Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 19 g ótrúlega vel miðað við erfiðar að- mundur Guðjónsson, bráðaliði hjá rgarsvæðisins (SHS), sem stjórnaði gunni sem jeppinn með mönnunum fan í á Hofsjökli á laugardag. „Það ofan í sprungunni og ís allt í kringum aðstæðum. Ekkert hafi tafið aðgerðir arlega erfiðu aðstæður sem unnið var voru bara þannig, þær voru næsta ili leið mér mjög illa yfir því að ég ekki ganga.“ ðaður á þann hátt að erfitt var að ná est hætta stafaði af ís sem hrundi narmennina. „Það var mikið íshrun n sem búnaður var að fara yfir kkar. Þá rigndi ísnum stöðugt yfir örgunarmennirnir vissulega verið í gunni. að mjakast og við fórum að geta ira af bílnum með klippunum, sá farið að ganga vel og í lokin náðum nina.“ ar hægt að koma nálægt sprungunni búnað að slysstað fótgangandi. Þá búnaður hífðir upp og niður í ndafli. Hátt í kílómetri var á milli rlnanna að mati Guðmundar. áðir fastir inni í jeppanum og til að yndar ýmsar aðferðir. Fyrst í stað mennirnir að nota spennijárn og ðan fengu þeir handknúinn klippi- Í lokin kom svo sérhæfður og öflugur kjalanna sem bíllinn var klipptur í r loks hægt að mönnunum út. ysstað ásamt Ara Haukssyni frá SHS og Jóni ni, sem er sérþjálfaður fjallabjörg- yrlu danska varðskipsins Triton frá ir að sprungunni sigu ofan í hana. Fyrstur fór Jón Haukur og þá Guðmundur sem stjórnaði þaðan í frá björgunaraðgerðum úr sprungunni. Ari Hauksson frá SHS tók að sér vettvangsstjórn við sprungubrúnina. „Gatið er í sjálfu sér mjög sakleysislegt, kannski þrír sinnum fimm metrar,“ segir Guðmundur um sprunguop- ið sem jeppinn fór niður um. „En síðan er gríðarstór sprunga undir.“ Guðmundur segir engan veginn hægt að segja til hversu djúp sprungan hafi verið en jeppinn hrapaði 30 m, þar sem hann skorðaðist og þangað sigu björgunarmennirnir einn af öðrum. Svo vildi til að snjórinn, sem huldi sprunguna, stöðvaðist neðan við bíl- inn og virkaði sem n.k. gólf svo að björgunarmenn gátu athafnað sig undir bílnum. Þegar leið á kvöldið fengu björgunarmennirnir betri búnað til að klippa mennina út, með þeim björgunarmönnum sem bættust í hópinn og þyrlu sem fór suður að sækja m.a. öflugar klippur. Það var svo nokkru fyrir miðnætti að mennirnir náðust út úr bílnum. Sérþekking allra sameinaðist Guðmundur segir að við þessar aðstæður hafi sannast hversu dýrmætt það sé að hafa með í för sérþjálfaðan fjallabjörgunarmann. „Þarna sameinaðist sérþekking allra,“ segir Guðmundur en þessir aðilar hafi margoft æft saman sem hafi skilað sér vel í þessari björgunar- aðgerð. „Maður hefur svo sem lent í ýmsu en þetta er með þeim mest krefjandi aðstæðum sem ég hef unnið í og við vorum sammála um það sem komum að þessu. En við vorum jafnframt mjög sammála um að samvinnan hefði gengið vel og hversu hratt þetta gekk þó að tíminn virð- ist gríðarlega langur.“ Guðmundur leggur áherslu á að viðbrögð samferða- manna þeirra sem lentu ofan í sprungunni hafi verið hárrétt. „Þeir tilkynntu um slysið og biðu svo átekta og það var í raun það eina sem hægt var að gera í stöðunni því það þurfti sérhæfðan búnað til að fara inn á þetta svæði.“ Reykjavík um kl. 16. Þyrlan lenti um 700–800 m frá slysstaðnum. Síðan var notaður jeppi samferðamanna þeirra sem féllu í sprunguna til að ferja búnað og björg- unarmenn nær slysstaðnum en þó ekki nær en 300 m þar sem það þótti ekki óhætt. Þaðan gengu björg- unarmenn í átt að sprungunni. „Það var mjög hættulegt svæði þannig að við urðum að gæta ýtrustu varúðar og það var ekki óhætt fyrir neinn að ganga um svæðið nema að vera tryggður í línu,“ segir Guðmundur. Fyrst fóru þeir þrír sem komu með dönsku þyrlunni í átt að sprungunni en fljótlega bættust við þrír fjallabjörg- unarmenn, þar með taldir tveir varnarliðsmenn, sem komu með annarri varnarliðsþyrlunni. „Þarna á þessu svæði er mikið af mjög stórum sprungum,“ segir Guð- mundur um leiðina að slysstaðnum. „Svæðið er mjög erfitt og varasamt yfirferðar og í raun ekki fyrir neinn að vera að ferðast um.