Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin til Kanarí 7. mars í 2 vikur á frábærum kjörum. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar á Kanarí allan tímann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 7. mars frá kr. 39.990 Munið Mastercard ferðaávísunina 2 vikur - síðustu sætin kr.54.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó í 2 vikur, stökktu tilboð 7. mars. Innifalið: Flug,skattar, gisting og íslensk fararstjórn. kr.39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára í íbúð í 2 vikur, stökktu tilboð 7. mars. Innifalið: Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. eyri, einn frá Dalbjörg í Eyjafjarð- arsveit, einn frá Dalvík, einn frá Grenivík og einn frá Svalbarðseyri. Enginn veit nákvæman fjölda, en sagt að 4–5 hafi verið í hverjum bíl. Sem sagt 24–30. FJÖLMARGIR björgunarsveitar- menn voru kallaðir til þegar tilkynn- ing um slysið á Hofsjökli barst. Snjó- bíll frá Árborg var m.a. tilbúinn að fara upp á jökulinn þegar afboðun barst síðar um kvöldið og síðan var öllum björgunarsveitarmönnum snú- ið frá jöklinum í kjölfarið. Björgunarsveitarmenn úr Bisk- upstungum voru ásamt fleirum á ferð á Langjökli þegar kallið kom um slys á Hofsjökli og fóru þeir strax á vett- vang og voru ásamt öðrum björgun- arsveitarmönnum tilbúnir að fara á jökulinn sunnan frá. Helgi Guð- mundsson, formaður sveitarinnar, sagði ferð þeirra um svæðið hafa gengið rólega vegna þess hversu mik- ið væri runnið úr vegum og slóðum. Hópurinn lenti í smávegis erfiðleik- um nærri Kerlingarfjöllum vegna bil- unar sem auðveldlega var leyst úr. Sex bílar fóru með björgunarmenn upp úr Eyjafirði. Tveir bílar frá björgunarsveitinni Súlum á Akur- Björgunarsveitarmaður í Eyjafirði lýsti ferðinni þaðan þannig: „Þetta var frekar seinfarið framan af; eng- inn vegur, við keyrðum yfir stórgrýti, skriður og móa en þegar komið var ofar, upp á hjarnið, gekk vel.“ Komið að jöklinum að norðan og sunnan Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgunarsveitarmenn í námunda við Kerlingarfjöll gera við jeppa. ARNAR Þór Hjaltason, 23 ára Eyfirðingur búsettur á Akureyri, ók fyrsta jeppanum í röð þeirra þriggja sem voru á Hofsjökli á laugardaginn. Hann ók yfir sprunguna, sem gaf sig, skömmu áður en slysið varð, en seg- ist ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt. Þeir voru fjórir sem fóru á þremur bílum frá Akureyri klukkan átta á laugardags- morgun. Óku upp úr Eyjafirði og þaðan áfram upp á jökul. Fóru upp á hábungu jök- ulsins og ætluðu að halda heim á leið á ný þegar slysið varð. Höfðu hugsað sér að koma við í Laugarfelli, baða sig þar í laug- inni og ráðgerðu að koma heim til Akureyr- ar á milli klukkan 9 og 10 um kvöldið. „Við fórum upp á hábunguna, ég fór fyrst- ur niður og þegar ég var kominn niður á flatann – um það bil einum kílómetra frá þeim stað þar sem slysið varð – hafði Dóri samband við mig í gegnum talstöðina og sagði að félagi okkar hefði keyrt yfir sprungu, sem hefði hrunið úr, en allt væri samt í lagi,“ sagði Arnar Þór í samtali við Morgunblaðið í gær. Dóri er Halldór Örn Árnason, vinur Arnars Þórs og jafnaldri, en Halldór ók bílnum sem var annar í röðinni. Arnar sá brekkuna vel neðan að. Hann leiðbeindi Halldóri niður af bungunni í gegnum talstöðina og síðan ætlaði hann að aðstoða félaga þeirra tvo, sem voru á síðasta jeppanum, með sama hætti. „En svo heyrð- um við ekkert í þeim og sáum ekki bílinn þannig að við fórum upp eftir aftur. Þegar þangað kom heyrðum við ekkert í bílnum þeirra.“ Kallaði til félaganna en fékk ekkert svar Þeir Halldór vissu einungis af sprungunni sem hrunið hafði úr fyrst. Þeir óku mestalla leiðina upp á ný en gengu síðasta hlutann og áttuðu sig fljótlega á því sem hafði gerst. „Um leið og við sáum sprunguna, förin mín öðrum megin og förin eftir þeirra bíl hinum megin við hana, vissum við hvað hafði gerst.