf8 43. Df4 Dg6+ 44. Kh4 h6 45. Kh3 Ha3 46. e6 Dxe6+ 47. Kg2 Dg6+ 48. Dg3 Dc6 49. Df4 Hxa5 50. Dxd4 Hg5+ 51. Kf1 Dxf3 52. Hxf8+ Kh7 og hvít- ur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Árnaðheilla dagbók@mbl.is SUOMI-félagið heldur árshá- tíð sína föstudaginn 24. febr- úar. Hátíðin verður að þessu sinni haldin í sal Starfs- mannafélags Flugleiða, Síðu- múla 11, og hefst kl. 19. Gestir félagsins verða Kat- ariina Liimatainen píanóleik- ari og Dagmar Prochazka, sem er tékknesk að uppruna. Þær koma hingað frá Finn- landi þar sem þær kenna báðar tónlist við Fjöl- listaskólann í Jyväskylä. Tónlistin setur mikinn svip á dagskrá kvöldsins, því að þar koma einnig fram saman finnskur píanóleikari, Matti Pirttimäki, og Kristín Lár- usdóttir, sem leikur á selló. Að vanda eru ríkulegar veitingar af hlaðborði Sig- urbergs, happdrætti og fleiri dagskráratriði. Öllum sem áhuga hafa á að sækja hátíð- ina er heimill aðgangur. Mið- ar fást keyptir við inngang- inn. Suomi-félagið, sem stofnað var 1949, er félag Finna á Ís- landi og íslenskra Finnlands- vina. Árshátíð Suomi-félagsins Í DAG klukkan 15.30 verður opnuð myndlistasýning í Fella- og Hóla- kirkju. Listamaðurinn Bragi Þór Guð- jónsson sýnir verk sín, olíumálverk, í safnaðarheimili kirkjunnar. Bragi er fæddur árið 1928 og ólst upp í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu. Hann hefur lengstum numið við Myndlistaskólann í Reykjavík. Mynd- listasýningin er hluti af menningar- og listahátíð í Breiðholti. Allir vel- komnir. Málverkasýn- ing í Fella- og Hólakirkju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.