Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 57. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Takt u en ga áhæ ttu v ið v erk lega r fra mkv æm dir Þar finn ur þ ú m eist ara og fagm enn til v erk sins Samtök iðnaðarins Íslenskt lamb er einstakt Anthony A. Williams, borgarstjóri Washington, í Reykjavík 6 Fasteignablaðið | Íbúðaturnar á Eskifirði  Viðhald gamalla húsa í Hafnarfirði  Kyrrðin við Arnarnesvoginn Íþróttir | Snæfell sigraði í Borgarnesi  Manchester United bikarmeistari Jerúsalem. AP. | Starfandi utanríkis- ráðherra Ísraels, Tzipi Livni, telur ekki að Mahmoud Abbas, forseti Pal- estínumanna, skipti máli nú þegar Hamas-samtökin eru um það bil að taka við stjórn palestínsku heima- stjórnarinnar í krafti sigurs í þing- kosningum í síðasta mánuði. Livni ræddi við David Welch, sér- legan sendimann Bandaríkjastjórnar, í gær og að loknum fundinum sagði ísraelska útvarpið frá því að Welch hefði greint Livni frá því að bandarísk stjórnvöld vildu halda þeirri stefnu, að eiga samstarf við Abbas en hunsa heima- stjórn Hamas; en bæði bandarísk og ísraelsk stjórn- völd skilgreina Hamas sem hryðjuverkasam- tök, og það gerir raunar Evrópu- sambandið einnig. Skv. frétt útvarps- ins hafnaði Livni hins vegar þessari stefnu. Livni sagði sjálf í viðtali að Abbas gæti ekki „verið laglegt andlit [út á við] sem felur hina hrikalegu ógn sem býr að baki“. Hún sagði Hamas verða að ákveða hvort samtökin hlíttu þeim tilmælum að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis eður ei og að Abbas „skipti engu máli“ í því samhengi. Fyrr í gær hafði Abbas ýjað að því að hann myndi segja af sér ef enginn skriður kæmist á friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna vegna tregðu Hamas til að breyta stefnu sinni. Segir Abbas ekki skipta máli Tzipi Livni BJÖRGUNARMENN unnu við gríðar- lega erfiðar aðstæður við að ná tveimur mönnum úr jeppa sem féll ofan í sprungu á Hofsjökli á laugardag. Annar mannanna er talinn hafa látist sam- stundis en hinn liggur nú alvarlega slas- aður á gjörgæsludeild Landspítalans. Sigu fjórir björgunarmenn um 30 m of- an í sprunguna að samanþjöppuðu bíl- flakinu og reyndu í marga klukkutíma með ýmsum ráðum að ná mönnunum út. Það tókst loksins þegar komið var með öflugar klippur á svæðið. „Þetta gekk alveg ótrúlega vel miðað við erfiðar aðstæður,“ segir Guðmundur Guðjónsson, bráðaliði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem stjórnaði að- gerðum úr sprungunni en þar var svartamyrkur. Segir hann aðstæður hafa verið næsta vonlausar. „Á tímabili leið mér mjög illa yfir því að ég hélt að þetta myndi ekki ganga. [...] Það var mikið íshrun ofan frá í hvert sinn sem búnaður var að fara yfir brúnina niður til okkar. Þá rigndi ísnum stöðugt yfir okkur.“ Að lokum náðist þó að klippa bílinn í sundur og ná mönnunum út. Einn björgunarmanna segist ekki vita til þess að áður hafi þurft að klippa bílflak í sundur niðri í jökulsprungu. Umfangsmikil aðgerð Um 150 björgunarmenn af Norður- landi, Suðurlandi og höfuðborgarsvæð- inu, á þremur þyrlum, flugvél, 28 jepp- um, tveimur snjóbílum og 15 vélsleðum, tóku þátt í björgunaraðgerðinni vegna slyssins þó aðeins hluti þeirra hafi farið upp á jökulinn sjálfan eða um 30–40 manns. Báðar þyrlur Landhelgisgæsl- unnar voru óvirkar og