Morgunblaðið - 27.02.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.02.2006, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorgeir Pálssonfæddist á Grænavatni í Mý- vatnssveit 7. sept- ember 1918. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 18. febrúar síðast- liðinn, en þar hafði hann dvalist tæp þrjú ár. Þorgeir var sonur hjónanna Hólmfríðar Guðna- dóttur, f. 1884, d.1931 og Páls Jónssonar, f. 1890, d. 1969, en systir hans var Drop- laug Pálsdóttir, f. 1921, sem lést 26. desember sl. Uppeldissystir þeirra er Gyða Bárðardóttir, f. 1930. Þorgeir kvæntist haustið 1949 Stefaníu Sigurgeirsdóttur, frá Granastöðum í Köldu-Kinn, f. 1915, d. 1992. Börn Þorgeirs og Stefaníu eru: 1) Páll, f. 1950, kvæntur Helgu Þorkelsdóttur. Dætur þeirra eru Hrefna, f. 1975 og Hildur Droplaug, f. 1983. Dóttir Hrefnu er Helga Kristín Sigurðardóttir. 2) Sigurgeir, f. 1952, kvæntur Málfríði Þórarins- dóttur. Dætur þeirra eru Björg Stefanía, f. 1972 og Ólína Kristín, f. 1984. 3) Hólmfríður, f. 1957, gift Árna Vésteinssyni. Börn þeirra eru Stefán Geir, f. 1976 og Val- gerður, f. 1984. Sambýliskona Stef- áns er Hildur Björk Sigbjörnsdóttir og þeirra dóttir Hrafn- hildur Ýr. Sonur Hildar er Jökull Starri Hagalín. Þorgeir ólst upp á Grænavatni, gekk í Alþýðuskólann á Laugum og síðan í Bændaskólann á Hvanneyri og Sam- vinnuskólann í Reykjavík. Hann fluttist með fjölskyldu sinni að Hesti í Borgarfirði, er Páll faðir hans gerðist þar bústjóri árið 1944, en var þá í skóla á vetrum. Fjölskyldan fluttist til Húsavíkur 1947. Næstu tvö ár stundaði Þor- geir verslunarstörf hjá KEA og Kaupfélagi Þórshafnar. Þorgeir og Stefanía stofnuðu heimili á Húsavík, þar sem Þorgeir vann fyrst við Mjólkursamlag KÞ og síðan við fiskvinnslu. Þau fluttust til Reykjavíkur árið 1989, en Stefanía lést af slysförum haustið 1992. Útför Þorgeirs verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Tengdafaðir okkar, Þorgeir Páls- son, er fallinn frá. Hann lést laug- ardaginn 18. febrúar sl. Langri sam- fylgd er lokið en minningar um litríkan og skemmtilegan mann lifa. Eiginkonu sína, Stefaníu Sigurgeirs- dóttur, missti Þorgeir 1992. Tengda- foreldrar okkar bjuggu á Húsavík til ársins 1989 ásamt Droplaugu systur Þorgeirs, en hún lést í desember sl. Á skömmum tíma hefur því verið höggvið stórt skarð í fjölskylduna. Á sumrin var haldið að Laugar- brekku 17 á Húsavík með börnin og þessar heimsóknir til ömmu, afa og Dobbu frænku voru ávallt tilhlökk- unarefni. Það var ekki í kot vísað að heimsækja þau til Húsavíkur, slík var gestrisnin og til boða bæði andleg og líkamleg næring. Mikið var talað og hlegið í eldhúskróknum á Laugar- brekku 17 og ósjaldan kom það fyrir að fjörið og hávaðinn keyrði úr hófi fram og þótti þá Stefaníu tengdamóð- ur okkar stundum rétt að loka eld- húsglugganum til að gáskafull um- mæli um menn og málefni bærust ekki út á götu. Þar var tengdapabbi hrókur alls fagnaðar. Kunni hann margar skemmtilegar sögur af mönnum og atburðum. „Segðu frétt- ir“ var gjarnan viðkvæðið með þess- ari sérstöku áherslu á g sem var ein- kennandi fyrir hann. Hann var fréttaþyrstur og fróðleiksfús og naut sín aldrei betur en þegar nógir voru til að skrafa við. Þá lék hann á als oddi. Hann var líka skarpgreindur og