Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 13 ERLENT                                              ! " !  !#      $% &   '( (            !"#$ %&'()* "+$ + , )) # "--*                                                                ! "                               ! "# # $!     $ %"           &'    ()*+,-  ) ./(01 2"*-- "      / *+,*  ) ./*01 3"*-- "   4 $5   &%      3 6       & 7  $     5" $ %  &  % '"(()  "   "       /(*+)-  3 .//01 (8"8-- " /(*+)*  3 ./*01 /("8-- "     TALIÐ er að um fimmtíu þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælaað- gerðum gegn taílenska forsætisráð- herranum, Thaksin Shinawatra, í Bangkok í gær. Mótmælendur héldu m.a. á lofti kröfuspjöldum þar sem Thaksin var líkt við Adolf Hitler. Thaksin leysti á föstudag upp taílenska þingið og boðaði til kosninga 2. apríl nk. en andstæð- ingar hans hafa undanfarnar vikur sakað hann um spillingu og hvatt hann til að segja af sér. En Thaksin gaf lítið fyrir þær óskir er hann ávarpaði taílensku þjóðina á laug- ardag. „Best er einfaldlega að spyrja fólkið. Hver maður hefur eitt atkvæði,“ sagði hann um vænt- anlegar kosningar, en aðeins ár er síðan flokkur Thaksins vann stór- sigur í kosningum. „Það er þjóðin sem tekur ákvarðanirnar. Ef þér líkar ekki við mig, kjóstu þá ein- hvern annan.“ AP Mótmæli í Bangkok heyrðust í allan gærdag og hafði BBC eftir heimildarmönnum sínum að sjö hefðu týnt lífi. Afganskir emb- ættismenn neituðu hins vegar þeim fregnum. Hundruð liðsmanna afganska hersins voru kallaðir á vettvang í gær og höfðu þeir umkringt fang- elsið í því skyni að tryggja að enginn fanganna slyppi. Vilja ekki nýja búninga Svo virðist sem óánægja með breytingar á reglum um klæðnað fanganna hafi orsakað uppreisnina. Breytingarnar voru ákveðnar í kjöl- far þess að sjö talibönum tókst að flýja fangelsið í janúar en þeir munu hafa klætt sig líkt og þeir væru gest- ir í fangelsinu. Haft var eftir Mohammad Qasin Hashimzai varadómsmálaráðherra síðdegis í gær að viðræður væru hafnar og hafa fangarnir m.a. krafist þess, að þeir þurfi ekki að bera nýju fangabúningana. „Það er gott að við- ræður skuli farnar af stað,“ sagði Hashimzai. Hann sagði að í hópi upphaflegra 1.350 uppreisnarmanna hefðu verið um 350 talibanar eða al- Qaeda-menn. Sögðu afganskir emb- ættismenn að þeir hefðu kynt undir óánægju annarra vistmanna. Þegar skyggja tók í gærkvöldi mun hafa verið gert hlé á viðræðum við fangana í Pul-e-Charkhi. Kabúl. AP, AFP. | Hundruð afganskra hermanna höfðu í gær umkringt Pul-e-Charkhi-fangelsið í útjaðri Kabúl eftir að fangarnir tóku eina álmu á sitt vald í uppreisn. Fangelsið er með hámarksöryggisbúnaði og geymir marga talibana og liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna. Talið er að um 1.350 fangar hafi tekið þátt í uppreisninni, en alls eru um 2.000 vistmenn í fangelsinu. Virðist sem fangauppreisnin hafi hafist seint á laugardagskvöld að staðartíma, um kl. 17.30 að íslensk- um tíma. Réðust fangarnir gegn vörðum sínum og náðu fyrst einni álmu á sitt vald, og bættu annarri svo við síðar í gær. Skothvellir Mikill viðbúnaður eftir fangauppreisn í Kabúl HVARVETNA í höfuðstöðvum orkusölufyrirtækisins Enron í Hou- ston í Texas sýndu litlir síritar, bein- tengdir við kauphöllina, verðgildi hlutabréfanna í fyrirtækinu. Strax í anddyrinu blasti það við; í öllum lyft- um mátti fylgjast með uppganginum og á skrifstofu forstjórans, Jeff Skilling, skipaði kauphallarsíriti heiðurssess á skenknum á bak við skrifborð hans. „Alls staðar í Enron-húsinu blasti hlutabréfaverðið við manni,“ sagði Ken Rice, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Enron, í síðustu viku í framburði sínum við réttarhöldin yfir tveim fyrrverandi æðstu stjórnendum En- ron, Skilling og Ken Lay. Rice er vitni ákæruvaldsins, en réttarhöldin snúast í raun fyrst og fremst um það hvort þeir hafi lagt á ráðin um að halda verði hlutabréf- anna háu, hvað sem það kostaði, og í því skyni villt um fyrir fjárfestum á Wall Street. Verjendur segja að Skilling