Morgunblaðið - 23.02.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 23.02.2006, Síða 45
sem á við átfíkn að stríða. Nánari uppl. á www.oa.is Landakot | Rannsóknastofa í öldr- unarfræðum RHLÖ stendur fyrir fyrirlestri kl. 15, í kennslusalnum á 6. hæð á Landakoti. Kristín Björnsdóttir, B.M og doktorsnemi í fötlunarfræði fjallar um verkefnið: Tónlist tengir kynslóðir: söng- og sögustundir með leikskólabörnum og skjólstæðingum Fríðu- húss. Lögberg stofa 101 | Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur heldur opinberan fyr- irlestur kl. 16.15–17.30, um konur í stjórn- málum. Í erindi sínu mun Auður leita skýr- inga á hægum framgangi kvenna í stjórnmálum og hvort íslenska stjórn- málakerfið bjóði upp á sérstakar leiðir til að fjölga konum. Oddi – Félagsvísindahús HÍ | Babel, félag þýðingafræðinema, heldur málþing í stofu 201 í Odda kl. 20–22. Frummælendur eru Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Kristín R. Thorlacius þýðandi og Þórarinn Eldjárn rit- höfundur. Fyrirspurnir og umræður verða að loknum erindum. Málþingsstjóri er Katrín Jakobsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Haukur F. Hannesson tónlistarmaður og listrekstr- arfræðingur, flytur fyrirlesturinn: „Óperu- homminn, List og menningarpólitík frá sam- kynhneigðu sjónarhorni.“ Fyrirlesturinn fer fram 24. feb. kl. 12, í stofu 101 í Odda, Há- skóla Íslands og er í fyrirlestraröð Samtak- anna ’78, „Kynhneigð, menning, saga“. Samtök lungnasjúklinga | Samtökin vilja minna félagsmenn á fræðslufundinn kl. 20, í SÍBS húsinu, Síðumúla 6 (gengið inn á bak- við). Hörður Þorgilsson, sálfræðingur, talar um þunglyndi í kjölfar veikinda. Öryrkjabandalag Íslands | Lauf – Lands- samtök áhugafólks um flogaveiki verður með fræðslufund í dag, kl. 20, í húsnæði ÖBÍ, Hátúni 10 í kaffistofu á jarðhæð. Þur- íður Hermannsdóttir, matvælafræðingur og hómópati verður með erindi um matarráð- gjöf. Fundurinn er öllum opinn. Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Blóðsöfnun við Europris Skútuvogi kl. 11–15. Ferðafélag Íslands | Ferðaskrifstofan Ultima Thule í samstarfi við bresku ferða- skrifstofuna Exodus býður alla áhugasama um gönguferðir á framandi slóðum vel- komna á skyggnumyndasýningu og kynn- ingu á ferðum Exodus, í sal Ferðafélags Ís- lands kl. 20. Andrew Appleyard sýnir myndir úr ferðum Exodus og svarar fyr- irspurnum en lögð áhersla á gönguferðir. Frístundir og námskeið Hótel Loftleiðir | Tveggja daga námskeið með Guðjóni Bergmann fyrir þá sem vilja hætta að reykja til frambúðar. Verð 13.300 kr. www.vertureyklaus.is Mímir – símenntun ehf | Símsvörun á ensku er námskeið sem ætlað er einstaklingum með nokkurn grunn í ensku og er sniðið að þjónustufulltrúum fyrirtækja og stofnana. Námskeiðið er halið kl. 9–12, í samvinnu við Mími – símenntun á Grensásvegi 16a. Skrán- ing fer fram hjá Útflutningsráði, utflutn- ingsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 45 DAGBÓK saman í Breiðholti“, félagsvist í samstarfi við Fellaskóla, stjórnandi Kjartan Sigurjónsson. Kl. 12.30 vinnustofur opnar. Kl. 15.30 „Börn- in hans Braga“, opnuð myndlist- arsýning Braga Þórs Guðjónssonar í Fella- og Hólakirkju. Breið- holtshátíð stendur yfir 23. febr.–26. febr. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, almenn handa- vinna, smíðar og útskurður. Kl. 13.30 boccia. Í tengslum við Vetr- arhátíð í Reykjavík verður Opið hús, sunnud. 