Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. JOE MCCARTHY OG NÚTÍMINN Íbyrjun sjötta áratugar síðustu aldarsat maður að nafni Joe McCarthy íöldungadeild Bandaríkjaþings. Kalda stríðið var að skella á, Kóreustríð- ið geisaði og margir töldu heimsstyrjöld vofa yfir. Óttinn við kommúnismann, sem hafði flætt yfir Austur-Evrópu eftir stríð, var yfirgnæfandi. Joe McCarthy nýtti sér þetta and- rúmsloft ótta og að sumu leyti móður- sýki. Hann sá kommúnista í hverju horni. Hann hélt uppi lygaherferð gegn sak- lausu fólki vegna þess eins, að það hefði einhvern tíma þekkt fólk, sem hefði stutt kommúnismann. Segja má, að Joe McCarthy hafi um skeið haldið Banda- ríkjunum í heljargreipum. Aðrir stjórnmálamenn voru tregir til að snúast gegn honum. Þeir töldu, að hann nyti mikils fylgis almennings og hætta væri á, að hann beindi spjótum sín- um að þeim sjálfum, ef þeir létu hann ekki í friði. Jafnvel Eisenhower Banda- ríkjaforseti hafði hægt um sig framan af, þótt hann tæki af skarið að lokum, sem Bandaríkjaþing gerði líka, þegar fjarað hafði rækilega undan öldungadeildar- þingmanninum í almannahylli. Einn maður stóð þó upp og tók upp baráttu gegn McCarthy. Það var frétta- maður að nafni Ed Murrow, sem hafði vakið gífurlega athygli í Bandaríkjunum á stríðsárunum, þegar hann sendi dag- legar fréttir heim frá London. Ed Murr- ow beindi spjótum sínum að öldunga- deildarþingmanninum á efnislegum forsendum. Hann og samstarfsmenn hans rannsökuðu ásakanir McCarthy á hendur einstaklingum og skýrðu frá nið- urstöðunum í sjónvarpi. Joe McCarthy brást við á sama hátt og hans líkar gera alltaf. Hann svaraði engu þeim staðreyndum, sem dregnar voru fram og sýndu í skýrt þann lygaáróður, sem hann hafði haldið uppi. Þess í stað reyndi hann að grafa upp einhvern óþverra um andstæðing sinn og ef hann fann hann ekki var hann búinn til. Og Ed Murrow kynntist auðvitað þeim veruleika, sem þeir blaðamenn kynnast oft, sem taka upp baráttu í einhverjum málum; ef rógurinn dugar ekki er gripið til peningavaldsins og reynt að hóta við- komandi fjölmiðli með tekjumissi. Nú hefur verið gerð kvikmynd um bar- áttu Ed Murrows gegn McCarthy, sem nefnist Góða nótt og gangi ykkur vel. Hún er sýnd hér nú og ástæða til að hvetja fólk til að sjá hana. Hún hefur að geyma mikilvægan boðskap. Verst er þó að vinnubrögð Joe McCarthy lifa góðu lífi á Vesturlöndum á okkar tímum og líka hér á Íslandi. Það er athyglisvert hvað erfitt er að fá fram umræður hér á landi um efni þeirra mála, sem til umræðu eru. Í stað þess að taka upp málefnalegar umræður er alltof oft reynt að beina umræðum frá kjarna máls að formi máls og ef það dugar ekki til er gripið til hinnar gamalkunnu að- ferðar Joe McCarthys, þ.e.a.s. rógsins. Og þar sem Ed Murrow hefur ekki eignast marga verðuga eftirmenn enda umræðurnar með því að snúast upp í ein- elti, sem margir fjölmiðlar taka hugsun- arlaust þátt í. Ef hægt er að lýsa vinnu- brögðum Joe McCarthys með einu orði þá er það þetta orð – einelti. Vonandi eiga margir eftir að sjá þessa merku kvikmynd – og kannski einhverjir þeirra líti í eigin barm og horfist í augu við sjálfa sig. LEYNIRÆÐA KRÚSTSJOVS