og Lay hafi verið öflugir frumkvöðlar er hafi einbeitt sér að því sem öllum fyrirtækjastjórn- endum beri að sinna öðru fremur: tryggja hagnað hluthafanna. Býður hættunni heim Þetta kemur m.a. fram í ítarlegri umfjöllun fréttavefs dagblaðsins Houston Chronicle um réttarhöldin. Þar er haft eftir sérfræðingum að ef forstjórarnir setji allt kapp á að halda hlutabréfaverðinu uppi skap- ist andrúmsloft sem bjóði heim hættunni á siðareglubrotum og jafn- vel fjársvikum, hvort sem forstjór- arnir leggi á ráðin um slíkt eður ei. „Ef kaupréttur og kaupaukar eru það sem fyrst og fremst hvetur for- stjórann til að halda hlutabréfaverð- inu uppi, og hann er manngerðin sem metur frammistöðu eftir hluta- bréfaverði, þá mun hann leiða stjórnina, fyrirtækið og hluthafana út á hálan ís,“ er haft eftir Arthur Levitt, fyrrverandi yfirmanni verð- bréfa- og viðskiptaráðsins (SEC). Levitt segir að „síritahugs- unarhátturinn“ sé sérstaklega vara- samur þegar laun stjórnenda eru tengd kauprétti, eins og var tilfellið með forstjóra Enron. „Þegar ég er spurður að því hver hafi verið meginástæða þess sem gerðist í fyrirtækjum á borð við En- ron og Tyco svara ég því alltaf, að áherslan á hátt hlutabréfaverð til skamms tíma litið sé að mínu mati aðalástæðan fyrir svona framferði,“ segir Jeff Salters, hjá Alþjóðlegu viðskiptasiðfræðistofnuninni í Washington. Hann segir slíka áherslu geta leitt til þess að starfs- fólk reyni að stytta sér leið eða brjóti siðareglur vegna þess að sam- kvæmt þessum hugsunarhætti sé starfsmönnum umbunað fyrir að ná hlutabréfamarkmiðum, en sjaldnast hugað að því hvernig þeir hafi farið að því að ná þessum markmiðum. Siðfræðingar segja ekkert rangt við það að stjórnendur fyrirtækja vilji hækka hlutabréfaverðið. Það vilji fjárfestar líka. En þetta verði að gerast á opinskáan og heiðarlegan hátt. Gavin Anderson, forstjóri Go- vernanceMetrics International, sem metur stjórnunaraðferðir hjá fyr- irtækjum og tengir mati á fjárfest- ingaráhættu, segir að bein tengsl séu á milli slæmrar fyrirtækj- astjórnunar og fjársvika. Í öllum stóru gjaldþrotamálunum und- anfarin ár hafi vanræksla stjórnenda verið undanfari fjársvika. Malcolm Salter, prófessor við við- skiptadeild Harvard-háskóla, segir „síritahugsunarháttinn“ í rauninni bara hlægilegan, því að í honum fel- ist að horft sé nokkrar mínútur eða daga fram í tímann, en við stjórnun fyrirtækja eigi að líta til margra ára. Þessu er Levitt sammála: „Það er mín eigin reynsla að bestu forstjór- anir séu þeir sem láta sig í raun lítið varða sveiflur í verði hlutabréfanna frá degi til dags.“ Segist Levitt ekki myndu koma nálægt fyrirtækjum þar sem forstjórar taki ákvarðanir með tilliti til hlutabréfaverðsins þann daginn. Reyndar telur Levitt að núorðið sé algengara en það hafi verið á síðasta áratug að stjórn- endur fyrirtækja líti til lengri tíma. „Síritahugsunar- háttur“ forstjóra Enron gagnrýndur Jeff Skilling Ken Lay Bagdad. AFP, AP. | Að minnsta kosti tuttugu og einn Íraki og tveir banda- rískir hermenn týndu lífi í nokkrum árásum í Írak í gær. Embættismenn höfðu lýst vonum um að mesta hætt- an á skálmöld í landinu væri yfirstað- in, en árásirnar í gær þykja ekki benda til að svo sé. Næstum tvö hundruð manns hafa fallið í árásum í Írak frá því að hvelf- ing helgidóms sjía-múslíma í borg- inni Samarra var eyðilögð í spreng- ingu um miðja síðustu viku. Var árásin túlkuð sem tilraun til að etja sjítum og súnnítum saman. Bílaumferð bönnuð Mikill viðbúnaður hefur verið í Bagdad alla helgina, útgöngubann var um tíma í gildi og bílaumferð var bönnuð með öllu í borginni í gær og þótti sú ráðstöfun gefa góða raun. Engu að síður tókst hryðjuverka- mönnum að drepa sextán og særa fjörutíu í árás í sjítahverfi í Doura- hverfinu í suðurhluta Bagdad sem að öðru leyti er mest byggt súnnítum. Einnig voru gerðar árásir í borginni Diyala, norðaustur af Bagdad, og í Baquba, skammt norður af höfuð- borginni. Tugir Íraka týndu lífi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.