26. feb. kl. 14–16, allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun, hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kaffi, spjall, dag- blöðin, hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Pútt kl. 10. Leikfimi kl. 11.20. Glerbræðsla kl. 13. Bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir kl. 9–16 hjá Halldóru. Boccia kl. 10–11. Félagsvist kl. 13.30, Sprengidags- verðlaun. Kaffi og gott meðlæti. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Vetrarhátíð föstudag- inn 24. feb. Kl. 9.30 Gönuhlaup og kl. 14 opnuð myndlistarsýning Listasmiðjuhóps. Laugd. 25. feb. kl. 10 Út í bláinn. Sunnud. 26. feb. kl. 14–16: Opið hús. Heitt á könnunni; tombóla; tölvugúrú; brugðið á leik; Dísirnar og draumaprinsarnir. Korpúlfar, Grafarvogi | Sund- leikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 á morgun. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hár- greiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar kl. 10. Sögustund og léttar æfingar kl. 10.30. Handmennt, al- menn, kl. 13. Bingó kl. 15. Laugardalshópurinn Blik, Laug- ardalshöll | Leikfimi eldri borgara í Laugardalshöll kl. 11. Norðurbrún 1, | Í tilefni af Vetr- arhátíð í Reykjavik verður opið hús sunnud. 26. feb. kl. 14–16. Kaffi á könnunni. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið, Hátún 12. Skák í kvöld kl. 19. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–10 boccia. Kl. 9.15–14 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15– 15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45 spænska. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13–14 leikfimi. Kl. 13–16 Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16, handav. kl. 9–16.30, smíði/útskurður kl. 9– 16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, í samvinnu við Selja- kirkju. Leikfimi kl. 11, myndlist kl. 13.30 Skráning fyrir fjölteflið á morgun er í dag í Árskógum 4. Ásgarður | Dansleikur og félagsvist verður í Ásgarði, Stangarhyl 4, 25. febrúar. Spilamennska hefst kl. 20 og dans að henni lokinni um kl. 22.30. Kiddi Bjarna leikur fyrir dansi. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega. Frjálsi handa- vinnuhópinn alla miðvikudaga kl. 13. Í tilefni af Vetrarhátíð er opið hús sunnudag 26. feb. kl. 14–16. Heitt á könnunni. Tungubrjótar og sönghópur Lýðs bregða á leik. Uppl. í síma 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópur kl. 10–11. Mæting fyrir framan Bessann og kaffisopi þar eftir göngu. Allir eldri borgarar velkomnir. Nánari upplýsingar gefur Guðrún í síma 565 1831. Útskurðarnámskeið í smíðastofu Grunnskólans fimmtu- daga kl. 15.30–18.30. Leiðbeinandi Friðgeir H. Guðmundsson. Upplýs- ingar gefur Guðrún í síma 565 1831. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Snúður og Snælda sýna leikritið Glæpir og góðverk í Iðnó sunnudaginn 26. febrúar kl. 20. Ath. breyttan tíma. Miðapant- anir í Iðnó í síma 562 9700. Að- stoð við gerð skattaskýrslu. Aðilar frá Skattstofu Reykjavíkur verða til viðtals á skrifstofu FEB 14. mars, panta þarf tíma í síma 588 2111. Félag kennara á eftirlaunum | Bókmenntaklúbbur í Kennarahúsi kl. 14–16. EKKÓ-kórinn í KHÍ kl. 17– 19. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.15 ramma- vefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 10.50 rólegar æfingar, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Handavinnustofan opin frá kl. 9–16, leiðbeinandi á staðnum. Jóga kl. 10, laus pláss. Brids kl. 13. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund. Kl. 13.15 „Kynslóðir kóræfing. Kl. 13–16 glerbræðsla. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9. Bókband og pennasaumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, handmennt, almenn, kl. 13. Gler- skurður kl. 13. Brids, frjálst, kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Hádegisverður á eftir. Áskirkja | Foreldrum er boðið til samveru með börn sín milli kl. 10– 12 í dag. Fjallað er um tónlist með ungbörnum. Opið hús í safn- aðarheimili II milli kl. 14–17 í dag. Samsöngur undir stjórn organista, kaffi og meðlæti. Klúbbur 8–9 ára barna. Samvera í safnaðarheimili II milli kl. 17–18 í dag. Söngur og gleði. Breiðholtskirkja | Biblíulestur kl. 20 í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyj- ólfssonar. Farið verður í bréf Páls til Rómverja og Galatamanna. Bústaðakirkja | Ný dögun – sam- tök um sorg og sorgarviðbrögð, halda fræðslufund í Bústaðakirkju, safnaðarsal, neðri hæð, gengið inn bókasafnsmegin. Fundarefni: Sorg í kjölfar sjálfsvígs. Sr. Guðrún Egg- ertsdóttir flytur erindi. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi IAK kl. 11. Bæna- stund kl. 12. Barnastarf 6–9 ára kl. 17–18 á neðri hæð. Unglingastarf kl. 19.30–21.30 á neðri hæð. www. digraneskirkja.is Dómkirkjan | Alla fimmtudaga frá kl. 14–16 er opið hús í safn- aðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Allir velkomnir. Fella- og Hólakirkja | Opnun sýn- ingar á verkum eftir Braga Þór Guðjónsson myndlistarmann kl. 15.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðar- og bænastund í hádeginu á fimmtudögum, kl. 12.15. Allir hjart- anlega velkomnir. Garðasókn | Kyrrðar- og fyr- irbænastund er hvert fimmtudags- kvöld í Vídalínskirkju kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nótt- ina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgn- ar kl. 10–12. Fræðandi og skemmti- legar samverustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyr- ir börn 10–12 ára á fimmtudögum í Húsaskóla kl. 17.30–18.30. Grensáskirkja | Hversdagsmessa kl. 19–19.45, Þorvaldur Halldórsson leiðir söng. Altarisganga. Létt og skemmtileg samvera. Allir vel- komnir. Hafnarfjarðarkirkja | 7–9 ára starf er alla fimmtudaga milli klukkan 17–18. Margt skemmtilegt er gert saman, vonum að sjá sem flesta. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund í hádegi alla fimmtudaga kl. 12. Org- elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir stundina. Háteigskirkja | Taize-messa öll fimmtudagskvöld í Háteigskirkju. Kirkjan opnuð klukkan 19 og mess- an hefst klukkan 20. Hljóð stund í nærveru Guðs. Allir velkomnir. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Bridsaðstoð í Setrinu, Háteigs- kirkju, á föstudögum kl. 13–16. Kaffi kl. 15. Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 7–9 ára starf, er kl. 16.30–17.30. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM, Holtavegi 28, fimmtudaginn 23. feb. kl. 20. „Alþjóðlega heil- brigðisstofnunin.