Fyrir fimmtíu árum flutti NikítaKrústsjov ræðu á 20. flokksþingi sovéska kommúnistaflokksins sem segja má að hafi markað upphafið að hruni Sovétríkjanna. Ræðan var flutt á lokuð- um fundi í lok flokksþingsins að morgni mánudagsins 25. febrúar 1956. Í leyni- ræðunni afhjúpaði Krústsjov glæpi Stal- íns. Ræðan hófst sakleysislega en hún stóð í fjórar klukkustundir og þegar Krjústjov hafði lokið máli sínu voru við- staddir slegnir. „Við gátum ekki horfst í augu,“ sagði Alexander Jakovlev, einn fulltrúanna á þinginu. „Ég veit ekki hvort það var út af skömm, áfallinu eða einfaldlega vegna þess hvað það sem gerðist var óvænt.“ Í ræðunni lýsti Krúststjov fjölda- morðum Stalíns þegar ógnarstjórn hans stóð sem hæst á árunum 1936 til 1938. Á þeim tíma hefði fjöldi heiðarlegra kommúnista verið handtekinn og skot- inn á grundvelli „falsaðra, upploginna ásakana“. En þótt fjallað væri um grimmdarverk Stalíns í ræðunni var þó margt undanskilið. Krústsjov þorði ekki að ganga alla leið, enda var erfitt að líta fram hjá því að margir á flokksþinginu, þar á meðal hann, höfðu verið þátttak- endur í glæpum Stalíns. Arftaki Stalíns fann þeim helst það til málsbóta að þeim hefði verið bráður bani búinn hefðu þeir möglað. William Taubman, sem gaf út verðlaunaða ævisögu Krústjovs fyrir tveimur árum, rifjar upp í grein í The New York Times á laugardag að þegar Krústsjov var spurður löngu eftir að hann var orðinn valdalaus hvers hann iðraðist helst svaraði hann: „Það er blóð- ið. Handleggir mínir eru á kafi í blóði upp að olnbogum. Það er hræðilegasti hluturinn, sem liggur á sál minni.“ Efni leyniræðunnar spurðist hægt og sígandi út. Efni hennar var kynnt í röð- um félaga í kommúnistaflokknum, jafnt í Sovétríkjunum sem í leppríkjum þeirra, þótt ekki væri greint frá henni opinber- lega, og alls staðar varð hún tilefni harðra deilna. Hún birtist hins vegar fyrst á Vesturlöndum í byrjun júní sama ár þegar hún var prentuð í heild í dag- blaðinu The New York Times. Þangað hafði hún borist eftir krókaleiðum. Ísra- elska leyniþjónustan hafði komist yfir eintak í Póllandi og látið í hendur CIA. Fyrir Krústsjov vakti ekki að veikja Sovétríkin heldur finna leið til að þau héldu styrk sínum og sömuleiðis hugðist hann styrkja sjálfan sig í sessi með því að taka frumkvæðið. En hann vissi hins vegar að uppljóstranirnar um Stalín gætu orðið upphafið að ólgu, sem ekki yrði séð fyrir endann á. Í Póllandi var verkfall í Poznan í júní var brotið á bak aftur með valdi. 53 lágu í valnum og mörg hundruð manns særð- ust. Í lok október náði ólgan til Ung- verjalands. Þegar Ungverjar lýstu yfir því að þeir hygðust ganga úr Varsjár- bandalaginu sendi Krústsjov rússneska herinn til að brjóta byltinguna á bak aft- ur. 20 þúsund manns létu lífið. Er Krústsjov var steypt 1964, meðal annars vegna þess að hann vildi þurrka út áhrif Stalíns, sagði hann að því hefði hann þó komið til leiðar að nú gæti leið- togi Sovétríkjanna misst völdin án þess að missa lífið. Um 20 árum síðar komst Míkhaíl Gor- batsjov til valda. Líkt og Krústsjov vildi hann bjarga Sovétríkjunum með umbót- um, en ekki leggja þau niður. Honum gekk ætlunarverk