“ Fjórir af þeim sex björgunarmönnum sem komu fyrst- rigndi ísnum stöðugt yfir okkur“ Morgunblaðið/Eggert Guðmundur Guðjónsson stjórnaði aðgerðum úr sprung- unni á Hofsjökli við erfiðar aðstæður á laugardag. ur Guðjónsson, bráðaliði hjá SHS, stjórnaði aðgerðum úr sprungunni unarmenn að norðan einnig með búnað með sér sem notaður var við björgunina. Flugvél Landhelgisgæslunnar, Syn, var kölluð út og var hún notuð sem endurvarpi fyrir fjarskipti milli björgunaraðila á slysstaðnum. Er þetta hefðbundinn þáttur í stórri að- gerð sem þessari til að tengja saman alla aðila. En eins og víðar á hálend- inu getur fjarskiptasamband verið stopult á Hofsjökli. Það hamlaði þó ekki aðgerðum að sögn Gunnars Stefánssonar, sviðsstjóra björgun- arsviðs Landsbjargar. Snjólítið á hálendinu og vegir erfiðir Skyggni var gott á svæðinu, stjörnubjart og átta stiga frost, en annað kom til sem torveldaði að- gerðir nokkuð. Sigurður Jónsson, fréttaritari Morgunblaðsins, sem fór að Hofsjökli á laugardag, hefur eftir björgunarmönnum á Suðurlandi að gott veður hafi auðveldað þeim störfin en á móti hafi komið að snjó- lítið var við jökulinn og því erfitt að keyra vegi og slóða þar sem mikið var runnið úr þeim. Þetta hægði á björgunarmönnum á leið á jökulinn. Eftir að þyrlurnar voru búnar að finna slysstaðinn úr lofti varð ljóst að aðstæður væru mjög erfiðar og yfir mikið sprungusvæði þyrfti að fara. Það var ekki fyrr en undir mið- nætti, eða tæpum fimm tímum eftir að slysstaðurinn fannst, að búið var að ná mönnunum út úr bílnum með klippum og koma þeim slasaða í kjölfarið í aðra þyrlu Varnarliðsins. Hún lenti við Landspítalann í Foss- vogi um kl. 1 aðfaranótt sunnudags, eða tæpum tíu tímum eftir að til- kynning um slysið barst Neyðarlínu. Björgunarmenn við sprunguna Til að komast að slysstað þurftu björgunarmenn að bera búnað sinn um 300 m vegalengd því nær var ekki talið öruggt að fara akandi. Voru björgunarmenn festir við línu til að tryggja öryggi þeirra á þessu mikla sprungusvæði. Aðstæður við sprunguna og ofan í henni voru sér- staklega erfiðar. Ís hrundi stöðugt yfir þá fjóra björgunarmenn sem sigu niður að jeppanum, sem hafði skorðast í sprungunni á um 30 m dýpi, en sprungan sjálf var miklu dýpri. Frá því að niður í sprunguna var komið liðu margar klukkustundir áður en tókst að klippa bílinn í sund- ur og ná mönnunum út. Bílinn var algjörlega samanpressaður að sögn viðstaddra. Voru björgunarmenn á tímabili orðnir svartsýnir á að bún- aðurinn sem þeir höfðu fyrst í stað myndi duga til að klippa mennina út og var farið að huga að því að fá jeppa að sprungunni til að draga bílflakið upp. Ýmis búnaður var prófaður til að reyna að komast að mönnunum en það var ekki fyrr en mjög öflugar klippur komu frá slökkviliðinu á Akureyri, sem tækja- bílar slökkviliðanna eru útbúnir, að tókst að klippa bíllinn nægilega mik- ið í sundur til að ná mönnunum út. Þeir voru svo hífðir upp á brúnina í sjúkrabörum þaðan sem þeim var komið í þyrluna sem flutti þá til Reykjavíkur. Annar maðurinn er sem fyrr segir talinn hafa látist sam- stundis en hinn liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspít- alans. út. Komu fyrstu menn úr þeim á slysstað um kl. 19.30. Einnig voru kallaðar út þyrlur varnarliðsins og þyrla af danska varðskipinu Triton sem fór í loftið frá Reykjavík um kl. 16 með liðsmenn Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins og frá Landsbjörg auk létts búnaðar. Þá fluttu varn- arliðsþyrlurnar fleiri björgunar- menn og lækni á svæðið. Önnur varnarliðsþyrlan fór svo um kvöld- matarleytið til Keflavíkur og á Hvolsvöll til að sækja frekari búnað til björgunarinnar. Þá komu björg- klukku- rguninni æddi við, afi tekist kert hafi óeðlilega l m slysið . 