“ Davíð Á. Gunn- arsson, ráðuneytisstjóri, sér um efnið. Guðlaugur Gunnarsson hefur hugleiðingu. Laufey Geirlaugsdóttir syngur. Kaffi eftir fund. Allir karl- menn eru velkomnir. Kristniboðsfélag kvenna | Aðal- fundur Kristniboðsfélags kvenna verður haldinn í dag og hefst með bænastund kl. 16.30 á Háaleit- isbraut 58–60. Venjuleg aðalfund- arstörf. Langholtskirkja | Opið hús kl. 10– 12 fyrir foreldra ungra barna. Spjall, kaffisopi, söngstund fyrir börnin. Fræðsla annan hvern fimmtudag. Umsjón hefur Lóa Maja Stefánsdóttir, móðir og sjúkraliði. Verið velkomin. Leitið upplýsinga í síma 520 1300. Laugarneskirkja | Kl. 12: Kyrrð- arstund í hádegi. Léttur máls- verður á eftir. Kl. 14: Samvera eldri borgara. Helgi Seljan heldur uppi gleðinni. Kaffiveitingar. Kl. 17: Adr- enalín gegn rasisma. Kl. 20: Gosp- elkvöld, Hátúni 10. Þorvaldur Hall- dórsson syngur, Guðrún K. Þórsdóttir stjórnar. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Beðið fyrir sjúkum og bág- stöddum. Einnig tekið við bæn- arefnum. Kaffisopi að lokinni at- höfninni. Fundur í Æskulýðsfélagi Selfosskirkju í dag kl. 19.30 í safn- aðarheimilinu. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Kl. 20 Setning Vetrarhátíðar. Heitur reitur í miðbæ Reykjavíkur. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri setur Vetrarhátíð í Reykjavík á Austurvelli. Austurvöllur breytist því næst í suðupott með leik, brúðum, dansi, tónlist, hljóðum, risatrommum, eldi og skuggaverum. Kl. 20 Fimmtudagsforleikur. Envy of Nona ásamt leynigestum. Hitt húsið, Pósthússtræti. Kl. 20 Akureyri á Vetrarhátíð. Græna vatnið í Worpswede. Mynd og texti eftir Hlyn Hallsson. Ráðhús Reykjavíkur, veggurinn gegnt Iðnó. Kl. 20.30 Ljósablóm á Austurvelli. Kl. 20.30 Hvert förum við nú... Kyndilganga að Tjörninni þar sem Stein- unn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri af- hjúpar Minningarstólpa. Tjörnin. 20.45 Gömlu trén í Reykjavík. Kyndilganga frá Tjörninni að Fógetagarð- inum þar sem borgarstjóri tendrar lýs- ingu á elsta tré borgarinnar. Fógetagarð- urinn. Kl. 20.30 Dansveisla Kramhússins. Nasa, við Austurvöll. Kl. 20.30 Vörður og vitar. Norðrið í borgarrýminu: Myndlistaskólinn í Reykjavík. 20.30 Hvörf. Myndbönd af skreið í ljúfri golu og rang- hölum ganga við Kárahnjúka. Ráðhús Reykjavíkur. Kl. 20.30 Orgelið í öllu sínu veldi. Organistar sýna og sanna hvað orgelið er stórkostlegt hljóðfæri, með stuttum tónleikum á hálftíma fresti. Dómkirkjan. - 20.30 Bach fyrir börnin. - 21.00 Syngjum saman sálma. - 21.30 Íslenskt í öndvegi. - 22.00 Djass fyrir Drottinn. - 22.30 Trylltar tokkötur. Kl. 20.30 Við Sama heygarðshornið. Samísk kvöldvaka, joík, upplestur, tónlist, myndlist. Norræna félagið Óðinsgötu 7. Kl. 20.30 Auður Austurlands. Handverk og listiðnaður frá Austurlandi í sýningarsal Handverks og hönnunar, Aðalstræti 12. Kl. 21 Listflæði í Iðnó. Gestur..hinsegin óperetta. Klassískur söngur, glens, grín, upplestur, rokk. Kl. 21 Norðurljós í Fríkirkjunni. Bogomil Font, Raggi Bjarna, Anna Sig- ríður Helgadóttir, Fríkirkjukórinn og Kvartett Carls Möllers flytja gömul dæg- urlög. Kl. 21 Hvað gerist þegar dans og leik- hús mætast? Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Tryggvagötu 17. Alla daga Vetrarhátíðar: Kl. 19.30 til 21 Viltu vita hver bjó í húsinu þínu? Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur eru varðveittar margvíslegar heimildir um hús í Reykjavík og íbúa þeirra. Á Vetr- arhátíð 2006 býður Borgarskjalasafn Reykvíkingum að forvitnast um fyrri íbúa húss síns. Veldu þrjú ár sem þú hefur áhuga á og sendu ásamt húsheiti, nafni þínu, símanúmeri og netfangi og haft verður samband við þig. Netfang safnsins er borgarskjalasafn@reykjavik- .is, fax 563-1780 og sími 563-1760. Nánari upplýsingar um einstaka dag- skrárliði er að finna í dagskrárblaði Vetr- arhátíðar og á vef hátíðarinnar. TENGLAR .............................................. www.rvk.is/vetrarhatid Vetrarhátíð fimmtudagur AKVARELL Ísland er hópur myndlistarmanna sem hafa sýnt reglulega saman vatnslitamyndir og um þessar mundir stendur yfir 10 ára afmælissýning hópsins í Hafnarborg, Menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Akvarell Ís- land eru ekki hagsmunasamtök í hefðbundnum skilningi heldur sýn- ingarhópur sem stendur vörð um listgrein sem er í útrýmingarhættu á Íslandi eins og margt annað handverk sem krefst einhverrar sértækrar aðferðar og þjálfunar. Það er nefnilega ekki auðvelt að gera góðar akvarellur. Efnið er takmarkað og kallar jafnan eftir snörpum handtökum og þekkingu á hegðun efnisins. Alls sýna 12 lista- menn akvarellur að þessu sinni og eru landslagsmyndir í miklum meirihluta, Sverrissalur og Apótek undirlagt landslagi. Fyrst ber að nefna áferðafagrar myndir Ástu Árnadóttur sem er aldursforseti hópsins á níræðisaldri. Sætleikinn einkennir myndir Öldu Ármann og Katrínar Helgu Ágústsdóttur, Kristín Þorkelsdóttir er fagmaður fram í fingurgóma og Þórunni Guð- mundsdóttur tekst með ágætum að skerpa landslagsformin þrátt fyrir gegnsætt efnið. Í aðalsalnum er talsvert meiri breidd í myndum en á jarðhæðinni. Eiríkur Smith stendur fyrir sínu með óhlutbundnar myndir, þó með landslagsívafi, og virðist Eiríkur teikna á myndflötinn með fljótandi efninu á meðan litarefnið í myndum Helgu Magnúsdóttur rennur saman þannig að formræna hverfur að mestu. Formrænan í myndum Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar er hins vegar skýr og kallast skemmtilega á við myndir Eiríks Smith þótt þær séu augljóslega fígúratífar myndir af þrívíðum hlut- um. Álíka samtal á sér stað á milli sjávarmynda Þórðar Hall og óhlut- bundinna mynda Bjargar Þor- steinsdóttur sem byggja á fínum gáróttum línum sem minna á vatn. Bæði nota þau birtu til að gefa myndunum dýpt. Í afkima aðalsal- arins hanga svo myndir eftir Ís- landsmeistara typografíunnar, Torfa Jónsson, sem tvinnar saman „wet-on-wet“ tækni og leturgerð með góðum árangri og smámyndir Jóns Reykdal af mat og eldhús- áhöldum eru kannski ekki ýkja merkilegar hver fyrir sig, en þétt upphengið gerir myndröðina að einu samhangandi verki og sem slíkt er það eitt athyglisverðasta framlagið á sýningunni. Eins og gefur að skilja er ekki verið að bjóða upp á nýstárlega sýn eða nálgun við efnið. Hér er fyrst og fremst verið að viðhalda vissri fagmennsku sem er svo sannarlega þarft. Sýningin er í heildina hugljúf og afslöppuð og hafa sýningarstjór- arnir, Aðalsteinn Ingólfsson og Jón Axel Björnsson, staðið í stykkinu hvað það varðar. Ekki þykir mér ástæða til annars en að hvetja Akvarell Ísland til dáða og óska þeim um leið til hamingju með af- mælið. MYNDLIST Hafnarborg Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11– 17. Sýningu lýkur 27. febrúar. Akvarell Ísland Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/RAX Frá sýningu Akvarell Íslands í Hafnarborg. Varðmenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.