sitt ekki betur, en lauk því, sem hófst með leyniræðunni. Sennilega var ekki hægt að bæta sov- éska kerfið. Það var aðeins hægt að halda því við eða leggja það niður. Þegar Krústsjov lést var greint frá því í einni setningu í Prövdu. Þá hafði enn ekki verið greint opinberlega frá leyni- ræðunni í Sovétríkjunum. Það gerðist ekki fyrr en 1989. „ÞETTA gekk alveg stæður,“ segir Guðm Slökkviliði höfuðbor aðgerðum úr sprung tveimur féll 30 m of var svartamyrkur o okkur,“ lýsir hann a annað en þær gríða við. „Aðstæðurnar v vonlausar. Á tímabi hélt að þetta myndi Jeppinn var skorð mönnunum út en me stöðugt yfir björgun ofan frá í hvert sinn brúnina niður til ok okkur.“ Því hafi bjö hættu ofan í sprung „Þegar þetta fór a opnað meira og mei maður að þetta var við að losa um menn Engum jeppum va og fluttu menn því b voru allir menn og b sprungunni með han sprungunnar og þyr Mennirnir voru b ná þeim út voru rey reyndu björgunarm handverkfæri en síð búnað til verksins. Í klippibúnaður til sk sundur með. Þá var Gengið í átt að sly Guðmundur fór á Hauki Rögnvaldssyn unarmaður, með þy „Þá Guðmundu MAÐURINN sem lést er jeppi sem hann var í féll um 30 m ofan í sprungu á Hofsjökli á laugardag er talinn hafa látist samstundis. Hinn maðurinn, sem var bílstjóri bílsins, var með meðvitund er björgunar- menn komu á staðinn en liggur al- varlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn eins við- staddra var maðurinn ótrúlega vel á sig kominn eftir þetta mikla fall og þann langa tíma sem hann þurfti að vera í jeppanum niðri í sprungunni. Mennirnir voru í samfloti við tvo aðra jeppa sem tilkynntu um slysið til Neyðarlínunnar. Höfðu mennirn- ir lagt upp frá Akureyri fyrr um daginn. Um 150 björgunarmenn á þremur þyrlum, flugvél, 28 jeppum, tveimur snjóbílum og 15 vélsleðum tóku þátt í björgunaraðgerðinni vegna slyssins þó aðeins hluti þeirra hafi farið upp á jökulinn sjálfan eða um 30–40 manns. Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru óvirkar og voru því tvær þyrlur Varnarliðs- ins kallaðar út, sem og þyrla danska varðskipsins Triton sem svo heppi- lega vildi til að var statt í Reykjavík- urhöfn. Hofsjökull er mjög sprunginn á svæðinu þar sem slysið átti sér stað jeppanum liðu rúmlega 8½ stund. Þeir sem að björ unnu, og Morgunblaðið ræ eru þó sammála um að vel ha til miðað við aðstæður. Ekk komið upp á sem tafið hafi ó fyrir aðgerðum. Margir kallaðir til Eftir að tilkynning um barst Neyðarlínunni, um kl. laugardag, voru björgunars Norðurlandi, Suðurlandi og borgarsvæðinu þegar í stað k og voru aðstæður þær sem björg- unarmenn unnu við því gríðarlega erfiðar, ekki síst ofan í sprungunni sjálfri þar sem ís hrundi stöðugt yfir þá. Einnig hægði snjóleysi á svæð- inu kringum Kerlingarfjöll, þaðan sem farið var á jökulinn að sunn- anverðu, verulega á björgunarsveit- armönnum á leið á slysstað því erfitt var að keyra vegi og troðninga vegna úrrennslis. Frá því tilkynning barst Neyðar- línunni um slysið og þar til búið var að ná mönnunum tveimur út úr Sprunginn jökullinn og snjóleysi á hálendinu torveldu Kominn á s um eftir að Eftir Sunnu Ósk Logadóttur, Önnu Pálu Sverrisdóttur