voru því tvær þyrlur Varnarliðsins kallaðar út, sem og þyrla danska varðskipsins Triton sem var statt í Reykjavíkurhöfn. Svæðið sem jeppinn, ásamt tveimur öðrum jeppum, ók um er alltaf mjög sprungið, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Þarna er jökullinn bratt- ur og skríður hratt fram og við slíkar aðstæður myndast stórar og djúpar sprungur. Einn maður lést og annar slasaðist alvarlega er jeppi féll í sprungu á Hofsjökli Unnið að björgun und- ir íshruni á 30 m dýpi Ljósmynd/Ómar Ragnarsson Jeppinn féll 30 m ofan í sprunguna. Fjórir björgunarmenn sigu niður að flakinu til að ná mönnunum út. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur og Skapta Hallgrímsson  Björgun á Hofsjökli | 4 og miðopna TUTTUGUSTU vetrarólympíuleikunum lauk formlega í Tórínó á Ítalíu í gærkvöldi og var mikið um dýrðir af því tilefni á ól- ympíuleikvanginum í borginni. Söngv- ararnir Ricky Martin og Andrea Bocelli tróðu m.a. upp á sviði leikvangsins en alls tóku 2.350 listamenn þátt í hátíðahöld- unum. Leikarnir í Tórínó þóttu takast vel og Jacques Rogge, formaður alþjóðaól- ympíunefndarinnar, lýsti þeim sem „sann- arlega frábærum“ um leið og hann bauð bæði íþróttafólki og áhugamönnum vin- samlegast að hittast á nýjan leik í Van- couver í Kanada þar sem næstu vetraról- ympíuleikar verða að fjórum árum liðnum. | Íþróttir Vetrar- ólympíuleik- unum lokið Reuters „En svo heyrðum við ekkert í þeim“ ARNAR Þór Hjaltason ók fyrsta jeppanum í röð þeirra þriggja sem voru á Hofsjökli á laugardaginn. Hann ók yfir sprunguna, sem opnaðist skömmu áður en slysið varð, en segist ekki hafa orð- ið var við neitt óeðlilegt. Þeir óku upp á hábunguna einn af öðrum og Arnar Þór lóðsaði þann sem á eftir honum kom niður af bung- unni og ætlaði síðan að aðstoða félaga þeirra tvo, sem voru á síð- asta jeppanum. „En svo heyrðum við ekkert í þeim og sáum ekki bílinn þannig að við fórum upp eftir aftur. Þegar þangað kom heyrðum við ekkert í bílnum þeirra.“ Arnar Þór og félagi hans Halldór Örn Árnason gengu síðasta spölinn að slysstaðnum. „Við Dóri sáum jeppann þegar við lögðumst á magann á brún- inni og horfðum niður í sprunguna. Ég kallaði á þá en fékk ekkert svar. En ég skynjaði lífsmark þarna niðri; heyrði að einhver ýtti á bílflautuna og hafði kveikt ljósin.“ Í kjölfarið hljóp hann að bíl sín- um og hringdi eftir hjálp. MAÐURINN sem lést þegar jeppabifreið sem hann var í féll í sprungu á Hofsjökli á laugardag hét Tómas Ýmir Óskarsson. Hann var til heimilis að Keilu- síðu 6k á Akureyri. Tómas Ýmir var fæddur árið 1984 og lætur eftir sig unnustu. Minningarathöfn um Tómas Ými fór fram í Glerárkirkju í gærdag. Lést á Hofsjökli ♦♦♦ Kaíró. AFP. | Ævafornt sólhof hefur fundist á stað í úthverfi Kaíró-borgar þar sem ver- ið hefur flóamarkaður. Egypska þjóð- minjasafnið greindi frá þessu í gær. Risavaxnar granítstyttur fundust í hof- inu en þær vega um fimm tonn. Er talið að munirnir séu frá tímum Ramsesar II. en hann var uppi um þrettán öldum fyrir Krist, þ.e. fyrir um 3.000 árum. Fannst m.a. 1,5 metra há stytta af faraóinum. Úthverfið sem um ræðir, Ein Shams, var byggt ofan á hina fornu borg Heliopolis en hún var fræg fyrir heimspekiskóla sína. Sólhof undir flóamarkaði Fasteignablaðið og Íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.