vel að sér um menn og málefni; hafði jafnframt ákveðnar skoðanir og var ófeiminn við að láta þær í ljós. Þor- geir var víðlesinn og kunni ógrynnin öll af ljóðum utanbókar. Hann gat farið með Gunnarshólma svo til hikstalaust fram til hinstu stundar. Glettni var einnig ríkur þáttur í fari hans, og vissulega gat hann verið stríðinn. Alltaf var jafn erfitt, þegar kom að brottför og kveðjustund. Minningin lifir svo sterk um heim- ilisfólkið sem stóð úti á tröppum og veifaði til okkar. Þá læddust tárin niður vanga barnabarnanna. Við full- orðna fólkið áttum nóg með okkur líka. Ávallt stóðu þau úti þar til við vorum úr augsýn. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur varð Espigerði 10 miðja fjölskyldulífs stórfjölskyldunnar og þaðan eru minningar um óteljandi samveru- stundir, sunnudagskaffi, hangikjöts- veislu að kvöldi nýársdags og ótal aðrar athafnir. Það var vinsælt að spila vist og alltaf sagði tengdapabbi heilsóló, sama hversu vonlaus spil hann var með, við mismikla hrifningu þeirra sem spiluðu á móti honum. Honum var alveg sama þótt hann tapaði. Hann vildi hafa fjör, gleði og gaman í spilinu. Eftir lát tengdamóður okkar árið 1992 héldu þau Droplaug saman heimili, Ánægðust voru þau þegar allir sáu sér fært að mæta í sunnu- dagskaffi. Barnabörnin eiga margar yndislegar minningar um afa sinn og hann sýndi þeim væntumþykju og hlýju. Barnabarnabörnin voru hon- um líka til ómældrar gleði, þótt hann nyti þeirra ekki lengi. Síðustu árin dvaldist tengdapabbi á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Gleðimanninum Þorgeiri var brugð- ið. Veikindi þjökuðu hann og hann var hættur að geta sótt sér fróðleik í bækur. Hann hélt þó áfram að hlusta á tónlist en íslensk einsöngslög voru honum alla tíð hjartfólgin og hann tók gjarnan undir sönginn, laðaði að sér aðra heimilismenn á Skógarbæ með því, enda þaulvanur karlakórs- maður frá fyrri tíð. Einnig glitti alltaf annað slagið í húmoristann Þorgeir sem tók sjálfan sig ekki alltof hátíð- lega og var til í að gantast. Fjölskyld- an var honum allt og ánægðastur var hann ef allir voru innan seilingar. Við færum starfsfólki Skógarbæjar kær- ar þakkir fyrir umönnun tengdaföður okkar síðustu árin. Við fráfall Þorgeirs setur okkur hljóð, þótt kallið kæmi ekki á óvart. Börn, barnabörn og barnabarnabörn sjá á eftir ástríkum föður og afa sem ávallt bar hag þeirra fyrir brjósti. Guð styrki þau í sorg sinni. Við tengdabörnin þökkum fyrir allar ljúfu samverustundirnar á liðnum árum. Minningin um mætan mann lifir. Árni, Helga og Málfríður. Elskulegur afi minn, Þorgeir Páls- son, er dáinn. Það eru margar minn- ingarnar um hann sem koma upp í hugann þegar ég lít til baka. Sérstak- lega man ég eftir þegar ég var í pöss- un hjá afa og Dobbu í Espigerði og ég bað hann um að segja mér ein- hverja sögu. Alltaf var hann til í það og sagði hann ætíð sögur um útilegu- mennina sem bjuggu uppi í fjöllum og skáldaði hann með jafnóðum. Allt- af sama sagan í breyttum útgáfum og var það alltaf jafngaman. Einu sinni fékk ég það verkefni í skólanum að taka viðtal við einhvern sem ég þekkti og átti að skrifa rit- gerð um viðkomandi. Valdi ég þá afa til að taka viðtal við og sagði hann mér margar skemmtilegar sögur af sínum yngri árum, t.d. þegar