“ Halldór og Arnar sáu jeppann ofan í sprungunni þegar þeir kíktu þangað af brúninni og þá hljóp Arnar strax niður í sinn bíl til þess að hringja eftir hjálp. „Við Dóri sáum jeppann þegar við lögð- umst á magann á brúninni og horfðum niður í sprunguna. Ég kallaði á þá en fékk ekkert svar. En ég skynjaði lífsmark þarna niðri; heyrði að einhver ýtti á bílflautuna og hafði kveikt ljósin.“ Á leiðinni niður af bungunni ók Halldór ekki sömu leið og Arnar, og fyrst í stað fór þriðji bíllinn heldur ekki í slóð hans, „en eft- ir að hrundi undan honum í fyrra skiptið færði hann sig aftur inn á mína slóð og ætl- aði að þræða hana niður; taldi sig öruggari þar. En þá lenti hann í sprungunni sem við vissum ekkert um. Ég fór þarna yfir stuttu áður og varð ekki var við neitt. Það var óslétt þarna, eins og þetta væru öldur, en þannig er svæðið allt.“ Arnar segir að hringt hafi verið í þá Hall- dór til baka frá Neyðarlínunni og tilkynnt að um það bil þrír stundarfjórðungar væru þar til þyrlan kæmi á vettvang, en einn og hálfur klukkutími hefði reyndar liðið þar til hún kom. Erfitt að bíða Hann segir það hafa verið óþægilega til- finningu að bíða. „Það var samt skárra að vera tveir heldur en ef maður hefði beðið einn.“ Arnari fannst líka slæmt að geta ekki komið félögum sínum til hjálpar niðri í sprungunni. „En við höfðum engan búnað til þess, við hefðum þurft mannbrodda og ísax- ir og bíl á staðnum til þess að láta okkur síga niður.“ Sá sem slasaðist og fluttur var með þyrlu til Reykjavíkur er tengdur Arnari; eigin- kona Arnars og hinn slasaði eru systk- inabörn. „Ég náði ekkert að tala við hann. Hann var fluttur með þyrlunni burt um leið og hægt var,“ sagði Arnar sem hyggst fara til Reykjavíkur í dag til þess að hitta vin sinn á sjúkrahúsinu. Arnar segir þá Halldór hafa verið í mikilli óvissu allan tímann sem þeir biðu. „Það var svo ekki fyrr en skömmu fyrir miðnætti að mér var sagt að Tómas væri farinn.“ Ekki var haldið af stað niður af jöklinum fyrr en hinn slasaði hafði verið fluttur burt í þyrlunni. „Þá fóru allir saman niður. Föð- urbróðir minn í hjálparsveitinni Dalbjörgu kom uppeftir og líka strákar sem ég hef ferðast mest með. Með okkur voru líka tveir slökkviliðsmenn frá Akureyri, báðir frændur mínir.“ Arnar var kominn heim til sín á Akureyri um klukkan hálfsjö í gærmorgun. Sá bílinn í sprungunni og heyrði að einhver flautaði Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Ljósmynd/Ómar Ragnarsson Þyrla frá Varnarliðinu lenti talsvert frá slysstaðnum, en sprungurnar voru mjög varasamar. Jeppinn sem lenti í sprungunni var síð- astur í röð þriggja bíla RIGNINGAR síðustu daga hafa farið illa með Kjalveg, en hann er á köflum mjög erfiður yf- irferðar vegna skorninga í veginum. Þessi bif- reið, sem er á 44 tomma dekkjum, fór um þenn- an veg fyrir viku og var hann þá í þokkalegu ástandi. Um helgina var hins vegar erfitt að komast um Kjalveg. Mjög snjólétt hefur verið á hálendinu frá áramótum og lítið frost. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjalvegur erf- iður yfirferðar MIKIÐ var um hraðakstur í umdæmi Blönduósslögreglunnar um helgina. Að sögn varðstjóra voru á bilinu 50–60 ökumenn stöðvaðir frá föstudegi til sunnudags og þykir það nokkuð mikið en sól hefur hækkað í lofti og vilja því ökumenn oft þyngja bensínfótinn í takt við það. Lögreglan vill beina því til öku- manna að stilla hraða ökutækja sinna í hóf og minnir á að enn sé vetur og ísing geti mynd- ast mjög snögglega. 50–60 ökumenn teknir fyrir hrað- akstur um helgina ♦♦♦ HÁLKA olli því að bíll fór út af í Norðurárdal seint í gærkvöldi. Ökumaðurinn, ung stúlka, slapp ómeidd að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi. Hún var á suðurleið. Á meðan verið var að ná bílnum upp á veginn varð að hægja verulega á umferð um svæðið sem olli nokkrum töfum fyrir bílstjóra á leið um Norðurárdalinn. Það stóð þó stutt. Bíll út af í Norð- urárdal í gær ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.