Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF BRIAN Prime, forseti Evrópusam- taka smáfyrirtækja, hitti að máli Davíð Oddsson seðlabankastjóra og fv. forsætisráðherra í Íslandsheim- sókn sinni fyrir helgi. Með í för var Gústaf Skúlason, formaður samtaka sænskra smáfyrirtækja. Prime sagði við Morgunblaðið að það hefði verið einkar ánægjulegt og fróðlegt að hitta Davíð, enda hefði hann átt stóran þátt í að skapa það rekstrarumhverfi sem ís- lensk fyrirtæki byggju nú við og hver Evrópuþjóð mætti taka sér til fyrirmyndar. Prime sagðist ekki geta mælt með því við Íslendinga að þeir gengju í Evrópusambandið. Miklu frekar væri þetta spurning um að Evrópusambandið færi að fram- fylgja stefnu Íslendinga í efnahags- málum. Skriffinnskan í ESB væri orðin slík og pólitíkin allsráðandi, að ekkert bólaði á framförum fyr- irtækjum til hagsbóta. „Oddsson í stað Lissabon“ „Breytingarnar sem Davíð stuðl- aði að hafa gert Ísland að einu öfl- ugasta hagkerfi heimsins. Af mörg- um ástæðum hef ég haft áhuga á að kynna mér aðstæður á Íslandi. Loksins fékk ég að hitta þann mann sem kom þessu öllu af stað,“ sagði Prime og bætti því við að ekkert gengi hjá ESB að fram- fylgja Lissabon-áætluninni frá síð- ustu aldamótum, sem hefði verið ætlað að gera ESB að samkeppn- ishæfasta umhverfi í heimi fyrir ár- ið 2010. Nú væru sex ár liðin en menn kæmust ekkert áfram fyrir reglugerðarfargani og vinnu við að afnema viðskiptahindranir. Við þær aðstæður gætu evrópsk fyrirtæki ekki keppt við önnur markaðssvæði í heiminum. „Evrópusambandið ætti frekar að kynna sér „Oddsson-áætl- unina“,“ sagði Prime og brosti. Spurður hvort Íslendingar ættu að taka upp evruna sagði hann það algjöran óþarfa. Á meðan flest virt- ist ganga Íslandi í hag væri hvorki ástæða til að taka upp evruna né óska eftir aðild hjá ESB. Þetta væri svipað og að senda íslenskan skíðagöngumann á vetrarólymp- íuleika með sandpoka á bakinu. „Ef þið gangið í Evrópusam- bandið þá munu íslensk fyrirtæki fá yfir sig haug af reglugerðum sem erfitt er að komast upp úr, ekki síst fyrir smáfyrirtækin. Í Evrópu er sú stefna við lýði að ef þú ert með fót- brotna manneskju þá verður að brjóta leggina á hinum svo allir búi við sömu fötlunina,“ sagði Prime. Hann sagði íslenskan sjávarút- veg standa vel að vígi, í samanburði við önnur lönd, og hið sama mætti ekki gerast hér og hefði gerst í Bretlandi. Þar væri sjávarútvegur- inn í rúst sökum fiskveiðistefnu ESB. ESB ætti að framfylgja stefnu Íslendinga Morgunblaðið/ÞÖK Ánægjulegur fundur Gústaf Skúlason, Davíð Oddsson og Brian Prime á fundi þeirra þriggja þegar þeir hittust í síðustu viku. SS hagn- ast um 353 millj- ónir kr. HAGNAÐUR samstæðu Slát- urfélags Suðurlands á árinu 2005 var 353 milljónir króna, en árið áður var hagnaðurinn 101 milljón. Mest munar um að seldur var eign- arhluti í Fersk- um kjötvörum hf. og Mjólk- urfélagi Reykjavíkur hf., auk fast- eignar að Laxá í Leirárssveit og var hagn- aður vegna þessa tæp 201 milljón. Rekstrartekjur Sláturfélagsins voru um 4,9 milljarðar á árinu 2005 en um 4,4 milljarðar árið áður og hækkuðu því um 10%. Vörunotkun jókst um 13% og var um 2,5 millj- arðar í fyrra. Rekstrarhagnaður án fjár- munatekna og fjármagnsgjalda var 195 milljónir á árinu 2005 en 99 milljónir árið áður. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 49 milljónir samanborið við 24 milljónir árið 2004. Heildareignir Slátur- félagsins í árslok 2005 voru um 3,6 milljarðar og eiginfjárhlutfall 44%. Í tilkynningu frá Sláturfélaginu segir að aðstæður á kjötmarkaði séu nú í betra jafnvægi en undanfarin ár. Það eigi að leiða til viðunandi af- komu félagsins. Hægir á dönskum húsnæðismarkaði ● FJÁRMÁLASÉRFRÆÐINGAR í Danmörku spá því að hægja muni á verðhækkunum á húsnæðismark- aði þar í landi á þessu ári og að hækkanir í ár verði ekki jafn miklar og á síðasta ári. Í danska við- skiptablaðinu Børsen er haft eftir sérfræð- ingum hjá tveimur stærstu bönkum Danmerkur, Nor- dea og Den Danske Bank, að það muni hægja á verðhækkunum í kjölfar þess að vextir hafa farið hækkandi í Dan- mörku að undanförnu. Reikna þeir með um 5% hækkun húsnæð- isverðsins á árinu, sem er umtals- vert minna en á síðasta ári, en þá hækkaði húsnæðisverðið um tæp 22%. ● HAGVÖXTUR í Bretlandi var 1,8% á síðasta ári og er þetta minnsti hagvöxtur þar í landi síðan árið 1992. Landsframleiðsla jókst um 0,6% á fjórða ársfjórðungi 2005 frá þriðja ársfjórðungi en lands- framleiðslan, og þar með hagvöxt- urinn, jókst um 1,8% miðað við árið í heild. Hagvöxtur í Bretlandi 1,8% í fyrra ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.