Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 27 DAGBÓK Heimili og skóli, Umboðsmaður barna ogTalsmaður neytenda standa, meðþátttöku annarra stjórnsýsluaðila ogsamtaka að málþinginu „Börn og aug- lýsingar“ næstkomandi miðvikudag, 1. mars, öskudag. Gísli Tryggvason er talsmaður neytenda: „Með- al þess sem kallaði á þetta málþing er mikill þrýst- ingur, bæði frá samtökum, foreldrum og neyt- endum almennt um að sett verði mörk við markaðssetningu sem beinist að börnum og ung- lingum. Við viljum vekja athygli á þessu máli og meta hvort vilji er til aðgerða og þá hvaða leiðir eru færar til að setja þessari markaðssókn ein- hver mörk,“ segir Gísli. „Samtök á borð við Neytendasamtökin og Heimili og skóla hafa áður sinnt þessum málum, sem og umboðsmaður barna, og meðal ágengustu ábendinga, sem nýtt embætti talsmanns neytenda fékk í samráðsferli sl. haust, var óhóf í markaðs- setningu til barna og unglinga. Einnig hafa um- boðsmenn neytenda á Norðurlöndunum í vaxandi mæli sinnt þessum málaflokki, meðal annars með því að setja leiðbeiningar fyrir fyrirtæki og mark- að um hegðun gagnvart börnum og unglingum.“ Gísli segir vilja til þess að eftir málþingið verði unnið áfram að málum: „Málinu lýkur ekki með málþinginu og ef vilji er til má ímynda sér fjórar leiðir til lausnar: í fyrsta lagi að sett verði strang- ari lög um þetta málefni, eða í öðru lagi leiðbein- ingar s.s. frá umboðsmanni barna og talsmanni neytenda um þetta mál, og í þriðja lagi að aðilar á markaðinum semji sínar eigin siðareglur og hemji þannig sína markaðssókn. Þetta eru þó einhliða úrræði og sjálfum þætti mér besta leiðin sú fjórða, að þeir sem hlut eiga að máli næðu samkomulagi, sem um leið fæli í sér sjálfsvöktun seljenda vöru og þjónustu.“ Á málþinginu flytja erindi fulltrúar bæði frá stjórnsýslu og ýmsum samtökum, sem og fræði- menn: „Við fjöllum um stöðuna í dag, einnig um það sem vitað er í fræðunum um áhrif auglýsinga á börn og ungmenni, og síðan er fjallað um viðhorf neytenda og loks viðskiptalífsins. Dagskránni lýk- ur síðan með pallborðsumræðu þar sem litið er til framtíðar.“ Málþingið fer fram á Grand hóteli, Gullteig, og hefst kl. 12.30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill en æskilegt er að gestir skrái þátttöku sína. Það má gera á slóðinni www.gestamottak- an.is, en þar má jafnframt nálgast dagskrá dags- ins í smáatriðum. Málþing | Athugað að takmarka markaðssetningu sem beinist að börnum og ungmennum Börn, ungmenni og auglýsingar  Gísli Tryggvason fæddist í Björgvin 1969. Hann lauk stúd- entsprófi frá Marie Kruses Skole í Farum 1989 og embættisprófi í lögfræði 1997 frá HÍ, hdl. 1998. Þá lauk Gísli MBA-prófi frá Háskól- anum í Reykjavík 2004. Gísli var fulltrúi hjá Lögmönnum Höfðabakka 1997–1998 og þá framkvæmdastjóri og lögmaður Bandalags háskólamanna til 2005. Gísli var skipaður talsmaður neytenda 2005. Gísli er kvæntur Brynju Daníelsdóttur, hjúkr- unarfræðingi og sjúkranuddara, og eiga þau þrjú börn. 90 ÁRA afmæli. Í dag, 27. febrúar,er níræð Ingrid Björnsson, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Hún er að heiman í dag. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e5 4. Rc3 d6 5. e4 Be7 6. h3 Rbd7 7. Bd3 Rf8 8. Be3 Rg6 9. Dd2 Bd7 10. Hb1 Rh4 11. Kf1 Rg6 12. g3 h5 13. b4 b6 14. bxc5 bxc5 15. f4 exf4 16. gxf4 h4 17. Rf3 Rh5 18. Re2 Hb8 19. e5 dxe5 20. fxe5 Hxb1+ 21. Bxb1 Staðan kom upp í C-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Kínverski stórmeistarinn Li Shilong (2.543) hafði svart gegn egypska koll- ega sínum Ahmed Adly (2.473). 21. … Rxe5! 22. Rxe5 Db8 svartur vinnur nú tímabundið peð og fær yf- irburðatafl. 23. d6 Dxb1+ 24. Kg2 De4+ 25. Rf3 Bf6 26. Bxc5 0-0 27. Bd4 He8 28. He1 Bc6 29. Dc3 Dg6+ 30. Kf2 Rg3 31. Rf4 Re4+ 32. Kf1 Dg3 33. De3 Rxd6 hvíta staðan er nú að hruni komin. 