Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 14
Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 „ÞURRKUR í leggöngum er veru- legt vandamál margra kvenna og kemur jafnvel fyrir á öllum aldri, en er þó langalgengast hjá konum eftir tíðahvörf. Það er hinsvegar algjörlega ónauðsynlegt fyrir kon- ur að lifa við þetta því vandamálið er vel viðráðanlegt. Með réttri meðhöndlun fá langflestar konur góða bót og ættu að geta notið kynlífs fram eftir öllum aldri,“ segir Ósk Ingvarsdóttir kven- sjúkdómalæknir, eftir að Daglegt líf spurði um úrræði gegn leg- gangaþurrki. Ósk segir að aldurinn einn og sér þurfi ekki að setja kynlífinu skorður því svo lengi sem konur séu frískar og líði vel eigi þær að geta stundað kynlíf. Oftast eigi heilsubrestur hlut að máli þegar dregur úr kynlífi beggja kynja. Aldurinn skipti engu máli. Úrval úrræða gegn þurrki í leggöngum sé til og því þurfi bara að bera sig eftir björginni. „Konur eru nú til dags líka orðnar mun opnari um þessi mál en áður var og þora orð- ið að tala um vandamálið.“ Slímhúðin byggist upp á ný Með hækkandi aldri þynnist slímhúð í leggöngum og hún fram- leiðir minni raka. Mjög mismun- andi er hvenær konur fara að finna fyrir þessu, flestar eftir tíða- hvörf, en sumar fyrir tíðahvörf auk þess sem sumar konur upplifa líkt ástand eftir barnsburð. Svokölluð staðbundin horm- ónameðferð fyrir leggöng hefur breytt miklu fyrir eldri konur á síðustu fimmtán árum, segir Ósk og bætir við að sú meðferð sé ólík þeirri hormónameðferð, sem sum- ar konur kjósa að vera á til að draga úr öðrum fylgikvillum breytingaskeiðsins sjálfs. Lyfið, sem ýmist kemur í formi krema, stíla eða hringja, losar frá sér ör- lítið magn af kvenhormóninum estrogeni, sem gerir slímhúðina sem líkasta því sem hún var á frjósemisskeiðinu. Við meðferðina losna konur við þurrkinn. Slím- húðin byggist upp að nýju, þolir núning og mótstöðu og verður rök og sterkari. Ósk segir að konur, sem séu með þetta vandamál, geti gengið að veikasta flokki hormónanna í hvaða apóteki sem er. Lyfið heiti „ovestin“ og er selt í lausasölu án lyfseðils. Ovestinið nægir flestum konum, en dugi þessi veikasti flokkur hormónanna ekki sem skyldi, er um að gera að leita til kven- sjúkdómalækna, sem skrifa þá út lyfseðil á kröftugri staðbundna hormónameðferð sé það staðfest að þurrkurinn stafi eingöngu af aldursbreytingu, að sögn Óskar. Sleipiefni og gel við samfarir Þurrkur í leggöngum getur auð- veldlega leitt til sprungna og sára við samfarir og stundum blæðir út frá þunnri slímhúð. Ekki er hægt að rekja allan þurrk í kynfærum kvenna til ald- ursbreytinga því dæmi eru um að þurrkur í leggöngum stafi af t.d. húðsjúkdómum eða sveppasýk- ingum, sem þarf að greina og meðhöndla síðan á annan hátt en með staðbundinni hormónameð- ferð. Sumar konur, sem kvarta um þurrk í leggöngum, kvarta líka yf- ir þurrki annars staðar í slímhúð, svo sem í munni og augum og gæti þá verið um að ræða Sjög- rens- eða sicca-heilkenni, sem tengist flokki gigtarsjúkdóma. Þá er nauðsynlegt að meðhöndla heildarvandamálið, en ekki bara leggöngin ein og sér, segir Ósk. „Oft verða konur að prófa sig áfram með þau ráð, sem hægt er að grípa til því vandamálið er vel leysanlegt. Ég myndi í fyrstu ráð- leggja konum að prófa staðbundna hormónameðferð með lausasölulyfi og fá sér sleipiefni eða gel til að bera á þurra barma við samfarir. Það eru ýmis efni fáanleg nú orð- ið. Ég myndi hins vegar frekar mæla með hreinum efnum á borð við vaselín og vatnsgel, eins og t.d. þau hlaup, sem við kven- sjúkdómalæknar notum á tækin okkar í stað olía, sem innihalda oft ýmis aukaefni og ilmefni,“ segir Ósk að lokum. Vandamálið vel viðráðanlegt Ósk Ingvarsdóttir Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Reuters Þurrkur í leggöngum er algengt vandamál hjá konum eftir tíðahvörf. Það er þó vel viðráðanlegt og með réttri meðhöndlun geta langflestar konur fengið bót sinna mála að sögn Óskar Ingvarsdóttur kvensjúkdómalæknis.  LEGGANGAÞURRKUR | Staðbundin hormónameðferð hefur góð áhrif á eldri konur Daglegtlíf febrúarSPILAFÍKLAR geta átt von ábata með nýju lyfi. Niðurstöður rannsóknar sem birtust nýlega í American Journal of Psychi- atry benda til þess að lyf með efninu nalmefene geti verið góð meðferð við spilafíkn. Vís- indamenn við Háskólann í Minnesota komust að þessu en um er að ræða fyrstu stóru rannsóknina sem gerð er á því hvort lyfjameðferð hafi áhrif. Nalmefene dregur úr vímunni sem spilafíklar fá við að spila fjárhættuspil og dreg- ur úr þörfinni fyrir það. Þátt- takendum í rannsókninni var skipt í tvo hópa, annar fékk lyfjameðferð en hinn gervilyf. Á fjögurra mánaða rannsókn- artímabili sást merkjanlegur árangur á lyfjahópnum og breytingar urðu á hugsunum og hegðun. Ef frekari rann- sóknir á lyfinu reynast jákvæð- ar mun það verða aðgengilegt almenningi í Bandaríkjunum eftir um tvö ár, að því er fram kemur á vef Háskólans í Minne- sota. Lyf gegn spilafíkn  HEILSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.