hann eignaðist sinn fyrsta hest sem hann fékk í fermingargjöf. Afa þótti alltaf gott að koma í sveitina og fór ég oft með honum upp að Hesti og í rétt- irnar. Þar lék hann á als oddi og leið- beindi mér þegar ég var að taka mín fyrstu skref í hestamennskunni. Á seinni árum sínum dvaldist hann á hjúkrunarheimilinu í Skógarbæ og var alltaf jafngaman að fara í heim- sókn til hans, spjalla og hlusta á tón- list saman. Tók hann þá oft undir svo heyrðist um alla hæðina öllum til mikillar gleði. Í janúar fór ég aftur til Bandaríkjanna, þar sem ég stunda nám, og datt mér ekki annað í hug en að ég fengi að sjá afa minn aftur í maí þar sem ekkert benti til að honum myndi hraka á næstunni. Þegar ég frétti hins vegar af því að honum færi mikið aftur þá fékk ég mömmu til að hringja í mig út til að leyfa mér að tala við hann meðan hann gæti. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að heyra í honum í síðasta sinn nú fyrir stuttu. Elsku afi minn, ég kveð þig í dag með miklum söknuði. Megi minning þín varðveitast vel og lengi um ókomna framtíð. Ólína Kristín Sigurgeirsdóttir. Afi Þorgeir hefur kvatt okkur, rétt rúmlega tveimur mánuðum á eftir systur sinni Droplaugu Pálsdóttur. Eins og alltaf þegar ástvinir eru kvaddir þá fer hugurinn á flug og minningarnar streyma fram. Við munum fyrst eftir afa á Laugar- brekku 17 á Húsavík, þar sem hann, amma og Dobba bjuggu fram til árs- ins 1989 en þá fluttust þau búferlum suður. Það var alltaf jafngott að koma á Laugarbrekkuna. Þangað fórum við ásamt foreldrum okkar í ófáar heimsóknir til þeirra afa, ömmu og Dobbu á sumrin og stundum um jól og páska. Gestrisnin á Laugar- brekku var mikil enda þar tíður gestagangur og öllum vel tekið. Allir fóru þaðan mettir og sælir, það voru ávallt kræsingar á borðum, enda fólkið sérstaklega gestrisið. Afi verður okkur eftirminnilegur maður. Hann hafði lúmskt gaman af litríkum fatnaði og dáðist að yngri kynslóðinni ef hún klæddist nógu lit- skrúðugum og skrautlegum fötum. Hann hafði yndi af að syngja og að hlusta á söng. Þær eru eftirminnileg- ar aríurnar sem þeir feðgar tóku saman með Hamraborgina í bak- grunni. Einnig var hann mjög póli- tískur og var oft heitur í skoðunum sínum. Hér áður fyrr sat hann gjarn- an og horfði á Alþingi í sjónvarpinu á daginn og mótmælti harðlega þegar hann var ósammála þingmönnunum. Afi var einnig vel gefinn og vel lesinn maður, hann kunni ógrynni af kvæð- um og ljóðabálkum utanbókar. Oft kom líka frumsamið efni af hans vörum og var það stundum á gráu svæði að vera flutningshæft! Afi leit aldrei á sig sem ,,gamlan mann“, hann hafði gaman að því að vera inn- an um okkur unga fólkið og spjalla um hin ýmsu mál, hann naut þess að hafa fólk í kringum sig. Afi var mikill húmoristi og með eindæmum stríð- inn. Eftirminnilegt var þegar við eldri frænkurnar vorum einu sinni sem oftar í heimsókn hjá afa, ömmu og Dobbu og renndum hýru auga til rabarbarans sem ræktaður var í garðinum hjá þeim. Við stóðumst ekki mátið og rifum upp tvo rabar- bara og borðuðum þá með bestu lyst. Afi hefur trúlega séð okkur vera að laumast þarna úti og fór að tala um rabarbarann og nefndi að hann væri eitraður. Við frusum og þorðum ekki nefna það við nokkurn mann að við hefðum smakkað á honum. Það ískraði í þeim gamla þegar hann heyrði okkur frænkurnar pískrast á um kvöldið og þessi fleyga setning var sögð af annarri hvorri okkar: ,,Heldurðu að við deyjum nokkuð í nótt?