34. Re5 Dxe3 35. Hxe3 Rf5 36. Rxc6 Rxe3+ 37. Bxe3 Hxe3 38. Rd5 He4 39. Ra5 Kf8 40. Kf2 Bd8 41. Rb7 Be7 42. c5 Hc4 43. Ke3 Bxc5+ Og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Bridshátíð. Norður ♠D83 ♥D42 N/Allir ♦84 ♣ÁKG105 Vestur Austur ♠109542 ♠Á ♥K10 ♥876 ♦D10 ♦KG9652 ♣D432 ♣976 Suður ♠KG76 ♥ÁG953 ♦Á73 ♣8 Í fyrstu umferð sveitakeppni Bridshá- tíðar kom upp athyglisvert varnarspil. Suður verður sagnhafi í fjórum hjört- um og vestur kemur út með tígul- drottningu í sögðum lit makkers: Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf 1 tígull 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Skoðum spilið frá sjónarhóli aust- urs, sem horfir á slag á tvo slagi – einn á tígul og annan á spaðaás. Hann verður að gefa sér að makker eigi hát- romp, ásinn eða kónginn. Það er þá þriðji slagurinn og sá fjórði gæti kom- ið á stungu ef vestur á tígultíu og spil- ar strax spaða. En hvernig á að fá vestur til að geyma tígulinnkomuna og spila spaða? Austur þarf einhvern veginn að kveikja á þeirri hugmynd hjá makker sínum og góð tilraun til þess er að láta tígulgosann undir drottninguna í fyrsta slag! Það gerðist á einu borði. Suður dúkkaði, vestur skipti yfir í spaða og gaf austri stungu er hann komst inn á hjartakóng. Sagnhafi er engu bættari með að taka strax á tígulás og spila til dæmis hjartaás og hjarta. Vestur bíð- ur með tígulinn, spilar spaða á ás austurs, sem kemur undan tíg- ulkóngnum og fær stunguna lang- þráðu. Eina vinningsleið sagnhafa, eins og landið liggur, er að drepa strax á tígulás og svína laufgosa. Henda svo tveimur tíglum niður í ÁK í laufi. En það er, vægast sagt, nokkuð afgerandi afstaða, svo snemma spils. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Stöndum með öryrkjum og öldruðum ÞAÐ er illt að lenda í því að verða öryrki vegna veikinda og slysa. Fólki er rétt ávísun á fátækt og það verður að lifa við mjög kröpp kjör jafnvel það sem eftir er ævinnar. Þó fólk sé sæmilega efnað þegar váin ber að dyrum verður efnahagurinn fljótt bágborinn. Ef fólk á maka eru bætur skornar mikið niður, jafnvel þótt maki sé ekki hátt launaður. Mörgum þykir erfitt að vera upp á maka sinn kominn fjárhagslega og þetta er mjög niðurlægjandi fyrir þá sem í þessu lenda og þetta getur jafnvel leitt til þess í einstaka til- vikum að makinn fari að kúga bóta- þegann. Það er engu líkara en að fólki sé refsað fyrir það að verða öryrkjar og líka fyrir það að eldast. Það er mikil skömm að því að búa svona illa að sjúku og öldruðu fólki sem lokið hefur vinnu eftir áratuga störf og vill geta átt góða daga það sem eftir er ævinnar. Það mætti halda að stjórnvöld ætli ekkert að gera til þess að rétta hlut þessa fólks. Alla vega er allt gert til þess að spara, skera niður þegar að þetta fólk á í hlut. Nú hefur Guðrún Jónína Magn- úsdóttir hafið undirskriftasöfnun og er upplýsinga að finna á slóðinni: www.vildarkor.is/undirskrift- arsofnun.htm. Ég er búin að skrá mig á þennan lista og vil hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Stöndum með öryrkjum og öldr- uðum. Sigrún Reynisdóttir. Bjargvættir íslenskrar tungu STUNDUM klippi ég greinar út úr dagblöðunum og set í tvo bunka. Sá fyrri inniheldur þær, sem mér finnast frábærar og athyglisverðar, hinn síðari þær sem mér finnast mjög slæmar eða arfavitlausar og ganga þvert á skoðanir mínar. Jón Gnarr á grein í „frábæra“ bunk- anum en grein hans í Fréttablaðinu 23. febrúar sl. undir nafninu „Al- íslensk nótt“ lenti í „slæma“ bunk- anum. Mér þykir vænt um Ríkisút- varpið, sem hefur reynt með ágæt- um að hlúa að þjóðararfinum, og held það eigi stóran þátt í því, að við erum enn almennt talandi á ís- lenska tungu. Það er gott að Jón Gnarr hefur loksins fundið dæmi um „sigur and- ans yfir forminu“, í kosningu Silvíu Nætur, þó ég sé ekki alveg með á nótunum. Kannski það verði „sigur andans yfir forminu“, þegar við verðum búin að glata íslenskunni og tölum mál, sem hvorki er íslenska né enska, heldur tungumál í líkingu við hennar. Með fullri virðingu fyrir Jóni Gnarr held ég að hugmyndir hans um Ríkisútvarpið með þátt- töku Silvíu Nætur, muni ekki bjarga íslenskri tungu. Þuríður Guðmundsdóttir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14. við- talstími hjúkrunarfræðings kl. 9.30–11. Leikfimi kl. 9. Boccía kl. 10. Vinnustof- ur opnar frá kl. 9–16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16, handav. kl. 9–16.30, smíði/útskurður kl. 9–16.30, söngstund kl. 10.30, félagsvist kl. 13.30, Myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, samverustund, fótaaðgerð. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, opið hús kl. 13–16. Vilborgardagur, leiðbeint við handverk og föndur af öllu tagi. Kaffi- veitingar að hætti Álftnesinga. Auður og Lindi annast akstur, sími 565 0952. Ferðaklúbbur eldri borgara | Þriðju- daginn 7. mars verður haldinn kynn- ingarfundur á ferðum sumarsins 2006 kl. 13.30 í Þróttarheimilinu í Laugardal. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan er opin frá kl. 10–11.30 í dag. Fé- lagsvist er spiluð í Gjábakka í kvöld kl 20.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan er opin í dag kl. 10–11.30. Fé- lagsvist spiluð í Félagsheimilinu Gull- smára kl. 20.30. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 9–12, boccia og gler- og postulíns- málun kl. 9.30, Lomber kl. 13.15 og kóræfing kl. 17. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínsmálun kl. 9, handa- vinnustofan opin kl. 13, brids kl. 13, fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Myndin Á hverfanda hveli sýnd í Garðabergi kl. 13. Bollukaffi í Garðabergi í bíóhléi. Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45. Vatnsleikfimi, auka, kl. 9.45 í Mýri. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, almenn handa- vinna, bókband. Kl. 14 verður leikfimi- hópurinn með dagskrá til kl. 15, þá verður bollukaffi. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, al- menn handavinna, kaffi, spjall, dag- blöðin. Kl. 10 bænastund. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, mósaík, ullarþæf- ing og íkonagerð. Jóga kl. 9–11. Spila- mennska kl. 13–16. Böðun fyrir hádegi. Bollur með kaffinu. Fótaaðgerðir s. 588 2320. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið opið öllum. Líttu við einhvern daginn, kíktu í blöðin, fáðu þér kaffisopa og kynntu þér dagskrána. Það er morgunsopi kl. 10 alla morgna og alltaf eitthvað gott með síðdegiskaffinu kl. 15. Þú getur fengið dagskrána senda heim! Síminn okkar er 568–3132. asdis.skuladott- ir@reykjavik.is Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug á morgun kl. 9.30. Laugardalshópurinn Blik, Laug- ardalshöll | Leikfimi fyrir eldri borgara í Laugardalshöll kl. 12. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10.30 upplestur, kl. 13–16.30 opin vinnustofa, kl. 9 opin fótaaðgerðastofan, sími 568 3838. Samtök lungnasjúklinga | Fé- lagsmenn hittast alla mánudaga kl. 16 í Síðumúla 6 (gengið inn á bak við hús- ið). Spjallað, gengið og tekið í spil. Léttar kaffiveitingar. Stjórnin. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið, Hátún 12: Brids í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handa- vinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13– 16 kóræfing. Kl. 13.30–14.30 leshópur. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, bókband og bútasaumur kl. 9–13, hárgreiðsla og fótaaðgerð- arstofur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10–11, handmennt almenn kl. 13–16.30, glerbræðsla og frjáls spila- mennska kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Vímulaus æska kl. 20. Stuðningshópur foreldra unglinga í vímuefnavanda. Árbæjarkirkja | Bæna- og helgistund kl. 10 í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105. Umsjón sr. Þór Hauksson og Kristina Kalló Szklenár. Grensáskirkja | Foreldrastund alla mánudagsmorgna. Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20–21.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Mánu- daga kl. 15 Heimilasamband. Allar kon- ur eru hjartanlega velkomnar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2 kl. 19. www.gospel.is – www.alfa.is. Nýtt námskeið hefst í september, hægt er að skrá sig á safnaðarskrif- stofunni. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, miðvikudaginn 1. mars kl. 20. „Gefið þeim að eta“. Mike Fitzgerald talar. Fréttir af starfi Lindarinnar. Kaffi. Allir eru velkomnir. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Akureyrarkirkja Sá á fund sem finnur! Finnur þú næstumilljón? F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.