Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓLÍNA Þorvarðardóttir, skóla- meistari Menntaskólans á Ísafirði, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurskipun í embætti skólameist- ara þegar skipunartími hennar rennur út að loknu þessu skólaári, eða í lok júlí í sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Ólína sendi frá sér. „Undirrituð hefur ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi skip- un í embætti skólameistara við Menntaskólann á Ísafirði eftir lok yfirstandandi skipunartíma, sem rennur út 31. júlí næstkomandi. Hef ég óskað lausnar frá embætti frá sama tíma. Ákvörðun þessa hef ég tekið að vel athuguðu máli á eig- in forsendum. Hún er tekin með velferð skólans í huga, í þeirri von að takast megi að leysa þennan mikilvæga vinnustað úr þeim helj- argreipum ófriðar sem honum hef- ur verið haldið í undanfarin miss- eri. Menntaskólinn á Ísafirði hefur á undanförnum 5 árum skipað sér í hóp framsæknustu og best reknu framhaldsskóla landsins. Þann ótvíræða árangur staðfestir skýrsla Félagsvísindastofnunar HÍ um starfsumhverfi Mennta- skólans á Ísafirði frá því í desem- ber 2005. Það er harmsefni að sá árangur sem náðst hefur í starfrækslu skól- ans skuli undanfarin misseri hafa verið yfirskyggður af innanhús- deilum og niðurrifsumræðu sem enn sér ekki fyrir endann á. Óvissa ríkir um áframhald skólaþróunar- verkefnisins sem ætlað var að efla frið og eindrægni meðal starfs- fólks. Enn hafa ekki allir starfs- menn skólans skuldbundið sig til þátttöku í verkefninu og ekki verð- ur séð að ráðuneytið hafi úrræði til að bregðast við í þeirri stöðu. Fá- mennur en hávær hópur andstæð- inga minna heldur skólanum í herkví, skólanefnd og ráðuneyti standa ráðþrota frammi fyrir vandanum og hafa ekki veitt stjórnendum eða hinum almenna starfsmanni þann tilstyrk sem þurft hefði. Við þessar aðstæður er stjórnendum í reynd gert ókleift að vinna að framför skólans – og við svo búið má ekki standa lengur. Um leið og ég tilkynni brott- hvarf mitt úr starfi skólameistara Menntaskólans á Ísafirði skora ég á menntamálaráðuneytið og skóla- nefnd að standa til fulls við for- sendur tillögu þeirrar sem kynnt var starfsmönnum af fulltrúum Fé- lagsvísindastofnunar og ráðuneyt- isins þann 6. desember s.l. svo tryggja megi framtíðarstarfsfrið í skólanum. Þá mánuði sem eftir eru af starfstíma mínum hyggst ég nýta til þess að búa í haginn fyrir kom- andi skólaár og ljúka verkefnum sem bíða úrlausnar fram að þeim tíma. Að því loknu vonast ég til þess að geta staðið upp frá vel unnu verki og kvatt nemendur skólans og starfsfólk í fullum friði og sátt. Menntaskólanum á Ísafirði, stjórnendum hans, nemendum og dyggum starfsmönnum óska ég allrar blessunar í bráð og lengd. Ísafirði 25. febrúar 2006, Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði.“ Ólína Þorvarðardóttir hættir sem skólameistari Daglegt málþing þjóðarinnar á morgun ÞJÓÐAHÁTÍÐ Alþjóðahússins var haldin með pomp og prakt í gær en hátíðin er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík. Markmið hátíðarinnar er að kynna fjölmenningarsamfélagið á Íslandi, stuðla að fjölbreyttu mann- lífi og auka skilning milli fólks af ólíkum uppruna. Yfir 300 manns komu að undirbúningi hátíðarinnar en í Reykjavík búa yfir 5.000 er- lendir ríkisborgarar af 116 þjóð- ernum. Margt var um manninn í gamla Blómavalshúsinu við Sigtún og bauðst gestum að fylgjast með skemmtiatriðum á sviði, smakka um 50 mismunandi þjóðarrétti og tala 30 til 40 tungumál. Jafnframt voru kynntir ýmsir menning- armunir, ljósmyndir, tónlist, fatn- aður og fleira, og gestum bauðst að kaupa matvæli og minjagripi í sannkallaðri götumarkaðsstemn- ingu. Morgunblaðið/Eggert Ánægjan skein úr svip gesta á hátíð Alþjóðahússins, en einum gesti þótti þó ástæða til að hafa gætur á ljósmyndaranum frekar en að fylgj- ast með sýningunni. Þessi unga stúlka á Þjóðahátíð Alþjóðahússins sannaði að maður þarf ekki að vera hár í loftinu til að sýna tilþrif við trommurnar. Þjóðahátíð Alþjóða- hússins ÓLÍNA Þorvarðar- dóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísa- firði, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki geta annað en sagt upp störfum, en hún myndi engu að síður starfa til loka skólaárs. „Ég harma það að taka þessa ákvörðun undir þessum kring- umstæðum. Ég sé ekki neitt annað í stöðunni eins og sakir standa. Ég vil skólanum allt hið besta og vona að þegar ég er komin úr sjónlín- unni átti menn sig á hver meinsemd- in er. Umræðan hefur snúist of mik- ið um mína persónu, þetta hefur verið óvenjuhörð og persónuleg deila og því hafa menn ekki verið að horfa á málsatvik og hvað sé rétt og rangt heldur hafa þeir þyrlast upp í einhverju persónustríði. Ég vil ekki gefa mönnum þær ástæður lengur. Mér finnst að þar til bærir aðilar, það er skólanefndin og ráðuneytið, verði að fara að meta stöðuna út frá skólanum sjálfum.“ Í tilkynningu Ólínu um uppsögn sína segir hún að ákvörðunin sé tek- in með velferð skólans í huga og í þeirri von að leysa vinnustaðinn úr helj- argreipum ófriðar. Að- spurð hvort ófriðurinn stæði um hana sagði Ólína að rót vandans væri djúpstæð og margþætt. Hún benti á að fámennur hópur andstæðinga skóla- meistarans hefði beint skotum sínum að per- sónu hans en ekki embætti. Spurð hvort hún mundi leita réttar síns varðandi þetta mál taldi hún ótímabært að tjá sig um það að svo stöddu. Fram kemur í skýrslu Félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands frá því í des- ember að ef deilum linni ekki innan skólans og skólameistari þurfi að víkja af þeim sökum þurfi 5–7 starfs- menn einnig að víkja. Mennta- málaráðuneytið hefur sagst ætla að fylgja þessari skýrslu en óljóst er um aðgerðir ráðuneytisins. Birna Lárusdóttir, formaður skólanefndar Menntaskólans á Ísa- firði, vildi ekki tjá sig að svo stöddu um ákvörðun Ólínu og það sama gilti um Tryggva Sigtryggsson, trún- aðarmann kennara við skólann. Telur að uppsögn sé óum- flýjanleg í ljósi aðstæðna Ólína Þorvarðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.