“ Þá rölti afi inn til okkar og leið- rétti það við okkur að við myndum nú ekki deyja. ÞORGEIR PÁLSSON ✝ Emil Fjölnissonfæddist í Reykjavík 3. janúar 2005. Hann lést á Landspítalanum hinn 21. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Trine Holm Houmøller, kennari, f. 3. ágúst 1977 á Jótlandi í Danmörku, og Fjölnir Guðmunds- son, rafmagnsverk- fræðingur, f. 25. júlí 1974 í Reykjavík. Foreldrar Trine eru hjónin Helga Petersen, f. 1945, og Henrik Hou- møller, f. 1948. Systir Trine er Sofie, f. 1983. For- eldrar Fjölnis eru hjónin Guðmundur M. Guðmundsson, f. 1941, og Guðrún Jónsdóttir, f. 1950. Systkini Fjölnis eru Magnús Fjalar, f. 1973, kvæntur Bryndísi Friðriks- dóttur, f. 1976, og Erna, f. 1979. Dóttir Magnúsar Fjalars og Bryndísar er Katrín Hekla, f. 2005. Útför Emils verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Vorið 2004 barst okkur ljúf send- ing frá Danmörku sem í stóð: Halló amma og afi, sjáumst í desember! Við áttum von á fyrsta barna- barninu, hvílík hamingja. Hann kom svo í heiminn 3. janúar 2005. Lítill, heilbrigður drengur var fæddur og var fljótlega gefið nafnið Emil. Hamingjan var óendanleg hjá for- eldrum hans og okkur ömmu og afa. Við vorum öll svo stolt af honum. Hann dafnaði vel í umsjá foreldra sinna þeirra Trine og Fjölnis sem frá fyrstu stundu lögðu sig öll fram við að sinna honum vel og veita hon- um besta atlæti. Emil var blíður og ljúfur drengur, knúsaði ömmu sína, brosti við afa sínum. Alltaf jafngóð- ur og gefandi. Það er ótrúlegt hvað lítið barn getur á stuttri ævi markað djúp spor í líf manns. Hann var ekki byrjaður að tala enn, en gat auð- veldlega gert sig skiljanlegan með svipbrigðum og fallegu brúnu augun sögðu meira en mörg orð. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá Emil í pössun eða stutta heimsókn. Þessi litli gleðigjafi sem við vorum Guði svo óendanlega þakklát fyrir. Hon- um hafði varla orðið misdægurt, alltaf frískur. En reiðarslagið kom þegar hann veiktist og fór á spítala sl. mánudag. Í ljós kom að um heila- himnubólgu var að ræða sem ágerð- ist svo hratt að ekki varð við ráðið. Eftir rúma sólarhrings hetjulega baráttu Emils litla sigraði sjúkdóm- urinn. Þvílík sorg sem heltók okkur, óteljandi tár hafa runnið og spurn- ingar vaknað. Það er svo margt sem minnir á Emil og margt sem við ætl- uðum að gera. En lífið er óvægið og eftir stöndum við hnípin. En þrátt fyrir sorgina og missinn erum við þakklát fyrir þessa rúmu þrettán mánuði sem Guð gaf okkur hann. Elsku ástarengillinn sem svo sárt er saknað að engu tali tekur. Lífið verður aldrei samt hér eftir. Megi góður Guð blessa elsku Trine og Fjölni og varðveita í þess- ari djúpu sorg og veita okkur öllum styrk til að takast á við missi elsku Emils litla, sem var okkur öllum svo ólýsanlega mikils virði. Við vitum að hann er Guði falinn um alla eilífð. Blessuð sé minning Emils litla. Amma og afi í Bláskógum. Við vorum svo glöð þegar við fréttum að Fjölnir og Trine ættu von á barni. Við vorum búin að hlakka mikið til þegar elsku litli Emil kom í heiminn. Strax frá upp- hafi vann