Morgunblaðið - 23.02.2006, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
walk the line
V.J.V Topp5.is
S.V. Mbl.
M.M.J Kvikmyndir.com
GOLDEN GLOBE VERÐLAUN
BESTA MYND ÁRSINS, BESTI
LEIKARI OG LEIKKONA ÁRSINS
TILNEFNINGAR TIL
ÓSKARSVERÐLAUNA
M.a. besta leikkona ársins2
Nýtt í b íó
SEXÍ, STÓR-
HÆTTULEG OG
ÓSTÖÐVANDI
„... ástarsaga eins og
þær gerast bestar -
hreinskilin, margbrotin
og tilfinningarík...“
L.I.B. - Topp5.is
L.I.B.Topp5.is
Ó.Ö.H. DV.
S.V. Mbl.
VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM 400 KR.
Í BÍÓ
*
UNDERWORLD kl. 5.45, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
ZATHURA M / ÍSL TALI kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA
ZATHURA M /ENSKU TALI kl. 5.45 og 8 B.I. 10 ÁRA
WALK THE LINE kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
WALK THE LINE LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.40, 8 og 10.10
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 10.15 B.I. 12 ÁRA
CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 3.45
UNDERWORLD 2 kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
FINAL DESTINATION 3 kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
ZATHURA kl. 6 B.I. 10 ÁRA
WALK THE LINE SÍÐASTA SÝNING kl. 5.40 B.I. 12 ÁRA
SVAKALEGUR
ÞÁ FLÝRÐU EKKI DAUÐANN
DÖJ – kvikmyndir.com
VJV Topp5.is
Kvikmyndir.com
Rolling Stone
Topp5.is
6
Margverðlaunuð gæðamynd frá leikstjóranum George Clooney
sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda um allan heim.
ÆVINTÝRIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
VJV Topp5.is
DÖJ – kvikmyndir.com
FÓR BEINT Á TOPPINN
Í BANDARÍKJUNUM!
Ó.Ö.H / DV
„Transamerica er óvenju áhugaverð og einstök
mannlífsskoðun sem rís í hæðir í túlkin Huffman”
S.V. / MBL
„Afskaplega falleg
mynd, skemmtileg og hlý
sem kemur manni til þess
að hugsa. Mæli með að
fólk kíki á þessa”
Frábær persónusköpun og svartur, en samt mannlegur húmor.
G.E. Fréttavaktin e.h. NFS
PARDON
Söngleikurinn Innrásin fráMars eftir bandaríska tón-skáldið Jeff Wayne verðurfluttur af Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og söngvurum í
Háskólabíói í kvöld . Það er Bern-
harður Wilkinsson sem stjórnar en
leikstjóri verksins og hugmynda-
smiður er Sigurður Sigurjónsson,
leikari og leikstjóri. Söngleikurinn
er byggður á vísindaskáldsögu sem
breski skáldsagnahöfundurinn H.G.
Wells skrifaði árið 1898 og heitir á
frummálinu War of the Worlds.
Sagan vakti aftur gríðarlega at-
hygli þegar leikstjórinn og leik-
arinn, Orson Wells, las hana í
bandarísku útvarpi árið 1938 en
lesturinn þótti svo trúverðugur og
tilfinningaþrunginn að margir út-
varpshlustendur þóttust vissir um
að marsbúarnir hefðu í raun og
veru gert innrás. Jeff Wayne er
eins og áður sagði höfundur tón-
verksins en söngleikurinn kom þó
aðeins út á hljómplötu árið 1978 og
segir sagan að það hafi tekið
Wayne þrisvar sinnum lengri tíma
að semja söngleikinn en það tók
H.G. Wells að skrifa sjálfa söguna.
Hljómplatan varð gríðarlega vinsæl
í Bretlandi og víðar í Evrópu en
fyrir asnaskap plötufyrirtækis í
Bandaríkjunum náði söngleikurinn
ekki tilskildum árangri vestanhafs.
Sum laganna urðu þó vinsæl á
bandarískum klúbbum og lengi var
hún eftirlæti tónlistarspekúlanta og
plötusnúða þar.
Stórt í sniðum
Sigurður Sigurjónsson segir að
hann hafi gengið með þá hugmynd
í maganum í mörg ár að setja
söngleikinn upp hér á landi. Hann
hafi bögglast með verkið fram og
aftur með ýmsu fólki án þess að
nokkuð yrði úr, allt þar til hann
hafði samband við Sinfóníuna sem
tók hugmyndinni það vel, að ekki
varð aftur snúið.