og Skapta Hallgrímsson Farþegi talinn hafa látist sam- stundis en ökumaður slas- aðist alvarlega Aðgerðir vegna björgunar af Hofsjökli samstilltar í björgunarmi „ÞAÐ á náttúrlega almennt við um jökla að það er mjög við- sjárvert að ferðast um þá. Það eru til leiðir sem menn telja vera sæmilega öruggar en Hofsjökull flokkast almennt ekki undir það. Það eru til leiðir þar en þetta svæði [þar sem slysið átti sér stað], milli Hásteina og Tanna, er nánast alltaf með stórum sprungum,“ segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sem margoft hefur ferðast um Hofsjökul vegna vinnu sinnar við afkomumælingar jökulsins. Svæðið sé því háskalegt. Ástæðan er sú að á þessu svæði er jökullinn brattur og skríður hratt og við slíkar aðstæður springur jökull gjarnan. Líklegt er að jökullinn fari þarna fram af bergstalli og því séu sprungurnar stórar. „Í fyrsta lagi þarf maður að vita hvaða leiðir eru nærri því að vera öruggar og svo þarf maður að sjá mjög vel til,“ segir Oddur um ferðalög á jöklinum. Hann bendir á að oft snjói yfir sprungurnar svo erfitt sé að átta sig á hvar þær eru nákvæmlega. „Það er ekkert öruggt að ferðast um jökul, það er grundvallaratriðið.“ Líkt og aðrir jöklar er Hofsjökull að minnka. Almennt dregur heldur úr sprungum samfara því, en það á þó ekki alltaf við, sérstaklega ekki um sprungur sem eru hátt í jöklunum. Þær eru nánast alltaf á sínum stað. Svæðið háskalegur staður Oddur Sigurðsson CARSTEN Basse flaug þyrlu af danska herskipinu Triton, sem statt var í Reykja- víkurhöfn þegar slysið varð, en hún flutti fyrstu björgunarmennina á staðinn. „Staðarákvörðunin sem við fengum í upphafi reyndist röng og því flugum við fyrst á stað um 12 km frá slysstaðnum,“ segir Carsten sem þekkir þó ekki ástæður þess að rangt var farið með staðsetningu í byrjun. „Við fengum svo leiðréttingu en þurftum að hringsóla nokkrum sinnum um svæðið því aðstæður til lendingar voru erfiðar. Þegar nálgast yfirborð jökulsins feykir þyrlan upp snjónum svo allt verður hvítt í kring.“ Að öðru leyti segir hann aðstæður hafa verið góðar og fjarskipti til dæmis ekki verið vandamál. „Við vorum með þrjá Íslendinga um borð sem þekktu aðstæður og það kom sér vel þegar við vorum enn ekki komnir með rétta staðsetn- ingu. Við fyrstu sýn virtust litlar líkur á að eftirlifendur yrðu úr slysinu þar sem bíllinn lá á þakinu ofan í sprungunni. Fljótlega var þó maður sendur niður og ljóst varð að annar væri dáinn og hinn talsvert slasaður.“ Þyrlan var á jöklinum í um eina og hálfa klukkustund. Eftir að þyrla Varnarliðsins kom á svæðið og farið var að skyggja, var ljóst að langan tíma tæki að ná mönnunum úr sprungunni og flaug þá þyrlan til Reykjavíkur enda orðin bensínlítil. Carsten segist hafa tekið þátt í fjölda björgunarleiðangra, oftast við Grænland og Færeyjar. Þá hafi hann oft verið við störf á Íslandi vegna samnings íslenskra og danskra stjórnvalda en sem betur fer aldrei orðið slys áður meðan hann stóð vakt- ina hér. „Við vorum ánægðir að geta lagt hönd á plóginn og að takast skyldi að ná öðrum mannanna lifandi.“ Erfitt að lenda á jöklinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.