hann hug og hjörtu okkar með sinni einlægu framkomu, ró- lyndur og hugljúfur eins og foreldr- ar sínir. Okkur fjölskyldunni þykir svo afskaplega vænt um Emil og höfum haft svo gaman af þeim tíma sem við höfum fengið að njóta með honum. Við vorum mjög hamingjusöm yf- ir því að Katrín Hekla skyldi vera á svipuðum aldri og Emil. Hún leit upp til frænda síns og reyndi að fylgja honum eftir hvert fótmál. Við sáum fram á að eiga svo margar góðar stundir saman með börnum okkar, sem væru að feta svipaðar slóðir í lífinu. Stundirnar verða ekki fleiri þar sem Emil féll skyndilega frá. Lífið verður aldrei samt og það er óendanlega sárt að þurfa að horfa á eftir Emil, þessum yndislega litla dreng sem barðist eins og hetja við sjúkdóm sem enginn fékk við ráðið. Eftir standa ljúfar minningar um lít- inn ljósgeisla sem lýsti upp líf okkar. Þótt Emil hafi ekki verið hár í loft- inu hefur hann markað hjörtu okkar að eilífu. Við söknum Emils sárt og biðjum góðan Guð að gæta hans vel. Elsku Fjölnir og Trine, þið hafið orðið fyrir gífurlegum missi og þurft að takast á við raunir sem enginn maður ætti að þurfa að ganga í gegnum. Það er erfitt að ætla að koma orðum að einhverju sem hugg- ar á þessari stundu, en við biðjum almáttugan Guð um að leiða ykkur og styrkja. Ykkar Magnús Fjalar, Bryndís og Katrín Hekla. Ég sit í eldhúsinu mínu í Aþenu og horfi á mynd af litlum dreng. Emil litli, frændi minn, er glaðlegur á myndinni, með skínandi fallegt bros og tindrandi augu. Þegar ég horfi á hann fyllist ég hryggð og reiði í garð þeirra æðri máttarvalda sem slökkva á lífsneista lítillar sálar eins auðveldlega og að blása á kerti. Af hverju? er spurningin sem kemur upp í hugann. Spurning sem ég veit jafnframt að verður aldrei svarað og sorgin nístir hjartað. Fjarlægðin gerðin það að verkum að ég sá Emil ekki nema eina kvöld- stund á Íslandi síðastliðið haust. Ég fékk aftur á móti að fylgjast með honum í gegnum bréf og myndir og foreldra mína sem sáu ekki sólina fyrir honum. Emil var augasteinn allrar fjölskyldunnar, lítill sólargeisli sem lýsti upp tilveruna hvar sem hann kom. Elsku Fjölnir og Trine, sýnið hvort öðru ást og umhyggju og styðjið hvort annað í gegnum þessa eldraun sem á ykkur er lögð. Við hér í Grikklandi munum geyma minn- ingu Emils í huga okkar og við grát- um hann með ykkur þó að við séum langt í burtu. Guð blessi lítinn dreng. Þóra frænka. Það ríkti mikil eftirvænting og gleði í byrjun síðasta árs þegar Emil kom í heiminn. Alveg frá fyrsta degi náði Emil að vinna hug minn og hjarta. Hann veitti mér svo mikla gleði og ég þakka Guði fyrir þann tíma sem við höfðum saman. Sá tími er nú orðinn að dýrmætum minn- ingum, því ljúfari og fallegri dreng er vart hægt að hugsa sér. En það er erfitt að þurfa að sætta sig við óréttlæti heimsins. Sporin eru þung og aldrei hef ég þurft að ganga í gegnum svo djúpan táradal. Elsku litli Emil minn er farinn og söknuðurinn er óbærilegur. Ég bið Drottin minn að leiða okkur, fjöl- skyldu Emils, í gegnum táradalinn og gefa okkur styrk til að takast á við lífið án hans. Minningin um elsku litla Emil lifir í hjarta okkar um ókomna tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma EMIL FJÖLNISSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.