Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ***** S.V. Mbl. Tilnefningar Til ÓskarsverÐlauna m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2 Frábær og kraftmikil mynd eee H.J. Mbl. eee S.K. DV Sýnd með íslensku tali. Hér er á ferðinni frábært framhald einnar ástsælustu teiknimynd allra tíma. eee M.M. J. Kvikmyndir.com freistingar geta reynst dýrkeyptar Tilnefningar Til ÓskarsverÐlauna Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5 ***** S.V. Mbl. ***** L.I.B. Topp5.is **** kvikmyndir.is **** Ó.Ö. DV ***** L.I.B. Topp5.is Clive Owen Jennifer Aniston Vincent Cassel StærSta kvikmyndahúS landSinS Hrífandi kvikmynd um mannlegar tilfinningar eee V.J.V. topp5.is Töfrandi hnyttin og spennandi rómantísk stórmynd frá leikstjóra Chocolat. Tilnefningar Til ÓskarsverÐlauna m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2 Frábær og kraftmikil mynd eee H.J. Mbl. eee S.K. DV blóðbönd kl. 6 - 8 og 10.10 Casanova kl. 5.40 - 8 og 10.20 muniCh kl. 5.50 og 9 b.i. 16 ára bambi 2 - íslenskt tal kl. 6 north Country kl. 8 b.i. 12 ára CaChé - Falinn kl. 10,30 b.i. 16 ára Pride & PrejudiCe kl. 5.45 og 8.15 mynd eftir steven spielberg Tilnefningar Til ÓskarsverÐlauna Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5 eeee S.V. mbl eeee A.G. blaðið VETRARHÁTÍÐ í Reykjavík lauk á sunnudag og var margt um að vera, víðsvegar um borgina. Ljósmyndarar Morgunblaðsins fóru á stúfana og fönguðu hátíðarand- ann en þetta var í fimmta skipti sem Reykvíngingar buðu til Vetrar- hátíðar. Matarhátíðin Food & Fun var haldin sömu daga og komu tólf afbragðs matreiðslumenn víða að til að etja kappi hver við annan um það hver gæti eldað besta matinn úr íslensku hráefni, auk þess að þeir lögðu und- ir sig eldhús valinna veitingahúsa í borginni, meðan á hátíðinni stóð. Meðal þess sem hæst bar á lokadegi hátíðarinnar var Þjóðahátíð Al- þjóðahússins sem haldin var í þriðja skipti. Þar fengu gestir að njóta tónlistar, og matarlistar frá ótal löndum, og gátu skoðað margskonar menningarmuni. Húllumhæ á Vetrarhátíð Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestir í Skautahöllinni gátu fengið ókeypis kennslu í skautalistum. Hjálm- urinn var auðvitað á sínum stað hjá yngstu kynslóðinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Skautahöllinni í Laugardal dönsuðu listdansarar fyrir áhorfendur og spör- uðu ekki tilþrifin. Morgunblaðið/Eggert Í Grasagarðinum voru tré skreytt með verkum barna úr leikskólanum Mynd- verk. Hér bendir Andri Snær Þór- isson á mynd eftir sig en með honum eru Sævar Þór Þór- isson og Eldur Aron Eiríksson. ÁRIÐ 1966 kom út ný skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Truman Capote sem beðið hafði verið með nokkurri eftirvæntingu. Capote hafði fyrir útkomu bók- arinnar þegar skipað sér sess sem einn af virtustu rithöfundunum sinnar kynslóðar og var auk þess áberandi persónuleiki í stjörnum prýddu samkvæmislífi New York borgar. Nýju bókina sína nefndi Capote Með köldu blóði (In Cold Blood), og skírskotaði undirtitillinn, „Sönn frásögn af fjöldamorði og af- leiðingum þess“ til hinna óvenju- legu efnistaka höfundarins í bók- inni. Með köldu blóði er nefnilega nokkuð sem Capote vísaði sjálfur til sem „staðreyndaskáldsögu“ (non- fiction novel) en bókin fjallar á áhrifamikinn hátt um kringum- stæður