15.14 á sveitir á g höfuð- kallaðar uðu björgunaraðgerðir er jeppi með tveimur mönnum féll ofan í sprungu á Hofsjökli sjúkrahús tíu tím- ð neyðarkall barst Morgunblaðið/Júlíus iðstöðinni í Skógarhlíð.                                                                   !    !  "   #  #   "  #      $   ! #      &        ' #( ) *          +     % ,- .-        ÞYRLUR Landhelgisgæslunnar voru báðar óvirkar á laugardag er slysið á Hofsjökli átti sér stað. Samkvæmt upp- lýsingum Gæslunnar var Líf, stóra björgunarþyrlan, í 3.000 tíma skoðun sem er mjög viðamikil og tekur nokkrar vikur. Búist er við að hún komist í gagn- ið upp úr miðjum mars. Sif, minni björg- unarþyrla Landhelgisgæslunnar, var einnig óvirk vegna ófyrirséðs viðhalds en beðið er eftir varahlutum í hana og er reiknað með að hún komist í gagnið í vikulok. Landhelgisgæslan er með samstarfs- samning við Varnarliðið um gagn- kvæma aðstoð við leit og björgun. Felur samningurinn það í sér að Varnarliðið er látið vita ef þyrlur Landhelgisgæsl- unnar eru óvirkar og þá er leitast við að hafa þyrlur Varnarliðsins í viðbragðs- stöðu. Landhelgisgæslan er einnig með samstarfssamning við danska sjóherinn, Coop Saga, sem kveður á um gagn- kvæma aðstoð við leit og björgun. Svo heppilega vildi til að danska varðskipið Triton var við bryggju í Reykjavík- urhöfn á laugardag og brugðust áhöfnin á Triton og varnarliðsmenn fljótt og vel við aðstoðarbeiðni frá Landhelgisgæsl- unni. Báðar þyrlur Gæslunnar óvirkar Kl. 15.14. Tilkynning berst til Neyðarlínunnar (112) um að jeppi hafi fallið í sprungu á Hofsjökli og í honum tveir menn. Samhæfing- armiðstöð virkjuð og Landsbjörg, lögregla, 112 og Landhelgis- gæslan koma að aðgerðum. Á annað hundrað björgunarsveit- armönnum frá höfuðborgar- svæðinu, Suðurlandi og Norður- landi er stefnt á jökulinn á jeppum, snjóbílum og vélsleðum. 16.00. Þyrla frá danska varðskip- inu Triton fer af stað með liðs- menn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins (SHS) og Landsbjargar auk búnaðar. Tvær þyrlur varn- arliðsins flytja fleiri björgunar- sveitarmenn og búnað á vettvang. 17.45. Þyrla frá danska varðskip- inu og þyrla Varnarliðsins komn- ar á Hofsjökul. Ekki hefur tekist að finna slysstað en bæði er leitað úr lofti og á landi. Veður og skyggni með ágætum. 18.00. Búið að finna slysstað og þyrlurnar lenda á svæðinu, um 600 m frá slysstað. Björgunar- aðgerðir hefjast þegar í stað. 19.30. Fyrstu björgunarsveit- armenn að norðan koma á vett- vang. Björgunarmenn að sunnan koma síðar um kvöldið. Aðstæður mjög erfiðar og björgunarmönn- um hefur ekki tekist að komast að jeppanum. Þyrla Varnarliðsins flýgur til Keflavíkur og á Hvols- völl til að sækja frekari búnað til björgunarinnar. 19.39. Flugvél Landhelgisgæsl- unnar, Syn, fer í loftið og er notuð sem endurvarpi fyrir fjarskipti milli björgunaraðila á slysstað. Vélin var á flugi í 5 tíma og 40 mín. 21.00. Björgunaraðgerðir ofan í sprungunni farnar að ganga vel og klippur komnar á staðinn, sem og læknir. 23.00. Um þetta leyti er orðið ljóst að menn á vettvangi eru bún- ir að ná utan um verkefnið og öðr- um björgunarmönnum á leið á jökulinn snúið við. 23.50. Búið að ná mönnunum úr jeppanum og þeir í kjölfarið flutt- ir með þyrlu Varnarliðsins til Reykjavíkur. 00.43. Björgunarsveitarmenn á jöklinum undirbúa heimferð. 01.00. Þyrlan lendir með hinn slasaða við Landspítalann í Foss- vogi. 02.10. Þyrla Varnarliðsins lendir með björgunarmenn í Reykjavík. Aðgerð lokið. Frá tilkynn- ingu um slys til björgunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.