„Verkið sjálft er mannmargt og
stórt í sniðum svo að ég vissi það
frá upphafi að ég gæti ekki leyft
mér hvað sem er – þó maður hefði
gjarnan viljað það. En vegna tíma-,
pláss- og peningaleysis þá var búin
til einskonar „konsert“-útfærsla á
söngleiknum sem við flytjum í
kvöld.“
Sigurður segir að textinn sé lít-
illega styttur eins og gengur og
gerist í leikhúsi en svo séu tónleik-
arnir kryddaðir með bæði ljósum
og myndum en þeim verður varpað
á stórt tjald fyrir ofan hljómsveit-
ina. Þar á meðal verða teikningar
sem fylgdu plötuumslagi War of
the Worlds á sínum tíma sem þóttu
sérstaklega vel heppnaðar og hafa
allt til dagsins í dag verið notaðar
sem fyrirmyndir að síðari tíma
myndskreytingum á sögunni.
Flinkir flytjendur
En hvert er hlutverk leikstjóra í
svona verki?
„Það er góð spurning. Ég er ekki
að leikstýra leiksýningu í hefð-
bundnum skilningi svo að þetta
snýst fyrst og fremst um að koma
sýningunni á koppinn og vera eins
konar yfirverkstjóri á verkinu.
Manna það að sjálfsögðu og vinna
með ljósamanni, þýðanda og öllum
þeim sem koma að uppsetningunni
með einum eða öðrum hætti.“
Gísla Rúnar Jónsson þýddi text-
ann yfir á íslensku sem Sigurður
segir prýðisgóðan og verður text-
inn því teljast ein stærsta breyt-
ingin á verkinu sem nú er flutt –
sérstaklega þegar haft er í huga að
söngleikurinn varð á sínum tíma
ekki síður vinsæll fyrir þær sakir
að stórleikarinn Richard Burton fór
með hlutverk sögumanns en rödd
hans og túlkun áttu mikinn þátt í
að gera verkið klassískt. „Jóhann
Sigurðarson fer nú í spor Burtons
og gerir það stórvel enda með
einkar fallega rödd.“
Hvað söngvarana varðar segir
leikstjórinn að það hafi um leið
verið ljóst hverjir kæmu til greina
en einsöngvararnir eru á meðal
okkar fremstu dægurlagasöngvara;
Margrét Eir, Jón Jósep Snæ-
björnsson, Matthías Matthíasson
og Friðrik Ómar Hjörleifsson.
„Þau eru öll afskaplega flink í
sínu fagi og þetta hefur krafist
þess að fólk vinni hratt og sé já-
kvætt og það hefur verið mjög
skemmtilegt að vinna með þeim að
þessu.“
Mikill áhugi hér á landi
Sinfóníuhljómsveitin hefur áður
þurft að innlima rafmagnshljóðfæri
í hljóðfæraskipanina en sumir hafa
haft það á orði að rýmið og hljóm-
burðurinn í Háskólabíói geri slíkar
viðbætur afar erfiðar.
Sigurður segir að hann hafi ekki
fundið fyrir því að plássið hafi virk-
að takmarkandi. „Það eru nátt-
úrlega til staðar mjög góðar græjur
til að takast á við þetta og við er-
um með alveg frábæran hljóðmeist-
ara, Gunnar Smára, sem hefur séð
um að allt sé eins og best verður á
kosið. En ég neita því ekki að það
hefur verið feikimikil vinna á bak
við hljóðheiminn allan.“
En hvernig sýnist Sigurði að
meðlimir Sinfóníuhljómsveitarinnar
taki í verkefnið?
„Ég verð ekki var við annað en
að allir séu með bros á vör og þetta
er örugglega pínulítið öðruvísi
verkefni en þau eiga að venjast. Ég
gef mér það að þetta sé tilbreyt-
ing.“
Upphaflega var lagt upp með að
flytja verkið aðeins einu sinni en
þegar miðar seldust upp á mettíma
var öðrum tónleikum bætt við í
kvöld kl. 22.
Sigurður segist ekki vita hvort
þriðju sýningunni verði bætt við en
eftir því sem hann best veit sé
einnig að verða uppselt á seinni
sýninguna.
„Áhuginn virðist svo sannarlega
vera fyrir hendi og það væri að
sjálfsögðu frábært ef það yrði
ákveðið að fjölga sýningum á verk-
inu.“
Tónlist | Sinfóníuhljómsveit Íslands tekst á við Innrásina frá Mars
Marsbúarnir lenda í kvöld
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
Innrásin frá Mars
í kvöld kl. 19.30 og 22.
Hljómsveitarstjóri: Bernharður
Wilkinson. Sögumaður: Jóhann
Sigurðarson. Einsöngvarar: Mar-
grét Eir, Jón Jósep Snæbjörnsson,
Matthías Matthíasson og Friðrik
Ómar Hjörleifsson. Þýðing: Gísli
Rúnar Jónsson. Leikstjórn: Sig-
urður Sigurjónsson
Morgunblaðið/Ásdís
Jón Jósep Snæbjörnsson syngur hlutverk hermannsins í Innrásinni frá Mars.