Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 17 UMRÆÐAN Í ÍSLENSKUM grunnskólum fá nemendur 1296 kennslustundir í ís- lensku og eru þær um 16% af öllu grunnskólanáminu. Til samanburðar má nefna að sænskir grunnskólanem- endur fá 1490 kennslustundir í móð- urmáli sínu sem eru um 22% námsins og danskir grunnskólanemendur fá um 1800 kennslustundir í sínu móð- urmáli sem eru um 26% grunnskóla- náms. Ekki má gleyma því að grunn- skólanám á Íslandi tekur tíu ár en níu ár hjá Dönum og Svíum. Þrátt fyrir allt tal um „íslenskan menningararf“ leggjum við Íslend- ingar minni áherslu á móðurmáls- kennslu en nágrannaþjóðir okkar. Eigi að síður erum við fámennari þjóð og tungumál okkar því líklega í meiri útrýmingarhættu en danska og sænska. Þó að stjórnvöld hlusti pent á fjallkonuna einu sinni á ári og dásami reglulega íslenska menningu hafa þau greinilega ekki sérlega miklar áhyggjur og hafa ekki einu sinni sér- stakan áhuga á þessum menningar- arfi. Á dögunum tóku nokkrir velunn- arar íslenskunnar sig saman og stóðu fyrir málþingi um stöðu tungunnar. Þar héldu einhverjir því fram að mál- ið væri jafnvel í hættu og grípa þyrfti til aðgerða. Um þetta hefur verið deilt síðan og segja sumir að málið sé í hættu en aðrir ekki. Auðvitað er ljóst að enn tölum við íslensku og flest hver alveg ágæta íslensku. En það eru blikur á lofti. Þær tengjast fyrst og fremst yfirvöldum menntamála í landinu. Er tvítyngi raunhæft? Örugglega hefur aldrei verið menntamálaráðherra sem ekki hefur þóst vera velunnari tungumálsins. Hins vegar hefur þróunin verið sú í menntamálaráðherratíð Sjálfstæð- isflokksins sem orðin er skelfilega löng – 15 ár – að ákvarðanir um menntamál taka æ meira mið af stefnumótun Viðskiptaráðs sem einu sinni hét Verslunarráð. Þess vegna er ekki skrýtið að vinir íslenskunnar verði skelkaðir við að lesa nýjustu hugmyndir Viðskiptaráðsins um að kenna ensku til jafns á við íslensku svo að Íslendingar verði tvítyngdir. Fá dæmi eru um tvítyngdar þjóðir þar sem annað tungumálið verður ekki smám saman hinu yfirsterkara. Það er miklu meira framboð af efni á ensku á Íslandi en íslensku og ef gera á ensku og íslensku jafn hátt undir höfði í skólakerfinu er hætt við því að enskan verði smám saman yfirsterk- ari. Og hvað verður þá um þennan menningararf sem allir þykjast þekkja, sumir þykjast elska og aðrir elska að hata? Auðvitað er ekkert að því að kenna ensku frá unga aldri og sama má segja um önnur erlend tungumál. En á markmiðið að vera að gera Íslendinga tvítyngda og jafnvel betri í ensku en íslensku? Sú er hætt- an ef ekki verður hugað alvarlega að stöðu íslenskrar tungu í skólakerfinu. Eins og sést er staða móðurmálsins ekki sterk í hérlendum grunnskólum miðað við danska og sænska skóla og nú er útlitið einnig svart í framhalds- skólum landsins. Skerðing stúdentsprófsins Kjarnaáfangar í íslensku voru skornir niður í námskránni 1999 og í nýjum námskrárdrögum í tengslum við styttingu náms til stúdentsprófs er enn lagt til að skera kjarnaáfanga í íslensku niður, úr fimmtán einingum í tólf. Þó að einingunum fækki og tím- unum þar með á samt alls ekki að skera námsefni niður, ó nei. Það á bara að koma öllu fyrir á skemmri tíma, að vísu á að færa beyging- arfræði niður í grunnskóla og setn- ingafræðina upp og ennfremur á að efla ritun og tjáningu – hvað svo sem átt er við með því. Ef fólk hefur ekki tíma til að lesa eða skrifa eða tala skipta fögur orð um að efla ritun og tjáningu auðvitað engu. Nemendur þurfa tíma, tíma til að lesa, til að skynja bókmenntir á sinn hátt, til að túlka skáldskap og til að skrifa sjálfir. Með nýrri námskrá er tíminn einmitt skorinn niður og miðað við það geta nemendur lokið ís- lenskunámi í fjórum þriggja eininga áföng- um – á fjórum önnum. Það er ekki mikill tími. Góð móðurmáls- kunnátta er lykill að heiminum. Íslenska skiptir máli til að læra önnur tungumál. Hún skiptir máli til að læra önnur fög. Og hún skiptir máli í sjálfu sér. Námskrár- drögin eru hreinlega ekki fullnægj- andi plagg eins og er þar sem þau miðast við flatan nið- urskurð og tilfærslu ein- inga. Í þeim skortir nýja hugsun sem þarf til ef ráðast á í uppstokkun á skólakerfinu. Vonandi mun samkomulag Kenn- arasambandsins og menntamálaráðuneyt- isins skila því að núver- andi námskrárdrögum verði hent í staðinn fyrir þá stefnu ráðuneytisins að henda innihaldi fram- haldsskólans. Þeir sem vilja endurskoðun á fram- haldsskólastiginu kynnu að telja skerðinguna og ný námskrárdrög æskilegt tækifæri til að breyta fram- haldsskólanum. En með skerðingunni verður ekki komið í veg fyrir að nem- endur vinni með námi og forgangs- raði öðrum hlutum ofar en náminu. Nemendur þurfa einmitt tíma til að hugsa um námsefnið, skilja það og takast á við verkefni þar sem öllu get- ur munað hvort maður er fimmtán ára eða tvítugur. Þessu vilja mennta- málayfirvöld breyta, útbúa niðursoð- inn framhaldsskóla í handhægri dós, og eyða öllum þeim tíma sem kynni að fara í sjálfstæða hugsun eða túlk- un. Slíkt er eðli kapítalískra yfirvalda sem hafa ekki hag af því að borgar- arnir hugsi of mikið sjálfir. Og það er eðlilegt á meðan Sjálfstæðisflokk- urinn fer með yfirstjórn menntamála að menntun verði fórnað fyrir hand- hæga niðursuðu á námsefni sem gef- ur nemendum ekki tíma til að hugsa sjálfir. Móðurmálið þarf meiri stuðning Katrín Jakobsdóttir fjallar um íslenskt mál og tungumála- kennslu ’Í nýjum námskrár-drögum í tengslum við styttingu náms til stúd- entsprófs er enn lagt til að skera kjarnaáfanga í íslensku niður, úr fimm- tán einingum í tólf.‘ Katrín Jakobsdóttir Höfundur er varaformaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs og íslenskufræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.