Morgunblaðið - 23.02.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 53
mynd eftir
steven spielberg
S.V. Mbl.
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
CASANOVA kl. 3:45-5:45 - 8 -10:20
CASANOVA VIP kl. 5:45 - 8 - 10:20
NORTH COUNTRY kl. 5.15 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára
BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 4 - 6
DERAILED kl. 10:20 B.i. 16 ára
MUNICH kl. 9:15 B.i. 16 ára
PRIDE AND PREJUDICE kl. 8
OLIVER TWIST kl. 4 - 6:30 B.i. 12 ára
CHRONICLES OF NARNIA kl. 5:30
KING KONG kl. 8.15 B.i. 12 ára
Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 3:45
UNDERWORLD 2 kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 16 ára
DERAILED kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára
BAMBI 2m/Ísl. tali kl. 6
MUNICH kl. 8:15 B.i. 16 ára
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
MUNICH kl. 8 B.i. 16 ára
CHEAPER BY
THE DOZEN 2 kl. 8
THE FOG kl. 10 B.i. 16 ára
CASANOVA kl. 8 - 10
BAMBI 2 kl. 6
DERAILED kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
MARCH OF THE PENGUINS kl. 6
H.J. Mbl.
V.J.V.Topp5.is
Frábær og
kraftmikil mynd
S.K. DV
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand
sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2
H.J. Mbl.
V.J.V.Topp5.is
S.K. DV
HANN VANN HUG OG HJÖRTU KVENNA
EN HÚN STAL HJARTANU HANS.
Töfrandi hnyttin og spennandi rómantísk
stórmynd frá leikstjóra Chocolat.Töfrandi hnyttin og spennandi rómantísk
stórmynd frá leikstjóra Chocolat.
FÓR BEINT
Á TOPPINN
Í BANDA-
RÍKJUNUM!
SEXÍ, STÓRHÆTTULEG
OG ÓSTÖÐVANDI
H.J. Mbl.
L.I.N. topp5.is
Sýnd með íslensku tali.
Hér er á ferðinni frábært
framhald einnar ástsælustu
teiknimynd allra tíma.
M.M. J. Kvikmyndir.com
FREISTINGAR GETA REYNST DÝRKEYPTAR
S.V. Mbl.
Clive
Owen
Jennifer
Aniston
Vincent
Cassel
F R U M S Ý N I N GF R U M S Ý N I N G
V.J.V. Topp5.is
V.J.V. Topp5.is
BANDARÍSKI töframaðurinn
Curtis Adams er væntanlegur hing-
að til lands, en hann verður með sýn-
ingu í Austurbæ föstudaginn 7. apríl.
Sýning Adams þykir hröð og kraft-
mikil enda hefur henni oft verið líkt
við rokktónleika, og Adams sjálfur
verið kallaður „rokktöframaðurinn.“
Adams fer ótroðnar slóðir í töfrum
sínum og að eigin sögn þrífst hann á
því að gera hluti sem engum hefur
dottið í hug að framkvæma áður.
Hann var mjög ungur þegar hann
fékk áhuga á töfrabrögðum.
„Ég fæddist í Long Beach í Kali-
forníu, en bý núna í Las Vegas,“ seg-
ir Adams. „Þegar ég var sjö ára
gamall fór faðir minn með mig og
systur mína á sýningu töframanns-
ins David Copperfield. Hann kveikti
áhuga minn á töfrabrögðum og það
varð ekki aftur snúið,“ segir Adams
sem er einungis 23 ára gamall. Þrátt
fyrir ungan aldur segist hann vera
orðinn frekar leiður á hinum hefð-
bundnu töfrabrögðum og því sé
hann sífellt að finna nýjar áskoranir.
„Ég vil koma töfrabrögðum á æðra
plan, þannig að það verði erfiðara
fyrir aðra töframenn að fylgja í kjöl-
farið,“ segir Adams og bætir því við
að sýningarnar hans bjóði ekki ein-
göngu upp á töfrabrögð. „Þær bjóða
upp á allt, hip-hop dans, breikdans,
sjónhverfingar, grín, og svo leikum
við okkur með sprengjur og byssur.
Þetta er að mörgu leyti eins og bíó-
mynd með Arnold Schwarzenegg-
er,“ segir hann.
Stundar jóga
Eins og áður kom fram býr
Adams í Las Vegas, sem hann segir
fullkomna borg fyrir töframenn.
„Las Vegas er skemmtanahöf-
uðborg heimsins. Hér starfa fleiri
töframenn en nokkurs staðar annars
staðar. Mig langar hins vegar að
fara með mína sýningu út um allan
heim. Það eru til dæmis mikil for-
réttindi að fá tækifæri til þess að
koma til Íslands með sýninguna,“
segir Adams, sem er nýkomin heim
frá Kanada þar sem hann sýndi listir
sínar. Aðspurður segist hann ætla að
bjóða Íslendingum upp á atriði sem
hann hefur aldrei sýnt opinberlega
áður.
„Við munum í fyrsta skipti sína at-
riði þar sem ég gríp byssukúlur með
tönnunum. Þetta er sígild sjónhverf-
ing sem við höfum þróað yfir á nýtt
stig. Áður fyrr reyndi fólk að grípa
byssukúlur með tönnunum með mis-
jöfnum árangri, og fjölmargir létu
lífið í þeim tilraunum. Þetta fólk not-
aði hefðbundnar byssur. Við ætlum
hins vegar að notast við vélbyssu,“
segir Adams, og bætir því við að um
mjög hættulegt atriði sé að ræða.
„Með venjulegri byssu er einungis
um eitt skot að ræða. Vélbyssa skýt-
ur hins vegar 10 skotum á sekúndu
og maður verður að forðast öll hin
skotin,“ segir Adams, sem hefur
blessunarlega sloppið við alvarleg
meiðsl í starfi sínu.
„Eitt sinn var ég reyndar að sýna
atriði á vélhjóli og datt og fékk gat á
höfuðið. Ég kláraði þó sýninguna,
líkt og ég hef reyndar alltaf gert,“
segir Adams. „Annars krefjast atrið-
in þess að ég sé í mjög góðu formi,
og hafi gott úthald. Ég þarf líka að
vera liðugur, því annars á ég á hættu
að meiðast illa. Þess vegna stunda
ég mikið jóga,“ segir töframaðurinn
að lokum.
Fólk | Rokktöframaður frá Las Vegas á leið til landsins
Grípur byssu-
kúlur með
tönnunum
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
Miðasala á Curtis Adams – Töfra
sem rokka hefst klukkan 10 í dag.
Miðasalan fer fram í verslunum
Skífunnar í Reykjavík, verslunum
BT á Akureyri og Selfossi og á
event.is. Miðaverð er 1.900 kr.,
2.900 kr. og 3.900 kr. Miðagjald er
220 kr.
Adams fékk eitt sinn gat á hausinn þegar hann datt af vélhjóli í einu atriða sinna.