og eftirköst óhugnanlegs fjöldamorðs sem framið var í bæn- um Holcomb í Kansas árið 1959. Þar voru allir fjórir meðlimir Clut- ter-fjölskyldunnar, millistéttar- fjölskyldu í rólegum smábæ, myrtir af innbrotsþjófum, þ.e. hjón og börnin þeirra tvö. Morðingjarnir náðust í Las Vegas og voru færðir aftur til Holcomb þar sem réttað var yfir þeim, þeir dæmdir til dauða og teknir af lífi nokkrum ár- um síðar. Truman Capote las fyrst um morðin í blöðunum, og fékk áhuga á að skrifa um málið. Upphaflega ætlaði hann að skrifa grein fyrir tímaritið New Yorker og var send- ur á vettvang á þess vegum, en smám saman varð efniviðurinn að áráttu hjá Capote, óx langt út fyrir blaðagrein og áður en hann vissi af var rithöfundurinn komin í þá erf- iðu stöðu að skrifa skáldsögu um framvindu sem hann þurfti hrein- lega að bíða eftir að gengi sinn gang. Capote lét sér nefnilega ekki nægja að rannsaka kringumstæður morðsins út frá lögreglugögnum. Hann tók viðtöl við íbúa bæjarins og leitaðist við að draga upp mynd af bæjarfélaginu sem orðið hafði fyrir skelfilegu áfalli. Þegar morð- ingjarnir náðust tók Capote að beina sjónum að þeim og setja sig inn í hugarheim og bakgrunn manna sem framið höfðu svo við- bjóðslegan glæp. Hann fékk sér- stakan áhuga á öðrum morðingj- anna, Perry Smith, bráðgreindum siðleysingja af indíánaættum sem ólst upp við skelfilegar aðstæður. Ef vill sá Capote sína eigin rótlausu æsku endurspeglast í sögu morð- ingjans, því milli þeirra þróaðist flókið vinasamband. Þar togaðist á innra með rithöfundinum viðbjóður á glæpnum sem Perry hafði framið og samúð með þessum allt að því tregafulla utangarðsmanni. Vina- sambandið sem Capote þróaði við morðingjann varð á endanum til þess að hann fékk hann til að segja sér allt, jafnvel frá sjálfum morð- unum. Með því fékk Capote efnivið í sögu sem var, í framsetningu skáldsins, magnaðri en nokkur skáldskapur. En til þess að ná þessu efni hætti rithöfundurinn sér svo nálægt grimmilegum veru- leikanum (og fylgdi málinu svo langt, allt inn í aftökuklefann) að hann varð ekki samur á eftir Í kvikmyndinni Capote er fjallað Rithöfundurinn og morðinginn KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjórn: Bennett Miller. Handrit: Dan Futterman, byggt á ævisögunni Capote eftir Gerald Clarke. Aðalhlutverk: Philip Seymour Hoffman, Catherine Keener, Clifton Collins Jr., Chris Cooper og Bruce Greenwood. Bandaríkin, 114 mín. Capote  „Philip Seymour Hoffmann leikur hlutverkið snilldarvel, hann er sannfærandi í túlkun sinni á látæði og fasi rithöf- undarins,“ segir meðal annars í umsögn gagnrýnanda. BANDARÍSKI leikarinn Don Knotts lést á föstudag 81 árs að aldri. Knotts er hvað þekktastur fyr- ir leik sinn í þáttaröðunum The Andy Griffith Show, þar sem hann lék hlutverk lögreglumannsins Barney Fife og Three’s Company þar sem hann lék Ralph Furley. Knotts lék einnig gestahlutverk í mörgum þáttum, s.s. Prúðuleik- urunum og þætti Bill Cosby, Fyr- irmyndarföður, og kom nokkrum sinnum fram í Matlock. Seinni ár hefur Don Knotts helst starfað við talsetningar teiknimynda hjá Disney, nú síðast er hann ljáði Turkey Lurkey borgarstjóra rödd sína í myndinni Chicken Little. Don Knotts látinn Don Knotts að störfum í hljóð- upptökuveri Disney.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.